Vörður


Vörður - 10.09.1924, Síða 1

Vörður - 10.09.1924, Síða 1
II. ár. Reykjavík 10. september 1924. 36. blað. Landhelgin Og togararnir. Síðasta þing herti allmikið á sektunum fyrir landhelgisbrot og sýndi yfirleitt, að það hafði skilning á því, hvers virði oss íslendingum er það, að strand- vörnin sje í góðu lagi. — Á sjer- staklega einn þingmanna, Pjetur Ottesen, þakkir skildar fyrir skilning sinn og áhuga á þessu máli. í sumar hefir landhelginnar verið betur gætt en nokkru sinni áður og hefir stjórnin með því sýnt skilning sinn á málinu. Það er einkum tvent, sem gerir það að verkum hve afar- áriðandi það er að landhelginn- ar sje vel gætt. Er hið fyrra það, að miklum fjölda landsmanna, þeirra er við sjávarsíðuna búa og sjó sækja á opnum bátum eða mótcrbát- um, er oft og einatt gerður hinn mesti usli og eignatjón af botn- vörpungum sem eru að ólög- legum veiðum innan landhelgi. Er ekki nóg með það aö botn- vörpungar þessir eyðlleggi að miklu leyti fiskiveiði þeirra held- ur spilla þeir og oft og einalt netum þeirra og veiðarfærum stórkostlega. Má því segja, að það gangi glæpi næst af botnvörpungum að vera á veiðum innan land- helgi á þeim slóðum sem minni skip sækja afla sinn aðallega á. Pví miður eru þó miklar kvartanir um, að margir botn- vörpungar geri sig seka um þetta og það jafnvel engu síður þeir innlendu en útlendu og sýnist mörgum svo, að þeir inn- lendu fremji hjer meira óhæfu- verk en hinir útlendu, því að þeim er auðsýnna tjónið, sem þeir vinna fjölda manna með þessu og ættu að hafa ríkari tilfinningu fyrir hagsmunum þessara manna og um leið þjóð- Qelagsins heldur en einhverir útlendir togarar, franskir, enskir eða þýskir. Sennilega hafa þessir lögbrjótar það sjer til afsökunar með sjálf- um sjer, að þeir veiði ekki inn- an landhelgi nema því að eins, að engan fisk sje að hafa utan línunnar, og hugsi því sem svo, að þjóðfjelaginu i heild megi á sama standa hverir það eru sem fisksins afia. Mest sje um það vert fyrir það, að fiskurinn komi i land. En þessi afsökun er alls ekki fullnægjandi. í fyrsta lagi ber skipstjórum botnvörpunga sem öðrum að hlýða landslögum og þess verður að krefjast af þeim, að þeir skilji það, að þingið sje ekki að leggja sektir við land- helgisbrotum einungis að gamni sínu eða af meinbægni við þá, heldur af þvi, að það álitur, að hjer sjeu svo miklir hagsmunir í veði, að ekki megi vera óvarðir og að stundarhagsmunir ein- stakra manna verði að vikja fyrir þessum hagsmunum heild- arinnar. í öðru lagi er það ekki rjett, að það skifti minstu máli hverir fiskinn veiða, ef hann einungis fæst. — Þótt auðvitað sje gott, að einstök togaraútgerðarfjelög græði sem mest og sá gróði komi þjóðfjelaginu á margan hátt að notum, þá getur samt sá gróði orðið ofdýru verði keyptur. — Og það er hann ef fjöldi smáútgerðarmanna og fiski- manna missir sökum þess at- vinnu sina og eignir. Kemur og hjer enn til athug- unar, að margir skipstjórar botn- vörpunga og menn sem kunn- ugir eru þessu halda því fram, að sárasjaldan komí það fyrir, að nauðsyn sje á fyrir botnvörp- ungana að veiða innan land- helgi til þess að afla vel. Hafa sumir skipstjórar, að fullyrt er, aldrei veitt innan land- helgi og hafa þó ávalt verið með þeim aflahæstu. En þetta atriði þó alvarlegt sje og eitt væri nægilegt til þess, að skylda bæri til fyrir alla að hlýða landslögum í þessu efni, er þó ekki alvarlegasta atriðið i þessu máli. Alvarlegasta atriðið er það, að allar líkur mœla með þvi, að ef ekki Ukst að verja landhelgina hjer vel, líði ekki á löngu áður en fiskiþurð verði hjer á þeim slóðum sem botnvörpuskipin nú taka aðalafla sinn á. þetta er mesta hættan og hana ættu togaraeigendur