Vörður


Vörður - 05.01.1924, Side 3

Vörður - 05.01.1924, Side 3
Ritsijóri og ábyrgð- armaður , Magnús Magnússon cand. juris. Afgreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússon kennarí. II. ár. Reykjavík 5. janúar 1924. 1. blað. Frú Thora Melsteð. 18. des. 1823-18. des. 1923 x Frú Thora Melsted var svo þjóðkunn kona, að sjálfsagt þyk- ir að minnast hennar á aldar- afmæli hennar. Einkum hvilir þó sú skylda á íslenskum konum, sem hún helgaði krafta sína og starf; því að óvíst er, að þær væru jafnvel mannaðar og ættu svo greiðan aðgang að því að mannast og mentast, eins og raun er á, hefði frú Thora Melsteð ekki, fyrir nál. 50 árum, brotið ísinn og unnið að því með sínum al- kunna áhnga og þrautseigju, að koma hjer á fót mentastofnun fyrir ungar stúlkur. Frú Thora Melsteð var fædd 18. des. 1823 í Skelskör á Sjá- landi, en fluttist hingað til lands- ins 18 vikna gömul. Foreldrar hennar voru Grim- ur Jónsson amtmaður, og kona hans Birgitte Gecilie, fædd Bre- um; hún var norsk i föðurætt, en jótsk í móðurkyn. í*au hjónin dvöldu á Möðru- völlum ásamt börnum sfnum í 10 ár, eða til ársins 1833. Grími amtmanni fanst bann ekki geta mentað hin eldri börn sín hjer heima, sem skyldi, og sótti því um bæjar- og hjeraðsfógetaem- bættið í Middelfart á Fjóni. Þar dvaldi hann með fjölskyldu sinni þar til 1842, að amtmanosem- bættið fyrir norðan varð laust við fráfall Bjarna Thorarensen amtmanns. Grímur Jónsson sótti þá enn á ný um amtmanns- embættið, og fjekk það. Thora dóttir hans var þá 19 ára. Varð hún ásamt móður sinni og eldri systur sinni, Ágústu, eftir í Kaupmannahöfn, og dvaldi þar við nám í 4 ár. Síðan fórn þær systur til föður sins að Möðruvöllum og dvöldu þar hjá honum þangað til hann andað- ist 1849. En eftir andlát hans fluttist Thora til föðursystur sinnar, frú Ingibjargar Thomsen á Bessa- stöðum, móðir d’ Grims sál. Thomsen. Næstu árin dvaldi Thora ým- ist þar eða hjá móður sinni í Kaupmannahöfn. Eftir 1850 dvaldi hún ásamt Ágústu systur sinni nokkur ár í Reykjavík, og hjeldu þær systur þar skóla handa smástúlkum. Thora mun snemma hafa fundið til þess, að konur hjer á íslandi voru á þeim timum mentunarsnauðar eins og eðli- legt var, þar sem engin menta- stofnun var þá hjer á landi fyrir konur, og mun henni hafa gram- ist það, að mörg alþýðukonan, sem hafði góðar eða jafnvel á- gætar gáfur, stóð manni sínum langt að baki í þekkingu, af því að þeim gafst allflestum ekki kostur á nokkurri tilsögn, sem teljandi sje. Retta algerða skólaleysi fyrir stúlkur mun snemma hafa hneigt huga Thoru til þess að gera sitt til þess, að ráðin yrði bót á þessu þjóðarmeini. Eins og áður er sagt hafði hún sjálf mentast vel á náms- árum sínum í Kaupmannahöfn, enda hafði hún gáfur góðar, og aíhygli og áhuga í besta lagi. Lífsskoðun hennar var þegar á unga aldri spunnin úr tveim- ur því nær jafnsterkum þáttum, öðrum íslenskum, hinum dönsk- um, og þetta varð til heilla fyrir lífsstarf hennar alt. Stundum fann samtið hennar henni það til foráttu, að hún væri hálf-dönsk eða meira; en jeg hygg að fáar konur hafi borið heill og hamingju íslensku þjóðarinnar meir fyrir brjósti en frú Thora Melsteð gerði frá því fyrst að hún settist að hjer á landi og lil dauðadags. í nóvembermánuði 1859 giftist Thora á heimili föðursystur sinn- ar, sem áður er getið, Páli Mel- steð sagnfræðingi, og fluttist með honum til Rvikur, og áttu þau hjón þar heima alla æíi upp frá því. Ekki leið á löngu áður en frú Melsteð hófst handa til að koma upp kvennaskóla í Reykjavík. — Notaði hún hvert tækifærið til þess aö k°ma því máli á rek- spöl. 1861 gerði frú Melsteð upp- kast að fyrirkomulagi væntan- legs kvennaskóla hjer á landi og mun það uppkast vera það fyrsta, sem um þetta efni hefir verið ritað, þótt ekki birtist það á prenti. Rau hjónin ræddu þetta mál oftlega, og frú Melsteð hvatti einatt mann sinn til þess að rita um það í blöðin; en en það drógst, þangað til 1869, að »Norðanfari« flutti grein eftir hann, með fyrirsögninni: »Hvað verður gert fyrir kvenfólkið?