Vörður - 05.07.1924, Blaðsíða 1
Hugheilar pakkir fyrir auðsýnda samúð á aldar-
ýjórðungs-hjúskaparafmœli okkar hjóna, 16. þ. m.
Hjaltabakka 26. júní 192A.
Sigríður Porvaldsdóttir. Þórarinn Jónsson.
Til athugnnar.
Meðal frjetta af aðalfundiSam-
bands samvinnufjelaga, sem nú
er nýlega afstaðinn, er það, að
samþykt hafi verið á honum að
veita vikublöðunum »Tímanum«
og »Degi« fjárstyrk úr sjóði
Sambandsins eftir þvi, sem stjórn
þess þykir henta og þýðir það
sennilega »eins og blöð þessi
þurfa með« til þess að geta
haldið sjer uppi fjárhagslega.
Af þessu leiðir þá það, að Sam-
bandið hefir tekið á sig fjár-
hagslega ábyrgð þessara fyrir-
tækja, án þess að sjeð verði að
það hafi nokkurn ihlutunarrjett
um rekstur þeirra. það veröur
því að ganga út frá, aö þeir,
sem hingað til hafa ráðið rekstri
blaða þessara og stefnu þeirra
muni einnig gera það framveg-
is og er þá sjálfsagt ekkineinn-
ar stefnu breytingar að vænta.
F*að þykir því mega ganga út
frá, að stefna blaða þessara
verði framvegis svipuð og hing-
að til og munurinn frá því sem
áður var er þá sáfyrstogfremst,
að útgáfa þeirra er fjárhagslega
trygð af Sambandinu, en það er
í raun og veru sama og að
meira eða minna af útgáfukostn-
aðinum komi á kaupfjelög þau,
sem í Sambandinu eru, eðameð
öðrum orðum, að allir bændur,
sem í kaupfjelðgunum eru og
allir verkamenn kaupstaðanna,
sem í þeim fjelagsskap standa,
eru fjárhagslegir bakhjarlar þess-
ara blaða, án þess að hafa í-
hlutunarrjett um stefnu þeirra
eða hönd i bagga um rekstrar-
koslnaðinn. Bændur eru með
þessu skattiagðir til blaða þess-
ara, án tillits til hvar í flokki
þeir standa, ef þeir eru i þess-
um nytsama fjelagsskap.
Það verður að segjast af-
drállarlaust.að þetla getur hvorki
talist heppileg ráðstöfun nje
náttúrleg. Pað er ekki eðlilegt,
að menn, hvortheldur erubænd-
ur eða aðrir, sjeu skyldaðir til
þess að leggja fram af eigin íje
sínu til þess að halda uppi
stjórnmálablöðum, sem þeir eru
ósammála. Þetta hafa og ýmsir
ágætir samvinumenn fundið.
Fyrir nokkrum árum kom fram
tiilaga i svipaða átt, en þá var
liún kveðin niður af Pjetri sál.
Jónssyni. sem þá munhafa ver-
ið formaður Sambandsins. ug
frjettirnar af siðasta sambands-
fundinum sýna, að enn er þessi
skoðun Pjeturs sál. ekki al-
dauð og ekki svipað því. Frjett-
irnar herma það, að á fundin-
um hafi komið fram tillaga um
að veita blöðum þessum styrk
til þess að rita um samvinnu-
mál, og að sú tilaga hafi náð
því nær helmingi atkvæða fund-
armanna. Þetta sýnir, að meðal
þeirra sem fundinn sóttu hefir
því nær helmingur verið þeirr-
ar skoðunar, að Sambandið ætti
ekki að taka algerlega að sjet
útgáfu þessara blaða heldur láta
sjer nægja að veita þeim styrk
til þess að efla útbreiðslu sam-
vinnuhreyfingarinnar.
Engu skal spáð um það hversu
þungur þessi baggi verður Sam-
bandinu fjárhagslega og sjálf-
sagt verður það ekkert aðalat-
riði. En hitt er aðalatriði, að
vegna þessarar samþyktar er
hætt við að syndir blaða þess-
ara verði taldar syndir Sam-
bandsins, jafnve! þótt það eigi
ekki sök á þeim og það mun
einmitt vera þetta atriði, sem
hingað til hefir valdið þvi, að
Sambandið hefir ekki viljað taka
á sig framfærslu þessara blaða.
Það hefir hingað til verið litið
svo á, að það gæti spilt fyrir
samvinnuhreyfingunni að kosta
að ölln leyti útgáfu pólitiskra
blaða, enda hefir það verið og
mun enn vera grundvallarsetn-
ing ílestra eða allra samvinnu-
rnanna erlendis að blandaþeirri
stefnu ekki í stjórnmál. Hjer á
laudi hefir aftur á móti brytt á
þeirri skoðun, á sfðari árum að
samvinnustefnunni ætti að blanda
í stjórnmál og að hún væri f
sjálfu sjer pólitisk, en þá er
stefnan orðin alt önnur hjer á
landi en annarstaðar og þar af
leiðir, að enn er ósjeð hver á-
hrif sambland hennar hefir við
stjórnmál. Síðustu alþingiskosn-
ingar benda naumasttil að þetta
sambland sje heppilegt.