og útgerð- armenn að sjá, því að hún vofir yfir þeirra eigin atvinnuvegi. Fyrir nokkrum árum síðan var Norðursjórinn fullur af fiski en nú fæst þar varla branda hjá því sem áður var vegna hins hlífðariausa dráps sem þar átti sjer stað. — Og eins hlýtur það allsstaðar annarsstaðar að fsra ef ekkert er gert til þess að bæta úr eyðileggingunni. Svæðið innan landhelgislín- unnar er eða að minsta kosti ætti að vera, uppeldisstaður fiskj- arins. — Ef landhelgin er vel friðuð, getur fiskiveiðin kringum ísland enn enst um ófyrirsjáan- lega langann tíma. Glögt dæmi þess hver feyki- munur er þegar orðinn á fiski- mergðinni utan og innan henn- ar er niðurstaða dr. Schmidts. Hann togaði bæði utan og innan við línuna á Faxaflóa og varð niðurstaðan sú, að á hverj- um togtíma veiddust 12 skar- kolar utan linunnar en 107 að innan. Af ísu veiddust 27 að utan en 224 að innan. Ef engin landhelgi væri til hjer, eða svo illa varin, að engu gagni kæmi mundi uiður- staðan verða sú, að sjórinn við strendur landsins væri orðinn nær alveg urinn af fiski, því að auk þess sem togararnir veiddu þar sæktu smábátarnir þangað þann afla, sem unt væri að fá. En ekki nóg með það, utan landhelgislinunnar væri lfka fiski- laus sjór, því að þá hefði ung- viðið hvergi friðland, heldur væri það strádrepið á fyrsta ár- inu. það heyrist ekki svo sjaldan bæði hjá mönnum, sem sjó sækja á botnvörpungum og einn- ig landsmönnum og jafnvel f þinginu sjálfu, að það sje geysi- mikill munur á þvi hvar botn- vörpungarnir fiski innnan land- helgi. — Það saki ekki mikið þótt þeir skjótist upp að landi við sandana eða annarsstaðar, þar sem lítið eða ekkert er af smábátum. Það er satt, að íandhelgis- brotin á þessum slóðum, valda ekki einstaklingunum jafnmiklu eignatjóni og þau gera á smá- bátamiðunum, en munurinn á þvf hvort botnvarpan drepur miljónir ungviða fyrir söndun- um eða í Garðsjónum er enginn. —-Porskaseiðinsem lifa við sand- ana hafa jafn mikla möguleika til þess að verða að fullvöxnum þorski sem seiðin f Garðsjónum. — Þegar til lengdar lætur er því tjónið fyrir þjóðfjelagið það sama hvar sem veitt er innan landhelginnar. Heill sjávarútvegsins og þjóð- fjelagsins heimtar því að land- helgin fái að vera i friði. — Og hver togaraskipstjóri, sem veiðir innan landhelgislínunnar hefir það á samvisku sinni, að með þeim verknaði sínum sje hann að vinna að því að eyðileggja þann atvinnuveg, sem framtíð og velmegun þjóðar vorrar bygg- ist að mestu á. — Slíkt ógæfu- verb má engann skipstjóra framar henda. Leiðrjetting. í skýrslu hr. alþm. Árna Jóns- sonar frá Múla i síðasta tölubl. »Varðar« hafa ruglast línur í prentuninni, neðarlega á þriðju siðu í kjallaranum, svo að hætt er við, að sumum veitist erfitt að átta sig á samhenginu. Til þess að leiðrjettingin verði sem skýrust, er kafli sá, sem sumt hefir aflagast í, prentaóur í heilu lagi. »Forgöngumennirnirhjer skrif- uðu nokkrum útflytjendum, þar á meðal Sambandi íslenskra samvinnufjelaga og skoruðu á þá að beitast fyrir um útflutn- ing til Belgiu og Englands. Árangurinn varð sá, að samband- ið fór fyrir alvöru að vinna að þessu máli og seldi haustið eftir einn farm til Belgíu með viðun- anlegu verði. Var auðvitað eng- in fyrirstaða um kaupendur þar, og þó fyr hefði verið. Pessi farmur reyndist mjög vel. Mót- takandi farmsins, Poels kaup- maður i Antwerpen, sem fengið hefir marga fjárfarma frá ls- landi sagði mjer, að þetta væri besti farmurinn sem hann hefði nokkurntíma fengið. Var þóekki nema */4 hlutinn sauðir, hitt ungar ær. Aðgætandi er þó að árið sem leið var fje óvenju vænt«. — Sleggjudómurinn vesthelmskí Ofl Tryggvi Pórhallsson. Einstöku lygalaupar eru til, sem