Vörður


Vörður - 02.08.1924, Side 3

Vörður - 02.08.1924, Side 3
V Ö R Ð U R 3 nœgjusömu þýsku þjóð land sitt ajturkc. Eins og vitanlegl er, keör til þessa þar við setið hjá hinni góðu ensku þjóð. En þegar þessa fagra fyrirheits og margs annars þvi líks er gætt, er engauveginn rjett að liggja Loyd George á hálsi fyrir það, þótt hann hafi, á siðustu timum reynt að verða þessu lítið eitt samkvæmur. Jafn- vel ekki þótt Poincaré hafi »knje- sett hann rækilega« fyrir. Ef alls er vel gætt hefir Poincaré þá líka knjesett sjálfan sig —. Pví viti menn: Einnig sjálfur Poincaré þóttist hafa sjer og þjóð sinni sömu köllun að inna í ófriðnum. Hinn 27. nóv. 1914, sæmdi sá hinn sami Poincaré er vjer nú þekkjum, hershöfð- ingjann Joíl're hernaðarorðu. Pá fórust honum svo orð: »Vjer höfum engan rjett til að veigra oss við að takast á hendur vorar veraldlegu skyldur, við menninguna og frelsið. . . . Frakkland mun, með traustri sloð Baudamanna sinua, koma því í verk, sem það hefir á bendur tekist: Að bjarga Evrópu . . . .« (o. s. frv.) Pelta og annað þvi líkt fitl, viö háar hugsjónir, hefir sjálf- sagt, átt drjúgan þátt í þvi að afla manninum og þjóð hans hinnar miklu vinsældar. — Og það er skiljanlegt, um vora hugsjónuriku öld! En að efnd- irnar á þessum gullnu loforð- um, af hans hálfu og þjóðar hans, skuli vera núverandi or- sök sömu vináttunnar? Ja, hví ætti það ekki einuig að vera skiljanlegt! Ef vjer höfum hbg- sjónirnar, smekklega fyrirkomið í bókaskápnum, heimilinu og persónu vorri til príðis og vegs- auka? Höfum vjer þá ekki gert alt það fyrir þær, er krafist verður af oss, með nokkurri sanngirni? Hugsjónir eru til þess að tala þær, skrifa þær, rífast um þær, dást að þeim o. s. frv. — Þ. a. s. Pegar vjer liöfum ekkert þarfar að gera, eru þær til þess. Annars koma þær oss eigi við! — Sjá! Þetta vitum vjer um hugsjónirnar! Hví þá e.igi að lofa Poincaré og öðrum hug- sjóna-fabriköntum að njóta þeirrar visku í dómum vorum um þá?! Forsælisráðherra Frakka, þá- verandi, Viviani, Ijet Langljet, borgarstjóra í Reims, þakkir sínar og aðdáun í ljós, fyrir hrausta framgöngu, í umsátinni um borg hans. Við þá athöfn mælti hann þessi fögru orð: »Vjer erum ékki þjóð ofstæk- isfullra draumóramanna og vjer fyrirlítum eigi valdið, en vjer skipum því á sinn stað, það er að segja, í þjónustu rjettlætisins. Franska þjóðin er ekki dremb- in þjóð og sælist ekki, með rán- gjörnum höndum, eftir því að droltna yfir heiminum —--------- Sameinaðir í því að bjarga inannkyninu, heyjum vjer styr- jöld, með bandamönnum vor- um og semjum eugan frið, fyr en’vjer höfum, fyrir kraft hins frelsandi sverðs, brotið hernað- arstefnu Prússlandsá bak aftur«. Og sjá ! Hið frelsandi sverð braut hernaðarstefnu Prússlands á bak aftur. Og hin rjettláta þjóð tók að bjarga mannkyn- inu. Og þetta mikla björgunar- verk hefir, þegar hjer er komið sögunni, svift hundruð þúsund- ir manna heimilum þeirra og aleigu og lagt drjúgan skerf til þess að lama andlega og verk- lega menningu Mið-Evrópu um ófyrirsjáanlegan tíma. Pessi dramblausa þjóð afvopnaði fjend- ur sína undir þvi yfirskyni að tryggja heimsfriðinri, jók síðan herafla sjálfrar sín meira en dæmi eru til um nokkra þjóð, aðra, bauð alheimi birginn, á grófasla hátt, sendi alvopnaðan miljónafjórðung