Ef svo væri, að segja mætti,
að því nær allir, sem eru f sam-
vinnufjelögunum væru fylgjandi
stjórnmálastefnu Tímansog Dags
mundi hin umrædda fundar-
samþykt ekki geta talist var-
hugaverð. En þessu er ekki
þannig varið. Það mun ekki
vera fjarri sanni þótt sagt sje
að þar sje sem næst skift til
helminga og að þessu leyti er
ef til vill atkvæðagreiðslan á
Sambandsfundinum mælikvarði.
Þetta styrkist og við úrslitþing-
kosninganna i haust. Og vita-
skuld dettur engum manni með
óbrjálaðri skynsemi í hug að
halda því fram, að meðal sam-
vinnumanna í landinu sjeuekki
margir, sem eru gersamlega frá-
hverfir stjórnmálastefnu hinna
nefndu blaða. Hver áhrif þessi
samþykt hefir á þá menn skal
engu um spáð hjer, en varleg
er hún ekki. Pess er þó að
vænta af ölium sönnum sam-
vinnumönnum, að þeir láti ekki
þetta dreyfa kröftum sinum á
verslunarsviðinu, og er það sagt
bæði til þeirra, sem Tfmans
flokk fylla og þeirra sem and-
stæðir eru. Þvf verður sem sje
alls ekki neitað, að samvinnu-
menn gengu klofnir til kosn-
inga i haust og allar likur á,
að svo verði einnig framvegis.
En hvort samvinnustefnunni
stafar ekki hætta af þvi sjest
best i framtiðinni, en það er á
valdi þeirra samvinnumanna,
sem nú vilja blanda henni i
stjórnmáladeilur, hvort sú hætta
kemur að sök eða ekki. Peir
verða að muna að þeir eiga
upptökin. Peir hafa fundið upp
á þessari nýbreytni. Og þeir
verða að fara varlegar en hing-
að til.
Atli.
Molar.
i.
Á nýloknum Sambandsfundi
Samvinnufjelaganna gerðist það
meðal annars, að til endurskoð-
anda Sambandsins var kosinn
Metúsalem Stefánsson í stað
Guðjóns Guðlaugssonar, sem
áður var endurskoðandi. Nú
vita það landsmenn flestir, að
Guðjón er gamall frumherji
samvinnufjelaganna og hefir
fórnað sjer mjög fyrir þau mál,
en hann er ekki samvinnumað-
ur f anda Jónasar, nje Tíma-
maður. Aftur á móti mun vera
leitun á þeim landsmöunum,
sem viti, að Metúsalem hafi
nokkuð gert á æfi sinni fyrir
samvinnustefnuna, en hann er
trúr fylgismaður Jónasar og
Tímans. Par er ástæðan og er
þetta i samræmi við einveldis-
aðfarir Jónasar. Par er kjörorð-
ið þetta: Burt með alla sam-
vinnumenn af gamla skólanum,
sem ekki fylgja mjer.
II.
Ritstj. Timans er mjög illa
við það, að Árni Jónsson, frá
Múla hefir fengið styrk til ut-
anfarar til þess að leita eftir
nýjum markaði fyrir isl. kjöt.
Út á manninn hefir ritstj. ekki
annað að setja en það, aðhann
er verslunarstj. Liklega dregur
hann þar af með venjulegri rök-
festu sinni, að þess vegna muni
hann hafa iítið vit á verslunar-
málum. En minna má ritstj. á,
að þótt Árni væri i þessari
stöðu treystu bændur í Norður-
Múlasýslu honum betur við sið-
ustu kosningar en flestum öðr-
um til að reka málefni sin á
þingi. Hann fjekk þar 2. atkv.
færra en sá er flest fjekk, Pað
sem dregur ritstj. til að niðra
Árna og gefa það i skyn að
hann sje leigutólerlendramanna,
er ekkert annað en fýsn hans
til að gera öll mál að pólitisk-
um þrætueplum og hin sjer-
kennilega skoðun hans, að eng-
um megi neitt fela og að eng-
inn geti neitt gert vel, nema
hann sje á spena hjá Jónasi og
Tryggva. Tryggvi ælti að tala
varlega um þetta því að tveir
af forstjórumSambandsinsmunu
vera garnlir kaupmannaþjónar,
þar af annar þjónn Berlémes.
III.
Leikritaskáld mikið er risið
upp hjer í hænum og ritar það
smáglefsur jöfnum höndum i
Alþbl. og Tímann. Persónurnar
í þessum leikritum eru hinar
sömu að heita má og innihald-
iö svo að segja ætið hið sama.
IV.
