Vörður


Vörður - 05.01.1924, Side 5

Vörður - 05.01.1924, Side 5
V ö R Ð U R 3 fiski, 636 þús. aðrar fiskiteg. Alls 13 milj. 594 þús. fiskar. Er það hjer um bil helmingi meiri afli en veiddist að meðal- tali á árunum 1901—05. Á báta veiddist að meðaltali á árunum 1901—05 samtals 10 miljónir 959 þús. fiskar, en 1920 14 milj. 184 þús. fiskar. Samanlagt á báta og þilskip veiddist að meðaltali árin 1901 —05 17 milj. 21 þús. fiskar, en 1920 28 milj. 138 þús. fiskar. 1920 var þyngd alls fiskiafi- ans sem veiddisl svo sem hjer segir: Porskur.. 42,479 þús. kgr Smáfiskur . . . 12,705 — — Ýsa....... 7,600 — — Upsi...... 2,251 — — Langa..... i;728 — — Keila....... 192 — — Heilagfiski . . . 731 — — Koli........ 912 — — Steinbitur. . . . 1,020 — — Skata....... 168 — — Aðrar fiskteg. . 210 — — Samtals 69,996 þús. kgr Er hjer alls staðar miðað við nýjau flattan fisk. — Eins og sjá má af yfirlitinu er nærri þvf allur aflinn þorskur og þorska- kyns. Á bátum og bolnvörpung- um befir 4—8°/0 veiðst annars- konar fiskur (á bátunum mest sleinbítur, á botnvörpungum koli, en á þilskipunum ekki neina 2 3/s°/0. Aíli þilskipanna af þorskveið- um, eins og hann kemur frá hendi fiskitnannanna (nýr eða saltaður), nam 1920 15,8 milj. króna. Um verð bátaaflans eru eng- ar skýrslur, en sje honum öll- um breytt i fisk upp úr salti og gert ráð fyrir sama verði á honum sem á þilskipafiski upp úr salti, þá verður niðurstaðan sú, að þorskafli bátanna bafi numið 12,6 milj. kr. árið 1920 þar af afli mótorbáta 7,8 milj. kr. — Hefir þá veiði alls aflans numið um 28'/s milj. kr. Lilraraflinn 1920 var 48,305 hektolitrar og mun láta nærri að verðmæti hans haíi numið um 1 8/s rnilj. kr. Sildaraflínu 1920 varð um 161 þús. hektulítrar. Ef áætlað er aö hektol. af nýrri síld vegi að jafnaði 86 kgr. hefir þyngd sildaraflans þetta ár numið 13,8 milj. kgr. Talið er að verð síldarinnar hafi numið rúmlega 21/* milj. kr. 1916 nam síldaraflinn rúml. 44 * */5 milj. kr. Hrognkelsaafli á öllu landinu 1920 er talinn 675 þús. Lax. Á árinu 1920 er lalið að veiðst hafi 16,695 laxar og 355,363 silungar. Selar. Af honum veiddis þelta ár 532 og 4440 kópar. Er það minna en meðalveiði fleslra ár- anna á undan. Duntekja hefir þetla ár orðið 3394 kgr. og er það minna en undanfarandi ár. 1919 var fluttur út dúnn fyrir 104,267 kr. og meðalverð á kgr. var þá 36,36 kr. Faglatekja. Árið 1920 veiddust 72 þús. lundar, 99 þús. svart- fuglar, 41,6 þús. fílungar, V^þús. súlur, og 25 þús. ritur. Alls 238 þús. fuglar. Er fuglatekjan yfirleitt minni en hún hefir verið undanfarin ár. (Dregið saman úr Hagtíðinduin.) Hugleiðingar um hagnýtingu á fiskiúrgangi Eitt af þvi, sem ruikið er umtalað, nú á þessum »siðustu og verstu« tíinum, er hinn erfiði fjárhagur landsins og ískyggilegu horfur hans í næstu framtíð. Rekstur atvinnuveganna ekki síst fiskveiðanna, er afar dýr, en verðið á afurðununr fer sílækkandi, og er nú á aðalvör- unni, saltfiskinum, orðið nál. eins og það var fyrir stríðið, (sje tekið tillit til verðmætis eða gengis krónunnar), þar sem aftur á móti allar lífsnauðsynjar og reksturskostnaðurinn er hjer um bil þrefalt hærri. Er því auðsætt, að fiskveiðarnar eru staddar í voða, ef hlutfallið breytist ekki til batnaðar. ekki