Vörður


Vörður - 02.02.1924, Qupperneq 1

Vörður - 02.02.1924, Qupperneq 1
Ritstjóri og ábyrgð- armaður tAagnús Magnússon cand. juris. mm II. ár. Reykjavík 2. febrúar 1924. liÉtigsItiii »Tíminn« heíir hvað eftir ann- að undanfarið sagt það fullum fetum, að innflutningshöftin hafi verið með öllu afnumin á þing- inu 1921 og að þá verandi stjórn hafi látið kúga sig til þess, svo að hún fengi að sitja við völdin. Margoft hefir þetta verið hrakið hjer i blaðinu, en jafnharðan jetur Tíminn þessi ósannindi upp aftur. í siðasta tbl. sem kom út 26. þ. m., er í ritstjórnargrein um gengis- hrunið þessi klausa : »Ekki þýðir að fást um oið- inn hlut. Þær athafnir og ráð- stafanir, sem valda þessum miklu vandræðum verða ekki teknar aftur. það verður ekki ógert lát- ið er þeir Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson Ijetu Reykjavíkurvaldið knýja sig til þess á þingi 1921 og unnu það það til til þess að halda ráð- herrasætunum að afnema inn- flutningshöftin og viðskiftanefnd- ina«. Þegar svo er, að ritstjóri þessa blaðs tyggur upp eigin ósann- indi sin, blað eftir blað, verður ekki hjá því komist að rifja upp enn af nýju gang þessa máls og mun jeg visa um alt það, er jeg segi til stjórnartíð- inda og þingtiðinda, svo að ekki sje um að villast, að rjett sje fr& skýrt. t*á sem eru í vafa um hvor rjettara fari með, jeg eða ritstj. Tfmans bið jeg um að lita i þingtíðindin. þá 'geta þeir sannfærst um, að jeg ter hjer ekki með annað en það sem er laukrjett. Á þinginu 1920 þóltist jeg sjá það fyrir, að vjer mundum verða í gjaldeyrisskorti vegna verð- lækkunar á útflutningsvörum vorum, ef innflutningur væri eigi takmarkaður. Jeg bar því fram í fjárhagsnefnd frv. í þessa átt. Þetta frv. var samþykt í þinginu og staðfest af konungi sem lög hinn 8. marz 1920. 1. gr. laga þessará er svo hljóð- andi: »Landsstjórninni er heimilt með reglugerð eða reglugerð- um að takmarka eða banna innflutning á allskonar óþörf- um varningi, og ákveður hún hvaða vörur skuli teljast til sliks varnings«. Sjá Stj.tið. 1920, A. bls. 1. Á þinginu 1921 kom fram frv. um að afnema þessi lög og var það frv. til 1. umræðuhinn 29. marz og 15. aprfl 1921 í neðri deild (sjá Alþ.tfð. 1921 C. 505—585 dálk). Við þessa umr. tók Jón Magnússon það fram, *ð stjórnin gæti alls ekki unað (þvi, að lög þessi væru afnumin og var það eftir samtali við okkur hina ráðherrana og fast- mælum bundið okkar í milli, að við mundum beiðast lausn- ar, ef frv. þetta yrði samþykt. Um frv. þetta fór svo, að því var vísað til 2. umr. með 14 :12 atkv. og til nefndar, en frá þeirri nefnd kom það aldrei og varð því óútrætt. Atkvæðagreiðsla þessi fór fram með nafnakalli og ber hún með sjer, að bæði jeg og Pjelur sál. Jónsson greidd- um atkvæði á móti þvi, að frv. gengi til 2. umr., en Jón Magn- ússon átti ekki atkvæðissrjett, af því að hann var þá ekki þingmaður. Af atkvæðagreiðsl- unni sjest ennfremur, að Fram- sóknarflokkurinn skiftist þann- ig í málinu, að 5 greiddu atkv. með því að visa málinu til 2 umr. og 4 á móti. Meðan á umræðum stóð komu fram 2 tillögur til rökstuddrar dagskrár, önnur frá Sveini Ólafssyni en hin frá Jóni A. Jónssyni, báðar þess efnis, að láta lögin frá 8. marz 1920 halda gildi sínu, en Sveinn Ólafsson tók sina till. aftur og bað fylgjendur hennar að greiða atkv. með till. J. A. J. en hún var ekki borin undir atkv. vegna fjarvistar flutnings- manns. f*essi urðu þá afdrif málsins á þingi, eins og þingtiðindin sýna. Lög þau. er jeg fjekk sam- þykt á þingi 1920 eru þvl í fullu gildi þann dag í dag, hversu oft sem ritstjóri Tímans stað- hæfir hið móttsetta. Rað eru því ekkert annað en venjulegó- sannindi hans i minn garð, er hann hefir sagl, hvað eftir ann- að, að jeg hafi snúist gegn inn- flutningshöftunum. Hið sanna