inní varnarlaus lönd lainaðra óvina, að sömd- um friði 'við þá — og selti þeim alræði í stað samninga. — — En hjer skal nú staðar num- ið, með þennan útúrdúr ogvik- ið aftur að því, sem frá var horfið. Ekki síður en grimd sú er Jerome K. Jerome, í tilfærðri klausu, dregur í efa, er Pjóð- verjum jafnan borin á hrýn tak- markalaus spell á öllum menn- ingarstórvirkjum, í ófriðnum, einkum á listaverkum. Ungfrú Thora Friðrikssop gleymir þvi heldur ekki. Hún talar um hina margnefndu dóm- kirkju í Reiins eyðilagða af Pjóðverjum að óþörfu. Pað er gamla sagan. Jeg vil að eins í þessu sambandi tilfæra nokkur nokkur orð úr grein þeirri, er svissneski rithöfundurinn, Dr. Gustav Schneeli skrifar í »New Zuricher Zeitung«, gegn her- hvöt vinar síns d'Annunzios: »Menn finna sí og æ, orðum sínum stað með Reims, þrátt fyrir það, þótt allir viti nú þeg- ar, að það er Frakkland, sem orðið hefir, af knýjandi hernað- arnauðsyn, að offra þessum feg- ursta helgidómi sínum. Getum vjer ekki gert rað fyrir að Pjóð- verjuin hafi verið þessi nauð- syn jafn sár og Frökkum sjálf- um? Pví hvorki Frakkar nje Pjóðverjar hafa glatað Reims — heldur slyrjöldin!« Borgin Reims lá á milli skot- lína beggja herjanna. Franskir spæjarai' settust að í lurnum dómkirkjunnar og gáfu þaðan merki herdeildum sinum. Stríð er slríð. — Annaðlivort eða . . Líf eða dauði. Sigureða ósigur. Hvorugt verður nokkru verði keypt — eða selt jafnvel ekki dómkirkjunni i Reims ! Pað er vafasamt mikið og sorglegl tjón fyrir menninguna, að dómkirkjan í Reims var skot- in i rústir. Það° var líka ef til vill stórt tjón fyrir menninguna að 20 forfeður vorir brutu hof sin og hörga, þegar þeir kösluðu heiðn- inni. Dómkirkjan i Reims, vjer skulum játa það hreinskilnislega var í rauninni, hús þess guðs, er öld vor hefir afneitað. Tjóu það, sem hjer er um aö ræða, liggur því fyrst og fremst í guðs- afneitan þeirri er gerði hana að dauðu guðstrúar-tákni. Og er það ékki, jafnvel hreinlegri guðs- afneitan, ef veriðgetur umhrein- leik að ræða i þessu sambandi að afmá með öllu guðshús sín, en nota þau, undir yfirskyni guðdýrkunar, til þess að boða í þeim evangelium haturs og manndrápa? Romain Roliant skrifar 15. sept. 1914 í »Journal de Genéve«: »20 þúsund franskra presla ganga undir berfánum. Jesúítar bjóða þýskum her þjónustu sína. Kavdínálar senda út herboð. Serbneskir prestar í Ungverja- landi hvetja sóknarbörn sín til orustu gegn bræðrum þeirra í móðurlandinu Serbíu«. En hvað um það. Pað eilt fyrir sig, að menn nota guös- hús sín að lauusátri fyrir hern- aðarspæjara, er uægileg skýring á þvi, hve sárt þá í rauninni tekur til helgidóma sinna. Hvað öðrum ákærum fyrir samskonar sakir á hendurþess- ari ærusneiddu þjöð líður . . . Jeg tel óþarft að draga þella mál meira á langinn. með því að ræða þær sjerstaklega. Eg vil að einsminna þá menn er úthrópað hafa Pjóðverja sem villimenn, sem Húna o. s. frv. á það, að þeir eiga þó þessari þjóð meira að þakka, semhlut- takendur hvítrar menningar, en þeir sennilega geta gert sjer nokkra grein fyrir. Heimurinn yfirleitt, að rneðtöldum öllum fjendum Pjóðverja, væri sjálf- sagt jafn illa farinn án þeirra: Luthers, Durers, Beethowens, Bachs, Göethes, Kants, Nietzches og Tómasar Kempis, eins oghann væri það án