Vörður


Vörður - 01.03.1924, Síða 3

Vörður - 01.03.1924, Síða 3
V ö R Ð U R 3 Þetta þurfa allir að hafa hug- fast, hvort heldur þeir selja eða kaupa ull, ekki síst er gæði ull- ariuuar hefir áhrif á pyngju og tilveruskilyrði eigendanna. Göllunum á ull vorri verður hjer skift i tvo flokka sem sje: — a) Galiar sem koma á með- an ullin er á skepnunni; b) Gallar sem koma eftir, að ullin er tekin af skepnunni. Fyrri flokkurinn snertir bænd- urna og aðra fjáreigendur, og verður hann gerður að umtals- efni i þessum kafla. — a þessir gallar eiga rót sína að rekja til: — 1.) Fjárkyns; 2.) Tíðarfars og annara náttúruskilyrða og 3.) Slæmrar meðferðar á skepnun- um. Á tveimur fyrsttöldu atrið- unum verður ekki ráðin bót nema með löngum tfma og mikilli fyrirhöfn, en því fyr sem haflst er handa, því betra, en á þriðja atriðinu, sem ef til vill er aðalatriðið og undirrót flestra gallanna, má og á að ráða bót á strax. Of náin skyldmenna æxlun er óholl og skaðleg, en slíkt gildir eigi síður hjá sauðfje en mönn- um, því þurfa bændur og aðrir fjáreigendur, að vera vel heima i ættfræði fjenaðar sins, og æxla fjárstofn sinn eftir vissum regl- um, ella úrkynjast hann, og verður lingerður og rýr. Ber slikt að bæta með »nýju blóði«, það er kynbótum og úrvali. Hvergi hafa verið gerðar jafn tjölbreyttar og stórkostlegar kynbætur eins og i Ástralía og Suður Afríku, nú á seinni árum, og hefir árangurinn orðið bæði mikill og góður. £ar hefir hver kynblöndunin eftir aðra átt sjer stað, eftir nákvæmum reglum og skýrsiuhaldi, og sú fjárteg- und er bestan árangur hefir gefið til kynbóta mun vera »Leicester« fjeð. Jeg mundi ráð- leggja þessu fjártegund til kyn- bóta á íslandi, ef jeg ekki ótt- aðist eitt, sem sje, að það sje ekki nógu harðfengt fje, til að standast okkar köldu veðráttu. Vissa fyrir slíku fæst aðeins með reynslu, en færi svo, þá er til önnur fjártegund náskyld, en miklu harðfengari en »Leicester« fjeð, sem heitir »Border Lei- cester - fje, og hefir þaö einmitt fjölda af kostum til að bera, sem okkar íslenska fjárkyni væri fengur í að ná, svo sem fína ull, gott kjet og er stór- vaxið samanborið við íslenskt fje. Fleiri fjártegundir gætu hjer komið til greina, og hvað fram- kvæmdirnar snertir, ættu ríkið og stjórnin að hafa hjer foryst- una t. d. gegnum búnaðarskól- ana. Einstaklingsframkvæmdir á þessu sviði, yrðu aldrei eins skipulegar og nákvæmar, eins og hjá þar til gerðum tilrauna- stofnunum, sem búnaðarskólar- nir geta talist, auk þess sem þær yrðu bæði illa þakkaðar og illa launaðar. Kynbætur taka auk þess svo langann tíma, og eru svo kostnaðarsamar á til- raunastiginu eða þar til fullum árangri er náð, að slíkt er ekki einstaklingum kleift, heldur stofnunum er styrks njóta. En þörf á slíku er engu siður þess- vegna, og gágnið þarf ekki að efast um. Þá kem jeg að öðru atriðinu: — .Tiðarfari og öðrum náttúru- skilyrðum. Þar i er innifalið loftslag, veðrátta, jarðvegur og gæði haganna. Breyting á þessu er að mestu leyti fyrir ofan okkar mannlegu getu, en áhrif- anna gætir engu að siður, og þau eru bæði mikil og marg- vísleg. — Af þessum tveimur atriðum orsakast hinir svokölluðu eðlis- gallar ullarinnar, sem sje litblær ög hárafar. Nú er þvi þannig farið, að þaö sém því nær úti- lokar fslenska