Vörður - 14.12.1923, Page 3

Vörður - 14.12.1923, Page 3
V 0 R Ð U R 3 SparisjóðsiDQStæður 1918-21. Dlfluttar ísleuzkar afurðir janúar—sept. 1923. Bftirfarandi yfirlit sýnir hve mikið sparisjóðsfje stóð inni í bönkum og sparisjóðum við lok hvers árs 1918—21 og er þar með talið innlánsfje í bönk- unum bæði á innlánsbók og viðtökuskýrleini. i e J 4 " o * 'S a '•§, s « " ae «© •0 Cð ^ « a - í 05 , S ~ C 05 *CÖ rH c i | 1 1 .. i 1 1 1 C/) n Ú 1 1 1 1 1 1 l I s xu Oð íft <M 00 rH H Cfl 05 co 05 rH 00 o O^ oT o o 00 00* 00 co co • • 1 1 1 1 a 1 1 1 1 fl . fl «o ífí ‘fl A 1 1 1 1 rfl 00 05 05 lO 05 vH *I-H Ifl 00 vH TÍ CN O o* CN co CO co 8 5 «0 3 3» 2 3 fc. o- "■* « e ■ « O. ® *r <u a -o .O JO r- S - c g I fl w 13 sf ‘CÖ ra r w co a 3 iO *° *ST ‘C CQ o. o vH 05 vH 00 00 05 Vfl I> h* 00 05 o H rH rH (N 05 C5 05 05 CO <m 05 Samkvæmt þessu hefir spari- sjóðsfje í bönkum og spari- sjóðum rúmlega 4 — faldast sfðsn 1914 en öll sú aukning að heita má, kemur á striðs- árin, þvi að siðan 1919 hefir það heldur minkað aftur og ef tekið er tillit til rírnunar peninga gildisins siðan 1914 þá verður vöxturinn ekki sjerlega mikill siðan 1914. Árið 1914 vóru sparisjóðirnir 43 að tölu en 49 árið 1921. Tala innstæðueigenda i þeim var Í0596 árið 1914 en 20735 árið 1921 eða hjerumbil tvö- föld á við 1914. Á hvern inn- stæðueiganda í sparisjóðnum hafa því komið 180 kr. árið 1914 en 369 kr. árið 1921. Er það tvöföld upphæð á við 1914, en ef lekiö er tillit til rírnunar peninga gildisins siðan 1914 Þá kemur í rauninni töluverl minni eign á hvern innstæðu- eiganda 1921 heldur en 1914. (Ilagtiðindin.) Frakkar hafa nú dregið mikið úr herliði sínu i Ruhr og hafa þar nú að eins 10 þús. menn. Einnig hafa Þjóðverjar nú feng- ið aftur í sinar hendur stjórn- ina þar i hjeraðinu. Heimildarlög hefir þýska þing- ið nú samþykt, sem gefið hinni nýmynduðu stjórn mjög mikið vald svo að nærri mun stappa fullu einræði. Lögðust jafnaðarmenn i fyrstu mjög eindregið á móti, en hala nú látið undan. Dollaralán stórt er lalið að Ameríka muni veita Pýskalandi en ekki hafa nákvæmari fregnir borist um þaö, hve stórt það lán verður nje hvernig þvi skuli vera varið. Saltfiskur verk. 30.640.700 kg. óverk. 4.791.400 — Síld . 158.551 tn. Nýr lax ... ., ,. 12.500 kg. Saltaður lax... . 800 — Lýsi . 3.449.900 — Sildarlýsi . 1.367.300 — Síldar- ogfiskimj. 1.642.700 — Sundmagi 39.600 — Hrogn- 2.257 tn. Æðardúnn 1.694 kg. Hross 3.865 tals Sauðkindur 660 — Saltket 2.379 tn. Kælt kel . 8,600 kgr. Garnir 1.200 kg. UU . 556.900 — Prjónles 700 — Saltaðar gærur .. 27.100 — Söltuð sauðskinn 3.100 — Smjer 19.200 — Gráðaostnr 2.700 — Bókafregn. Sigurjón Jónsson: Æfintýri 1. með teikningum eftir Jóh. S. Kjarval. Fau eru þrjú, æfintýrin, sem Sigurjón Jónsson sendir nú á bókamarkaðinn. Og titilblaðið bendir á, að fleiri æfintýri muni á eftir koma, er stundir líða fram. Er það vel, ef Sigurjón leggur rækt við æfintýraskáld- skap. Er hann sú grein skáld- skapar, er lítill sómi hefir verið sýndur hjer á landi, nema hvað þjóðin sjálf hefir gert