Homers, Dantes, Brunos, daVincis, Rousseaus, Hugos, Miltons og Shakespares. Jeg vil jafnframt beudamönn- uin á það, sem raunar fer kyn- lega í bága við »villimenskuna« —, að Þjóðverjar stóðu öllum fjendum sinum fullkomlega á sporði í því, — ekki síður en i hreistinni — meðan á ófriðn- um slóð, að iðka almennar list- ir og vísindi, með sama alþjóð- lega áhuganum, sem altaf ein- kennir þá, umfram allar þjóðir aðrar! Meðan Bandamenn bannfærðu þýska list i löndum sinum voru »Vandalarnir«, Pjóðverjar, eigi að síður jafn vinveittir listum þeirra. Franskar listir og bók- mentir voru ræddar og ræktar með furðulegu íjöri og áhuga, meðan Saint Saén (sem á þó góðan hluta af frægð sinni að þakka Motivum frá Bach og Beethoven !) og samherjar hans hrópuðu þýska tónlist niður i París. »Dantefjelag« var stofnað í Þýskalandi, um sörnu mundir og Skalaleikhúsið i Milano og San Carlo i Neapel strikuðu Wagner út af leikskrám sínum! Shakespeare og Shaw voru ljúf- lingar þýskra áhorfenda, meðan enskum múg fanst þýsk list móðgun við sig! Að lokum væri ekki úr vegi að benda á það, út af fyrir sig, hver þrif oss og frændum vorum Skandinövum hefir fyr og síðar staðið af menningarsamböndun- um við Þýskaland. Pjóðverjar hafa jafnvel, ekki ósjaldan, sýnt meiri áhuga en Norðurlöndsjálf, fyrir menningarágæti þeirra. Þannig varð Daninn Aage Made- lung þektur í Þýskalandi áður en föðurlandið veitti honum nokkra eftirtekt. Og það er ekki einsdæmi. I. P. Jakobsen, Jó- hannes V. Jensen og aðrir Danir hafa hvað stærstir orðið hjer. Björnson þakka Pjóðverj- ar enn í dag mörg góð áhrif á bókmentir sínar. Pýskaland mætti rjettilega nefna annað föðurland Ibsens. Hjeðan er heimsfrægð hans runnin. Hann er leikinu -hjer ár hvert, ekki sjaldnar en sjálf goð þjóðarinnar: Goetheog Schiller. Hið sama er um Strind- berg að segja. Hamsun hefiralt frá því »Sult« birtist, komið jafnsnemma út í Þýskalandi og heima i Noregi. (Frh.) Kaupið og útbreið- ið „Vörð“. 5 \ skyri, en það liggur í því, að mjólkin er það sumar kostmeiri bæði til smjör og skyrgerðar. — Einnig það liaust reyndist fje óvanalega vænt til frálags, en við það raskast ekki hlutföll milli þess að færa frá og láta ganga með dilk. Sumarið 1923 var meðaltals ærnyt 48,5 kg. Úr hverjum 100 kg. mjólkur fjekst 6,28 kg. smjör. 34 kg. skyr. Eftir þvi gangverði sem nú var á smjöri og skyri var mjólkurpotturinn á 53 aura, eða ærin mjólkar fyrir 25,70. Ef mjólk- in í sumar hefði reynst eins kostmikil og 1922, hefði mjólkurpolturinn orðið yfir 60 aura, þrátt fyrir mikið verðfall á smjöri og skyri. Sje tekið meðaltal af þessum þremur árum verður útkoman þessi: Meðaltals ærnyt 42,7 kg. Meðaltal úr 100 kg. mjólkur: Smjör 6,4 kg. Skyr 38,2 kg. Eða ærin hefir mjólkað að meðaltali fyrir kr. 27,89. Meðaltals verðmunur á hagfæriug og dilk, er kr. 6,66. Meðaltals tilkostnaður á hirðing fjár, og meðferð mjólkur að öllu leyti kr. 5,83, eða saintals á kind ki*. 