ull frá þvi að vera unnin i fína dúka, — þótt engar aðrar orsakir væru — er hve úllin er ójöfn að lengd, með öðrum orðum, hve mis- munurinn er mikill á þeli og togi, hvað lengd snertir, og hve togmikil hún er. — Slíka ull er ómögulegt að spinna i fint og ógallað band, orsökin er sú, að þegar lopinn er »dreginn« i spunanum eins mikið og hægt er. — Það er eins mikið og löngu hárinleyfa, — geta stuttu hárin ekki fylgst með í »drættinum«, heldur safn- ast í hnapp. Mjódd myndast því beggja megin við hvern hnapp, og þegar svo snúður er settur á þráöinn, verður hann mestur þar sem þráðurinn er mjóstur, og þannig myndast bláþráður. Slíkur þráður er því stórgallað- ur, því hann er altaf veikari,— auk þess sem hann er ljótari,— en jafn þráður. Sje aftur á móti tog og þel aðskilið, — eða sem betra væri lengdarmismunur á þeli og togi minkaður, — má spinna miklu ffnni þráð, án þess að bláþráð- ur sje. Galla þessum, sem af lengd-' armismun togs og þels stafar, mun seint vera hægt að útrýma að fullu, en minka mætti hann, að minni hyggju, með bættu kyni, betra viðurværi, betrihirð- ingu og minkun á útigangi í stórhríðum og slagviðri íslensks veturs. Einkum mun það, sem getið er um í siðasta atriðinu, gera sitt til að auka togið, og er það skiljanlegt. Þegar sauð- fje er beitt að staðaldri, hvern- ig sem viðrar, — f stórhríðar- byljum og hellirigningu — fær togið alveg sjerstakt hlutverk, sem sje, að vera einskonar »regn- hlíf«; vörn gegn því að skinn- ið og hársvörðurinn vökni að mun, og skepnan þannig verði gegndrepa, líkt og grófa fiðrið sundfuglanna. Að þörf gerist á slíkum »regnvörnum« er orsök þess aö togið bæði eykst, og verður grófgerðara, en það ella jmyndi vera, ef fjeð lifði undir öðrum betri kringumstæðum. — Bændur munu nú fljótt koma auga á þann aukna kostnað, sem betri fóðrun, betri húsa- kynni, betri hirðing, bætt kyn og minni útigangur, en tíðkast, hefir í för með sjer. Til þess að ljetta af þeim fjárhagslegum kvjða í þessu efni, ætla jeg að skýra þeim hjer frá tilraun sem jeg gerði á ullariðnaðarskólan- um hjer i Huddersfield siðast- liðinn vetur. Mjer voru sendir tveir pokar af íslenskri ull, f öðrum pokan- um óofanaftekið, það er tog og þel óaðskilið, en i hinum pok- anum ofanaftekið, þ. e. tog og þel aðskilið. Jeg spann fyrsl úr fyrnefnda pokanum, og byrjaði með grófu sokka- og teppabandi, 8 York- shire Shein1), og bar þá ekki 1) Orðið »shein« táknar fínleik- ann á præðinum, pannig er 1 »shein« neitt á neinu, þráðurinn var bæði jafn og sterkur. Síðan spann jeg smámsaman fínni og finni þráð, og þegar jeg var kominn upp í 14—16 »shein«, fór fyrst að bera á bláþræði fyrir alvöru, og varð þá þráð- urinn ójafn og veikur. Með öðr- um orðum þessa ull var ekki hægt að vinna i gallalaustband fínna en 14 »shein« og þar af leiðandi ónothæft i fina dúka. Síðan tók jeg hinn pokanntil meðferðar og spann fyrst togið notaði jeg sömu aðferð og áður, og var það band ágætt í»dugg- ara«-peysur, brekán, togsokka, o. m. fl., en of hart viðkomu og óþjált til dúkagerðar. Tókst mjer að spinna úr því eintómu jafnvel öllu finna band en úr hinu fyrra, án þess að gallí á findist, eða ca. 16—18 shein. öllu finna var ekki hægt að spinna það, vegna gróf- og þykkleika háranna, en galla- laust varð það einungis