Vörður - 14.12.1923, Page 1

Vörður - 14.12.1923, Page 1
Ritstjóri og ábyrgð- armaður Magnús Magnússon cand. juris. Kemur út einu sinni í viku. Verð 8 kr. árg., til næstu ára- móta 5 kr. . Gjaldd. 31. des. Æ íaiBSt.—Htv ---- I. ár. Reykjavík 14. des. 1923. Kosningarnar ensku. Eibhverjar [hinar mikilvæg- ustu kosningar, sem um lang- an aldur hafa átt sjer stað í Englandi, eru nýlega um garð gengnar. Eins og kunnugt er, snerust kosningar þessar aðallega um lollmálalöggjöfina. íhaldsmenn, sem við völdin voru, og höfðu allstyrkan meiri- hluta, vildu gera stórfeldar breyt- ingar á tolllöggjöfinni, taka upp verndartollastefnuna og skatt- leggja eða tolla mjög mikið flest allar iðnaðarvörur og hrá- efni og jafnvel sumar tegundir matvæla. Töldu íhaldsmenn þetta nauð- synlegt bæði Englendinga sjálfra vegna og nýlendanna því með þessu væri framleiðsluvörum Englands og nýlendanna trygður gagnkvæmur markaður, en sam- keppni annarsstaðar frá útilok- uð. Mundi þetta einnig verða áhrifamesta ráðið gegn atvinnu- leysinu sam nú er mjög mikið í Englandi, þvf við þetta hlyti iðnaðar-framleiðsla að aukast stórum bæði í Englandi og ný- lendum þess. Það töldu þeir og enn til, að flestar þjóðir hefðu nú tekið upp þá stefnu að girða sig með tollmúrum til að hlynna að inn- lendri framleiðslu og innlendum markaði og væri því tæpast unt ahnað en að fylgjast raeð. t fyrra haust þegar kosið var, hjet þáverandi stjórnarformaður Bonar Law þvi, að ekki skyldu verða gerðar mjög miklar breyt- ingar á tollalöggjöfinni næsta kjörtímabilið. Eftir lát Bonar Law varð Stanley Baldwin eftir- maður hans og taldi hann nauð- syn til þess bera, að verndar- tollastefnan væri upptekin, en vildi þó ekki ráðast í slíkt stór- virki, sem reis öndvert gegn aldagamalli verslunarvenju þjóð- arinnar, án þess að leggja það undir atkvæði þjóðarinnar. Þegar til kosninga var geng- ið, stóðu sakir svo, að íhalds- menn eða stjórnarsinnar voru nær því allir með verndartolla- stéfnunni og voru þeir talsins 346, en als eru þingmenn 615. A móti voru verkamenn sem höfðu 147 þingsæti,og frjálslyndir, undir forustu þeirra Asquits og Loyd Georg, sem voru llötals- ins. Auk þess voru 7 utan flokka. Ef hefði því eingöngu átt að dæma eftir styrkleika þingflokk- anna, mátti fastlega búast við því að stjórnarsinnar myndu verða ofan á og þá um leið komast á sú breyting á versl- unarstefnu Englendinga, sem hlaut að hafa hinar stórfengleg- ustu afleiðingar fyrir mikinn hluta veraldarinnar, og vafa- laust fieslum til liins mesta tjóns. En það sem hjelt uppi von- inni hjá mörgum var það, að vitað var af fyrri reynslu að Englendingar eru seinir til breytinga og halda fast við fornar venjur, en frjáls verslun hafði ætíð verið ráðandi þar og haft óskorað fylgi allrar þjóð- arinnar að heita mátti. Kosningaundirbúningurinn var mjög skammur, en gengið var fram af beggja hálfu af hinu mesta kappi. Sendu þeir Loyd George og Baldwin brennheitat áskoranir út til þjóðarinnar og skoruðu á hana hver fyrir sig, að fylgja sjer að málum eða sinni stefnu. Þegar úrslitin urðu kunn, kom það í ljós, að ennþá hjelt þjóð- in fast við það gamla, og var ekki ginkeypt fyrir breytingum, því að niðurstaðan varð sú, að íhaldsmenn fengu 260 þingsœli (áður 347), verkamenn 191, (áð- ur 147), frjálslgndir 159, (áður 115), utan flokka 5 (áður 7). Hafa íhaldsmenn því tapað 86 þingsætum, og er það meiri ósigur en flesta mun hafa grun- að, áður en tíl kosninga var gengið. Af þessum kosningaósigri í- haldsmanna, hljóta að leiða stjórnarskifti, en mjög óvíst er um það, hvernig fer um hina nýju stjórnarmyndun. Sýnist eðlilegast, að verkamenn og frjálslyndir mynduðu stjórnina, því að þeir hafa