Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 14
VETRARFERÐIR Ekki er ráð nema í tíma sé tekið VETRARFERÐIR. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Með hverju árinu sem líftur, vex eftirspurn á vetrarferðum. — Þess vegna gefur SUNNA út sérstaka áætlun fyrir vetrarferðir, þegar líður að hausti. Sú áætlun gefur íslendingum kost á ferðum til sólarlanda eða til dæmis skíðaferðum til Austurríkis. Leiguflug er beint frá Keflavík til Austurríkis og Spánar (Kanarí- eyja, Mallorka og Costa del Sol) og samningar, sem gerðir eru til langs tíma um gistirými í hótelum og íbúðum, tryggja að þrátt fyrir verðhækkanir eru slíkar utanlandsferðir það hagkvæmar, að flestir geta veitt sér þá hressingu, skemmtun, hvíld og tilbreytingu, sem vetrarorlof býður upp á. LANGTÍMADVÖL í VETRARSÓL Á MALLORKA OG COSTA DEL SOL. Nú býður SUNNA (slendingum þau kostakjör að fljúga til Mallorka og Costa del Sol um mánaðamótin október—nóvember og dvelja þar í sól og hita (hiti er oftast 20° C. eða þar yfir um daga) í sex til sjö vikur — eða fram undir jól. Eða menn geta lagt upp í slíka ferð strax upp úr áramótum og verið á þessum unaðs- stöðum í 8—12 vikur, þ.e. fram undir páska. Þá gefst fólki tækifæri til að sækja námskeið og læra spænsku, og eldra fólki, sem komið er á eftirlaun, verður séð fyrir læknis- hjálp og hjúkrun, ef þess gerist þörf, en slík dvöl í jöfnum hita og sól er engum meiri heilsubót en þeim, sem kominn er á efri ár og ef til vill farinn að heilsu að einhverju leyti. KANARÍEYJAR. SUNNA varð öllum öðrum íslenskum ferðaskrifstofum fyrri til að hefja beint flug til Kanaríeyja. Það var árið 1962 — áður en nokk- ur önnur ferðaskrifstofa lét sig dreyma um slíkar ferðir. Hún hefur því meiri reynslu í þessum ferðum en allir aðrir íslenskir aðilar. Það er líka á allra vitorði, sem eitthvað til þekkja, að íbúðir þær og hótel, sem SUNNA býður farþegum sínum á Kanaríeyjum, eru í algerum sérflokki. Og að auki hefur SUNNA skrifstofu með ís- lensku starfsfólki þar á eyjunum sem víðar. SKÍÐAFERÐIR. SUNNA varð líka fyrst íslenskra ferðaskrifstofa til að bjóða lands- mönnum upp á þotuflugferð á rúmum 3 tímum milli Islands og Austurríkis, sem er eftirsóttasta vetrarparadís þeirra, sem sækjast eftir skíða- og skemmtiferðum í snjó og sól við aðstæður, sem vandlátir gera kröfu til. Hægt er að velja á milli eftirsóttustu skíða- og skemmtanabæja þessa fagra Alpalands — svo sem Zell am See, Kitzbúhel, Lech, Vetrar-Ólympíuleikaborgarinnar Innsbruck og raunar fleiri. Islenskir fararstjórar SUNNU hafa bækistöð og aðsetur í Zell am See, og þeir skipuleggja að vanda skemmti- og skoðunarferðir, útvega skíðakennslu og veita margvíslega a$ra fyrirgreiðslu. Eins og annars staðar hefur SUNNA náð náð hagstæðum samn- ingum við góð hótel í Austurríki, og þess vegna getur hún boðið þessar eftirsóttu ferðir á hagstæðu verði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.