trúa sinum eigin lygasögum er þær hafa borist út og þeir heyra þær aftur utan að sjer. Svo langt er hann þó vænt- anlega ekki leiddur hinn prest- vigði ritstjóri »Timans« herra Tryggvi biskupsson, en vorkun væri mönnum þó þeim dytti slíkt í hug, er þeir sjá feginleik hans yfir hinum vestheimska sleggjudómi um fjármálastjórn Magnúsar Guðmundssonar, sem hann hefur eftir einhverjum verslunarháskóla — þó ekki sam- vinnuskóla — kandidat vestur í Bandarikjum og enjlurprentar i blaði sínu. Lætur hann sem hann hafi þarna fengið öruggan stuðning öfgum sinum, ósann- indum og blekkingum í þessu máli, sem alt er marghrakið og ofan í hann rekið. — Vitanlega er þessi sleggjudóm- ur ekkert annað en endurtekn- ing á þvættingi »Tímans«, sem einhver maður vestur í Ameríku hefur glæpst á að trúa og hafa eftir. Varla er nú unt að ætla, að ritstjóri »Tímans« sje svo skyni skroppinn að hyggja, að það auki ósannindum hans sannleiksgildi þó að einhver Ameríkumaður flónskist til að leggja trúnað á þau og hafa þau eftir. En því er þá ritktjór- inn að gaspra um þetta og hrósa happi yfir þessum óvænta stuðningi, sem hann hafi þarna fengið vestan um haf? Þeirri spurningu verður ekki svarað nema á einn veg ef því er hald- ið föstu, að ritstjórinn sje þó ekki kominn eins langt niður á við eins og mannræflar þeir, sem jeg nefndi i upphafi þessa máls — og það vil jeg gera í lengstu lög — því verður þá svarað á þann eina veg, að þetta sje gert til þess, að blekkja lesendurna, en þá um Ieið lýsir hann því áliti á lesendum Tím- ans, að þeir sjeu svo auðtrúa flón, að þeir taki alt fyrir góða og gilda vöru, sem f þá er látið. — En þar reiknar Tryggvi al- veg skakt. íslenskir bændur og sveitamenn — en það eru aðal lesendur »Tímans« — eru alls ekki svo hugsunarlausir nje Gjalddagi „Taröar" var I. júli. Kaupið og útbreið- ið „Vörð“. skyni skroppnir, að þeir trúi öllu, sem prentað er, og það ekki fremur þó það sjeu Tíma- lygar upptugðar vestur i Ame- riku og siðan endurprentaðar i Tímanum. — Slík ritmenska er sist til þess fallin að endurreisa hið dvinandi álit Tímans út um sveitir þessa lands, nje til þess að auka ánægju samvinnumanna yfir þvi að ala þann andlega horgemling á sveita sinum. 20 ágúst 1924 Samvinnumaður. Nlirlfað úr Glrlndavik 1. þ. m.: Tiðin ágæt i sumar. Tún i meðallagi sprottin, en hagar snöggir og kýr nytlitlar. Fiskilitið mjög siðan á leið. Hinn 6. þ. m. ljest hjer aldr- aður bóndi Einar Guðmundsson agttaður úr Fljótshlíð. Hann var greindur maður og bókhneigð- ur. Las meira en bændur al- ment gera, var minnugur og at- hugull og fróður um ótrúlega marga hluti. Síðustu 3 árin lá hann rúmfastur og þungt hald- inn. Einar sál. var maður trú- hneigður og staðfastur í trúar- efnum sem öðru, en kynti sjer þó stefnur siðaritfma. Hann var um mörg ár einn af öflúgustu starfsmönnum bindindis í þess- ari sveit og taldi það ávalt eitt af mestu velferðarmálum þjóð- ar vorrar. Jaröskjálftakipplr all- snarpir hafa fundist hjer undan- farið. Hefir mönnum virst, að þeir kæmu úr suðvesturátt eða í stefnu af Reykjanesi. — Kipp- irnir munu hafa orðið einna snarpastir hjer. Austur í Mýrdal og þar fyrir austan fundust þeir ekki. Spjöll hafa engin orðið að þeim enn. Togarlnn íslendlngur er nýkominn af sildarveiðum að norðan. Hann mun hafa aflað einna best af skipum sem á sildveiðar gengu. Fjekk aljs 4500 tn. — Skipstjóri á honum er Kristinn Brynjólfsson frá Engey, viðurkendur aflamaður. Aöstoöarmannsstaðan við Hagstofuna er auglýst laus. Byrjunarlaun 3500 kr. og dýr- tíðaruppbóf, launahækkun sam- kvæmt launalögunum. Menn með háskólaprófi í stjórnfræði ganga fyrir öðrum.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.