til samans sæmilega öflugan meiri hluta, en heyrst hefir að verkamenn vilji enga samvinnu við þá frjáls- lyndu, og er því helst leidd'ar getur að því, að frjálslyndir myndi stjórnina með stuðningi ihaldsmanna. Helstu menn frjálslyndaflokks- ins eru þeir Asquit og Loyd George, en annars eiga þeir margt góðra manna. Er mjög liklegt, ef frjálslynd- ir mynda stjórn, að það geti haft þýðingarmiklar afleiðingar viðvikjandi afstöðu Breta gagn- vart Frökkum og Pjóðverjum. Var orðið mjög grunt á því góða millum Loyd George og Frakka, er hann ljet síðast af stjórn og síðan hefir hann mjög tekið málstað Fjóðverja og and- mælt Frökkum fyrir harðýgði þeirra og yfirgang í Ruhr. Hætt er þó við því, ef íhalds- menn eru annar aðili í stjórn- armynduninni, að hægl verði í þær sakir farið. En hvað sem öllu öðru lið- ur, þá er sá ótti hjáliðinn að Brelar geri stórfeldar breytingar á tollalöggjöf sinni næstu 5 ár- in og við það hefir mörgum ljett. Hermann Jónasson frá Þingeyrum. Hann andaðist hjer í bænum 6. des. s. I. Var hann þá orð- inn mjög þrotinn að heilsu og kröftum og að eins svipur hjá sjón, hjá því sem hann áður var. Fæddur var Hermann í Víði- keri í Bárðardal 22. okt. 1858, var hann því liðlega hálf- sjötugur er hann ljest. Hermann fór á búnaðarskól- ann á Hólum er hann var 24 ára gamall og útskrifaðist þaðan 1884. Sigldi hann skömmu síðar til Danmerkur og hjelt þar á- fram við búfræðinám. 1886 tók hann við stjórn Hólaskóla og var þar skólastjóri til ársins 1896 er hann keypti Þingeyra og fluttist þangað og bjó þar þangað til 1905 er hann seldi jörðina og fluttist hingað suður. — Dvaldi hann eftir það mest hjer í Reykjavík, og var um nokkur ár ráðsmaður Laug- arnesspítala, en nokkur ár dvald- ist hann vestur við Kyrrahaf en undi þar ekki og kom heim hingað í fyrra. Þingmaður var Hermann fyrir Húnvetninga árin 1901—1907 og þótti að mörgu leyti hinn merkasti þingmaður. Hafði hann mikinn áhuga á öllu því er landbúnaðinn snerti, og gaf sig mest að þeim málum á þingi. Á þingi var það einnig, sem Hermann bar fram þegnskyldu- vinnuhugmynd sína, sem vafa- laust er með merkustu nýmæl- um sem borín hafa veriö þar fram, en þjóðin skildi ekki hina djörfu hugsjón brautryðjandans og fanst það vera »að moka skít fyrir ekki neitt«, aö vinna fyrir föðurlandið. Hermann byrjaði á því, að gefa út Búnaðarritiö, og gaf það út í mörg ár. Var það hið merkilegasta rit undir stjórn hans, og mun mörgum hafa þótt svo, sem því riti hafi heldur hnignað síðan afskiftum hans lauk viö það. Á síðari árum fjekst Hermann mest við að rita um drauma og önnur dulræn efni. Mundi hann hafa verið kallaður for- spár maður, ef hann hefði lifað á dögum Snorra goða og Gests spaka. — Um vísindalegt gildi þessara verka hans, skal enginn dómur lagður á hjer, en víst er það, að enginn sem þekti Hermann Jónasson, efaðist um, að hanh sagði það eitt, sem hann vissi sannast, og um það munu ekki skiftast skoðanirnar, að vel var þar frá sagt og málið fornl og fagurt. Hermann var hinn glæsileg- asti maður i sjón á yngri árum og svipaði mjög til fornmanna, eftir því sem þeim er lýst. — Hann var með hæstu mönnum á vöxt, herðibreiður og vel lim- aður, hraustmenni hið mesta, gliminn og fimur. Eru til margar sögur þar nyrðra um hreystiverk Hermanns og æfintýri. — Var stundum glatt á hjalla hjá bonum á Þingeyr- um, og um hann á þeim árum. Var hapn þá i blóma aldurs síns og þótti ekki mikið fyrir, eftir því sem gamlir Húnvetn- ingar segja, að taka út þriggja pela fiöskuna af brennivíni í tveimur eða þremur teygum án þess að verða nema hýrgaður af. JÞótti bændum ætíð vissara, að vera vel »nestaðir« er þeir fóru af Blönduósi, ef þeir bjugg- ust við, að hitta Hermann á heimleiðinni, því að engum datt í hug, að fela glas sitt fyrir honum, en það vissu þeir jafn- framt, að »pelamaður« var Her- mann ekki. Drenglyndismaður var Her- mann hinn mesti, örr af fje og hjálpfús, naut hann lika hinna mestu vinsælda alla æfi og mun tæpast hafa fundist maður, sem bar til hans persónulegan kala. Má, þegar á alt er litið, segja, að með Hermanni sje til mold- ar genginn vitur maður og góð- ur og hinn merkilegasti. Húnvetningnr. 