Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 6
flSTlM SPYR EKKIUM ALDUR Fyrir stuttu var ég stödd í hópi kvenna á ýmsum aldri og eins og gjarnan þar sem margar konur eru samankomnar var mikið rætt og víða komið við. Meðal ann- ars voru á lofti ýmsar vangaveitur um ást- ina og allar vorum við sammála um að ástin væri flókið fyrirbæri sem oft gæfi tilefni til þess að saklausir aðil- ar, sem ekki hefðu gert neitt af sér annað en að verða ástfangnir, lentu á milli tannanna á fólki. Sem dæmi um það var nefnt þegar ,,eldri“ konur verða ástfangnar af sér miklu yngri mönnum. Sjálf var ég um langt skeið fórnarlamb slúð- urberanna, en undir öfugum formerkjum. Ég varð ástfangin af manni sem var miklu eldri en ég. gvarung þegaréggift- ist fyrri manninum mínum. Við vorum á svipuðum aldri og búin að vera saman frá því við vor- um unglingar. Foreldrar mínir voru efnaðir, ég var einkadóttir ogsvolítil dekurdúkka. Foreldr- ar hans börðust hins vegar í bökkum með stóran barnahóp. Ég nautalls þesssem lífið hafði upp á að bjóða, fór í málaskóla erlendis á hverju sumri þegar ég var unglingur og sneri til baka uppfull af sögum utan úr heimi. Sjálfsagt hefur kærastinn minn verið afbrýðisamur því sjálfur þurfti hann að vinna öll sumur til þess að eiga vasapeninga yfir veturinn. Foreldrar mínir kunnu vel við hann og þegar hann lauk námi frá Iðnskólanum hjálpaði pabbi honum að stofna lítið fyrirtæki. Við giftum okkur stuttu síðar og á brúðkaupsdaginn fluttum við inn í litla íbúð sem foreldr- ar mínirgáfu okkur í brúðargjöf. Sú gjöf varð reyndar tilefni fyrsta rifrildis okkar hjónanna, manninum mínum fannst ekki rétt að við fengjum allt upp í hendurnar. Ég sá hins vegar ekkert athugavert við það, enda vön því að þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Maðurinn minn var góður maður og kannski hefðum við lifað hamingjusöm til æviloka ef við hefðum eignast barn. Það tókst okkur hins vegar ekki og ég tók það mjög nærri mér. Ég, sem hingað til hafði fengið allt sem mig langaði í, átti bágt með að sætta mig við að vera neitað um það eina sem mig virkilega langaði til að eiga. En barn verð- ur ekki keypt fyrir peninga. Læknirinn Ég lagðist nokkrum sinnum á sjúkrahús þegar verið var að reyna komast að orsökum þess að ég gat ekki orðið barnshaf- andi. Það var í einni sjúkrahúss- legunni sem ég fyrst sá seinni manninn minn. Flann var lækn- ir við sjúkrahúsið og ég sá hann daglega á göngunum. Það var eitthvað við þennan mann sem ég féll kylliflöt fyrir þótt ég þekkti hann ekki nokkurn skap- aðan hlut. En auðvitað kom að því að ég útskrifaðist af sjúkra- húsinu og smám saman dofnaði minningin um hann. Örlögin gripu í taumana nokkrum árum seinna. Égvarað leita mér að vinnu og einn dag- inn hitti ég gamla skólasystur mína sem vann á sjúkrahúsinu. Hún benti mér á lausa stöðu þar, ég sótti um starfið og fékk það. Ég veit að ég gleymi því aldrei þegar ég sá lækninn aft- ur. Ég var á gangi eftir einum af löngum göngum sjúkrahúss- ins þegar ég gekk allt í einu í fangið á honum í bókstaflegri merkingu. Ég var með pappírs- bunka í höndunum og við áreksturinn flugu blöðin í allar áttir. Eldrauð í kinnum tíndi ég þau upp, með aðstoð læknisins. Auðvitað var ekkert eðlilegra undir þessum kringumstæðum en að við tækjum tal saman. Þannig voru okkar fyrstu kynni, kynni sem áttu eftir að verða náin og valda mörgu fólki sárs- auka. Ástarjjátning Ég var, þegar þarna var kom- ið sögu, um þrítugt og búin að vera gift manninum mínum í tíu ár. Hjónabandið var gott þótt barnleysið varpaði skugga á hamingju mína. Ég hafði aldrei fundið þörf fyrir að vera með öðrum manni og alltaf verið manninum mínum trú. Það leið þó ekki á löngu þar til ég var komin í hlutverk ótrúu konunnar. Ég tók fljótlega eftir þvf að læknirinn gaf mér auga og var ískyggilega oft staddur á sama stað og ég. Hann gerði sérerindi inn á deildina þarsem ég vann, dokaði við og sagði við mig nokkur orð. Hann var mjög myndarlegur maður, hávaxinn og grannur. Ég vissi ekki hvað hann var gamall en giskaði á að hann væri líklega um það bil tuttugu árum eldri en ég. Eitt sinn, þegar ég var á leiðinni heim, sá ég hann fyrir utan sjúkrahúsið á tali við konu sem ég frétti nokkru seinna að væri konan hans. Hún var mjög glæsileg og mér fannst ekki mikið til mín koma í saman- burði við hana. En það kom æ betur í Ijós að læknirinn var ekki sama sinn- is. Einn daginn sagðist hann langa til að ræða við mig undir fjögur augu og spurði hvort ég vildi koma með honum ígöngu- ferð þegar ég væri búin að vinna. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en áður en ég vissi af var ég búin að lofa mér með honum í gönguferðina sem varð upphafið að sambandi okk- ar. Við ókum út úr bænum og meðan við gengum úti í nátt- úrunni lagði hann spilin á borð- ið. Hann sagðist vera ástfang- inn af mér, hann réði ekki við þær tilfinningar hvernig sem hann reyndi að streitast á móti. Að lokum spurði hann hvort ég héldi að hann væri genginn af göflunum, hvort mig hefði grun- að þetta og það sem honum þætti allra mikilvægast, hvort ég bæri einhverjar tilfinningar til hans. Hann var grafalvarlegur og varð sár og undrandi þegar ég fór að skellihlæja. Ég reyndi að stilla mig og sagðist vera að hlæja vegna þess að ég hefði fallið fyrir honum fyrir mörgum árum, þótt ég hefði aldrei séð hann nema í fjarlægð, og þess- 6 Vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.