Vörður


Vörður - 05.01.1924, Page 4

Vörður - 05.01.1924, Page 4
2 V ö R Ð U R útbýtt verðlaunum úr sjóðnum. Að síðustu vil jeg geta þess, að þau hjónin Páll og Tbora Melsteð höíðu með gjafabrjefi dags. 19. okt. 1908 stofnað styrktarsjóð við Kvennaskólann i Reykjavík handa ungum og efnilegum fátækum stúlkum, er ætla sjer að komast í gegnum alla bekki skólans. Sjóðurinn heitir: »Styrktar- sjóður hjónanna, PálsogThoru Melsteð«. Höfuðstóllinn nam 20,000 kr., þegar hann var afhentur til notkunar við Kvennaskólann. í 3. gr. skipulagsskrár sjóðsins er mælt svo fyrir, að leggja skuli árlega einn fimta hluta vaxtanna við höfuðstólinn. Enn- .;cmur að aldrei skuli veita minni styrk eu 100 kr. hverjum umsækjanda. Sjóður þessi er ávaxtaðurí að- aldeild »Söfnunarsjóðs íslands«. Honum stjórnar forstöðunefnd Kvennaskólans, undir yfirum- sjón Stjórnarráðs íslands, og ár- lega skal birta reikning sjóðs- ins í Stjórnartíðindunum. t*rjú undanfarin ár hefir ver- ið úthlutað 800 kr. hvert árið til efnilegra námsmeyja við skól- ann sem að öðru leyti hafa uppfylt þau skilyrði, er skipu- lagsskrá sjóðsins setur. Má þannig með sanni segja, að þau hjónin hafi lífs og liðin breytt við Kvennaskólann eins og góðir foreldrar breyta við börn sln, og þvi má heimfæra upp á þau hið sígildandi spak- mæli úr Hávamálum: Deyr fje, deyja frændur deyr sjálfur it sama; en orðstír deyr aldregi, hveim sjer góðan getur. Ingibjörg H. Bjarnason. Innflutningshöft, »Tíminn« hefir hvað eftir annað alið á því, að hin mesta nauðsyn væri á því að lögleiða innflutningshöft, og í siðasta blaði sínu fyrir nýjárið, flutti laann aðsenda grein um þetta efni. Hjer í blaðinu hefir hvað eftir annað verið bent á það, að lög um aðflutningshöft eru til og ekkert annað vantar á, en að stjórnin framkvæmi þau, ef henni þykir ástæða til. Eftir öllu að dæma er það svo, að lög þessi hafa lítið verið notuð, og getur það varla verið af öðru en því, að hún álítur ekki ástæðu til þess eða telur höftin ekki þau bjargráö, sem ýmsir telja. Hin umræddu lög eru frá 8. mars 1920 (sbr. Stj.tíð. 1920 A. bls. 1). 1. gr. laga þessara er svohljóðandi: »Landsstjórninni er heimilt með reglugerð eða reglugerð- um að takmarka eða banna innflutning á alskonar óþörfum varningi, og ákveður hún, hvaða vörur skuli teljast lil sliks varnings«. Lagagrein þessi er svo skýr að ekki er um að villast, að sljórnin heflr þetta mál í hendi sjer. Mun þá margur spyrja hvers vegna »Timinn« sje sýknt og heilagt að barma sjer yflr þvi, að ekki muni fást lögleidd innflutningshöft. Varla verður gengið út frá, að blað þetta viti ekki um gildandi lög í þessu efni, því að það er margbúið að benda á þetta hjer í blaðinu. En hver sem ástæðan kann að vera, þá verður því ekki neitað, að það er undarleg blaðamenska að látast berjast fyrir að lög- leiða atriði, sem þegar er í lög- um og látast jafnvel hafa það að stefnumáli við kosningar til þings. Blekkingar og yfirdreps- skapur eins og þetta er vissu- lega sjaldgæft og kalla má að kasti tólfunum, þegar blaðið fer að flytja sínar eigin blekkingar, afturgengnar i aðsendum grein- um. Gangurinn er þessi: Blaðið skýrir rangt frá um atriði, sem alþjóð