Vörður


Vörður - 01.03.1924, Síða 2

Vörður - 01.03.1924, Síða 2
2 V ö R f> U R Að síðuslu lýsti fjármálaráð- herran því yfir, að hann mundi alls ekki sitja við völd áfram, ef haggað yrði að nokkrum veru- legnm mun við útkomu fjár- lagafrv. 1921. Brostu þá ýmsir þingmenn. Bjarni Jónsson taldi ekki alt vera undir þvf komið að hafa tekjuhallalaus fjárlög, því vel mætti vera að illa væri sjeð fyrir þörfum lands og þjóðar samt. Væri minstur vandinn fyrir þingið að skera alt niður og verða annað Sláturfjelag Suöur- lands. Sparnaður á fjárlögum væri góður en ekki einhlýtur, mest ylti á sparnaði þjóðarinn- ar. — Og kyrstaða væri líka hættuleg. Innflutningshöft taldi hann ekki einhlýt. — Landið væri vogskorið og strandlengja þess löng og því kostnaðarmikið og erfttt að koma í veg fyrir smygl- un. Heppilegri leið mundi að tolla óþarfa varning hátt. Forsætisráðherra talaði einn- ig og studdist við ummæli Pjet- urs heitins Jónssonar um það, að fjármálastjórn sín hefði ver- ið góð á þeim árum, sem hann fór með hana.— Vefengdi Pjetur það ekki. Ennfremur lýsti ráðh. því yfir, að Landsbankinn hefði nýlega tekið 200 þús. sterlingspunda lán með ábyrgð ríkisins. Aðrar umræður urðu ekki við 1. umr. fjárlaganna. Árið 1923. Yfirlit yfir merkustu viðburði ársins. Eins og um var gétið í sið- asta tbl. eru önnur stjórnarfrv. fremur ómerkileg og sum upp- vakningar frá því í fyrra, t. d. sameining yftrskjalavarðar em- bættisins og landsbókavarðar- embættisins. Þá hefir stjórnin lagt fram frv. um »mælitæki og vogar- áhölda. Á samkv. þvi að leggja löggildingarstofuna niður en lögreglustjórar að annast um löggildingrna. Af fræðslufrv. heftr stjórnin lagt fram þessi frumv. 1. Fav. til laga um fræðslu barna. 2. Frv. til laga um breytingu lögum um skipun barna- kennara og laun þeirra frá 28. nóv. 1919. 3. Frv, til laga um yfirstjórn og umsjón fræðslumála. 4. Frv. til laga um stýrimanna- skólann í Reykjavik. í athugasemdunum við frv. um fræðslu barna segist stjórn- In ekki hafa sjeð sjer fært að bera fram frv. um óskiftan lærð- an skóla í Reykjavík, enda þótt betur væri sjeá fyrir hinni æðri mentun með því sökum þess kostnaðarauka sem leiddi af byggíngu gagnfræðaskóla hjer i Reykjavik. Barnafræðslufrv. er eins og mentamálanefndin gekk frá þvi. Og visast til efnis þess i grein- ar þær, sem hr. Ásgeir Magn- ússon heflr ritað um það hjer i blaðið. Þingmannafrumvörp. Tryggvi Pórhallsson ber fram frumv. um það að sameina biskupsembættið við eitt pro- fessorsembættið i guðfrnði við Háskólann. Jón Magnúnon ber fram frv. um það að fækka hæstarjettar- dómurum niður i 3 og leggja niður ritaraembættið sem sjer- stakt embætti. Vill hann að breytingar þessar verði næst er sæti dómara losnar í hæstarjetti. Bjarni Jónsson ber enn fram frumv. sitt um mannanöfn, en samkvæmt því má enginn taka sjer upp ættarnöfn hjer eftir, en þeir sem hafa þau mega bera þau til dánardægurs, en ekkert er í frv. tekið. fram um það, hvort þeir megi halda þeim annars heims, eða hvort menn mega taka upp ættarnöfn þar. í lifanda lífi liggur 100—500 kr. sekt við því aö taka upp æltarnöfnin og á sektin að renna til unglingaskóla í landinu. Frerar. I. Jeg reika úti klakað kveld og kasta frá mjer önn. Við grýtta ströndu brýtur brjóst hin bláa græðishrönn. En hauðrið alt um heiði’ og dal er hulið kaldri fönn. Jeg horfi út í heiðan geim á himinljósa fjöld, er leggur breiðan leiftrahjálm á landsins hvíta skjöld. En hug minn fjötrar hjarnið kalt og heiðríkjunnar völd. Mig skelfir mynd þín, móöurstorð, þinn mikli frerasjár; mjer blærinn sjálfur frosinn finst sem fellur þjer um brár, að hjarta þitt sje hætt að slá og hrimi öll þín tár. II. Og sálu þfna svellar eins þótt sýnist heið og frjáls. í hjarnið niður hjartað frýs, sem hlekkjað viðjum stáls. Hin dauðaþöglu vetrarvöld þjer varna skjóls og máls. Þú verður eins og elfur sú, sem undir hjarnið legst, og ljóðar inn i sjálfa sig þann söng er henni vekst, og fellur hljótt uns horfin er í hafið þokufext. III. Jeg