Framtíðin - 11.03.1923, Blaðsíða 2
2
FRAMTÍÐIN
vor. Á síðasla sumri var safnað
hlutafé til þess, og var þátttaka
mjög almenn. Stærsti hluthafinn
er sjálfur kaupstaðurinn, hann á
meira en tvo þriðju af hlutafénu.
F*að eru allir Siglfii ðingar sain-
mála um það, að hér sé rnikil þörf
á íshúsi. Rað er enginn vafi á því
að mótorbátarnir geta haldið áfram
veiðum lengur fram eftir haustinu,
ef beituna ekki vantar, því reynsla
undaníarna ára hefur sýnt að næg-
ur fiskur er hér fyrir utan alt fram
að nýjári. En að þessu hefur öll
lóðaveiði stöðvast í septemberiok
sökiim beituskorís. Pað má því
búast við og vona að þetía íshús
verði mikil lyl'tistöng fyrir bæiun.
Rví í stað þess að vera í landi, og
hafa lítið eða ekkert að gera, geta
sjómennirnir haldið áfram veiðun-
um, jjegar gæftir eru, a!t fram að
nýjári.
Löngu fyrir jól í vetur var stofn-
fundtir félagsins haldinn, og var
þar samþykt að hefjast handa strax
til þess að hægt yrði að setja ís í
húsið á þessum vetri. Sömuleiðis
var þar samþykt að kaupa stein-
tóft af hafnarsjóði og byggja ofan
á hana.
En hvað hefur verið gert?
jú, strax í vetur fer formaður
félagsins Helgi Hafliðason á stúf-
ana og ræður fjölda smiða, lætur
hann þá lofa því að vinna fyrir
litlu kaupi og lofar aftur á móti að
þeir skuli hafa atvinnu í allan vet-
ur. Nú er komið fram í iniðjan
mars, það sem gert hefur verið er
lítið annað en að steypa ofan á
tóftarbrotið. Og þessir vesalings
smiðir, sem höfðu loforð formanns-
ins íyrir atvinnu allan veturinn, eru
síðan fyrir jól búnir að vinna fyrir
25—50 kr. hver. Manni liggur næst
að halda, að það hljóti að veia
einhveijar veigamikiar ásíæður fyrir
því, að þessu velferðamáli Siglu-
fjarðar skuli ekkert miða áfram. En
svo er ekki. Gangur málsins er sá,
að fyrst auglýsir stjórnin efíir til-
boðum og bíður lengi eftir þeim.
Regar tilboðin loksins koma, finn-
ur form. það upp að sjálfsagt sé
að halna þeim öllum, sljórnin geti
sjálf keypt efnið beina leið og fé-
lagið þannig grætt þær fáu krónur,
sem annars færu í vasa milliliðsins.
Pað versta var að blessuðum for-
manni skyidi ekki detta þetta fyr í
hug, en betra er seint en aldrei
hefúr hann hugsað, og nú fer
stjórnin aftur á stað og sendir til-
boðin beina leið til verslunarhúsa
í Noregi. Enn liður langur tími og
ekkert tilboð kernur. Á endanuin
kemur tilboð frá tyeimur og er
gengið að því lægra, En sá agnúi
var á að greiða átti vöruna fyrir-
fram og norskir peningar eugir til.
1 stað þess símleiðis að kaupa pen-
ingana strax í bönkunum, lætur
form. það dragast þar til hann
kemur sjálfur suóur. Auðvitað var
þá »Sirius« farinn frá Noregi fyrir
nokkru, og afleiðingin af öllum
þessum hringlanda lians er sú, að
ekkert er hægt að vinna við íshús-
ið sökum þess að efnið vantar, að
fyrirsjáanlegt er, að ekki verður
hægt að koma neirium ís í húsið
á þessum vetri, nema þá að vetur-
inn verði svo góður við Helga
Haíliðason að dvelja lijá okkur
langt fram á sumar, og að efnið
verður talsvert dýrara, en ef geng-
ið heíði verið strax að lægsta til-
boðinu, sökum þess hve gengi
norskti krónunnar hefur hækkað.
H. H. hefur alveg gleymt því að
timínn er peningar, og framkoma
hans í þessu íshúsmáli hefur ver-
ið sú, að spara eyririnn og fleygja
krónunni.
Siglfirðingar hefðu mátt búast
við að H. H. hefði staðið betur í
formannsstöðu sinni en hann hefur
geit, sérstaklega þegar á það er
litið að lianii tekur á m.óti stöð-
tinni í fullri óþökk alira fé-
lagsmairha nema tveggja. Pað
voru lilutir bæjarins sem komu
H. H. í formannsstöðuna en ekki
bæjarmanna. Og þar sem H. H.
hafði ekki meiri sómatilfinningu
fyrir sjálfum sér en það, að geta
tekið við formannsstöðunni undir
svona kringumstæðúm, þá hefði
hanh átt að sýna hvað iiaiin gæti.
En livað er .eg að segja: Hanu
hefur sýnt hvað liann getur og
þetta er árangurinn að sama og
ekkert hefur verið liægt að viniia
„FRAMT!ÐIN“
kennir út tvisvar á ínámiði í mánuðunuin
okt.—júní, og fjóruni sinnuin á inánuði í
niánuðunum júlí—sept. Að ipiusta kosti
koina út 30. tölublöð á ári.
Árgangurinn kostar 3 krónur.
Afgreiðslumaður blaðsins er kaupm.
Andrés Hafliðason og sé auglýsingum
skilaðtil hans cða á prentsmiðjuna. Blað-
ið kemur ú: á sunndagsmorgna.
að íshúsbyggingunni enn sem
komið er. —
Erl. síoifréttir.
Frakkar útfæra hernaðarsvæðið í
Rulir, liafa tekið stöðvar Banda-
ríkjahersins í Mandheim, Karlsruhe
og Reinscheidí. Ennfr. liafa þeir
tekið járnbrautarstöðina Essen, járn-
brautaferðir því stöðvaðar.
Siglingarráð Bandaríkjanna hefur
lagt til að stjórnarskipin, er bygð
voru á óíriðarárunum, verði seld
eða rifin.
ítölsk og frönsk blöð ræða vin-
gjarnlega um samvinnu og banda-
lag milli Frakka og ítala.
Amerikumeenn mótmæla þjóðar-
samtökum á tneginlandi Evrópu
gegn Bretuin.
Lundúnarblaðið Daily Cronicle
ræðst á Bonar Law fyrir tilslökun-
arsemi við Fiakka, sem halda 13
miljörðutn marka þar á rneðal 6 er
voru ætlaðir Bretuni.
Rað er að dragast til sátta milli
Frakka og Rússa.
Norska sljórnin féll 2. mars á
Portúgalssamningunum. Halvorsen
formaður hægri manna hefur mynd-
að nýja stjórn með afnám banns-
ins efst á stefnuskrá sinni.
Tyrkir samþykkja friðarboðin frá
Lusanne, og enski flotiiin kvaddur
heim frá Smyrna. Ófriðarhætta
eystra úti.
Siglufjorður.
Þorrablót hélt Verkaniannafétag Siglu-
fjarðar láugardaginn 17. febr. Félagsnienn
höfðu boðið fjölda gesta. Flóvent Jó-