Vörður


Vörður - 26.07.1924, Síða 4

Vörður - 26.07.1924, Síða 4
4 VOHÐUR dúkar hennar eru góðir og öll vinna vel af hendi leyst. Hæð íslendinga. Flestar menningarþjóðir verja allmiklu fje til mannfræðislegra rannsókna. íslendingum heíir ekki þótt það ómaksins vert að fást við þann hjegóma alt fram að þessu. En maður heitir Guðmundur Hannesson og er prófessor við Háskóla íslands í læknisfræði. Honum datt það i hug fyrir nokkrum árum síðan að fara að mæla alla mögulega menn, sem. hann náði, einkum sótti hann þó eftir skólafólki, og mátti svo heita á tímabili, að því væri ekki óhætt að ganga framhjá Háskólanum, því að þá var Guðm. óðara búinn að hremma það og skipaði því miskunar- laust að afklæða sig og mældi það svo. Varð maðurinn af þessu mjög hvimleiður um stundarsakir, sem eðlilegt var, því að íslend- ingar eru allra þjóða blygðun- arsamastir og svo heflr ef til vill stundum getað hitst svo á, að skólafólk þetta væri ekki sem allra hreinast innanklæða og var því ekki nema eölileg sú sómatilfínning þess, að það hik- aði við að láta læknirinn sjá líkama sinn. En Guðm. harðnaði við mót- þróann og á 2 vetrum náði hann hvorki meira nje minna en f 844 menn á aldrinum 20 — 40 ára og reyndist meðalhæð þeirra 173,55 cm. og kom þá það einkennilega í ljós, sem hvorki læknirinn eða aðra hefði grunað, að íslendingar reynd- ust 1,05 cm hærri en hæsta þjóðin Engilsaxar, og rúmum 2 cm. hærri en Sviar sem eru hæsta Norðurlandaþjóðin, að ís- lendingum undanskildum. Nú eru menn farnir að jafna sig við Guðm. út af þessu og hefir hann næstum þvf náð forn- um vinsældum aftur. Steinolían. Ársskýrsla Royal Dutch Pet- roleum Company getur um það meðal annars hve mikil heims- framleiðslan af steinolfu er og hvað hún hefír aukist. Hefir hún numið árið 1923 1 miljard og 11 milj. fötum en var næstu ár á undan rúm 851 milj. föt og svarar aukningin þvf til 19°/o. Royal Dutch og Shell fram- leiða 11% af allri framleiðsl- unni og hefir frarnleiðsla þess- ara tveggja fjelaga aukist nær þvf um % sfðasta árið. Afleiðingin af þessari geysi- miklu framleiðslu varð sú, að eftirspurnin og eyðslan varð minni en framboðið og fjell steinolfa þvf mjög í verði vorið 1923 en í árslok hækkaði verð- ið aftur. Eins og kunnugt er fjölgar stórkostlega með hverju árinu þeim skipum sem brenna oliu í stað kola, og má vel vera að þess verði ekki svo ýkjalangt að bíða, að kolabrensla á skip um hverfi. Rekstur útbúa Landsbankans. Úlkoman af rekstri útibúa bankans cr talsvert misjöfn. Langbest stendur útbúið á Ak- ureyri sig. Skuldar það Lands- bankanum að eins rúmar 282 þús. kr., en á útistandandi i vixlum og ávísunum um 670 þús. kr. og ágóðinn af ársrekstri þess er rúmar 40 þús. kr. Eskifj.