þrái beita sumarsól og söng um land og geim. Jeg þrái blæ ,og blómailm og blárra döggva eim. Jeg þrái stórra strauma nið og styrkra fossa hreim. Jeg þrái’ að yngja þrótt og mál. Jeg þrái vorið nýtt, er komi bjart með kærleikseld og kveðji landið hlýtt, svo klakinn hrynji* á hafið út og hjartað verði þítt. Jón Magnússon. Lausn frá embœttl hefir Karl Einarsson bæjarfógeti i Vestmanneyjum fengið. Sigurður Sigurðsson lögfræðingur frá Vig- ur hefir verið settur til að gegna embættinn. K.riatján liergson, skip- stjóri hefir verið kosinn forseti Fiskifjelags íslands. (Frh.). Utan Evrópu hafa Japanar og Bandariki Ameriku dregið að sjer mesta athyglina. Ætluðu margir, að vel mætti svo fara, að þess yrði ekki langt að bíða, að til ófriðar drægi millum Japan annarsvegar og Bandaríkjanna og jafnvel Breta hinsvegar út af yfirráðunum i Kyrrahafinu, en nokkuð virðast hinir miklu jarðskjálftar, sem urðu i Japan, hafa dregið úr þeim ótta. Pó kemur mönnum saman um, að ekki verði þess mjög langt að bíða, að Japan nái sjer eftir þetta mikla áfall. — Pjóðin er mjög atorkusöm og auðug og brekkusækin. — í bili hefir hún þó ekki tima til að snúast við öðru en endurreisnar- starfinu. Eins og kunnugt er, þá eru Bandaríkin nú fjárvoldugasta riki heimsins. Er mest af gull- inu þangað komið og ameríski dollarinn má heita almáttugur. Auk alls gullsins skuldar svo Evrópa Bandaríkjamönnum stór- fje, og enginn skuldunaulanna getur eða vill borga neitt nema England. Hingað til hafa Amerikumenn ekkert, eða sem minst, viljað skifta sjer af málurn og ástandi hjer í álfu, og engin likindi eru til, að nokkur veruleg breyting verði á þessu meðan forseta- skifti ekki verða. Fara forseta- kosningar þar fram á þessu ári, en liklegt er talið, að Coolidge, sem nú er forseti, verði endur- kosinn og þarf þá engra breyt- inga að vænta nema eitthvað nýtt komi til sögunnar. Pegar litið er á árið 1923 mun hiklaust mega telja, að það sje eitthvert erfiðasta og versta ár sem yfir Evrópu hefir komið siðan styrjöldinni ljetti, og að mörgu hefir árið verið enn verra enn nokkurntíma styrjaldarárin voru, að minsta kosti fyrir Pýska- lanil og jafnvel Grikkland. Þau fögru orð heyrðust oft meðan heimstyrjöldin stóð, að hún væri gerð til þess, að binda enda á styrjaldir og skapa guðs- riki á jörðu og margir urðu til þess að trúa þessu, en nú vakna þeir sömu bjartsýnu menn upp við vondan draum og standa augliti til auglitis við þann hræðilega veruleika að aldrei hefir i raun og voru litið ófrið- lega út sem nú og himinn allur skýjaður ófriðarblikum, og fjöldi manna eru það nú sem trúa því að Evrópa sje á hraðri ferð til glötunar og fordæmingar og að ekkert fái henni bjargað. — Er sagt að vonleysið uin við- reisn Evrópu hafi flýtt fýrir dauða Bonar Law og hver veit hvað það sama á eftir að flýta fyrir dauða margra stjórnmála- mannanna vor íslendinga. Á þjóðbandalagið eru flestir búnir að missa trúna og alt viröist benda til þess, að það verði ekki máttugt að skera úr og skapa um deilumál framtið- arinnar. Öll stórveldin og jafnvel þau smáu líka, leggja alt kapp á að styrkja sig með því að gera sambönd við önnur riki og öll eru í herbúnaði. — Frakkar hafa i huga að leggja járnbraut í gegnum Sa- hara svo að þeim verði fljótt um vik að flytja negrana á vig- völl Evrópu og Poincare hefir látið þau orð falla að Frakkland hafi yfir 100 miljónum manna að ráða i stríði en ekki 40 milj. sem er ibúatala Frakklands. — En Spánn og Ítalía vita að leið þessara svörtu verður að liggja yfir Miðjarðarhafið og eru í undirbúningi að leggja gildru í veg fyrir þá svo að þeim tefjist ferðin. — Og Eng- land styður þá leynilega i þessari viðleitni. Og Rússland fylgist vel með í því sem fyrir vestan þá gerist. Pað veit, að Frakkland er sífelt, að einangrast meir og meir, og, að ef að til styrjaldar drægi mundu Frakkar tæpast þurfa að reikna með liðsinni Englands, Bandarfkjanna nje (taliu en af því leiðir aftur það, að Frakkar hugsa sig um tvisvar áður