virðist svo sem menn sjái nein ráð við þessum vand- ræðum, nema hvað helst er prjedikuð »sparsemi«, en þó helst þegar menn talast við, því að »blöðin« gera lítið að því, hafa um annað háleitara að ræöa. Og síst er neita þvi, að það er lífsiíauðsyn fyrir oss nú að takmarka alla eyðslu, neita sjer um allan »óþarfa« o. s. frv. og reyna að halda sem best á með alt, sem til reksturs útgerð- arinnar (eins og annara atvinnu- vega) þarf, og leggja niður alla bruðlunarsemi, sem er ávalt talin óbrigðull vottur menn- ingarleysis og uppskafnings- háttar. En það er hægra að prjedika sparsemi, en að fram- kvæma hana, einkum eítir öll þessi veltiár, þegar við vöndumst á að lifa »kóngalífi«, o: í óhófi og eyðslu, við »háspennu«-pen- ingaspil og annað býlifi og þess vegna ætla jeg ekki að fara fleiri orðum um það atriði (enda mun neyðin kenna mörg- um það i næstu framtíð)1 en snúa mjer að einu einstöku atriði, sem eigi er ómerkilegt í þessari tið, þegar menn ættu að spara sem mest öll kaup á út- lendum vörum, en reyna aó framleiða sem mest af þvi, sem vjer þörfnumst eða yflrleitt borgar sig að framleiða (því að framleiðsla, sem borgar sig ekki, þegar á alt er litið, er ómagi). þetta atriði er hagnýting aflans einkum hagnýtingiu á öllu því verðminna af honum, úrgang- inuin eða raskinu, eins og það oft er nefnt; að visu er á mörg- um sviðum pollur brotinn með hagnýtingu og hirðu hjá oss (og fæ jeg ef til vill tækifæri til að minuast á eitthvað af því), en hvergi mun því þó vera eins ábótavant og þegar um sjávar- ailan er að ræöa. Sjálfur er jeg alinn upp í út- kjálka-veiðistöð á aflaleysisárum. Máttu menn þar illa við því að láta nokkurn hlut fara í sjóinn aftur, at því litla, sem úr lion- um fjekst; úr öllu varð að gera sjer »mat« og jeg get sagt það sveitungum mfnum til maklegs lofs, að það var gert; það fór tæplega nokkur »slorskúfur« (o: innýfli) í sjóinn aftur, hvað þá annað. Alt var hirt. Slorinu var safnað í gryfjur (slorforir), lil áburðar á tún, hausar allir hirtir til manneldis eða skepnu- fóðurs, hryggir (dálkar) barðir eða helt á þá sjóðandi vatni handa skepnum, eða þurkaðir til eldneytis; sömuleiðis var raski af skötu og hrognkelsum brent, eftir að það hafði legið rignt og þornað sem áburður á túnunum, Ressu vandist jeg og jafn- aldrar mínir, og enn munu Grindvíkingar vefa með fremstu veiðistöðum i þessu tilliti (þrátt fyrir sæmilega afkomu), en það mun nú líklega sumum ekki þykja neitt til þess að raupa af, og má vera, að þetta hafi frem- ur verið sprottið af brýnni nauðsyn, en af dygð fyrir sveit- ungum mínum, því að margt er oss belur gefið íslendingum, en praktisk nýtni og sparsemi, ef nauðsyn ber ekki til, og í því tilliti eiga Grindvikingar liklega sammerkt við aðra íslendinga. Marka jeg þetta nolckuð af leik einum sem við smástrákar skemtum okkur við, 0: að hafa dauðar, hvitfágaðar heitukongs- skeljar, sem svo mikið er af við sjóinn hjá Járngerðarstöðum, fyrir fiska, og veiða þær ofan af veggjum, á seglgarnsspotta, með öngli neðan í, sem gat, með lagi, krækl í kuöuugana. Reir voru »fiskurinn« (o:þorsk- urinn), en auk þess höfðum vjer smákuðunga (nákong og doppur) fyrir trosfisk og öðu- skeljar fyrir lúðu. Ressum «rusl- fiski« þótti oss lítill