varðar, endurtekur þetta blað eftir blað og flytur það út um alt land. Lesendum þess verður það á að trúa þvi, sem ekki er ef til vill rjett að ávíta þá fyrir, og sumir þeirra senda svo blaðinu greinar um þetta atriði. Vitaskuld birtir blaðið þær með ánægju, sjáandi, að blekkingarnar hafa fest rætur og að ósannindunum er trúað. Svona hefir þetta verið um inn- flutningshöftin og svona hefir það verið um ýms önnur atriði. Pessi blaðamenskagetur naum- ast verið viðhöfð í öðrum til- gangi en þeim, að leiða athygl- ina frá aðalatriðinu. En aðal- atriðið í innflutningshaftamálinu er það, hvort stjórn sú eða rjettara sagt sá ráðherrann, sem þetta mál ber undir, og studdur er af alefli af forkólfum »Tím- ans«, sje vinveittur innflutnings- höftum eða ekki. Reynslan sýn- ist ótvírætt benda i þá átt, að hann sje það ekki, því að ella mundi hann hafa framkvæmt hin gildandi lög í rikara mæli en raun er á orðin. Pað sem hjer hefir gerst er því það, að »Tíminn« kveðst vera hlynlur aðflutningshöftum og telur þau einhvern veiga- mesta þáttinn lil viðreisnar fjár- hag vorum, en á samtímis flokksmann í ráðherrasessi, sem hefir þetta mál í hendi sjer, en skeytir því lítið eða ekki. Og ekki nóg með þetta. Blaðið styður eindregið þenna flokks- ráðherra sinn og því deltur ekki í hug að ávíta hann fyrir þessar aðgerðir, en í þess stað hrópar það upp á strætum og gatna- mótum, að það vanli lög til þess að hrinda þessu þjóðnauð- synjamáli í framkvæmd. Það lítur því út fyrir, að að- standendum blaðsins sje ekki mjög ant um málefnið. Að minsta kosti er það auðsætt, að maðurinn er metinn meir en málefnið, enda er það ekki í fyrsta skiftið, sem það kemur fram hjá þeim herrum. »Timinn« segir sjálfur, að aldrei hafi glysvarningurinn stungið jafnt í augun í búðar- gluggunum í Reykjavík og nú fyrir jólin, og mun það rjett vera. Petta ætlast hann auðvitað til, að sje skilið sem ákúrur, þungar ávítur, til löggjafarþings- ins fyrir, að það hafi ekki samið lög um aðflutningshöft, en í augum þeirra, sem vita að skýr og ákveðin lög nm þetta efni eru til, verður þetta bæði hörð árás á þann ráðherra, sem blaðið styður sjerstaklega og jafnframt vottur um óhlutvendni f blaðamensku, sem ekki má vera óátalin. Fróðir menn segja, að hingað til bæjarins muni , hafa flust fyrir jólin 7—8 þús. jólatré og muni þau hafa kostað 20—30 þús. kr. Ætli að það hefði ekki verið óhætt að neita um inn- flutningsleyfi á þessum trjám að mestu eða öllu leyti? Hvað segir Sýrak hjerum? Hvað segir »Tíminn«, hinn andlegi Grímur meðhjálpari þjóðarinnar, um þella? Jólatrén bafa verið tekin hjer sem dætni, en sama mun vera um fjölmargt annað. Atli. KiíttBllirim. Báglega gengur með norska kjöttollinn. Landsstjórnin hefir nú á 2. ár staðið í samningum við norsku stjórnina um það mál og hefir alls ekkert orðið ágengl. Pvert á móti hafa Norð- menn nú hækkað lollinn um nærri helming, þareð þeir hafa áskilið, að allir tollar skuli greiðast eftir gullverði, en það er nú sem næst helmingi hærra en norskir pappírspeningar. Hörmuleg eru þessi úrslit málsins, ef endanleg eiga að teljast, sem ótrúlegt þykir. Toll- urinn er nú orðinn svo hár, að stappa mun nærri, að