Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 12

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 12
Ég, Solla og Jónas höfum alltaf verið óað- skiljanlegir vinir og gengið í gegnum ótal margt saman. Við erum eiginlega sálufé- lagar því við segjum hvort öðru allt um einkamál okkar, sorg og gleði. Við förum oft saman út að borða og skemmta okkur enda öll laus og liðug. Þegar við vorum 27 ára kom Jónas svo út úr skápnum. Æi, mér leiðist óttalega þetta klisjukennda orðalag en hann sem sagt viðurkenndi samkynhneigð sína fyrir bæði sjálfum sér og öðrum. Þetta kom okkur stelpunum mjög á óvart því það hafði einhvern veg- inn aldrei hvarflað að okkur að Jónas væri hommi en að sjálfsögðu breytti það alls engu varðandi náin vinskap okkar. Jónas var sérlega glaður og hress eftir að hafa komið þessu leyndarmáli upp á yfir- borðið og dag einn stakk hann upp á því að við þrjú færum í helgarferð til New York til þess að skemmta okkur ærlega. Rúntur á ferðatöskufæri- bandinu Við stelpurnar vorum meira en lítið spenntarfyrir svona ferð því okkur hafði alltaf dreymt um að heimsækja New York borg. Þetta var í janúar, skammdeg- ið var að sliga alla og á þess- um árstíma eru flugfargjöld mjög hagstæð. Okkur fannst því alveg rakið að skella okkur bara vestur um haf. Við vorum alveg rosalega spennt og pökkuðum niður fullt af sparifötum, snyrtivörum og glingri því það átti sko að taka heimsborgina með stæl! Við flugum til New York seinnipart föstudags á ísköld- um janúardegi og vorum full eft- irvæntingar. Við höfðum fengið okkur kaffi og koníak á barn- um á Leifsstöð, svona rétt til þess að hita okkur aðeins upp, og um borð í vélinni fékkég mér tvö rauðvínsglös. Jónas var svefnIíti11 vegna mikillar vinnu undanfarinna daga og lagði sig í þremur samliggjandi sætum. Það voru fáir farþegar í þessu flugi og mjög rólegt en ég fann að Solla var eitthvað farin að ókyrrast. Hún pantaði sífellt fleiri drykki ogsagði aðeinhvern veginn yrði hún að drepa tím- ann í svona langri flugferð. Mér var hins vegar hætt að lítast á blikuna. Við vorum búin að ákveða að fara beint upp á hót- el þegar við lentum, fá okkur kalt hvítvín, fara í gott bað og dubba okkur upp fyrir spenn- andi föstudagskvöld í New York. Nú var ég orðin hrædd um að Solla yrði of drukkin þegar við kæmum á áfangastað og við sem höfðum bara tvö kvöld til að skemmta okkur. Þegar Solla var orðin ansi vel í því fór hún að huga að útlitinu, reif spegil og snyrtivörur upp úr handtöskunni og fór að mála sig af miklum móð. Ég brosti í laumi því ég þekkti þessa takta hennar svo vel. Þegar hún er komin á ákveðið stig í drykkju þá bætir hún alltaf mjög mikið á andlitsmálninguna. Mér hef- ur stundum dottið í hug að sjón hennar hljóti að hraka með hverju glasinu og henni sýnist hún vera ómáluð þegar hún líti í spegil. Solla smurði á sig breiðri línu af svörtum augnblý- anti og úðaði reglulega á sig uppáhaldsilmvatninu sínu sem hún hafði keypt í fríhöfninni. Ég varalvegað kafna í ilmvatnsský- inu sem myndaðist í kringum hana og ekki bætti úr skák þeg- ar hún fór að laga á sér hárið og úðaði stífu hárlakki í hárið á sér í sífellu. Ég held að maður- inn sem sat fyrir aftan hana hafi verið orðinn límdur við sætið sitt! Þegar við lentum var Solla orðin blindfull. Við Jónas skömmuðumst okkar fyrir út- ganginn á henni og hvernig hún lét á flugvellinum. Solla dró annað augað í pung, horfði stríðnislega á okkur og sagði drafandi röddu að nú ætlaði hún að fá sér einn rúnt á ferða- töskufæribandinu, því það hefði hana alltaf langað að gera. Við reyndum að stöðva hana en hún reif sig lausa og stökk upp á færibandið og datt á rassinn. Þar lá hún skellihlæjandi á milli ferðataskanna á meðan færi- 12 Vikaii

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.