sitt til, þar sem þjóðsöguæfintýrin eru, sem mega mörg hver heita snildarverk. Æfintýri þessi heita: Konung- ur lslands, Blómálfarnir og Trunt-Trunt og Feigsbrekka. Seinasta æfintýrið ætti hvert barn og unglingur hjer á landi að lesa. Er það einkar þörf áminning þeim, er gera það að gamni sínu að drepa fugla. Er og ekki óhugsandi, að það hefði meiri ábrif en all-langir lagadálkar um dýraverndun. Æfintýrið, er höf. kallar Trunt- Trunt, er fallegt. Þar segir frækinn blómálfur frá þvi. hvernig honum gekk að verja landjð fyrir áhlaupi ískonungs, er hann nefnir Trunt-Trnnt. Fyrsta æfintýrið, Konungur lslands, virðist tala máli þeirrar skoðunnar, að yfirráð veraldar verði af norrænu bergi brotin. Ýmsir fræðimenn hafa og hallast að þeirri skoðun og ein- staka skáld. Meðal þeirra mætti nefna danska skáidið Jóh. Jensen. En hugmyndarflug Sigurjóns virðist enn þá meira og auk þess er það alið af, — mjer liggur viö að segja, — islenskri oftrú á Islandi og öllu því, sem islenskt er. En það fyrirgefur þó liklega þjóðin. Er sem hann vilji telja anda fslands eða »guð vors lands« vaka yfir »vaxtarbroddi« mann- kynsins og að landið verði eins konar andleg uppeldisstofnun þróunar, þar sem tilvonandi valdhafar verði látnir alast upp við frelsi. Þetta virðist hugsun skáldsins. Hitt er ekki óbugsandi, að einstaka maður líti svo á, sem æfintýrið sje í raun og veru verðskuldaður löðrungur, er þjóðernisrembingur hefir fengið og að höf. sje að gera gys að þeirri hrokakendu skoðun, að íslendingar verði einhverntíman alveg sjerstakir »Heilla-Hrólfar« mannkynsins. Einstaka menn hafa viljað lesa guðspekikenningar út úr þessum æfintýrum. En hvernig það má verða, er ekki auðsjeð, nema ef menn vilja kalla alt það guðspeki, sem einhver frumleiksbragur er að, likt og sumir trúmenn virðast kalla allar trúarhugmyndir guðspeki, sem er ekki að finna í barna- lærdómskveri sr. Helga Hálf- dánarsonar. Minnir það á karl- inn, er kvað kongsriki jarðar vera »Kaupinhöfn, Valland og Flóann«. Málið á æfintýrum þessum er og viða afburða fallegt og háttbundið, eins og á að vera á öllum æfintýrum. Jóhs. S. Kjarval hefir gert teikningar og er það vel farið, að íslenskir listamenn og skáld taki höndum saman, til þess að auðga og prýða bókmentir vorar. Engin íslensk æfintýri ættu að koma út úr þessu án þess að vera prýdd fallegum myndum. S. Kr. P. Iðnnn. Fyrsta hefti Iðunnar undir ritstjórn Magnúsar Jónssonar docents er fyrir nokkru komið út. Er þar vel af stað farið. Heftið hefst á kvæði, sem heitir »Fossaföll«, eftir Stephan G. Stephansson, gott kvæði og gefur mikið umhugsunarefni, en mörg kvæði þessa góða skálds hafa meira skáldskapar og lisla- gildi en þetta. í því kvæði eru þessi tvö er- indi, sem fossinn kveður: »En magnið mitt, en iðjuleysið ekki, Til illra heilla, gæti sljófa leitt. Eg kann að smiða harða þrælahlekki Á heilan lýð, ef mér er til þess beitt Eg orðið gæti löstur mesti i landi Og lækkun þjóðar — öðrum þannig fer — Sé gamla — Póris gulli tryltur andi, Sem gekk í fossinn, vakinn upp i mér. Mig langar