Vörður


Vörður - 01.03.1924, Page 4

Vörður - 01.03.1924, Page 4
2 VORÐUR mun á mönnum annarsvegar og hundum, hrötnum og há- körlum hinsvegar. Ef gert er ráð íyrir að í mönnunum sj^e að eins eðli gráðugra varga og* það eitt hljóti að ráða. Þá er samvinnan hættulegri en sundrungin. Þeir eru þá visir til að vega hver annan »í góðsemicc þegar minst varir. Og hvað yrði þá úr stefn- unum okkar? t*að er varlegt fyrir þá er hafa tekið sjer sæti á pólitískum hátindum, að líta þann veg á sakirnar og enn þá varlegra er að telja þjóðinni trú um að ó- argadýrið sje heunar sanna mynd. Frœðið lýðinn og komið hon- um til að hugsa rökrjett, Það borgar sig betur. Fulltrúum vorum er vandlifað. Margir kjósendur eru þröng- sýnir og heimta af þingmanni sinurn að hann reynist slunginn flutningsmaður fjárbæna til kjör- dæmisins. Þessir kjósendur meta þingmanninn eftir fjárupphæð- inni er hann fær úr ríkissjóði til kjördæmis síns. Sem betur fer munu þó tiltölulega fáir kjósendur vera svo þunnir. Að sjálfsögðu er það rjettmæt krafa, aö þingmaöur gæti hags- muna kjördæmis síns. En hann má aldrei vera bergmál og allra síst mergmál af mestu nánösum þess. Hann ætti að hafa svo mikið til brunns að bera að hann geti litið á alt landið með atvinnuvegum þess, samgöngu- færum, stefnum, stjettum og einstaklingum, eins^og eitt stórt heimili, eina Qölskyldu. Stuðla að þvi að sú keldan sje fyr'st brúuð sem verst hefir verið og flestum farartálmi, sá atvinnu- vegurinn styrktur best sem mest- an arð ber heimilinu og fleytt getur fjölskyldunni best áfram. Eins og nú standa sakir býst jeg t.d. við að hyggilegast væri fyrir landsbúið að gæta þess vel að sjávarútvegurinn geti starfað með fullum krafti, með það á vitorði, að þar er von mestra uppgripa og, að á hann verður að leggja mikið af þörfum rik- issjóðs. Þar næst væri sennilega þörf að gæta vel að hinum ýmsu iðnaðargreinum iandsins, sem flestar eru á byrjunarstigi, eink- um þeim er vinna úr þeirri inn- OÍ'\/fBíp* I I F" * Hafnahreppi f Gullbringusýslu er * til sölu frá næstu fardögum. Skifti á góðri húseign í Reykjavik geta komið til mála. Lysthafendur snúi sjer tii Magnúsar Guðmundssonar hæstarjett- málaflutningsmanns í Reykjavík eða til eiganda, ekkjufrúar Hildar Jónsdóttur. lendri vöru, sem hingað til hefir verið send óunnin út úr landinu eða beinlínis fleygt í sjóinn eða sorphaugana. Má þar til nefna ullina, og gærurnar, af afurðum sveitanna og allskonar fiskúr- gang við sjóinn, sem er óskilj- anlegt að landsbúið hafi efni á að láta fara til ónýtis framvegis. Um leið og allmargir mundu geta lifað á hinnm ýmsu iðnað- argreinum þá mundu þær spara landinu kaup á mörgu frá öðr- um löndum og auk þess koma i veg fyrir iðjuleysi eymd og ó- mensku þeirra er nú ganga vik- um og mánuðuin saman með höndurnar í tómum vösunum. Seinastan mundi mega telja landbúnaðinn eins og íjárhag landsins virðist kotnið, með það fyrir augum, að á hann má ekki leggja þungar byrðar. Hann hrynur ekki sje honum að eins haldið í horfi. Til hans þarf stórfje með mjög góðum kjörum ef hann á að taka skjótum og miklum umbótum. Hann þrifst ekki á þönum, eins og sjávar- útvegurinn, en blómgast best í næði fyrir iðnar og atorkusam- ar hendur og hverdags hyggindi. Þing og stjórn þarf að gera sitt til að útvega góðan markað íyrir afurðir hans eða styrkja að því ef þörf gerist og kostur er á. Styrk þarf hann sifelt á ýmsum sviðum til uppörfunar í því sem