Vörður


Vörður - 26.07.1924, Page 1

Vörður - 26.07.1924, Page 1
5 II. ár. Reykjavík 26. júli 1924. 29. b!að. Gummistimpiar fyrirliggjandi,' svo sem: »Greitt« — »Prentað mál« — »Móttekið — Svaraða — »Original« — »Copy« — »Af- rit« — »Frumrit« — »Sýnishorn án verðs« — »Sole Agent for Iceland«, — »Póstkrafa, kr.«, — »Mán- aðardagastimplar« — »Eftirrit: Vörurnar afhendist að eins gegn frumriti farmskirteinis« — »Stimpilpúða og BIek« (rautt, svart og blátt). Ennfremur: Auglýsinga- letur í kössum, stórt og smátt, alt ísl. stafroíið, með merkjum og tölustöfum; er letur petta einkar hent- ugt til gluggaauglýsinga og við skólakenslu. 6tvega einnig allsk. Handstimpla, Dyranafnspjöld úr postulíni og látúni, Signet, Brennimerki, Tölusetn- ingarvjelar, Eiginhandarnafnstimpla, Brjefhausa og nöfn á umslög, Pokastimpla, Kvittanastimpla, Stimpil- púða og Blek, YALE-Hurðarlása, YALE-Hurðar- lokara Merkiblek o. m. m. 11. Allar pa.uta.nii.' eru algreiddar á mjögr stnttum tima og nðkvœmt. Hjörtur Hansson Lækjartorgi ð. . (Aðalumboðsmaður á tslandi fyrir Jolin B. Hanson’s Stempelfabrik Köbenhavn). Aðsóknin að æðri skólunum. Stöðugt hefir hún farið vax- andi aðsóknin að æðri skólun- um nú síðustu árin og stendur mörgum beigur af ef svo held- ur áfram. Er nú svo komið, að margir útskrifast af Háskólanum ár- lega úr sumum deildum hans, sem litlu hafa að að hverfa að námi sínu loknu en eru með stórskuldir á baki. Námið hjer í Reykjavík hin siðari árin hefir orðið öllum □ámsmönnum geysi dýrt, tæp- ast undir 2000 kr. að meðaltali á hinum hærri skólum og fyrir minstu af þeim kostnaði hafa námsmennirnir unnið sjer inn. Mun því mega segja, að all- alment sje nú, að kandídatar sjeu skuldugir um 5—10 þús. kr. þegar þeir ganga frá próf- borðinu, en flestir þessara manna eignalausir, sem orðið hafa að kosta sig af eigin ramleik. Þegar svo náminu er lokið, standa þessir menn uppi með sjerþekkinguna og skuldirnar, en atvinnan er, því miður, rír. Gott þykir ef næst í starf, sem er launað með 300—400 kr. á mánuði, en það er lítið meira en til að borga brýnustu lffsnauðsynjar hjer í Reykjavík nú og vexti af skuldunum, en ekkert er til að láta í afborg- anir, og fyrirsjáanlegt er, að fjöldi ára lfður fyr en menn þessir geta verulega um frjálst höfuð strokið vegna skulda, hvað þá, að þeir geti lagt nokk- uð upp. Aðstaða þessara manna er f raun rjettri hin erfiðasta. Peir eru búnir að tapa bestu árum sínum, þeim árum, sem ílestir framtakssamir menn safna fje á °g leggja grundvöll undir lifs- starf sitt. Þeir eru orðnir, all-flestir ó- nýtir til líkamlegrar áreynslu og þótt þeir vildu fara að vinna stritvinnu, þá er hún svo illa launuð, að lítil er von til með henni einni saman að komast úr skuldum, fyr en einhvern tfma á efra aldri. Ekkert veltufje hafa þessir menn þótt þeir vildu ráðast í einhver stærri fyrirtæki, enda þekkingarlausir á þeim verklegu sviðum, svo að hætt yrði við að illa myndi takast. Um ekkert er þvf annað að gera, en að reyna að fleyta fram lifinu á þeim sultarlaun- um, sem bjóðast kunna, og gera það sem unt er, til að halda lánunum gangandi, vonandi það, að úr kunni að rætast einhvern- tíma. Við þessi kjör, sem nú hefir verið lýst, á fjöldi stúdenta vorra og kandídata að búa og er síst hægt að segja að glæsi- leg sjeu. í*arf talsverðan kjark til þess að þola hinar seigdrepandi skuldaáhyggjur og sjá hvert árið á eftir öðru, á besta aldr- iuum, fara i ekki neitt. Ef aðsóknin aftur á móti væri hæfileg, fengju þessir menn nægilegt og lífvænlegt að starfa þegar að námi loknu og stuttur