slægur í, fleygðum honum bara i »sjóinn« aflur, vildum ekki annað en »púra þorsk«. Sennilega höfum vjer slrákar fengið þessa lítils- virðingu fyrir trosinu af þvi, að fiskiinennirnir sjálfir töldu vana- lega ekki annað en þorskinn, hitt var ekki reiknað með, »fiskinum« (sbr. 20 i hlut af fiski og 5 i hlut af keilu). Þegar jeg fór að fara rann- sóknaiferðir mínar í ýmsar veiðislöðvar, varð jeg brátt þess var, að óviöa var eins vel hirt- ur allur fiskúrgangur, eins og jeg hafði vanist heima, en viða miklu ver, og sumstaðar, eink- um i hinum stærri veiðistöðum, þar sem mikið barst að af fiski mjög illa. Pótti injer þetta ávalt mjög leitt að sjá, og reyndi bæði i viðræðum við menn og í skýrslum minum að benda á, að þetla væri i raun og veru menningarskortur, og að reglan ætti að vera sú, að ekkert mætti aftur í sjóinn fara af því, sem úr honum fengist, þvi að alt mælti það verða að einhverju gagni1). Að vísu hefi jeg sumstaðar sjeð mikið eða flest hirt affisk- úrgangi, eins og t. d. á sumum stórbýlunum á Austfjörðum, þar sem úrgaugurinn hefir veriö hafður til áburðar á túnin, of- an á eða uodir þökur og viða voru þorskhausar hirtir oghert- ir og eru enn, eins og á Vest- fjörðum, einkum í Bolungarvik, og viða syðra'2). En hvergi hefi jeg sjeð alt þess konar betur hirt alment (a: af öllum), eu víða syðra og á minni veiði- slöðvunum nyrðra, t. d. í Húsa- vík, þegar jeg var þar 1913. Hjengu þá allar girðingar full- ar af skrápflúru, og hausum til manneldis eða ýmsu raski til eldsneytis. í Bolungarvik og Hnífsdal, þar sem annars er hirt mikið af þorskhausum og steinbít, hefi jeg sjeð mikið af þorskhausum og öðrum haus- um, jafnvel mikið af smálúðu- hryggjum (spildingum), með höföi og beltum við (hreinasta sælgæti til matar), fara i sjóinn aftur8), sömuleiðis slangur af sleinbít, karfa, skrápflúru (bros- mu), keilu, smáfiski og tinda- bikkju (lóskötu), ekki að tala um slorið, o: innýflin (að lifr- inni fráskilinni, sem þó er oft illa hirt) og hryggina (dálkana), með sundmaganum í og alla gamla sildbeitu af önglunum. Á Austfjörðum og við Eyja- fjörð er vfðast siður að slægja á bryggjum eða pöllum, sem ganga út i sjóinn; er þá öllu raski kastað í fjöruna eða sjó- inn, stundum öllu, nema boln- um einum (eins og þegar vjer strákarnir hirtum að eins beitu- kongana !) og er þó ekki skemti- leg kösin af þessu drasli, þar 1) Unilanlekning er aö sjálfsögðu niöurburöur á miðum, efhann get- ur orðið til þess að hæna að fisk. 2) En það er verst, að sveita- menn syðra vilja nú ekki lengur kaupa hausana, þykja þeir of dýrir heim fluttir. 3) Sumarið 1915 sá jeg þetta í Hnifsdal, samtimis því, að soðning- arlausl var á ísaflröi, i besta veðri, og þó reyndi enginn að róa þang- að út á skeklu og hirða það sem kastað var. Fyrirlestur. Fluttur fyrir hönd Framfarafjelags Skagíirð- inga á Sauðárkróki, 10. inarts 1923, ai' Jónasi Krisljánssyni hjeraðslækni. Það er oft talað um hinar miklu fram- farir í heiminum á hinum síðustu ára- tugum. Sumum efnishyggjumönnum finnst svo mikið til uin*þær, að það Ktur út fyrir, að þeir telji, að manns- andinn hafi kafað til grunns öll úthöf tilverunnar, og skýrt og skilið alt sem þar er, þeim finst að mannkynið sje á rjettri leið til þess að