12,49. Meðaltals ágóði af fráfæruin á kind kr. 15,40. Petta er nú sú hlið sem miðað er við 6 markaðsverð smjörs og skyrs, en vitan- lega eru þeir staðir til sem ekki geta miðað við það, sem sje þeir er engan markað hafa fyrir mjólkina nema heim- ilið sjálft. En þá skulum við líka at- huga, hvað mikið af smjöri og skyri fer til að framleiða 3 kg. af kjöti 1,1 kg. af mör 0,7 kg. gæru og ofurlítið betra slálur. — Pað er hvorki meira nje minna en 2,72 kg. smjör, 15,31 kg. skyr. Já, hvort er nú belra brúnn eða rauður? Undan 8 ám færðu annarsvegar 1 tn. af skyri og nál. 22 kg. af srnjöri, en hinsvegar 24 kg. kjöt 8,8 kg. mör 5,6 kg. gæra og töluvert betri 8 slátur. Svari nú reynsla sem ílestra. Pið munuð nú hugsa, að jeg eigi dá- lítið eftir enn þá sem geri stryk í reikn- inginn og það er rjett. Flestir haldaþví fram, að kvíær þurfi meira fóður en dilkær og það er rjett undir fleslöllum kringumstæðum; en jeg ætla þeim á- burði sem kemur undan kvífjenu að rækta út þann fóöurmismun og það fullkomlega. Jeg hefi sjálfur reynslu fyr- ir injer í þessu; hefi 2 nátthaga sem gefa af sjer um 10 þurrabandshesta báð- ir af töðu, í 1. slætti og það er ekki synd kvíánna minna, að það er ekki miklu meira, heldur er það synd míns eigin ódugnaðar að koma mjer# ekki 7 upp svo mörgum nátthögum, að eng- inn ofræktist eða bælist meira en svo, að altaf sje hægt að slá þá á víxl. En hvernig sem áburðurinn er notaður hugsa jeg hann nægi altaf til að rækta fóðurmismuninn. Pá er eitt enn sem taka má til greina þegar um fráfærur er að ræða annarsvegar, en meðgöngu- dilka hins vegar, og það eru heimtur lamba. Það er ekki hægt að neita því, að hagfæringar komast oft á meiri flæk- ing en dilkar og heimtast því slundum með dálitlum vanhöldum. En jeg vil vekja athygli manna á því, 'að hver sem yngir upp fje sitt með dilkum, kaupir hvert ásetningslíf mörgum krón- um dýrara, en sá sem gerir það með hagfæringum, mun það fullkomlegageta inætt því tapi, sem verður á fjallalömb- unum, þegar að versl gegnir og jafnvel líka batað upp mismun á frálagi á kvíá og dilká. Nú geta ef til vill einhverjir hugsað sem svo: »Já, en góði minn, þú gerir ekkert úr því, að dilkurinn bæði verður vænni kind og þarf minna fóð- ur en hagfæringurinn«. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, þá veit jeg vel, að dilkar eru undir flestum kringumstæðum vænni (þyngri), eink- um fyrst, þar til kindin hefir náð 1 til 3ja ára aldri, en eftir það er oft 8 ekki hægt að þekkja hvort lambið hef- ir verið dilkur eða hagfæringur. Auð- vitað tala jeg hjer um lömb, sem hafa náð 5 til 6 vikna aldri, er þeim var fært frá, og eru að öðru leyti í hlut- fallslegu ástandi við dilka. Hvað seinna atriðinu viðkemur, fóðruninni, þá hefir reynslan bent mjer á, að sist væri orð á því gerandi, að dilkar þyrftu minna fóður en hagfæringar, nema þá, að svo standi á, að við fóðurskort og harð- rjetti sje að búa, þá hafa flestir dilkar náttúrlega meira að missa, en út frá því geng jeg ekki. Betra fóður munu dikar þurfa til að halda áfram framför þeirra og ekki minna en hagfæringar, enda er það hverjum manni skiljanlegt, sem athugar lifskjör beggja fyrsta sum- arið sem þeir lifa, að dilkurinn eigi ekki eins hægt með að sætta sig við misjafnt og strembið fóður eins og hag- færingurinn, Nokkrir segja að kvífje spilli slægju- löndum og er það auðvitað rjett þar, sem svo slendur á, að beita þarf á það, eða þar sem fjeð er látið smala sjer sjálft, að heita má. En ef setið er hjá ám daglega, þá kemur þetta ekki að sök. Annars mun velta á ýmsu með þetta atriði. Jeg vil laka það fram, að tala kví-

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.