tími liði þangað lil að þeir hefðu fengið embætti. Er það eitt meinið af inörg- um, sem leiðir af því hve seint þessir menn fá embætti, að bestu starfsár þeirra eru liðin og áhuginn og framtakssemin farin að minka hjá mörgum þegar loks staðan er fengin. — Sá þróttur og sá áhugi, sem til starfsins í þágu þjóðfjelagsins átti að ganga, hefir farið i von- lítið og ömurlegt brauðslitið. Á þessu getur enginn bót orð- ið ráðin nema aðstreymið að æðvi skólunum minki, því að engin efni hefir ríkið á því, að fjölga sifelt embættum og spurn- ing um það líka, hve holt það er þjóðfjelaginu annara hluta vegna. Er það vafalaust hollast, að opinberir starfsmenn hvers þjóðfjelags sjeu ekki fleiri en það, að þeir hafi nægilegt að starfa og hafi sómasamleg laun fyrir. Hitt er á fárra manna með- færi hjer, að ganga gegnuui Há- skólann og jafnvel Mentaskól- ann án þess, að þurfa svo á stöðu að halda á eftir. Því miður eru íslensku bænd- urnir alment ekki svo efnaðir, að þeir geti veilt börnum sín- um svo mikla mentun, enda mun sannast, að sú mentun yrði alment ófrjóvari fyrir þá í lífinu en góð almenn mentun samfara sjermentun i lífsstarfi þeirra — búnaðinum. Er vonandi, að menn vilkisl svo, áður en i meira óefni er komið en orðið er, að þeir fari ekki til náms í æðri skólum, nema því að eins, að þeir finni sjerstaka köllun bjá sjer til ein- hvers ákveðins starfs eða þá þeir hafi svo mikil efni, að þeir þoli að kosta upp á sig tugum þúsunda króna í nám og lifa svo mörg ár á eftir við litil laun, sem að eins eru næg til lifsframdráttar. Að hinu ætti íslensk alþýða að huga, að afla sjer góðrar al- mennrar mentunar og ódýrrar sjermentunar í því starfi, sem hver og einn ætlar að gefa sig við. Hneygist mentunarviðleitni þjóðarinnar inn á þær brautir er vel farið og sú mentuu skil- ar aftur áreiðanlega þeim höf- uðstól, sem til hennar hefir ver- ið kostað, með góðum vöxtum, en eitthvert mesta böl, sem get- ur komið fyrir eina þjóð, er að eignast mentaðan öreigalýð, sem hefir ekkert starfssvið fyrir sjer- mentun sína, en er orðinn ófær ýmsra hluta vegna, að ryðja sjer aðrar brautir. ReikuiDgur LaDdebankass árið 1923. Reikningur - Landsbankans fyrir árið 1923 er fyrir nokkru komin út. Framan við reikninginn er mjög greinilegt yfirlit, sem sýnir verðmagn inn og útfluttrar vör- ur á tímabilinu frá 1913—1923. Ennfremur sýnir yfirlit þetta gjaldeyrisgengi lijer, reiknað í °/o af gulljafngengi og einnig verð- lag miðað við frainleiðslukostnað 1914—1923. — Til samanburð- ar eru sýndar samsvarandi töl- ur fyrir Norðurlönd. Sökum þess, að reikningur þesái og yfirlitið mun ekki vera í svo ýkja margra höndum þykir »Verði« rjett að birta yfif- litið í heild, og fer það hjer á eftir: Arið 1923 var í heild sinni sæmilegt allaár bæði til lands og sjávar. Heynýting varð góð á Suðurlandi, en slæm yfirleitt á Norðurlandi og viða á Austur- landi. Sömuleiðis var sjávarafli góður á Suðurlandi, þótt ýmsir staðir yrðu þar úlundan, en á Austurlandi, og þó einkum á Vesturlandi, var aflalítið, eins og undanfarin ár. Landafurðir seld- ust mun betur en undanfarin ár; aftur á móti varð fiskurinn fyrir miklu verðfalli, er kom fram á sumarið (lægst um 125 kr. skp), og að eins lítill hluti fiskjarins seldist viðunandi verði hjer inn- anlands. í neyslulöndunum fjell fiskverðið aldrei viðlíka og hjer innanlands, og er verðfallið hjer því eingöngu að kenna ólaginu, sem verið hefir á fiskversluninni. Verðlagið innanlands lækkaði lítið eitt á árinu. