Vörður - 02.02.1924, Qupperneq 2
2
y Ö R Ð U R
Með lögum nr. 47. 3. nóv.
1915 er bannað að flytja hross
frá íslandi á erlendan markað
á tímabilinu frá 1. nóv. til 1.
júni. Þetta hefir ekki heldur verið
gert síðan, þangað til i fyrra
vetur, er ríkisstjórnin leyfði út-
flutning hrossa um miöjan vetur
frá Reykjavik og frá Norður-
landi.
Vitanlega var hjer um beint
lögbrot að ræða, og var það
barðlega vitt í blaðinu »Dýra-
verndarinn«. Dýraverndunarfje-
»ag íslands samþykti siðan á
aðalfundi sinum 10. febr. þ. á.
ályktun þess efnis að sú stjórn-
arráðsstöfun að veita leyfl til út-
flutnings hrossanna væri brot á
nefndum lögum frá 1915, og fól
formanni að birta ráðuneytinu
þá ályktun.
Nú fer þing i hönd, og mátti
vita að það ljeti ekki afskifta-
lausa þá löggæslu stjórnarinnar,
sem hjer var um að ræða. Varð
um málið þjark og þóf i báð-
um deildum, og endaði Ioks
naeð rökstuddri dagskrá í e. d.
Tvær tillögur komu fram um
rökstuddu dagskrána; hin fyrri
var 8YO látandi:
Deildin litur svo á, að ráðu-
neytinu sje heimilt, ef alveg sjer-
stakar ástæður eru fyrir hendi
að leyfa útflutning á hrossum á
timabilinu frá 1. nóv. til 1.
júni og tekur þvf fyrir næsta
mál á dagskrá.
Með þessari dagskrá átti auð-
sælega að samsinna þvi sem
stjórnin hafði gert, og bera
skjöld fyrir hana; en hún átti
ekki þeim sigri að hrósa, þvi
að þessi dagskrá var feld.
Seinni dagskráin er svo hljóð-
andi:
Með þvt að gera má ráð fyrir
að landsijórnin. að fenginni heím-
íld með bráðabirgðalögum, veiti
undanþágu frá ákvœðnnum um
bann gegn útflutningi hrossa á
vetrum, ef brgna nauðsgn ber til,
lekur deildin fyrír nœsta mál á
dagskrá.
Þessi dagskrá var samþykt
með 7 atkv. gegn 6, og þessi
urðu úrslit málsins á þingi.
Hinn 21. nóv. þ. á. gefur
stjórnin út bráðabirgðalög og
samkvæmt þeim leyfir hún út-
flutning hrossa i nóv. og des-
ember. Það er þessi útflutning-
ur, sem heflr vakið eftirtekt og
undrun margra, og jafnvel orð-
ið að blaðamáli.
Af því að í málgagni Dýra-
verndunarfjelags Islands koma
athugasemdir um þetta mál —
þar sem gerð er grein fyrir því
að engin heimild hafi verið til
að gefa út bráðabirgðalög að
þessu sinni, samkvæmt rök-
studdu dagskránni frá siðasta
alþingi, — þá skal hjer ekki
annað gert að umtalsefni en
flutningur hrossanna í desember,
sem dagblöðin hafa verið látin
skýra svo frá að gengið hafi að
óskum, og að hrossin með »Uno«
og »Villemoes« hafi komið með
heilu og höldnu á ákvörðunar-
staðinn. Á flutninginn með »Gull-
fossi« hef jeg ekki sjeð minst.
Til þess að fá sannar fregnir
uhi þetta ferðalag hef jeg átt
tal við hr. framkvæmdarstjóra
E. Nielsen, sem fór utan með
»Gullfossi« þá ferðina er hrossin
vóru flutt, skipstjórann á »Gull-
fossi«, hr. Sigurð Pjetursson og
skipstjórann á »Villemoes«, hr.
Pjetur Björnsson, er allir hafa
góðfúslega Iátið mjer í tje skýrsl-
ur sínar og álit á slíkum vetr-
arflutningum.
Viðtalið við skipstjórann á
»Gullfossi« fjell á þessa leið:
Höfðuð þjer mörg hross til
Danmerkur í síðustu ferð?
Að eins 54.
Hvernig litu þau út, þegar þau
komu iil skips?
Sæmilega, að mjer virtist.
Hvernig veður og sjó fenguð
þjer?
Gott fyrsta daginn, en svo
hvesti á norðaustan, en sjór var
síst meiri en alt af má búast
við á vetrum, og hefði þótt
besta ferðaveður, ef hrossin
hefðu ekki verið með.