hins, eins lengi ogfjallið stendur Að lyfta byrði, er þúsund gætu ei reist, Og liviia allar oflaks lúnar hendur Á örmum mér er fá ei særstnéþreyst. Og veltu mina vefa, láta og spinna Minn vatna-aga lýja skýran málm, Og sveita — Huldum silkimöttul vinna Og Sindrum hafsins gulli roðinn hjálm«. Komi nokkru sinni sú stund, að fossarnir vorir verði beisl- aðir, ættu menn að muna vel eftir þessum aðvörunarorðum. Næst er ritgerð um Stephan G. Stephansson eftir Baldur Sveinsson. Segir þar frá upp- vexti og æfi Stephans. Er gjein þessi vel skrifuð og hlýlega, og er það skaði hve lítið Baldur gerir að því að rita, jafn fær og hann er, að fara með íslenskt mál. Þá er önnur ritgerð eftir próf. Ag. H. Bjarnason, sem skýrir frá heimsókn hans til Kletta- fjallaskáldsins. Ættu lesendur að geyma að skera upp úr þeirri ritgerð, þar til þeir hafa lesið annað, sem heftið hefir að bjóða. Þá er »staka« eftir Þuru í Garði. Ber hún sömu einkenni hnittninnar og hagmælskunnar, sem aðrar stökur þessa höf. Þá skrifar Sigurður Nordal próf. um laugardaga og mánu- daga ágætlega skemtilega grein og íhugunarverða. Er Sigurður einn vorra ritfærustu manna og skrifar venjulega með afbrigðum vel um hvaða efni sem hann ritar. Þá er aldarminning Ernest Renan, franska heimspekingsins, rituð af Thoru Friðriksson. Fróðleg og vel rituð grein. Þá er »Bragaskrá« eftir Björn Bjarnarson gerð til þess að sýna frumbrag íslenskra rímnabrag- hátta. Pjetur Sigurðsson cand. mag. skrifar um visnabók Guðbrands biskups. Mun vel frá þeirri rit- gerð gengið að sögn þeirra sem til þekkja. Næst koma »Fjallvísur« eftir Halldór Stefánsson. Laglegt kvæði, en likara því, sem Hrafn önundarson hefði kveðið það en Gunnlaugur Ormstunga. Pá er smásaga eftir Gunnar M. Magnússon, sem »Snýkjur« nefnast. Hefir skáldgyðjan verið held- ur naum við höfundinn, þegar hann kom til hennar, og ætti höf. ekki að leita til hennar aftur, ef búast má við svipuð- um viðtökum. Guðm. Finnbogason prófessor skrifar um »Andlitsfarða«. Er það fyrirlestur, sem hann flutti í Stúdentafjelaginu. — Ræðst prófessorinn þar all-óvægilega á »púðríð« og »sminkið« og finst hörundslitur ungu stúlknanna hjer full-sæmilegur eins og hann er frá náttúrunnar hendi. — Fyrirlesturinn er skemtilegur og vel ritaður eins og annað hjá þeim höf., en hætt er við því, að Guðm. finni ekki náð í aug- um ungu stúlknanna, af hann heldur svona áfram, — og ef að satt skal segja, þá munu nú skiftar skoðanirnar um það, hvort hörundslitur sumra ungu stúlknanna hjer sje svo fagur, að hann þurfi ekki umbótar við, og ekki virðist karlmönnunum það nema mátulegt, ef þeir láta þenna »farða« villa sjer sýn. Ingunn Jónsdóttir húsfreyja á Kornsá skrifar um »húslestrana og Helga fróða«. Segir Ingunn mjög skemtilega og vel frá og ætti að skrifa meira af gömlum minningum. Hefir Helgi gamli verið einkennilegur karl og átt það fyllilega skilið að einhver yrði til þess að halda minningu hans við lýði. Pá er ritgjörð eftir ritstjór- ann sem heitir »Landnáms- menn« og fjallar um þá Ingólf Arnarson og