útbúið skuldar Lands- bankanum rúmar 3 milj. og 774 þús. kr., en á útistandandj ' um 3 milj. og 500 þús. kr. Árs- ‘ ágóðinn af rekstri þess nam tæpum 5 þús. kr. Selfossútbúið skuldar bankan- um um 2 milj. og 290 þús. kr. en á útistandandi um 1 miljón og 130 þús. kr. Ágóði af árs- rekstri þess nam 155 kr. og 78 aurum. ísafjarðarútibúið skuldarbank- anum 1 milj. og 358 þús. kr. en á útistandandi 1 milj. og 70 þús. kr. Tap á ársrekstri þess nam tæpum 65972 þús. kr. — Aðgætandi er, að útibú þetta hefir verið gert algerlega upp þær skuldir afskrifaðar, sem tapaðar voru taldar. Tap Landsbankans sjálfs á lánum og víxlum þetta ár nem- ur rúmum 33 þus. kr. Terslunarjöínuður Japaoa. Fyrsla ársfjórðuuginn 1924 nam verslun Japana við útlönd rúmum 17« milj. yena eða hátt á 3 milj. i isl. kr. Nam útfiutningurinn rúmum 336 milj. yena en innflulningur- inu um 814 milj. yena og mis- munurinn á milli út og innflutn- iqgs er því um 480 milj. yena og hefir svo óhagstæður versl- unarjöfnuður aldrei komið fyrir áður í sögu Japans. Orsakirnar til þessa afar ó- hagstæða verslunarjafnaðar eru aðallega taldar liggja í þvf, að eftirspurnin eftir japönskum vör- um hefir minkað stórkostlega bæði vegna hins háa verðs sem á þeim eru og eins vegna þverr- andi kaupgetu- sumra þeirra þjóða sem Japanar hafa mikil viðskifti við. — Mikinn þátt f þessu á líka það, að Ameríka hefir dregið mjög úr kaupum sinum á óunnu silki en það er aðaiflutningsvara Japans. Að þessu styður það einnig, að nú er að komast dálítill rek- spölur á kínverskan og indversk- an iðnað, en yið þær þjóðir hafa Japanar margskonar við- skifti. En þrátt fyrir þenna óhag- stæða verslunarjöfnuð, fallandi gengi yensins og hins geysimikla tjóns, sem af jarðskjálftanum leiddi — er útlitið þó ekki eins geigvænlegt og vænta mátti. Landið er nú orðið birgt af vörum sökum hins geysimikla innílutnings og þarf því ekki að vænta að innflutningur verði mikill á næstunni, styður hið lága yen-gengi að því; bank- arnir fara einnig mjög gætilega i það að styðja að innflutningi; útflutningur er talið að verði mjög mikill vegna lággengisins; loks eru aftur hafin viðskifti millum Japans og Klna en und- anfarið hefir svo staðið,.að Kína hefir lagt bann við kaupum á japönskum vörum og varð Jap- önum að því tjón mikið. Nokkur orð um Nokkrar athugas. L. H. »Mikið er alt á mjer« — sagði kerlingin, hún var grobbin sú gamla. Retta kerlingargrobb, kom mjer í hug, þegar jeg las í blaðinu Tímanum 16. tbl. s.l. »Nokkrar athugasemdir«, eftir L. Helgason. 1 sinum venjulega, yfirlætistón, lýsir L. þar sjálL um sjer. Þarna má sjá mann- inn lifandi kominn, eins og hann er f raun og veru. — Stflshátt- urinn, aðgætnin, dómgreindin og samvinnuyfirburðirnir, leyna sjer eigi, þvf maðurinn neitar aldrei eðli sínu. Athugasemdirn- ar hans eiga vfst að sýna al- menningi, hvernig hann — þessi óskeikuli og illa launaði maður, verði fyrir — ósvífnum árásum. Að hann, sem þriðja persóna í þrenningu, samvinnudýrðar og kaupfjelagsstarfsemi f Skafta- fellssýslu, megi líða róg og á- rásir vondra manna. En sem eftir því að dæma, er hann seg- ir siðar í grein þessari, er þó ekki nema tveir í allri sýslunni — — °8 Þ»r á ofan eru þessir 2 menn — að hans frásögn — »áhrifalaus skinn« — Mikið er nú hvað L. eyðir mörgum orð- um — og tekur á miklum kröft- um við þessa menn, sem hann er að belja yfir í Tímagreinum sfnum. Rar er fyrst að finna áhuga bans á samvinnumálunum. — Sýnist hann ekkert umtalsefni vita þarfara fyrir þau, en að kenna mönnum að þekkja bónda þann er hann segir að skrifað hafi