arðvænlegast er o. s. frv. Þetta kann að þykja ómann- iega mælt og ómaklega af bónda i sveit. Við það verður að sitja að svo stöddu, jeg sje ekki önn- ur ráð hyggilegri. Hitt er annað mál að þá gæti verið ástæða til að snúa við blaðinu, er hagur ríkisins væri trygður. Þvi þá verður okkur best borgið ef landið stendur i blóma. Þjóðin er stödd á timamótum. Að baki er löng barátta fyrir frelsi og fullveldi, Það er ný- fengið og þó flest hálfgert og ó- gert sem trgggir oss það á komandi tímum. Að baki er styrjöldin mikia. Eftir átök hennar er nú flest i flagi, og rústum. Framtiðar- horfurnar eru alvarlegar og hafa í hótunum við þjóðina. Sjeum vjer rænulausar rolur, "hræddir og hikandi við að brjóta í bága við tískutildur og hjegómadýrð, þá fáum vjer makleg málagjöld. Sjeu hjer í landi, þar á móti, karlar i krapinu og konur sem veigur er í, þegar á reynir þá er lík- legt, að þjóðinni verði borgiö innan skamms. Það skiftir mestu hvort vjer höfum þor og þrek til þess að oera islenskir menn og islentkar konur eða vjer höldum áfram að leika herra og frúr hvað sem efnunum líð- ur, aðbúðinni og öðru sem meira máli skiftir. Fjöldi íslendinga búa nú í hálflúnum og grautfúnum timb- urhúsum — úr útlendu efni. Enn fleiri hylja nekt sina i skjóllillum, rifnum eða bættum fatagörmum — úr útlendu efni og fjöldinn keppist við að selja sem allra mest af vistum lands- ins hirðir ekki um og sumt af þeim til þess að geta komið sem mestu fyrir í maganum af j — útlendu efni. Auk þess kaupa þeir ósköpin öll af útlendum ó- þarfa og óhófsvörum — en þar þykjast menn hafa afsökun. Það er svo lítið til af þeim i landinu! Hvar sjest það svo á okkur að: »íslendingar viljum Víð allir vera?cc Ekki er að amast við þvi er til urnbótahorfir og ekki verður án verið af aðkeyptum efnum. Það er margt og mikið. En hve margt gætum við endursent, okkur að skaðlausu? Hver vill svara því? — — Hver ætli svari þvi I En það þykir litið gefið fyrir afurðir landsins. — Okkur ferst að láta. Við, sem getum ekki notað þær sjálfirl En þjóðin stendur nú á tima- mótum. a gamlárskvöld 1923. Stefán Hannesson. Prentsmiðjan Gutenberg. r ♦ I t ♦ ♦ EgilÍ Jacobsen. Y eínada rvöruverslun. Útibú: Vestmanneyjum. Akureyri. Hafnarfiröi. Fjölbreyttast úrval af allri Vefnaöarvöru Prjónavöru Smðvöru. Allskonar tilbúinn Kvenn- Karla- og barnafatnaður. Saumavjelar. Prjónavjelar. . íslensk flögg. = Hákarlalifur kaupum vjer hæsta verði. Lifrina má leggja á land jafnt hjer í Reykjavík sem á Siglufirdi. Hf. Hrogn & Lýsi Sími 262. — Reykjavík. — Símn. Hrognolýsi. ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOO< i i i i 1 ◄ i 3 J 3 Olilrnr viðnrkenda Saloon-kex tekur öllu öðru matarkexi langt fram bæði um verð og gæði, — fæst nú þegar í öllum matvöruversiunum lands- ins. Kaupmenn. sendið pantanir ykkar til aðalumboðsmanns okkar á íslandi: Ó. J. Ólasonar, Aðalstræti 8. Reykjavík. Sími: 775. Hobert McDowell & Soni Edinbur^h, Sootratidl. ► > 77 punda af ull. í stað þess að vinna úr ullinni skjólgóð og haldgóð föt kaupum við skjóllitinn og ljelegan útlendan fatn- að, þetta er jafn fráleitt bæði fyrir heils- una og efnahaginn, bæði einstaklingann og þjóðarinnar í heild sinni. Fólkið gengur yðjulaust mikinn tíma ársins, og kaupir þá vinnu, sem það gæti innt sjálft af höndum. Er þetta menningin, sem vjer þykjamst af? Þetta má ekki svo tilganga ef ísland á að rjetta við efnalega. ísiendingar verða að læra að