hann fyrir- girði kjötútflutnÍDg til Noregs. Stjórnarblaðið eggjar nú ein- dregiö til lollstríðs við Norð- menn og má ef til vill líta á það sem lillögur stjórnarinnar hjer. Svo mundi það talið ef erlendis væri. Og ekki er það sjerstak- lega ólíklegt, að hinni fslensku stjórn kunni að hafa runnið i skap, er hún sá, að norska stjórnin mat ekki meira samn- ingaumleitanir hennar um lækk- un eða brottfall lollsins en svo, að hún hækkar hann um helm- ing meðan á samningum stendur. En þótt svo sje, sem að fram- an er frá skýrt, er það álitamál, hvort rjett er að hefja tollstrið. Tollstríð virðist siðasta úrræðið og til þess má því naumast grípa fyr en samningaleiðin er með öllu lokuð. Ef til vill á yfirlýs- ing stjórnarblaðsins (Tímans) að skiljast á þann veg, að svo sje, en sjálfsagt mun hið f hönd faranda þing leita sjer skýrslna um þetta mikilsverða mál og þá sjest hvort þetta er ekki rjett. Ölíklegt virðist, að það sje tilgangur Norðmanna að fyrir- byggja kjötinnflutning frá oss, Pess vegna virðist samninga- leiðin að fyrra bragði ekki úti- lokuð. í raun og veru er ekki ástæða til að taka það hátíðlega þóti ».Tíminn« heimti tollstrfð. Hann hefir gert það áður og etið það i sig að meslu í næsta blaði. Pað sem á ríður í þessu máli er festa og þrautseigja, en barna- leg frumhlaup og reiði vinnur ekki á. Málið er svo alvarlegt, að ekkert á að gera nema að rannsökuðu máli, Hins vegar er það víst, að þingið mun taka málið til með- ferðar með þeirri alvöru, sem það á skilið og ekki skiljast við þaö fyr en alt er gert, sem unt er, til þess að leiða það til far- sællegra lykta. Fyrirlestur. Framfarafjelag Skagfirðinga hefir um mörg undanfarin ár látið halda fyrirlestra á Sauð- árkróki meðan sýslufundur hefir staðið yfir. Er þá jafnan mjög mannmargt þar á staðnum, því að sýslufundarvikan er orðiu nokkurskonar hátíðavika sýslu- búa. Mikinn þátt í þessu á Framfarafjelagið. Hefir það meðal annars sett sjer það mark, að sýslubúar geti þessa viku sótt fleira á fundarstaðn- um en skemtanir. Pað hefir því gengist fyrir þvi, að fyrirlestrar sjeu haldnir þessa viku um ýms fræðandi efni. Hafa ýmsir bestu menn sýsiunnar stutt að þessu með því að halda fyrir- lestra og hafa margir þeirra haft mikil áhrif. Um sýslufundinn i fyrra vet- ur hjelt Jónas Kristjánsson hjer- aðslæknir fyrirlestur þann, sem byrjun er á í þessu tölublaði. Fyrirlestur þassi vakti hina mestu athygli og hefir haft mikil áhrif í sýslunni, enda er hann um efni, sem alla varðar. Fyrirlesturinn er mjög fróð- legur og sýnist eiga erindi til landsmanna. »Verði« þykir því mikill fengur í að geta birt hann og vonar, að hann muni verða lesinn með athygli. Efni hans er svo áríðandi að fátt varðar alþjóð meira og fyrir- lesturinn kemur víða við. Nafn höfundarins er næg trygging fyrir áreiðanleika innihaldsins og þar sem fyrirlesturinn er einhver hin kraftmesta viðvörun gegn hinum gengdarlausa og skað- lega innflutningi útlendra va^a, virðist líklegt að hann verði fjöllesinn. Tala fiskiskipa og háta. Árið 1911 voru hjer 129 segl- skip, sem samtals báru 5702 lonn. Eftir það fer þeim stöð- ugt fækkandi, og 1920 eru þau að eins 39 talsins og bera