Fór þá ekki illa um hrossin?
Jú, það var mjög erfitt. Þau
duttu og veltust um en vóru
reist aftur eftir föngum.
Hölðuð þjer nægan mann-
afla til þess?
Við höfðum stöðugt þrjá
menn í lestinni, nótt og dag, og
þeir höfðu nóg að gera. Þetta
er erfið vinna, en þó ómögulegt
að forða því að hrossin líði
mikið.
Jeg hef heyrt að eitthvað af
þeim hafi týnt lífi; vóru þau
mörg?
Eitt dó, og annað lærbrotn-
aði, svo að við urðum að skjóta
það; en öllum leið þeim illa,
þrátt fyrir alt, sem gert var og
gert varð til að lina þjáningar
þeirra.
Teljið þjer miklu hættusam-
ara að flytja hross yfir hafið á
vetrum en að sumrinu?
Já, það er tvent ólíkt, því að
enda þó að stormar komi að
sumarlagi, sem auðvitað getur
alt af komið fyrir, þá standa
þeir venjulega stuttan tíma, og
sjórinn er ekki eins úfinn.
Er það þá skoðun yðar að
aldrei ætti að flytja hross til út-
landa á þeim tíma, sem það er
nú lögbannað, eða frá 1. nóv.
til 1. júní ?
Ef jeg mætti ráða, skyldi það
aldrei vera gert. Það væri ef til
vill, ástæða til að banna það
líka í öktóber, en um tímatak-
markið geta auðvitað verið
skiftar skoðanir.
Álítið þjer mögulegt að búa
sklpin svo út, að sæmilega geti
farið um hrossahóp, ef þau
hreppa verulega vont vetrar-
veður?
Ekki veit jeg það, en þó að
það kynni að vera mögulegt,
þá yrði það óbærilegur kostn-
aður. Jeg þekki t. d. ekki að
hægt sje að veita nægilegu lofti
inn í lestina, nema með því
móti að halda einhverju opnu
af lestaropinu. Komi því fyrir
að öllu þurfi að loka, — og
það getur alt af borið að — þá
kafna hrossin öll, ef um lengri
tíma er að ræða. Jeg hef einu
sinni þurft, með fáein hross í
lest, að loka öllum lestum í svo
sem tvær klukkustundir. Þegar
opnað var lágu þau öll, og
sýndust öll dauð, en lifnuðu
þó öll við, þegar þau fengu
friskt loft. Yfirleitt vil jeg segja
það, að vetrarferðir með hrossa-
lest er ekkert gamanspil. Manni
liður illa vegna hrossanna. í
hvert skifti sem stórbára rís,
flýgur það fyrst í hugann; Hvernig
fer þessi með hrossin? Slasar
hún ekki fleiri eða færri? Drepur
hún ekki eitthvað af þeim? Jeg
álft þessa vetrarferðir með hross
»Dyrplageri«. —
Hafið þjer heyrt nokkuð um
ferð skipsins »Uno«, sem fór
hjeðan daginn áður en þjer?
Jeg hugsaði oft til »Uno«,
sem jeg vissi að hafði hátt á
annað hundrað hross; jeg hugs-
aði alt af til þess stóra hóps,
þegar sem erfiðast gekk hjá
okkur. Jú, jeg hef heyrt, að
hrossin þar hafi átt slæma æfi;
jeg hef heyrt að ekki hafi drep-
tst nema tvö eða þrjú á leiðinni,
en mörg þjökuð og orðið illa
útleikin, sem ekki er ólíklegt
þar sem »Uno« var sömu dag-
ana og við á ferðinni, og hafði
þó lengri ferð til Englands en
við til Danmerkur. — Annars
vita þeir á »Villemoes« betur
en jeg um »Uno«, því að þeir
fluttu sfn hross til samar staðar.
Hjer á eftir fer skýrsla Pjet-
urs Björnssonar skipstjóra á
»Villemoes«.
Reykjavík 28 desember 1923.
Herra fræðslumálastjóri
Jón Pórarinssonl
Samkvæmt beiðni yðar, sem
form. »Dýraverndunarfjelags ís-
lands«, skal jeg stuttlega skýra
yður frá hvernig gekk með út-
flulning á hestum þessa síð-
ustu ferð e/s »Villemoes« til
Hull, og sömuleiðis láta f ljósi
álit mitt á útflutningi á hross-
um á vetrun.