1. desember. 1. desember er fullveldisdagur vor og fáir dagar ættu því að vera kærri í huga þjóðarinnar I en hann. — En það er annað ! lika sem ætti að gera þjóðinni | þennan dag kæran og það er, að stúdentar hafa gert hann að hátiðisdegi sinum og leggja þá fram alla krafta sína til að koma því mikla nauðsynjaverki í framkvæmd, — að reisa hjer stúdentagarð. Er full vissa fyrir því, að það er fátt og jafnvel ekkert sem jafnmikið stendur nú fyrir þrifum íslenskra námsmanna og islensku mentalífi sem vönt- un á stúdentagarði. Vegna þess að hann er eng- inn verða stúdentar að búa dreifðir um allan bæinn, svo að stúdentalíf og fjelagsskapur all- ur verður mjög af skornum skamti. Auk þess verður námið stúdentunum miklu dýrara með þessu móti, og aðbúnaður þó oft mjög ljelegur. 1. desember er nú liðinn í þetta sinn og vonandi hefir tals- vert komið inn af fje til stú- dentagarðsins, en marga tugi og jafnvel hundruð þúsund vanta enn til, uns að hægt verður að reisa hann með þeirri prýði, sem stórhugur íslenskra stú- denta, og vonandi íslensku 29. blað. þjóðarinnar allrar, kýs að sjá hann. íslenska þjóðin verður því að muna hann áfram. — Muna hann á sama hátt og Thor Jenssen, sem gaf 10 þús, kr, til hans á sextugsafmæli sinu. Auðvitað er ekki þess að vænta, að allir verði svo stór- tækir, því að til þess vantar suma fje og aðra höfðingsskap, en ef allir gefa eitthvað eftir lund sinni og efnahag þá saf- nast þegar samankemur og af þeim smáu og stóru steinunum rís stúdentagarðurinn, áður en langur timi líður, ris i háborg Reykjavíkur, fagur og tignar- legur, og þar f fegurðinni og viðsýninu vex og blómgvast framtiðarmenning íslands. Og jtaðan koma þeir sem á ókom- num öldum eiga að verða braut- ryðjendur og forvfgismenn þjóð- ar vorrar. — Mennirnir, sem það hlutverk er ætlað, að gera ísland að frægasta ríki verald- arinnar. Stórmaimleg g]öf Thor Jenssen átti sextugsafmæli 3 des. s. 1. í minningu um það gaf hann stúdentagarðinum 10,000 kr. Er það andvirði tveggja herbergja. Skulu herbergin kend við þau hjónin. Stúdentar kunnu vel að meta þessa höfðingslund. Gengu þeir undir fána heim til gefan- dans kl. 11 um kveldið. Hjelt Lúðvik Guðmundsson formaður happdrættisnefndarinnar ræðu og þakkaði gjöfina. Bauð Thor síðan öllum hóp- num inn til sin og sat hann þar í góðum fagnaði fram yfir miðnætti. Fetta er stærsta gjöfin sem stúdentagarðinum hefir hlo(nast. Tog'arasektir. Tveir íslen- skir togarar hafa nýlega verið sektaðir fyrir landhelgisveiðar, Skúli fógeti og Geir goði. Var sá fyrnefndi sektaður um 10 þús. kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Hinn síðari var sektaður nm 10 þús. kr. Eftirspurn mikil hefir verið eftir fiestum íslenskum vörum nú upp á síðkastið, og verð farið hækkandi, en meinið að litið var óselt er verðið fór að hækka. Munu flestar íslen- skar afurðir nú að fullu seldar. Veðrátta er nú sögð mjög hörð um alt land og víða orðið jarðlaust með öllu. Hjer sunn- anlands er tíð mjög umhleyp- ingasöm, annan daginn frost og fannkoma, en hinn ofsahláka. Gamlir menn og hygnir spá hörðum vetri, en bót er í að bændur munu jdirleitt vera vel undir veturinn búnir.

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.