Hjörleif Hróð- marsson. Vel rituð grein oglýs- ir glöggum skilningi á sálarlífi beggja þessara manna. Þá er þýdd grein eftir Bengt Lidforss, sænskan lifeðlisfræð- ing og rithöfund, sem heitir »Piltur eða stúlka«. Fjallar hún um þá óráðnu gátu, hvað valdi því hvort af- kvæmið verði piltur eða stúlka. Ætti enginn sem annaðhvort á tómar stelpur eða tóma stráka, að láta undir höfuð leggjast að lesa þessa grein, ef ske kynni að hann fyndi þar einhverja úr- lausn, eða þá að minsta kosti afsökun fyrir því að svona hef- ir orðið. Er það kunnugt, bæði úr sög- unum og lifinu, að það hefir oft valdið allmikilli misklíð milli hjóna, þegar barnið hefir orðið annað, en annaðhvort eða bæði ætluðust til. — Einkum hafa karlmennirnir tekið það oft illa upp fyrir konunum, ef þær hafa komið með stelpu í staðinn fyrir soninn, sem átti að taka við ættaróðalinu og halda uppi heiðri og veldi ætt- arinnar. Er ritgerð þessi hin fróðleg- asta og skemtilega skrifuð. Pá skrifar próf. Guðm.Hann- esson um »Pegnskylduvinnu í Belgíu«, íhugunarverða grein. — Er hugmynd Hermanns heitins Jónassonar um þegnskylduvinn- una sannarlega þess verð, að hún væri aftur lekin til íhug- unar. Loks er svo ritsjá ettir ritstj. og Alexander Jóhannesson. Má sjá af þessu, að Iðunn er Qölbreytt að efni og læsileg og þess verð að hún sje keypt og lesin. E i mr eiðin. Fyrsta hefti Eimreiðarinnar, undir stjórn Sveins Sigurðsson- ar cand theol., er einnig fyrir nokkru komið út og má sama segja um hana og Iðunni, að hún er vel úr garði gerð. Hefst hún á kvæði og grein eftir Matthías Jochumsson um enska skáldið Wiliam Morris. Var William Morris tslands- vinur mikill og unni mjög ís- lenskum fræðum. Pá er grein eftir próf. Harald Nielsson, »Eitt af vandamálum Nýjatestamentis-skýringarinnara. Er það synodus-erindi og hnig- ur að því að skýra eina teg- und af kraftaverkum Krist. — Skal hjer ekki úr því skorið hve sennileg skýring próf. er, en sennilega munu skiftar skoð- anir um það, eins og yfirleitt um kenningar hans og annara spiritista. Pá er grein eftir ritstjórann um indverska skáldið Tagore og þýdd smásaga eftir hann. — Er greinin um Tagore vel rituð og góð grein gerð fyrir lífsskoð- un þessa mikla indverska spek- ings. Pá kemur grein um islenska blaðamensku eftir Vihjálm P. Gíslason cand. mag. Er þar rakin í fáum en skýrum drátt- um saga íslenskrar blaðamensku um 150 ára bil. Er þar skýrt frá hinum helstu mönnum, sem við íslenska blaðamensku hafa fengist og getiö einkenna þeirra sem blaðamanna. Greinin er vel rituð og hlutdrægnislaust. Fylgja henni myndir af helstu blaðamönnunum. Hallgrimur Hallgrímssonskrif- ar um stúdentalíf á Garði. Hefði maður getað búist við að það hefði mátt gera betur, en alt fyrir það, er greinin liðlega skrifuð og fljótlesin. Ritstjórinn þýðir þar sögu eftir norska skáldið Johan Boj- er og er þýðingin vel af hendi leyst, Auk þessa eru svo stuttar greinar ýmislegs efnis og einnig nokkur smákvæði, þar á meðal eftir ritstjórann. Loks eru svo

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.