Þessi ferð e/s »Villemoes« með
73 hesta til Hull, gekk slysa-
laust; að sönnu veiktist einn
hesturinn á leiðinni, eða það
skeði rjett eftir að hann kom út
í skipið og áður en það fór
nokkuð að hreyfast, svo það
gat ekki verið meðferðinni að
kenna. Hinir hestarnir voru í
góðu ásigkomulagi er þeim var
skipað upp. Við fengum fremur
gott veður á leiðinni, nema einn
dag, er var snarpur suðvestan
vindur, með tilsvarandi kviku á
hlið skipsins og valt það þá all
mikið. Hestunum gekk þá mjög
illa að standa og ultu stöðugt
útaf, svo skipsmenn urðu aitaf
að vera yfir þeim, að reisa þá
á fætur jafnóðum. Því, sem
kunnugt er mega hestar ekki
liggja i básunum á skipunum,
þvf þá troða hinir yfir þá, og
meiða eða limlesta, En af því
hestarnir voru ekki fleiri en
þetta, þá tókst að reisa þá við,
sem duttu, jafnóðum, og verja
þvf að nokkur meiddist. Enn-
fremur skal jeg geta þess, að
mjer virtist þessir hestar tölu-
vert þróttminni að standa á
leiðinni, en jeg hefi átt að venj-
ast á sumrum með hesta, er jeg
hefi verið með að flytja út.
Að þvf er viðvíkur útflutniugi
á hrossum frá fslandi á vetr-
um þá skal jeg afdráttarlaust
láta þá sannfæringu mína i ljósi,
að jeg álít það svo mikla áhættu,
að óverjandi sje að treysta á að
það lánist. Það getur gengið vel
nokkrum sinnum, því það getur
komið eins gott veöur á vetrum
og sumrum. En hreppi skipið
reglulegan vetrarstorm í Atlants-
hafinu — og það getur einlagt
komið fyrir, þvi svo tfðir eru
þeir, — þá er ómögulegt að
bjarga hestunum. Þvi fyrst og
fremst brýtur sjórinn svo yfir
skipið, að vandlega verður að
loka lestaropum og hverri smugu
á þilfari, og því ekki hægt að
komast niður til hestanna að
líta eftir þeim. Ennfremur vita
allir, sem nokkuö hafa verið á
sjó, að þá er svo mikið að hugsa
um og gjöra, til að bjarga skipi
og lífi manna, að ekki er hægt
að sinna öðru, því síst að loka
nokkra skipsmenn niður í lest
til að reyna að bjarga hestum
frá meiðslum, sem og mundi
heldur ekki hjálpa mikið, þegar
um ofviðri og stórsjó væri að
ræða. Jeg veit, að það geta kom-
ið stormar á sumrum, en það
er svo sjaldgæft að það sjeu af-
takaveður, að því er ekki sam-
an að jafna við veturna.
Jeg er fullviss þess, að með
hyggindum og framsýni megi
haga þvf svoleiðis, að það verði
ekki þjóðinni að skaða, þótt
hestar sjeu ekki fluttir út frá
íslandi á vetrum.
Viröingarfyllst.
Pjetur Björnsson
skipsstjóri á e/s Villemoes.
Við framanritaðar skýrslur
skipstjóranna, skal jeg bæta
þvf, að hr. E Nielsen fram-
kvæmdarstjóri sagði í viðtali við
mig, að hann værí sömu skoð-
unar og skipstjórarnir um
hrossaflutning að vetrarlagi.
Tjáði haun mjer að pantaður
hefði verið flutningur 100 hrossa
með »Gullfossi« sem fór til Háfn-
ar í næstu ferð en að hann
hefði neitað að taka hrossin.
Heflr sennilega fengið nóg af að
horfa á liðan hrossanna með
fyrri ferðinni. Sömuleiðis neitaði
Hið sameinaða að flytja hross
með »Islandi«. Er gott til þess
að vita að úlgerðarfjelögin hafi
vit fyrir stjórn og þingi, þó að
það ætti helst ekki að vera
nauðsynlegt.
Hjer er að svo stöddu ekki
auðið að fá áreiðanlega skýrslu
um það, hvernig fór um hrossinn
á »Uno«, sem var á ferðinni
um sama leyti, En menn, sem
voru í Hull sömu dagana og
»Uno« kom þangað, heyrðu þar
talað um að 2 eða 3 hross
hefðu dáið á leiðinni og mörg
verið illa útleikin, nuddað af
þeim hár og sum þeirra jafnvel
fleiðruð, og ýms önnur verið
mjög að þrengd. Ekki vildu þess-
ir menn gefa blöðum opinbera
skýrslu um þetta, af þvf aö þeir
höfðu ekki verið sjónarvottar að
útliti hrossanna. En eftirtektar-
vert er það, að Board of Trade
sendi eftirlitsmenn út í »Ville-
moes«, sem áður hefir ekki
verið gert, til að skoða skipið
og útbúnað þess. Þykir ekki ó-
liklegt að þessi skoðunargerð
hafi staðið i sambandi við
ástand þeirra hrossa, sem
komu með »Uno«.