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar um smá- söluverð í Reykjavík hafa verð- breytingarnar verið þessar: með- alverð í júlí 1914: 100, í oktbr. 1920: 454, í oktbr. 1921: 327, í oktbr. 1922: 286, í oktbr. 1923: 268. Ennfremur liggja fyrir skýrslur um framfærslukostnað þessi ár; eru verðlagsbreyting- arnar þá miðaðar við útgjöld meðalfjölskyldu með ákveðnum tekjum fyrir stiíð.1) Sje fram- færslukostnaðurinn talinn 100 í júlí 1914, hefir hann verið haust- ið 1920: 446, haustið 1921: 331, hauslið 1922: 291 og haustið 1923: 277. Utfluttar vörur hafa á síðast- liðnu ári alls numið 55,7 milj. kr. Um aðfluttar vörur liggja ekki enn fyrir fullkomnar skýrslur, en áætlað er, að flutlar hafi verið inrt á árinu vörur fyrir um 45 milj. kr. og líklega er sú áætlun talsvert of lág. Síðan 1913 hafa að- og úlfluttar vör- ur, samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar, numið þvi, er hjer segir: ’) Rannsókn um frarafærslukostn- aö hjer á landi geröi hagstofustjóri Porsteinn Porsteinsson og birti ár- angurinn í ritgerð í Tímariti lög- fræðinga og hagfræðinga (1923) og síðan framliald í Hagtíðindum. Miðar hann við útgjöld 5 manna fjölskyldu með 1800 kr. tekjum fyrir strið. Númeratalan á síöasta tbl. átti að vera Aðflutt Útflutt Útflutt umfr. aðflutt Aöftutt umfr. útflutt Ár milj. kr. milj. kr. milj. kr. milj. kr. 1913 16,7 19,1 2,4 1914 18,1 20,8 2,7 1915 26,3 39,6 13,3 1916 39,2 40,1 0,9 1917 43,5 29,7 13,8 1918 41,0 36,9 4,1 1919 62,6 75,0 12,4 1920 70,0 59,0 11,0 1921 46,0 47,5 1,5 1922 50,0 48,2 1,8 1923 45,0 55,7 10.7 42,4 32,2 Tölurnarnar fyrir 1920 eru á- ætlaðar bæði um aðfluttar og útfluttar vörur og fyrir 1922 og 1923 er verðmæti aðfluttu var- anna að nokkru leyti áætlað. Á árunum 1913—1923 hafa út- fluttar vörur, umfram aðfluttar vörur, numið um 10 milj. kr. Þar sem gera má ráð fyrir, að yfirleitt sje talsverðar vanheimt- ur á innflutningsskýrslunum, og einnig með tillitj til þess, að á- ætlunin um innflutning 1923 mun líklega reynast talsvert of lág, er mjög vafasamt, að í raun og veru hafi útfluttar vörur á þessu timabili numið meiru en aðfluttu vörurnar. Á þessum ár- um hefir ríkissjóður og bank- arnir greitt afborganir og vexti til útlanda (að frádregnum vöxt- um af innstæðum erlendis), er alls hafa numið um 18 milj. kr.; er vart of í lagt að gera ráð fyrir, að greiðsluhallinn gagnvart útlöndum hafi á þessu 11 ára tímabili numið svipaði upphæð. í ársbyrjun var gengi sterlings- punda kr. 28,50 og hjelst það til 19. júní, er það hækkaði upp í kr. 29,50 og 10. júlí hækkaði það enn upp í kr. 30.00 og hjelst það gengi til ársloka. í árslok 1922 var gengi sterlingspunda kr. 26,00 og ísl. króna var þá 66,31% af gulljafngengi, en i árslok var ísl. króna 53,83°/o af gulljafngengi. Eins og kunnugt er, voru isl. krónur f jafngengi við danskar krónur fram á árið 1920. Síðari hluta ársins kom í raun og veru sjálfstætt gengi á ísl. kr., þótt eigi kæmi það fram I opinberri skráningu. Pegar um haustið 1920 og einnig 1921 fór mikið af gjaldeyrisversluninni fram utan bankanna, og er því eigi unt nákvæmlega að tilgreina gengi ísl. kr. þessi tvö ár, enda mun oft hafa komið fyrir sam- tímis mismunandi gengi. Eftir- farandi tafla sýnir gjaldeyris- gengi hjer, reiknað f % af gull- jafngengi (dollar=gullgengi), og verðlag, miðað við framfærslu- kostnað árið 1914—1923, og eru til samanburðar tilgreindár sam- svarandi tölur fyrir Norðurlönd. f*egar litið er á verðlagsbreyt- ingar þær, sem orðið hafa hjer á landi og í Danmörku, virðist augljóst, að jafngengi fsl. kr. og i \

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.