ná hæsta stigi sannrar menningar, og að sú kynslóð, sem nú lifir, standi í öllu tillili feti framar en forfeðurnir. Rví skal nú ekki neitað bjer, að nokkuð af þessu getur átt sjer stað, en eitt mælir þó á móti því, gð þetta sje að öllu leyli rjett, og að eitthvað sje bogið við menningu nútimans, og. það er; að eftir þvi, sein þessi svokallaða menning og þekkiug vex, því kvilla- 2 sainara og óhrauslara verður mann- kynið. Sjúkdómar og kvillar hafa liklega verið förunautar mannkynsins frá fyrslu timum, og eru það enu þann dag i dag. IJó að læknisfræðinni haii tekist að stemma stigu fyrir ýmsum skæðum sóttum, sem áður herjuðu löndin, og hefta göngu þeirra, svo sem svartadauða, bóluveiki 0. fl. sjúkdóma, þá er engu líkara en að upp komi tveir nýir kvill- ar fyrir hvern einn, sem viðnám er veitt. Þaö minnir á orminn í Lermavatni. Pessi óvættur hafði niu höfuð og uxu jafnan tvö er eitt var af höggvið. Hera- klesi, hinni grísku þjóðhetju, var falið að vinna á þessari ófreskju, og tókst það með þeim liætti, að hann sveið fyrir strjúpann með logandi eikarstofn- um. Læknum tekst sínu lakar með að vinna á sjúkdómum þeim, sem þjá mannkynið jafnt og þjelt. Læknum fjölgar ár frá ári, sjúkrahús og heilsuhæli eru reisl fyrir óhemju fje í hverju. landi, bætt við þau árlega og 3 þau stækkuö, og þó er sifell skortur á þeim. Rað er ■ alt af fremur sókn en vörn af hendi sjúkdómanna, og lækn- arnir eiga sífelt í vök að verjast, þó þeir einstökusinnum vinni bráðabirgða- sigur. Hvíti dauðinn fer sigurför um heim- inn og gerir fjölda af ungu fólki ósjálf- bjarga um skeið, og leggur það síðan i gröfina. Krabbameinið vinnur stöðugt á, og fleiri og fleiri veröa með ári hverju herfang þess. í Bandarikjunum í Ame- ríku, er talið, að það vaxi um alt að því 3°/o á ári hverju síðustu árin. Nýir sjúkdómar bætast við, sem varl þekktust áður, svo sem sykursýki og aðrir fleiri sjúkdómar, sem stafa af , truflun á eðlilegum efnaskiftum i líkama mannsins. 1 Bandarikjunum i Ameríku er það talið visl, að að minsta kosli 1 af hverjum 200 mönnum hafi sykursýki. En þó ern meltingarkvillarnir að lík- indunt nú orðnir tíðastir allra kvilla, svo sem magasár, garnabólga, ristilbólga og botulaugabólga. Og að siðustu má 4 telja geðveika fólkið, því fjölgar svo óðum, að það eitt hlýtur aö vekja alla liugsandi menn til alvarlegrar íhugunar um það, hvernig framtíð mannkynsins muni verða í ekki mjög fjarlægri fram- tíð. í Bandaríkjunum í Ameríku telst svo til, að geðveikum mönnum hafi fjölgað um 300°/o á síðustu 50 árum. Að eins þessi tegund sjúkdóma er í öll- um löndum hins mentaða heims orðin slík byrði, aö það er fjármálamönnum hið alvarlegasta áhyggjuefni. Rað fækkar með ári hverju í hinum mentaða heimi þeim mönnnm, sem ná háum aldri. Pó meðal aldur manna hafi hækkað í fleslum löndum, þá stafar það af því, að minna deyr af ungbörnum, og það er ein af syndum læknanna, ef svo mælti að orði kveða, að þeir halda lífinu f börnum, sem eru vesalingar frá fæðingu, svo þau komast upp og auka kyn sill. Rað geta tæplega talist kynbæt- ur að þvf. Áður dóu þessir vesalingar drottni sínum. En þó er þetta ekki aðal orsökin til aukinna sjúkdóma. Lækuuni I

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.