Af því að hjer í Reykjavík
— og lfklega víðar — er ágrein-
ingur um, hvort rjett sje að
flytja hross til útlanda að vetr-
arlagi, hefir mjer þótt rjett að
mönnum gæflst kostur á að
heyra álit þeirra manna, sem
hafa betra vit á þessu máli, en
sveitabændur og skriístofufólk.
Jón Þórarinsson
l'orm. Dýrav.fjel. tslands.
Hugleiðingar
um
hagnýtingu á fiskiúrgangi
framh.
Það sem jeg hygg að oss sje
tiltækilegast og hentugast að
gera, er að reyna að hagnýta
sem mest af úrganginum handa
oss sjálfum, því að jeg býst ekki
við að það verði gert í stórum
stýl, með útlendan markað fyrir
augum, nema á örfáum stöðum
og hef jeg minst á það atriði
áður. En úr því að vjer verðuin
aðallega að hugsa um að hafa
úrganginn til innanlands nota,
þá verður að flokka hann eftir
þvi, hvað úr honum má fá, í
mannamat, skepnufóður, áburð
og eldsneyti, og skal jðg nú
minnast lftið eitt á hverl ein-
stakt atriði.
1. Mannamat má gera úr
mörgu af raskinu: úr þorsk,-
stútungs- og stærri þyrsklings-
hausum, löngu- keilu- og karfa
hausum; lúðu-, steinbits- og
hlýra hausum og stórýsuhausar,
eru bezti matur, eins og kunn-
ugt er, og eru vfða etnir. Stór,
feitur þorskhaus eða lönguhaus
er nærri soðningaskamtur handa
meðalmanni og tveir steinbíts-
hausar ámóta; þá er ekki litill
matur i vænum keiluhaus, og
allir þekkja, hve mikið sælgæti
og hve fitumikill lúðuhausinn
er. Fitan í heilabúi karfans er
afar fín. Þeir sem vilja bæta
hausana, geta steikt suma þeirra,
eins og væna þorskhausa og
steinbftshausa. Steiktar þorska-
kinnar eru sælgæti. Það af
þessum hausum, sem ekki er
jetið nýtt, á að sjálfsögðu að
herða eða salta. Á hauslin,
veturna og vorin, má herða alla
hausa, en á sumrin, um maðka-
tímann, er það erfitt; þó má
gera það, ef þeir eru hengdir
nógu hátt, 6 álnir eða svo yfir
jörð, eða yfir sjó eða vatni. Þá
mundu maðkarnir drukna, þegar
þeir skriðu út og þaö sjer flugan
fyrir og »víar« þvf ekkf. Annars
má salta alla hausa, hve nær
sem er, og saltaðar þorskinnar
eru alm. viðurkendar sem eilt
hið bezta saltmeti. Norðmenn
eru nú farnir að salta þorskhausa
af alefli, höggva að eins úr
þeim krummann eftir því sem
sagt er frá i Norsk Fiskerí-
tidende, 1923, bls, 69—71.
Vestm.eyingar hafa gert tilraun
til að selja saltaðar þorskkinnar
f Khöfn, en ekki fengið uóg
fyrir þær. Ætli mætti ekki fá
markað fyrir þær annarsstaðar?
Eins hafa þeir reynt að selja
sveitabæudum * þær, eu sagt að
þeir vilji þær ekki, vilji heldur
saltfisk.
Marga af þeim flskum, sem
menn hirða nú litið um, má og
vel eta, og sumir þeirra eru
besti matur; jeg vil þar fyrst
nefna sandsili (trönusili), loðuu,
allar kolategundir, náskötu og
tindabikkju (lóskötu), urrara og
marhnút, að jeg ekki nefni karf-
ann, sem sumir þekkja ekki (jeg
varð að kenna gömlum Bolvík-
ingum að eta hann i sumarl)
og keilu. Hún er sælgæti, úldin,
einkurn haust og vetur (þá
ormalaus) (3 vikur f hlýju fjósi,
áður en hún er etin, er gömul
sunnlensk regla); úldna keilu