að eins 1190 tonn. Hefir á þessu tímabili fækkunin verið nokk- urnveginn jöfn öll árin, en mest er hún árið 1919—20, því að þá hefir þeim fækkað um 20. Árið 1912 eru hjer 8 mótor- skip, sem bera samtals 228 tonn, en 1920 eru þau orðin 120 og bera 3538 tonn. Fyrstu árin eftir 1912 tvö- faldast tala þeirra á ári hverju, en frá 1916 fjölgar þeim litið, því að 1917 eru þau orðin 117. Árið 1911 eru botnvörpuskipin 10 og eru samtals 2047 tonn. 1912 tvöfaldast þau og eru 20. Eftir það stendur tala þeirra í staö þar til 1917 er þau fækka niður í 10, (salan til Frakk- lands), en 1920 eru þau komin upp í 28 og tonnatalan er 8730. Alls eru fiskiskipin 141 tals- ins 1911 og eru samtals 7958 tonn, en 1920 189 og samtals 13681 tonn. Meðalstærð fiskiskipanna 1911 var 57,1 tonn, en 1920 72,4 tonn. Fram að 1912 fara skipin mjög stækkandi, botnvörpung- unum fjölgar en seglskipum fækkar. 1912—15 helst meðal- stærðin svipuð, en 1915—18 fer hún síminkandi sem stafar af fjölgun motorskipa og sölu botn- vörpunganna 1917. Árið 1920 vex meðalstærðin mjög vegna botnvörpukaupanna það ár. í mótorbátatölunni eru taldir allir bátar stærri en 12 tonn. Hefir þeim fjölgað mjög siðustu árin, en seglskipum fækkað stórkostlega. Fyrir 1904 var allur þilskipa- flotinn seglskip, en þau eru nú að eins ^/b af skipalölunni. Árið 1920 skiftist fiskiflotinn þannig hlulfallslega eftir teg- undum skipanna : Tals Tonn Seglskip . . . 20,6»/* 8.7% Mótorskip . . 63,5— 25,9— Botnvörpuskip 14,8— 63,8— önnur gufusk. 1.1- 1,6- Samtals 100,0% 100,0°/o Fiskiskipaútgerðin er langmesl frá Reykjavík. 1920 gengu það- an 38 skip eða um */* hluti fiskiskipanna. Tala útgerðarmanna 1911 var 43. Komu þá að meðaltali 3,3 skip á mann eða 185,1 smálest. 1920 voru útgerðarmenn orðnir 117. Kom þá 1,6 skip á mann og tonnatalan 116,9. Árið 1920 var hlutafjelagfð Kveldúlfur í Reykjavík stærsta útgerðin. Hjelt það úti 7 skip- um er voru samtals 1825 tonn. En hæðsta skipatalan var hjá Hinum sameinuðu íslensku versl- unutn á ísafirði, er héldu úti 11 skipum, en þau voru svo smá, að lestatalan var að eins 230 tonn. Skipverjar voru samtals 1911 2027 og að meðaltali á skipi 14.4, 1920 voru 'þeir 2567 og meðaltalið 13,6. Áiið 1920 var meðalskipshöfn á botnvörpungi 24,1 manns, á öðrum gufuskipum 18,0, á segl- skipum 14,4 og á mólorskipum 11.4. Smærri mótorbátar skiftast þannig eftir stærð á öllu land- inu árið 1920: Minni en 4 tonna 25 4— 6 tonn . . . . " 89 6—9 — .... 122 9—Í2 — . . . ■ 119 Samtals 355 Róðrarbátar skiftast þanníg eftir stærð 1920: 1 manns för 14 2 manna för 455 4■ — — 298 6 — — 108 8 æringar. 59 10 — .68 Tala skipverja á róðrarbálum 1920 var 4451, en mótorbátum 1929. Meðallal skipverja sama ár var á róðrarbáta 4,4, en á mótorbál 5,4. Sjávaraitinn. Á þilskip veiddist að ineðal- tali árin 1901'—1905 3 miljónir 28 þús. þorskar, 1 milj. 962 þús. smáfiskar, 913 þús. ýsur, 34 þús. löngur, 33 þús. heilag- fiski og aðrar fiskitegundir 102 þús. Alls 6 milj. 72 þús. fiskar. 1920 veiddust: 7 milj. 190 þús. þorskar, 4 milj. 53 þús. smáfiskar, 1 milj. 847 þús. ýsur, 128 þús, löngur, 100 þús. heilag*

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.