vegna hinnar jöfnu háralengdar. Síðast spann jeg þelið og tókst mjer hindrunarlaust að spinna það upp. i 20 »shein« gallalaust, komst jafnvel upp i 24 »shein«, en öllu finni gerist ekki ullar- þráður til venjulegra fatadúka. Þess má geta, að í báðum pok- unum var samskonar ull, góð vorull, svo af þessu dæmi sjest skýrt hve hin misjafnlega hára- lengd íslensku ullarinnar, er mikill þrándur í götu að úr henni sje hægt að vinna fint band, eða svo fint sem ella mundi hægt vera, en i þvi er gallinn fólginn. Hjer um slóðir og ugglaust viða annarstaðar, er algengt, að miða markaðsverð ullarinnar við, hve fínan þráð er hægt að spinna úr henni, þ. e. spuna- gildi ullarinnar. Það, að ekki er örugt að spinna gallalausan þráð finni en 12 »shein« úr ís- lensku ullinni upp og ofan, mun vera orsök þess, að öllu hærra verð en 12 »pence« pundið, er = 256 yards = 1 pund (enskt) eða ca: 260 metrar i einu pundidönsku. 8 shein er þvi sama sem 8x256 yards = 1 pd. (enskt) 16 shein er = 16X256 yards = 1 pd. (enskt) o. s. frv. Eftir því sem talan fyrir framan orðið shein er hærri, þvi fínni er þráðurinn. Höf. hjer trauðla hægt að fá. Væri á hinn bóginn hægt að spinna 20—24 shein þráð gallalausann úr islensku ullinni upp og ofan, eins og hægt er við þelið, mundi ugglaust, engu siður en aðra lika ull, mega selja hjer islensku ullina fypr 20—24 pence pund- ið ; ef ekki væri hið iágaspuna- gildi hennar, því til fyrirstöðu. Þvi togminni ogjafnariað hára- lengd, sem ullin okkar er, þvi meira spunagildi hefir hún, og þvi hærra verð fæst fyrir hana, að þvi ber að stefna, og er galli þessi á ull vorri auðsær, ekki sist frá fjárhagslegu sjónarmiði sjeð. Þetta var nú um hárafar ull- arinnar islensku, og kem jegþá næst að litblæ hennar. Er ull vorri einnig að þessu leyti á- bótavant, en hjer er verra við að gera, þvi hjer er orsökin aðallega hagarnir og jarðveg- urinn, og þar fáum við litlu umbreytt. (Framh.) Á tímamótum. Aldrei verðum við frjáls þjóð þrátt fyrir fengið fullveldi, án þess að vera sjáifbjarga að viti manndómi og efnum. En getur hjá því farið, að sundrungar kenni bjá þjóð og þingi? Rekur þetta sig ekki alt hvað á annað? Hagsmunir: vinnu- veitenda og verkamanna, útvegs- bænda og sveitabænda, atvinnu- veganna, stjettanna og jafnvel einstaklinganna? Margir halda því fram, bæði í ræðu og riti að hjá því geti ekki farið. Og það gerið það oft. En hversvegna? Ágirndin og öfundin reka sig oft hvor á aðra hjá vinnuveit- endum og verkamönnum og er vafasamt hvor er þar verri þrándur í götu. Að ala 6 öfund- inni er að hella oliu i eldinn og ágirndin tapar sjer ekki við það. Ræktun lýðsins ein og ekkert annað fær jafnað þær sakir. Að öðru leyti felst jeg á það, að hjá ófriði verður ekki kom- ist, ef ekki má gera ráð fyrir 73 kvillarnir, sjerstaklega meltingarkvillar, iif ýmsu tæi og aðrir sjúkdómar þeim skyldir vaxa jafnt og þjett. Þessir kvillar voru svo að segja ekki til áður. Eftir 50—100 ár hefir næstum hver maður magasár, botnlangabólgu og líka kvilla með sama áframhaldi, ef krabbameinið heflr þá ekki ráðið niðurlögum þeirra á barnsaldri. Margt bendir til þess að mannkynið, eða sjerstaklega hinn hvíti kynflokkur sje á hraðri leið til úrkynjunar og tor- timingar. Það er á leið, sem dr. Helgi kallar vitisstefnuna