vera sjálfum sjer nógir að sem flestu leyti, en til þess að það geti orðið þurfa ailir yngri sem eldri að ineta vinnuna meira en nú er algengt. Allir eða flestir vilja eiga sem besta daga, og vinna sem minnst. Hugsunarháttur manna þarf að breytast að þessu leyti. Fólkið þarf að læra að elska vinnuna og að meta hana að verðugleikum. Eitt af því sem skaðan heilsu ísl. og aetur blett á þá í augum útlendinga sem menningarþjóð er ljcleg húsakynni. Húsakynni Alþýðu arn allviða þannig, 78 að þau geta tæplega talist viðunanlegir mannabústaðir. Þau eru víða köld, loptill og rök, og þess vegna gróðrarstía berklaveikinnar. Ill húsakynni stafa oftast af fátækt og fákunnáttu, en stund- um líka af ofmikilli nægjusemi. Menn gera ekki nægilega háa kröfu til þess að húsakynnin sjeu vistleg og viðunandi. Vissulega gætu húsakynni hjer á landi verið betri en þau eru. Til þess að ráða bót á þessu böli væri samvinua heppi- legasta ráðið. Þing og stjórn hefir líka siður en svo látið þetta mál nægilega til sin taka; en um þetta mál er ekki tími til að fjölyrða hjer. Skólafarganið hjá okkur íslendingum eins og öðrum þjóðum á og harðan á- fellisdóm skilið. Löng skóla seta ungra og óþroskaðra barna yfir bókum er einn af binum svörtu blettum menningarinnar. En þetta er tíska. Ekkert er kölluð mennt- un nema það, sem lesið er af bókum. Tískan er versti og argasti harðstjóri, sem til er i heiminum, fyrir henni beygja allir auðmjákir hnje. Henni getnr ekkert 79 hrundið úr hásæti nema sönn mentun, og hún má sín því miður lítilsí heiminum, þess munu finnast mörg dæmi sjerstak- lega í kaupstöðum og bæjum, að skóla- setur geri börn að andlegum og likam- legum krypplingum. Börn sem eru blóð- lítil og vantar merg i beinin vegna skorts á mjólk og annari heilnæmri fæðu verða að sitja marga tima á dag í skólanum. Þreytan af að sitja gerir það að verkun, að þau fara að sitja skökk. Hryggurinn venst 1 þessar skorð- ur, sjerstaklega þegar að vöðvarnir eru ekki nægilega styrkir eða stæltir til þess að halda líkamanum i eðlilegu jafnvægi; þau fá hryggskekkju. LaDgvint hreyf- ingarleysi kemur því til leiðar að brjóst- kassinn þenst ekki nægiiega út. Eðlilega brjóstþenslu getur erfiði og áreynsla í hreinu útilofti ein skapað. Við hreifiug- arleysið safnast ofmikið blóð fyrir í innýflunum og kemst þar i hálfgerða kyrrstöðu. Það orsakar tregar hægðir, sem aftur valda eiturframleyðalu f þörm- uouni, sam hafa skaðleg áhrif á öU lif- 80 færi og ekki að eins á likamann heldur og lamandi áhrif á sálargáfur barnanna gerir þau sljóf; kemur til leiðar hold- auka i nefkoki, sem veldur heyrnar- deyfu og þar at leiðandi sljófleika. Það er almennt álit skólalækna er- iendis, að langvinn skólaseta barna og unglinga eiga drjúgan þátt í úrkynjun, taugaveiklun og ýmiskonar geðbilun, sem svo algeng er orðin á hinum síð- ustu áratugum. Jeg skal ekki fullyrða að þetta sje svo algengt orðið hjer á landi sem annarsstaðar, þar sem skóla- timinn er 10—11 mánuði ársins. En við erum óðum að nálgast þetta, eins og við hermum eftir öðrum þjóðum alla ósiði og allar veiklunarstefnur menningarinnar. I júnímán. siðastliðnum var jeg einn dag inni á British Museum i London, og var að skoða safnið frá Assyriu, þangað kom barnakennari með eitthvað 15 drengi á aldrinum frá 12—14 ára. Mjer var sagt að allir þessir drengir vssru synir aðalsmanna og annara höíð-

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.