»Timinn« heldur því nú fram,
að rannsóknin á íslands banka
i fyrra hafi átt að fara fram af
þvf, að þáverandi landstjórn hafi
ekki gætt skyldu sinnar um að
skipa bankastjórn og litur blað-
ið svo á að nú þurfi ekki ann-
að að gera fyrst um sinn, þar
sem úr þessu er bætt, en að
líta eftir að hinir stjórnskipuðu
bankastjórar geri skyldu sína.
Þetta eftirlit ætlar Tryggvi sjálf-
ur að hafa á hendi samhliða
endurskoðunarstarfi sinu Lands-
bankanum. Hvort hann rækir
þetta eftirlit jafn rækilega og
eftirlitið með íjármálaráðherr-
unum skal ósagt látið. Lands-
menn geta sjálfsagt verið ró-
legir. Tryggvi litur eftir öllu.
Þeir 10 menn, sem þing og
stjórn hefir sett til að lita eftir
bankanum mega vist hætta.
Tryggvi vakir.
V.
Um kjötttollinn norska sagði
Tíminn fyrst, að honum hefði
verið komið á eða hann hækk-
aður í hefndarskyni við oss
vegna Spánarsamninganna. Sið-
ar sagði hann að tollhækkun
þessi væri vegna fiskiveiðalög-
gjafar vorrar. En siðasta tölu-
blaði sinu segir hann: »Hinn
hái kjöttoliur í Noregi er vitan-
lega að mestu verk norsku
bændanna. Hann er verndar-
tollur tii styrktar landbúnaðin-
um þar í Iandi«.
Hjer sýnast vera áhöld um
stefnufestuna og sanníeiksást-
ina.
í sama blaði segir ritstj. frá þvi,
að á lokuðum þingfundi i vet-
ur bafi hann verið kallaður »ná-
lega landráðamaður«. Annars
er sagt að ekki sje siður að
segja frá af Iokuðum þingfund-
um, en óneitanleg væri gaman
aö vita um fleira, sem þar hef-
ir gerst, þvi að sjálfsagt hefir
svona ljótum orðum ekki verið
slegið fram að ástæðulausu.
VI.
Tímaritstj. reynir að hanga á
öllum hálmstráum. Nú hefir
hann fundið elnn manniAme-
ríku, sem er honum samdóma,
að þvi er virðist, um fjárauka-
lögin miklu og M. G. Skýrir
hann frá, að maður þessi hafi
tekið »háskólapróf i verslunar-
fræðum« og er þessi maðurlík-
lega kaupmaður vestra eða búð-
arioka. Pað er nú komið svo
hjer á landi, að enginn maður
trúir lengur einu orði af þvi,
sem ritstj. reit um þessi fjár-
aukalög og það er því ef til
vill vorkunn, þótt ritstj. gleðjist
yfir því að finna einnmannsjer
sammála, þó að i annari heims-
álfu sje. Auðsætt er, að þessi
verslunarfræðingur hefir ekki
lesið »Vörð«, þvi að annars gæti
hann ekki verið samdóma
Tryggva.
I greininni, sem Timinn fann
þetta ágæta gullkorn, segirþessi
sami háskólaverslunarfræðingur:
»Að vísu átti Framsóknarflokk-
urinn nafn, en þar með eru
hans verðleikar að mestu taldir«
og á öðrum stað þetta: »þvi að
mjer vitanlega hafa Framsókn-
arfiokksmenn ekki heldur neina
ákveðna stefuu, sem hægt er
að sameina sig um að berjast
á móti«.
Pessi vestheimski verslunar-
guð virðist því ekki vera alveg
sammála sjera Tryggva i öllu
og má vorkenna prestinum að
þurfa að krafla i svo miklum
drit til þess að ná i ekki verð-
meira gullkorn og leggja það á
tunguræturnar, — til þess að
smjatta á.
Sjúkratryggíng.
Það er gleðilegt öllum hugs-
andi mönnum, að frumv. um
almenna sjúkratrygging hefir
komið fram á siðasta þingi, þvi
vonandi liða eigi mörg ár, áð-
ur það verður að lögum. Jón
Sigurðsson, alþm. Skagfirðinga
hefir borið frumv. fram, og má
hann hafa þökk alþjóðar fyrir
vikið.
Sjera Glsli Skúlason á Stóra-
hrauni ritaði merka grein í Ið-
unn fyrir nokkrum árum um
þetta mál. Sömuleiðis ritaði
Guðm. Guðfinnsson læknir góða
hugvekju um málið i blaðieinu
fyrir nokkrum árum. Bæði i
ræðu og riti hefir mönnum ver-
ið bent á, hvert gildi sjúkra-
samiög hafa, fyrir þá sem verða
fyrir veikindakostnaði. En því
miður bendir reynslan til, að
þau geti eigi orðið að fullum
notum, nema þar sem margir
eru samankomnir í þjettbýli, i
kaupstöðunum, og þvi er ver
og miður, að fjölda manna þar,
gengur mjög treglega, að átta
sig á nauðsyn þeirra. Veikindin,
kostnaðurinn sem af þeim leið-