er, að jeg, ásaml hinum sam- starfsmönnum mínum, gerði það að fráfararatriði, að lög þessi yrðu ekki afnumin. Og þetta er skjalfast i þingtiðindunum. En á Timans máli hljóðar þetta þannig, að Jón Magnússon og jeg höfum afnumið innflutnings- höftin til þess, að halda okkur við völd. Af þessum skjalfestu atriðum, sem hjer hafa verið rakin, sjest það, að Tíminn hefir í þessu efni, sem svo mörgum öðrum, alveg snúið við rjetfu og röngu. Sú breyting, sem varð á inn- tlutningsbaftamálinu 1921, var í því fólgin, að innflutningsnefnd- in var afnumin vegna þess, að bráðabirgðalög þau, sem stjórn- ln hafði gefið út hinn 15. april 1920, voru feld i þinginu. (Sjá Stj.tið. 1920, bls. 4). En aðal- atriði þessa máls eru vitaskuld lögin frá 8. marz 1920, það sjá allir, sem þau lesa, og bera þau saman við bráðabirgðalögin 15. april 1920. þetta svar læt jeg nægja rit- stj. Tímans í bráð, enviljihann frekari umræður, er jeg þess al- búinn, þvi að þessu máli er jeg kunnugri en flestir aðrir, En þess má ritstj. vera fullviss, að það verður sjeð um það, að hann geti ekki varið athafna- leysi stjórnar sinnar i innflutn- ingshaftamálinu með ósannind- um um J. M. og mig. Og víst er það eftirtektavert, að ritstj. telur auðsjáanlega bestu vörn stjórnar sinnar liggja í ósann- indum um menn og mál. Reykjavík 28. jan. 1924. Magnús Guðmundsson. Bókafregn. Knul llamsun : Pan, Tilgangurinn er ekki sá að fara að skrifa ritdóm um þetta listaverk norska skáldsins, Knut Hamsun, heldur vakir það eitt fyrir, að vekja athygli manna á, að bók þessi er komin úl á is- lensku og er þýdd á svo und- ur fagurt mál, að jeg efast um, að nokkuru sinni liafi útlend bók verið þýdd á fegurra is- lenskt mál. En hitt er þó ef til vill enn furðulegra hve vel þýðandinn hefir náð »stíl« og frásagnar- hætti skáldsins, hygg jeg að það hefði á einskis manns færi verið aö gera það jafnvel, hvað þá betur. Hver einasti maður, sem un- un hefir af skáldskap og kann að meta íslenskt mál ætti að fá sjer þessa bók og lesa hana. Stúdentaráð Háskólans hefir gefið bókina út og vandað mjög til, en ágóðinn, sem verða kann af sölunni, rennur til stúdenta- garðsins. Smekkur þjóðarinnar fyrir fögrum skáldskap og unaðslega islensku máli hefir aldrei verið neinn, eða er þá eyðilagður, ef Pan verður ekki uppgenginn að nokkuruin mánuðum liðnum. Vísnakver Fórn ó 11's. Engin tvimæli leika á því, að þetta er merkilegasta ljóðabók- in sem út hefir komið nú síð- ustu árin og mun æ verða tal- in í hópi þeirra bestu og merki- legustu. það er erfitt að gera upp á milli þeirra kvæða, sem í bók- inni cru svo góð eru þau öll og svo vandvirknislega er frá þeim öllum gengið. Munu fáir af lesendum þeirra taka undir með skáldinu það sem hann segir i forspjallsorð- unum um kveðskap sinn: Og litið bílur lokars tönn jeg legg hana sjaldan á. Brokkgeingur er bragurinn og bylgjar til og frú Ryðguð eru raddfærin og reikul kveðandin. Mjer finsl jeg hugsa oft íurðuvel og fylgja præðinura, en pegar jeg er að orða pað fer alt úr reipanum rajer flnst alt verða að svip hjá sjón af sjálfs míns hugsunum. 5. blað. Væri vel um ljóðagerð vora nú ef hún tyldi jafnvel í reip- unum eins og kveðskapur Forn- ólfs gerir og jafn vel að því hugaðaðlála jafn kjarngotti reip- in og þar er gert. Eru þessi »Forspjallsorð« skáldsins ljómandi vel kveðin og með bestu kvæðunum í bók- inni. Lengstu og merkustu kvæðin eru sögulegs efnis. Enda segir höf. í uphafi kvæðisins »Björn Guðnason i ögri og Stefán biskup«: Mjer eru fornu minnin kær meir en sumt hið nýrra Pað sem timinn pokaði fjær — pað er margt hvað dýrra. Munu þeir sem höf. þekkja og hans mikla starf i þágu ís- lenskra fræða ekki efast um sannleiksgildi þessara orða. Ern sögukvæðin Björn Guðna- son í Ögri og Stefán biskup, Ögmundur biskup