og það með rjettu. Ef bót á að ráðast á þessu verður mannkynið að söðla um og breyta lifn- aðarháttum sinum. Við íslendingar verð- um að kappkosta að lifa meira af því sem landið sjálft framleiðir, og kapp- kosta að rækta hjer margt, sem áður hefir ekki verið reynt að rækta og nota til þess jarðhitann, þar sem hans er kostur. Vjer verðum að hætta við að kaupa þá vöru sem osb er skaðleg, en til þess tel jeg kaffl og sykur, hveiti og 74 hrísgrjón i þeirrí mýnd sem þau flytj- ast inn nú, og margt fleira að gleymdu vini og tóbaki. Reynsla okkar og vis- indin eru að sanna að þessar vörur eru allt annað en heilnæmar. Ef litið er á hina efnalegu hlið þessa máls, verður útkoman hin sama. Vjer megum tæplega við þvi, að kaupa og flytja inn fyrir margar miljónir króna árlega þá vöru, sem vjer getum án verið og skaða þar að auki heilsuna. Þegar litið er yfir kaupstaðarúttekt sumra bænda, má sjá að nær þvi þriðjungun ársúttektarinnar er þessi luxus vara, eða kaffi sykur og hveiti. Það eru ekki svo fáir dilkar, sem þeir verða að svara út úr búi sínu fyrir þessar vörur. Bændur þurfa fyrst og fremst að leggja miklu meiri áherslu á mjóikurframleiðsl- una, rækta sem mest af kálmeti og kaupa sem minnst af útlendri kornvöru. Vjer verðum lika að læra að meta meira smjörið en smjörlíkið vegna þess, sem áður er sagt um þaö. Það ber brýna nauðsyn til þess að gera kaupstabarbú- 75 um sem auðveldast fyrir með að afla sjer sem mest af ódýrri mjólk til þess að börn i kaupstöðum fái sem best uppeldi. Þjóðfjelaginu er ekki að borgn- ara þó að lagður sje steinn i götu þess- ara manna með því að gera þurrabúð- armönnum erfitt fyrir með að afla sjer heyja eins og þingið gerði með breyt- ingu á sveitarstjórnarlögunum 1919. Mönnum verður að lærast að skilja það, að gengismunurinn þ. e. munur- inn á okkar ísl. króna og útlendum peningum, stafar ekki af öðru en þvi, að Isl. þjóðin kaupir of mikið af út- lendri vöru i samanburði við það, sem hún selur eða flytur út þ. e. hún eyðir meiru en hún aflar. Það verður ekki minna heimtað af þeim mönnum, sem vilja gerast leiðtogar þjóðarinnar, en að þeir segi satt til um það, af hverju gengismunurinn stafar; meðan svo er ekki er engin von þess að ólaginu Ijetti af. Ef hver einstaklingur þjóðarinnar skilur þetta og lifir samkvæmt þvi eftir 76 megni, þá er landinu uppreisnarvon en fyrri ekki. Jeg þykist vita, að margir bændur munu svara því til, að ef þeir minnki kaffigjöf við fólkið, geti þeir ekki leegur fengið fólk til vinnu. En er það rjett, að það fólk, sem að eins hugsar um að fá munaðarvðru í magann hversu skaðlegar sem þær eru, og spilli heilsu þeirra, ráði yflr efnahag þjóðarinnar, þvi vissulega standa þeir menn ekki á háu menningarstígi, sem hirða lítið um heilsu sina eða afleiðingarnar af kröf- um sinum. Bændur stæðu sig lika bet- ur við að gjalda verkafólki sinu hærra kaup ef þeir sleppa þessum kostnaði og hætta við að fleygja peningum út úr landinu fyrir ónauðsynlega vöru og litt heilnæma. 1 sambandi við það, sem jeg hefi hjer sagt má minnast á klæðnað manna nokkra nákvæmlegar en gert var áður. Árið 1919 var flutt inn i landið föt og fataefni fyrir meira en 9 miljónir króna. Annað ár eru flutt út nær 8 miljónir í

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.