« Grein þessi vakti mikla athygli og umtal. Árið 1870 fór frú Melsteð ut- an og dvaldi megnið af sumr- inu í Kaupmannahöfn; einnig dvaldi frú Melsteð það sama sumar nokkurn tima á Skot- landi, I Edinborg þar sem frk, Ágústa systir hennar átti heima þá. Á þessu ferðalagi sínu talaði frú Melsteð við marga málsmet- andi menn og konur um áhuga- mál sitt, stofnun kvennaskóla í Reykjavík. Danir tóku vel málaleitun frú Melsteð, en hvöttu hana til þess að láta íslendinga sjálfa sýna áhuga sinn á málinu. Þetta varð til þess, að frú Melsteð, eftir heimkomu sína, kvaddi nokkr- ar helstu konur bæjarins ti fundar við sig, til þess að ræða um stofnun væntanlegs skóla í Rvík handa ungum stúlkum. Fundur þessi var haldinn 12. mars 1871 í húsi þeirra hjóna. Konur þessar fjellust á tillögur frú Melsteð, og kusu 5 kvenna framkvæmdarnefnd. — í nefnd þessa voru kosnar Ólufa Finsen, landshöfðingjafrú, Ingileif Melsteð, amtmannsekkja, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, kona Jóns Guðmundssonar ritstjóra, Guðlaug Guttormsdóttir, ekkja Gisla Hjálmarssonar læknis og Thora Melsteð. Var þá einnig ákveðið að semja ávarp lil landsmanna og hvetja þá til þess að styðja málið. Ávarpið er dagsett 18. mars 1871 og var það siðan sent viðsvegar út um land. — Árangurinn af inn- lendu fjársöfnuninni varð 200 kr. alls. í Danmörku söfnuðust aftur á móti nálega 7000 kr. Með aðstoð nokkurra framsýnna kvenna og karla kom frú Mel- steð því til leiðar, að fyrsti kvennaskólinn á Islandi var settur á stofn 1. okt. 1874. Var þá stigið fyrsta og erflð- asta sporið, til þass að gega Islenskum stúlkum kost á að afla sjer nokkurrar mentunar. Hjer skal ekki farið út í ein- stök atriði, sem snerta undir- búning að stofnun Kvennaskól- ans I Reykjavík; yrði það of langt mál í stuttri blaðagrein. En skylt er að geta þess, að Páll Nelsteð, maður frú Thoru, var henni einkar mikil stoð í þessu máli og ljetu þau hjón sjer eins ant um velfarnan skól- ans, eins og góðir foreldrar um hag og farsæld barna sinna. Skólinn var orðinn barn þeirra hjóna, þau höfðu tekið ástfóstri við hann, enda kom það í ljós, þegar litla húsið þeirra reyndist of lítið fyrir skólann, þá rjeðust þau, árið 1878, þótt efnalítil væru, í það þrekvirki, að reisa veglegt og vandað hús við Aust- urvöll, þar sem gamla húsið þeirra hafði staðið. Upp frá því átti skólinn örugt athvarf og heimili í húsi þessu í full 35 ár, þangað til hann, 1909 um haustið fluttist 1 hús það, við Fríkirkjuveg 9, sem hann síðan hefir haft á leigu. Pegar frú Melsteð ljet af for- stöðukonustarfinu vorið 1906, þá voru bekkirnir orðnir 4, og auk þess hjelt skólinn þá uppi vefnaðar og matreiðslukenslu (síðustu árin ), þótt i smáum stíl væri. Bjartsýni frú Melsteð á fram- farir og þrif skólans var jafn- vel á efstu árum hennar líkari trú æskumannsins á málefni, sem hann hefir tekið ástfóstri við á unga aldri, en á tíræðis- aldri. Frú Melsteð veitti skólanum forstöðu frá stofnun hans 1874, til 14. maí 1906. Þessi ár höfðu nálægt þúsund stúlkur notið kenslu í skólanum. Skyldurækni og ábyrðartil- finning frú Thoru Melsteð var frábær, og hugarþeli sínu til námsmeyja skólans lýsti hún best sjálf með svo feldum orð- um, þegar hún kvaddi skólann: »Jeg vildl ávalt vera náms- meyjunum móðurleg vinkona. — Jeg var kölluð ströng, en allar hinar góðu, ungu stúlkur- nar mínar skildu, að jeg var vandlát sökum velferðar þeirra.« »Einnig er það víst, að sá, sem ann hinum ungu og vill þeim vel, verður að gera töluverðar kröfur til þeirra og setja markið hátt, eigi síst að því er siðferðið snertir.