en þeir styggja Rússa að verulegum mun og þessi þörf Frakka fyrir stuðning Rússlands styður það í viðleitni sinni i því að auka völd sín austur á bóginn. Annars hafa Frakkar hingað til mest treyst á stuðning Pól- lands og Tekkoslóvakíu og hafa lánað þessum rikjum um 1 mil- jarða franka til herbúnaðar og franskir hershöfðingar eru sendir til þessara landa til þess að koma skipulagi á vigbúnaðinn. Hvernig jafnvægið verður á millum rikjanna á endanum er ekki gott að segja en hitt er engum vafa undirorpið, að við sólarupprás ársins 1924 stóð Evrópa brynjuklædd frá hvirfli til ylja, tilbúin til þess að varpa eiturkúlum og banvænu gasi á hörn sin og drepa alt lifandi sem á yfirborði hennar bærðist. En hvað er það sem veldur öllum þessum ósköpum? Er grimdaræðið og bardaga- eðlið enn svona rikt í mann- anna hjörtum eða eru það að eins örfáir menn, hinir svoköll- uðu leiðtogar þjóðarinnar sem allri bölvuninni valda og alla ábyrgðina bera? Sennilega eiga hvorutveggja sökina og það er ógæfan mikla því þess minni verður vonin um að harmsöguleikurinn taki skjót- an enda. Peir sem kunnugir eru mál- unum fullyrða, að Mussolíni hefði verið ljettara að safna allri Ítalíu undir vopn til að berjast viö Grikki út af drápunum i Albaníu en oss íslendingum hefði verið að fá fáeina menn til þess að ryðja vegarspotta kauplaust. — Og kunnugt er það lika hvert kapp leiðtogar Bolsevismans leggja á það að ryðja kenningum sinum til sig- urs og hika þar ekki við að hvetja til blóðugra byltingar og lýðurinn hlusta á hinn lokkandi framtiðarsöng þeirra og veður á- fram til hryðjuverka i barnslegri og þó tryllingslegri byltingafýst. Og þó, og þó þrátt fyrir alt, þrátt fyrir allan vígbúnaðinn, þrátt fyrir mistök leiðtoganna, þrátt fyrir skilningsleysi og ein- feldni lýsins og þrátt fyrir allar hörmungar sem nú dynja yfir Evrópu og hafa dunið s. 1. ár, — þrátt fyrir alt þetta lifir þó enn von um bjartari tíma í brjóstum margra manna. — Og það er hörmungarárið 1923 sem hefir alið þessa von. Uil og ullariðnaður. (Framhald). 2. Ullarrœktun (þ. e. ullin áður en hún er tekin af skepnunni.) Allir þeir sem sauðfjárrækt stunda, og þar af leiðandi fram- leiða ull, eiga að kappkosta að ull þeirra hafi sem flesta kosti, og sem fæsta galla til að bera. Með þvi eina móti verður ull þeirra samkeppnisfær á heims- markaðinum, og þar seljanleg. Því er nú einu sinni þannig varið, að kaup og sala á heims- markaðinum fer ekki eftir fána framleiðsiulandsins, heldur er mottóið þar »hvar fæ jeg beita vöru fyrir lægst verð«. Sje t. d. íslensk ull nothæfari og ódýrari til teppagerðar, en ensk ull, kaupa enskar teppagerðaverk- smiðjur hana, hversu mikil ensk ull sem er fyrirliggjandi á mark- aðinum. Eins er, að ef við vilj- um hafa dúka þá, er við notum til klæönaðar svo og svo fina og sterka, áferðarfallega o. s. frv. Verður ull sú er þeir vinnast úr, að vera þeim kostum búin, er til þess þarf, sje íslenska ullin það ekki, verður annaðhvort ullin í dúkana, eða dúkarnir sjálfir fluttir inn í landið, og það jafnt fyrir því, þó næg ull sje fyrirliggjandi heimafyrir. Petta er lögmál, og þvi verðum við, hvort sem við ætlum heldur að selja ullina okkar út úr landinu, eða vinna úr henni sjálfir, að efla vörugæði og vðru- vöndun fyrst og síðast. — ÖIl ull hefur fleiri eða færri af eftirtöldum kostum: 1.) Hárafinleik, 2.) Hárastirkleik; 3.) Háramýkt; 4.) Sem jafnasta háralengd og háraþykt; 5.) Sem mest spunagildi, þæfingargildi og litargildi; 6.) Rakagildi, þ. e. að innihalda það mikið af vatni, sem nauðsynlegt er svo að ekki raskist efnasamsetning ullarinnar. 7.) sem mesta teygju, 8.) sem flestar bylgjur á hverj- um þumlung háranna og 9.) sem mestan gljáa. — Því fleiri af ofantöldum kost- um, sem hver ullartegund hefir til að bera, því finni dúka má úr henni vinna, og því verð- mætari er hún. Því kostafærri og gallafleiri sem ullin er, því grófari verða dúkarnir, og því verðminni er hún.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.