Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 13
LIGNANO Gullna ströndin við Adríahaf Á BÖKKUM GARDAVATNS Náttúrufegurð og friður upp með fjölskyldur sínar. Matsölustaðir eru margir og góðir og skemmtanalíf fjörugt bæði um daga og kvöld. Þar við bætist, að Lignano er tilvalin miðstöð fyrir ferðir í allar áttir, þar sem lands- lag er með fjölbreytilegasta hætti á tiltölulega litlu svæði. Þaðan er t. d. aðeins smáspölur til Júgóslavíu og fyrsta borgin ,sem verður fyrir mönnum þar, er Trieste, sem er með sterkum ítölskum svip. Þá er ekki heldur langt norður til Alpafjalla — bæði þeirra, sem kenndir eru við Feneyjar og Austurríki, að ógleymdum Dólómíta- fjöllum, sem eru ýkjulaust með fegurstu fjallgörðum Evrópu. Fen- eyja hefur þegar verið getið og þarf ekki að fræða íslendinga nánar um svo sögufræga og sérkennilega borg. En byggingar- svæði Feneyja hefur óhjákvæmliega í för með sér, að borgarlíf þar sem með öðrum hætti en í öllum öðrum borgum. Skrifstofa og fararstjórar SUNNU í Lignano verða farþegum vitanlega innan handar ( öllum efnum og skipuleggja fjölbreytileg- ar ferðir. Á BÖKKUM GARDAVATNS. Náttúrufegurð og friður. „Við fjallavötnin fagurblá" hefur Frónbúinn löngum sungið, og hann getur svo sannarlega hafið þann söng, þegar hann er stadd-' ur á bökkum Gardavatns í suðurhlíðum Alpafjalla og nyrst á Italíu. Hér býður SUNNA upp á sumardvöl, sem er ólík því, sem gerist yfirleitt í Suðurlandaferðum, því að við höfum valið sem dvalar- stað samnefnda smáborg við suðurenda vatnsins í heillandi um- hverfi. I bröttum hlíðunum í kring, þar sem tré og margvíslegur annar gróður skiptist á, rísa þorp, sem eru með sama svip og fyrir mörgum öldum, og sama máli gegnir um byggðina á sjálfum vatnsbakkanum, þótt þar beri meira á þróuninni í mynd glæsilegra hótela og annarra nútíma mannvirkja. Náttúrufegurð við Gardavatn er svo sérstæð og mikil, að henni verður ekki með orðum lýst, svo að hér verður sjón sögu ríkari eins og víðar. Það munu og þeir finna, sem fara með SUNNU þangað suður, búa þar í góðum hótelum með sundlaugum, þar sem fólk getur fengið sér sundsprett milli þess, sem það bregður sér t. d. í ferð um vatnið. Frá Garda er stutt að fara til margra fornfrægra staða, í ýmsum áttum. Einna skemmst er að fara til Verona — þar sem Rómeo og Júlía elskuðust forðum — en stutt er líka að skreppa til Feneyja. Lengra er að aka til Flórens, en sú borg býr yfir slíkum listager- semum, að enginn telur eftir sér langa ferð til slíks staðar. En þeir, sem hyggja ekki á slíka langferð á vit horfinna kynslóða, geta ekið allt í kringum Gardavatn eða brugðið sér norður yfir Brennerskarð til Austurríkis, t. d. til Innsbruck, Salzburg, Zell am See og fleiri staða. Garda er góð miðstöð, þegar SUNNUfarþegar vilja sjá sérkenni- lega staði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.