« — Það’ má með sanni segja, að frú Melsteð verði lífi og kröftum í meir en heilan mannsaldur í þarfir íslensku kvenþjóðarinnar. Hún var braut- ryðjandi kvenmentunarinnar hjer á landi, og átti því einnig við flesta þá erfiðleika að stríða sem því fylgir. En yfirleitt fjekst hún ekki um það; trú hennar á sigur góðs málefnis var svo rík, að hún ljet sjer dagdóma og jafn- vel tortryggni í ljettu rúmi liggja- Hún hugsaði sjer ekki aðeins starf konunnar bundið við heimilið, þótt hún að sjálfsögðu legði mikla áherslu á þau störf, heldur hugsaði hún sjer konur framtíðarinnar svo vel mentaðar, að þær með áhrilum sínum og andlegu atgervi gætu glætt og haldið við þeim arineldi, sem það er að þakka, að vjer Is- Iendingar erum þjóð, sem á sjerstaka tungu, og sjerstök eðliseinkenni, er hlúa verður að. Ef menning og mentun is- lenskra kvenna á nokkra fram- tíð, leikur enginn vafi á því, að sagan mun á sínum tíma skipa frú Thoru Melsteð veglegan sess fyrir starf hennar. Konungur vor, Friðrik VIII. sæmdi frú Melsteð verðleika- merki úr gulli, (Fortjenstmeda- lien i Guld) og er það fágætt viðurkenningarmerki fyrir vel unnið æfistarf; mun engin önn- ur kona á lslandi hafa hlotið það heiðursmerki fyr nje síðar. Frú Thora Melsteð var kvenna prúðust, fríð slnum og fyrirkonuleg, þótt hún væri vart meðalkona að vexti. Á æskuheimili frú Melsteð ríkti guðsótti, iðjusemi, nægju- semi og reglusemi. Pessar dygðir vildi frú Melsteð ekki einungis ávaxta í lífinu, heldur vildi hún þroska svo allar þær mörgu ungu stúlkur, er handleiðslu hennar nutu, að þessar dygðir gætu orðíð þeim veganesti á lífsbrautinni, veganesti, sem hún skildi vel, að hverjum nýtum manni er nauðsynlegt, og þá ekki síst þeim, er mæla eiga örðugleikum íslenskra hús- mæðra. Heimili hennar var sönn fyrir- mynd á alla lund; þar rjeði reglusemi, þrifnaður og smekk- vfsi í smáu og stóru; alt bar vott um fagran og göfugan hugsunarhátt húsfreyjunnar. Sambúð þeirra hjóna var alla æfi hin ástúðlegasta. Haustið 1909 auðnaðist þeim að halda gullbrúðkaup sitt, og var þeim þá sýnd margskonar samúð og virðíng. Árið eftir 9. febrúar 1910 ljetst Páll Melsteð á heimili sinu, á 98. aldursári, og hafði hann þá Iegið rúmfastur nokkuð á annað ár. Frú Thora Melsteð mátti telj- ast hraust á sál og likama fram á siðustu ár, og fylgdist vel með i öllu þvi er gerðist. Heilsa hennar bilaði ekki fyr en nokkrum vikum fyrir 95. af- mælisdag hennar, og lá hún upp frá því allþungt haldin, þar til hún andaðist hinn 21. dag april- mánaðar 1919. Jarðarför frú Melsteð fór frarri að viðstöddu miklu fjölmenni; eldri og yngri vinkonur hinnar látnu merkiskonu mintust henn- ar með virðingu og þakklætí fyrir mikið og vel unnið æfistarf. Tveir silfursveigar voru lagðir á kistu hennar; annar frá sjálf- um skólanum, en hinn frá eldri og yngri námsmeyjum skólans með svohljóðandi áletran: »Frú Thora Melsteð, stofn- andi og forstöðukona Kvenna- skólans í Reykjavík 1874—1906. F. 18. des. 1823. D. 21. apríl 1919. Með virðingu og þökk frá eldri og yngri nemendum skól- ans«. Bæði eldri og þáverandi kenn- arar við Kvennaskólann lögðu einnig fallegan pálmaviðarsveig á gröf frú Melsteð; en með því að meira fje kom inn en þurfti til áðurnefndra sveiga, samþyktu gefendurnir að verja skyldi af- ganginum til þess að steypa í eyr, mynd af frú Thoru Melsteð, eftir gipsmynd þeirri, er nokkrir vinir hennar höfðu gera látið af henni níræðri. Sama ár var og stofnaður »Minningarsjóður frú Thoru Melsteð«. Skal nokkru af vöxt- um sjóðsins varið til verðl., og seinna, þegar hann stækkar, einnig til þess að slyrkja dug- legusfu námsmeyjar skólans. Sjóður þessi er í aðaldeild Söfn- unarsjóðs íslands, og var við síðustu áramót kr. 1617,27 aur- ar. Hefir þegar tvívegis verið

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.