Framtíðin - 25.03.1923, Blaðsíða 4

Framtíðin - 25.03.1923, Blaðsíða 4
12 FRAMTÍÐIN ig, að ákvæði 10. gr. um aíkvæð- isgreiðslu alþingiskjósenda seni skil- ýrði fyrir því, að vínveitingaleyfi séu lieimiluð nái til kaupstaða landsins. Alþingi. Jón Magnússon og 13 þing- menn meö honum ganga af fundi. Magnús Kristjánsson forseti boð- aði tiWundar í sameinuðu þingi 21. þ. m. Á dagskrá var íslands- banki. Sveinn í Firði bafði á hendi framsögu málsins fyrir Framsóknar- flokkinn og vildi hann láta skipa ransóknarnefnd á bankann. Jón Magnússon mótmælti aðferðinni við fundarboðið og gekk af þingi og fylgdu honum 13 þingmenn. Sigurður Eggerz og Bjarni frá Vogi héldu uppi vörnum fyrir bankann. Siglufjörður. Tíðarfar í marsmánuði hefur ver- ið ágætt, sólskin og hlýindi dag- lega. Mars er vanur að vera frost- harðasti og snjóþyngsti mánuður ársins, en í ár hefur hann verið svo mildur að furðu sætir. Rústirnar af Wedinspakkhúsinu liggja enn óhreifðar. Járnplötur og spítur með kolriðguðum nöglum liggja þarna á víð og dreif. Er sjálfsagt að ryðja rústirnar sem fyrst, því mikil hætta stafar af þeim. Með íslandi fóru, auk þeirra er áður eru taldir, til Akuieyrar Ouðm. T. Hallgrímsson héraðslæknir og Matth. Hallgrímsson framkvæmdar- stjóri, til Hafnar Ole O. Tynes út- gerðarmaður. Eyfirðingar eru að leika leikrit á Akureyri er heilir »Tengdamamma« eftir eyfirska konu Kristínu Sigfús- dóttir. Leikritið þykir ágætt og er fremur vel leikið. Ungfrú Ragnheiður Hafstein og Stefán Thorarensen lyfsali voru gef- in saman í hjónaband í Reykjavík 19. þ. m. »Framtíðin« óskar þeim til hamingju. NÝKOMIÐ: Sokkabönd Öryggisnælur Títuprjönar hvítir og svartir Ermahaldarar Fingurbjargir Höfuðkambar (fílab.) Hárgreiður Sokkabandateygja Bendlar Skóreimar sv., br., Gardínubönd Versíun A. Hafliðasonar. » . . .. Suítutau og niöurs. Ávextir seljast með 10—15% afslætti til páska. Suðusúkkul. og Kaffibrauð í miklu úrvali, og er ábyggilega best að kaupa það hjá undirr. St B. Kristjánsson. Pappír, umslög, blek, pennar og blýantar í versiun St. B. Knstjánssonar. Malarflutningur. Tilboð óskast nú þegar í malar- flutning á hafnarlóðina. S Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 21. mars 1923. G. Hannesson, Húsmæður! Ef þið viljið hafa páskakök- urnar góðar þá kaupið besta og drýgsta OERDUFTIÐ í bænum í verslun A. Hafliðasonar. ÁGÆTT LAN D SÖ L fæst hjá St. B. Kristjánssyni. Yfirfrakkar og karlmannafatnaðir nýkomnir í verslun A. Hafliðasonar. . Olíubuxur bestar og ódýrastar hjá Sophusi Árnasyni. Útgerðarmenn! Eg sel fiskilínur með miklum af- slætti næstu daga. Fæ með »Sirius« 50 þús. fiskiöngla e. e. I. nr. 7 er seljast mjög ódýrt gegn peningum út í hönd. Notið tækifærið! St. B. Kristjánsson. Vegna fjarveru formanns og varaformanns í Kaup- manna- og Verslunarmannafélagi Siglufjarðar vei ður e k k i fundur þriðjudaginn 27. mars n. k. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.