greinina um fúndarhöldin hans í vetur og kaupfjelagið hjer. Þennan bónda, sem nú sje orðinn áhrifalaus — en hafi þó áður haft talsverð áhrif — bæði í kaupfjelaginu hans og í sýsl- unni — eins og geta má sjer til — ef hann hefir fengið 100 þús. kr. hjá nágrönnum sfnum, til þess að leggja í þýsk mörk. í öðru lagi má sjá ágæti hans og mannkærleika í meðferð þessa æíisögubrots bóndans — sem best er lýst með þvf að benda á það, að Lárus veit ekki neitt, hver þessi bóndi er, en telur sjer trú um, að hann hafi þó verið i kanpfjelaginu og i stjórn þess. Hjer byrja nú vindhöggin og heldur þeim svo áfram út alla greinina. T. d. á einum stað segir hann: »Menn eru farnirað þekkja þig, og ekki þekkja þig siður hjer eftir«. — Rað er mun- ur með L., menn þekkja hann svo seint. Það er eins ug altaf gægist fram í honum ný og ný viska, t. d. í þessu, að hann full- yrðir um bónda þennan, að hann hafi hlaupið úr kaupfje- laginu, með skuld. Lfklega er bóndi þessi enn þá með tals- verða innieign i kaupfjelaginu, og getur eins verið að hann sje meiri kaupfjelagsmaður en L. sjálfur, — þvi það tel jeg mesta kaupfjelagsmeun, sem standa i skilum við kaupfjelagið. Og taka í tilbót á sig ábyrgð á öllu því sem stjórn kaupfjelagsins kann að Iána. En þó þeir telji sig mikla kaupfjelagsmenn, sem draga fram lífið á þægilegri at- vinnu ?ið það — er síst að marka, því eigi er þá vfst hvort heldur það er kaupfjelag- ið, eða atvinnan sem þeirelska. Pað er ekki langt siðan J. J. ritaði um afreksverk L. í blað- inu »Tíminn«, það var rjett fyr- ir þingkosningarnar síðustu og var dómur hans um L. mjög hlutdrægur og vilhallur — jafn- vel svo ókunnugum hefði mátt sýnast, svo sem L. fæddi.klæddi og skæddi alla Skaftfellinga. Og þar hugsaði enginn neitt nje hefðist neitt þarft að nema hann og þeir sem hann vekti upp til þess. Skömmu siðar kom svo dómur Skaftfellinga, með kosn- ingunum. Hann feldi úr gildi Jónasar dóminn svo eftirminni- lega og sýndi glögt rjettar hlið- ar í áliti og skoðunum sýslubúa. Lárus varð sem kunnugt er i minni hluta — og síðan hefir hann hegðað sjer eins og jötun- uxi á heitri pönnu. — Verið á sifeldum þönum um sýsluna aftur og fram oft við fleiri menn, og fnndið sjer eitt og annað til erindis — þar á meðal kaup- fjelagsfundina í vetur, sem bónd- inn ritar um. Á þessum fund- um, var aðalefniö að fá fjelags- menn til þess að taka sjálfs- skuldarábyrgð á þeim skuldum, sem komnar voru við fjelagið. Eins og samábyrgðin væri ekki nógu sterk, og að fá hvern ein- stakling til þess að setja veð fyrir eigin skuldum við fjelagið. — Og gera samninga um þær. Eins og þetta mælti ekki gera á skrifstofum fjelagsins, bjá þeim er nauðsyn bar til þess. — Og að siðustu, að fá samþykta pöntun- araðterðina gömlu, sem lögð var niður á veltiárum kaupfjelags- ins, nefnilega að hver deildann- aðist um sig með vörupöntun og greiðslu. — — — Ekkert af þessu var nú svo nauðsyniegt, að til þess þyrfti að eyða allri þessari fyrirhöfn og orðagjálfri, sem þar með fylgdi. En eftir þessa fundi var hjer vart við menn, sem sendir voru heim til skuldugra fjelagsmanna að gera við þá samninga um greiðslu