og Mansöng- urinn um Ólöfu riku, hvert öðru betra og með þeim karl- mensku og höfðingsblæ sem einkendi öll þessi mikilmenni. En fegurst af öllum þessum sögukvæðum er þó Kvæða-Anna, enda er það vafalaust með bestu kvæðum sem kveðin hafa verið á íslenska tungu. Tvö erfiljóð eru í bókinni, önnur eftir Þorlák Jónsson frá Gautlöndum en hin eftir Ölaf Davíðsson. Eru hvorutveggja spakleg og vel kveðin. í hinurn fyrri er þetla erindi: Ekki bregðasl ragna rök römm eru sköpiu gumum ennpá feigs er opin vök ungum jafnt og hrumum; eingum tekst pótt æskuför sje enn í merg og beini að fóta sig í feigðar vör, peir falla á dauðs manns-steini. Annars er það ekki ætlunin að fara að tilfæra mikið úr þess- ari fágætu bók. Hún er ein þeirra bóka, sem hver íslendingur, sem ann tungu sinni og þjóðerni á að lesa og læra. Ein þeirra ekki svo ýkja mörgu bóka, sem getur staðið við hlið vorra bestu íslendinga- sagna og Heimskringlu, án þess að roðna af blygðun fyrir inni- hald sitt. Ársæll Árnason hefir gefið bókina út og vandað til. Fylgja teikningar sögukvæðunum eftir Björn Björnsson og eru sumar þeirra prýðisfagrar. Asmundsson Brekkan. De gamle fo rtalte. Höfundur þessarar bókar er ungur lslendiugur Friðrik Ás- mundsson að nafni, ættaður úr Miðfirði í Húnavatnssýslu. Bókin hefir inni að halda 5 sögur. Hin fyrsta heitir: »Dron- ning Gunhild« og er nm Gunn- hildi konungamóður, sem flest- ir íslendingar munu við kannast. Segir sagan frá uppvextihenn- ar og skýrir ágætlega tildrögin, sem ollu þvi hver skapgerð Gunnhildar varð. Heflr mörgum sú kona verið ráðgáta, en höL tekst mjög vel að gera grein fyrir tviskiftingunni og fjöllynd- inu í eðli hennar. Er þessi saga prýðilega skrif- uð. Málið þýtt og skáldlegt og frásögnin öll rómantísk og fögur. Næsta sagan heitir: »Sagaen om Diaeonen frá Myrk&«. Er þar ort upp aftur þjóðsagan um »Djáknann frá Myrká«, sem er einhver hin ægilegasta og fer- legasta af öllum þjóðsögum vor- um. í höndum höf. verður þessi þjóðsaga að harmsöguæfintýri, einkar fögru og hugðnæmu, um ástir millum karls ogkonu, sem fá ekki að unnast vegna ættar- hroka og stolts. Er sami »rómantíski« fagri blærinn yfir þessari sögu og hinni, en tæpast jafnast hún við hana að öðru leyti. Þriðja sagan heitir: »Legenden om Arne Oddsson«. Segir þar frá heimför Árna Oddssonar frá Kaupmannahöfn til íslands er hann kom til bjargar föðursin- um í deilum hans viðHerlufDaa. Er frásögnin þar einnig skáld- leg og stiliinn fagur, en frásögn- in er fulllangdregin. Fjórða saganheitir: »Engam- mel Fortælling fra Nödens Ar«. Það er frásagan um hörmung- arnar, sem þjóðin var við að búa þegar hraunstraumurinn vall glóandi úr iðrum jarðar og eyðilagði alt lifandi. En inn i þessa frásögn er ofið æfintýrið um drotninguna i Bláfelli, sem horfði hugstola á hörmungar mannanna en gat ekki hjálpað því að millum hennar ogmann- anna lágu engir gangstigir. Síðasta sagan heitir: Brödre«. Það er sagan um bræðurna Há- varð og Hallvarð, sem báðir unnu sömu stúlkunni. Hún var gift Hallvarði en elskaði Hávarð, en er Hallvarður varð þess á- skynja hvern hug bróðir sinn og kona báru hvort til annars reri hann einn út á bát sinum og hvarf inn í íshafsins köldu þoku. Er þessi saga og sagan um Gunnhildi þær bestu í bókinni, en allar eru þær góðar. Bókiner 122bls. á lengdímeð- alstóru broti. Hún er gefin út af H. Aschehoug en fæst hjer hjá bóksala Ársæli Árnasynijog kostar 4,80. Ættu þeir sem dönsku lesa ekki að láta undir höfuð leggjast að afla sjer þess- arar bókar. J. J. og lienln. J. J. skrifar siðasta »leiðar- ann« i Tímanum og er hann löng líkræða og lofsöngur yfir bolsevikkaforingjanum rússneska Lenin, sem nú er látinn. Það var von að honum rynni blóð- ið til skyldunnar.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.