Framtíðin - 16.06.1923, Blaðsíða 2

Framtíðin - 16.06.1923, Blaðsíða 2
40 F R A M T í Ð 1 N „FRAMTIÐIN ‘ kemur út tvisvar á mánuði í mánuðununi okt.-r-júní, og fjórum sinnuin á niánuði í inánuðunum júlí—sept. Að minsta kosli koma út 30. tölíiblöð á ári. Árgangurinn kostar 3 krónur er greiðist fyrir 1. júlí. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hinrik Thorarensen. Afgreiðslumaður blaðsins er kaupm. Andrés Hafliðason og sé auglýsingum skilaðtil hans eða á prentsnúðjuna. Blað- ið kemur út um helgar. bardaga), og eigi síður um sund Grettirs úr Drangey og undir Reykjadisk vestan Skagafjarðar. Pá lærði hver maður, frjáls og ófrjáls sund á æsku aldri og yókaði það fram á elli daga; jafnvel kon- urnar lærðu það, margar hverjar og urðu þeir snillingar í listinni, að enn er að annálum haft. Allir kann- ast við söguna um Helgu jarlsdóttur, konu Harðar Grímkelssonar, sem bjarg sonum þeirra tveimur á sundi langan veg og átti þó, að því loknu svo mikið þrek aflögum, að hún kleyf með þeim upp bratt og tor- gengt fjali. — Slíkt mundu færri konur nú á dögum leika eftir. Sundið er þess eðlis, að yðkun þess mundi ekki geta staðið í sam- bandi við skólana nema þá sem sjerstakur námstími, seint að vorirtu eða sumrinu, en sundið er þess eðlis, að það er oss íslendingum nauðsynlegast allra iþrótta. Rað er lagað til að auka kjark og áræði, herða líkamann og stæla, þenja brjóst og lungu út ( g rjetta bogið bak. En auk þessa er það hrein- lætismeðal, betra en nokkuð annað. Rá tel jeg aðalkost sundsins þarm, að það sem nytsöm íþrótt hefir bjargað óteljandi mannslífum, og mundi þó haía bjargað þeim ótölu- , lega fleiri eí það hefði verið æft og yðkað. Sundið var að mestu orðið lagt niður hjer á landi fyrir mannsaldri síðan og megum vjer á því sviði bera kinnroða fyrir afa vora og langafa sem hræddust vatnið í þeim skilningi eins og heitan eldinn, en nú um 20 til 30 ára skeið hefir sundlist mjög fleygt fram að nýju, og er þar sannarlega stefnt í rjetta og góða átt. En sbelur má ef duga skal.« Yðkun sundlistarinnar þarf að verða svo alinenn meðal íslendinga, að hver karlmaður sje svo sundfær, að hann geli verið sjálfbjarga í vatni undir skaplegum kringum- stæðum, og helst hver kona einnig. Siglufjörður á, sjerstöðu sinnar vegna, mest sitt gagn að sækja í sjóinn. Hjer hefir enginn sund- kennsla farið fram fyr en lítilshátt- ar s. I. vor, og hjer eru aðeins örfáir menn sem kunna að fleyta sjer í vatni. Petta er bæði vanvirða bænum og skaðlegt, því það getur árlega kostað fleiri mannslíf. Forgöngumenn sundmálsins hjer eiga sannarlega þakkir skyldar fyrir starf sitt og áhuga, en þær þakkir verða best sýndar í verki með því, að láta starf þeirra verða að sem mestu gagni, -- láta það ná til- ganginum, þá er þeim best launuð ' fyrirhöfn og erfiði þeirra. Jeg eggja því alla unglinga og alla foreldra og aðstandendur barna hjer í bænum lögeggjan, að styðja þetta þarfa og góða menningarmál, bæði með þvf, að Ijá hjálp sína til að koma sundkennslunni á, en sjer- staklega þó til að n o t a h a n a og til að yðka sundið þegar búið er að læra það. Við ættum helst að stíga á stoldc og strengja þess heit að, að 10 árum liðnum skuli hver karl og kona 15 til 35 ára vera orðin sund- fær. Jeg efa það ekki að yðkun þessarar fögru og nytsömu íþrótt- ar, myndi stæla margan unglinginn líkamlega og andlega svo að hann einnig á öðrum sviðum yrði færari að berjast fyrir sjálfstæði sínu og þjóðarinnar efnalegu og andlegUj svo að spádómur völvunnar um hina betri og bjartari framtíð, einn- ig rættist: »Sjer hon upp koma . öðru sinni jörð úr ægi iðja græna. — —« Eða mundu ekki íþróttirnar og — dygðirnar sem jeg minntist á fyr, vera hinar »gullnu töflur« sem völvan kveður um ? »Rá munu eftir undursamlega gullnar töflur í grasi finnask Rærs í árdaga áttar höfðu.« Tökum hinar gullnu töflur upp úr grasinu, og gjörum það gullald- ar gull, arðberandi hinni íslensku þjóð. Það er hollara hinu erlenda lánsfje, þótt gott sje. J. Bæjarstjórnarkosriing á 2 fulltrúum í stað þeirra Friðb. Níelssonar og Sig. Kristjánssonar fór fram miðvikudaginn 13. júní. fveir listar komu fram: A-Iisti með fulltrúaefnunum Sophus Blöndal kaupmanni, til ársloka 1926, og H. Thorarensen lækni, til ársloka 1924 og B-listi með fulltrúaefnunum Friðb. Níelssyni kaupm. til ársloka 1926, og Sig. Kristjánssyni kaupm. til ársloka 1924. A-listinn sigraði með talsverðum atkvæðamun. Kosningu hlutu því S o p h u s B 1 ö n d a I kaupm. með 1 0 0 a t k v æ ð u m , og H i n r i k Thorarensen læknir með 1 0 1 a t k væ ð i . Friðb. Níelsson fjekk 47 atkvæði, og Sig. Kristjánsson fjekk 45. A-listinn hafði 16 ógild atkvæði, B-lisinn 4. Sjúkrasamlag Siglutjarðar var stofnað 1915, meðlimir þess eru um 50. Kjör þau sem samlagið býður eru svo góð, að óskiljanlegt er, að meðlimirnir skuli ekki vera fleiri. Vafalaust veit fjöldi Siglfirðinga ekki hve mikil rjettindi þeir fá með því að ganga í sjúkrasamlagið, og skal því skýrt frá því hjer: 1) Ókeypis læknishjálp handa þeim sjálfum og börnum þeirra,

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.