skuldanna og fá veð. Heyrðist þá óánægja yfirvöxt- um þeim er kaupfjelagið setti á skuldirnar, sem voru talsvert hærri en gerðust hjer bjá kaup- mönnum. (Framh.) „"V örður" kemur út á laugardegi í yiku hverri. Verð 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júií. — Ritstjóri til viðtals dagl. kl. 10—12 f. h. Sími 1191. Afgreiðsla á Berg- pórugötu 14, opin 11—1 og 5—7. Sími 1432. — Kaupendur snúi sjer til afgreiðslumanns meö borgun fyrir blaðið og alt sem að afgreiðslu þess lýtur. Prentsmiðjan Gutenberg. Fátt eilt, til andsvara ungfrú Thoru FriðrikaBon. Ekkert sýhir og ef til vill ljósar en oftrú manna á þessari blaðalygi Bandamanna, hve sár- lega oss enn hættir við því, ■ — oss börnum þessarar margróm- uðu aldar reynsluvísinda og öfgaleysis, — að láta öfgar og staðleysur hlaupa með oss í gönur. Enski rithöfundurinn, Jerome K. Jerome, skrifaði i »Daily News« 4. sept. 1914, þessi orð: »Helmingurinn afgrimdarverk- unum (Pjóðverja) er algerður uppspuni. Aldrei var sú styrjöld, að báðir aðiljar ekki væru þeirra skoðunar, að óvinirnir hefðu djöfullega ánægju af þvf að skjóta á sjúkraskýii þeirra, þótt á þeira — okkar f millum sagt — kunni, auðvitað einnig þeirra eigin fjelagar að liggja særðir! Hjer liggur nú fyrir mjer belgisk fregn: 1 kvöldrökkrinu fluttu Þjóð- verjar særða menn af vígvellin- um, f sjúkrabifreiðum. Belgiskri herdeild sást yfir rauða kross- flaggið i rökkrinu, og hóf skot- hríð. Fjöldi hinna særðu ljet’líf sitt. Ef þjóðverjum hefðí orðið á þessi yfirsjón, hefðu Englending- ar, vafalaust, vopnað sig heilagri vandlætingu gegn þessu »yfir- lagða fantabragði Þjóðverja«. Aðrar broðafreguir síendurtaka það, að Þjóðverjar reki hópa af konum og börnum undan sjer, á framrás sinni. Hinir raunveru- legu atburðir eru auðvitað svo, að nokkrir skelfdir smælingjar leggja á flótta undan aðvifandi hersveitunum og Ienda þannig milli tveggja elda. Kúlurnar, sem hitta þetta aumkvunarverða fólk, koma ekki frekar frá einni skot- lfnu en annari. Ritstjórar vorir og klúbbgæð- ingar hafa, svo árum skiftir, hrópað á þessa styrjold. 1 þeirra augum var hún, ef til vill, ekk- ert annað en gæsagangur með hornablæstri. Sannleikurinn er nógu sorglegur. Það veit guð. Það er þvf þarflaust að gera at- vikin hryllilegri i frásögninni en þau eru f veruleikanum sjálfum. Þegar styrjöldin er liðin verð- um vjer að gleyma henni. Ef vjer, með lygaflækjum vorum, leggjum gaddagerði staðlauss haturs milli barna vorra og barna óvina vorra drýgjum vjer stórglæp gegn framtiðinnia. Það er, ef til vill, ekki með öllu ótimabært, fyrir margan hvern, að gefa þessum orðum gaum, þótt komið sje nú alt fram á þennan dag. 1 þeim er, vafalitið, haldbetri viska, heldur en i mestu af því, sem hin diplomatisku höfuð, hver og hversu stór sem nöfn þeirra eru, boða nú á dögum. Það var raunar naumast við því að bú- ast, að menn gæfu þessum spá- mannlegu orðum mikinn gaum, meðan fallbyssukjaftarnir höfðu æðsta málfrelsið, en þeir tímar fara vonandi senn f hönd, að landsmenn höfundarins sjái sjer einhvern hag f því að breyta eftir þeim. (Framb.)

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.