Vörður - 10.09.1924, Qupperneq 3
V Ö R Ð 0 R
3
Árnessýslu, 18°/e, í Gullbringu-
Kjósar og Mýrasýsium 15°/o og
í Rangárvallasýslu 14°/o, minst
í Eyjafjarðar og Suðurmúlasýsl-
um, 3°/o,
Hross voru í fardögum 1922
rúmlega 57 þús. Hafði þeim
fjölgað frá árinu áður úm rúm-
lega 1700 eða rúmlega 3,5°/o,en
alt fyrir það er hrossatalan lægri
nú en hún var 1919.
Á landshlutana skiftist hrossa-
talan 1922 þannig :
Suðurvesturland . . . 11601
Vestfirðir............. 2838
Norðurland .... 19113
Austurland .... 4090
Suðurland.............. 13400
Mest hrossafjöigun hefir á
þessu ári orðið á Suðurlandi
7#/o.
Hœnsni voru talin þetta ár
18360, en sennilegt er, að sú
tala sje of lág.
Á hvert hundrað landsmanna
árið 1922 ketnur eftirfarandi
skepnueign :
Sauðfje 600, naut 27, hross
53. Hefir sauðfjáreignin aldrei
verið lægri síðustu 15 ár nema
árið 1921, þá komu 582 sauðir
á hvert 100 landsmanna.
Hæst steig sauðfjártalan 1913
þá var hún 727.
Tala nautpenings hefir verið
nokkuð svipuð siðustu 15 árin.
Farið lægst niður í 25 árin 1919
—21 en orðið hæst 31 árin 1911
og 1913.
Hrossatalan hefir einnig ver-
ið mjög svipuð, verið lægst 1911
51, en hæst árið 1918 58.
At þessu yfirliti má sjá það,
að búnaðarhættir landsmapna
bæði yfirleitt og í einstökum
landshlutum og sýslum hefir
sáralítið breyst nú síðustu árin
og skepnueignin staðið hjerum
bil í stað. — Af því væri þó
rangt að álykta það, að hagur
þeirra manna, sem við landbún-
að fást, hafi sömuleiðis ekkert
breyst. — Jarðirnar eru yfirleitt
nú miklu verðmeiri en áður
vegna ýmissa umbóta sem á
þeim hafa verið gerðar einkum
1 húsabótum.
Sennilega er og fjenaðurinn
talsvert arðmeiri nú en hann
var um aldamót, sökum betri
meðferðar nú en þá var og kyn-
bóta.
Peningaeignin mun lika vera
meiri nú, en hún var um alda-
mótin og næstu árin þar á eítir,
enda þótt tillit sje tekið til geng-
ismunarins.
En ekki er því að neita, að
sjeu framfarir landbúnaðar og
sjávarútvegs síðustu ára bornar
saman þá verður munurinn mik-
ill, — Er og ef til vill ekkert
að undra þótt svo sje, því að
aðstaðan er í ýmsu ólík, en
nokkru veldur það líka um, að
framtakssemin og kjarkurinn er
meiri sjávarútvegsmegin.
Sitt af hverju
um barnakensluna.
Vörður hefir þetta árið flutt
margar greinar um fræðslulögin,
og barnakenslu, og því vona jeg,
að hann neiti mjer ekki um
rúm fyrir nokkrar línur. Pótt
þær beri með sjer, að þær sjeu
skrifaðar, svo að segja við orfið.
Siðasta þing ræddi víst all-
mikið um barnafræðslu en gerði
engar breytingar á fræðslulög-
unum, og verður ekki annað
sagt en það hafi verið viturlega
ráðið, því það gat orðið til
heldur að spilla alþýðufræðsl-
unni, að gera slórar breytingar
á fræðslulögunum, án vitundar
mikils hluta þjóðarinnar. Auö-
vitað var í þessu tilliti mikil
bót, að »Vörður« flutti tillögur
mentamálanefndarinnar, um
barnafræðslu í vetur, svo nú er
lesendum hans og þeim sem hafa
lesið Mentamálanefndarálitið
kunnugt um málið.
Jeg imynda mjer, að fiestum
liki vel, flestar tillögur menta-
málanefndarinnar, um barna-
fræðsluna. En jeg er sömu skoð-
unar og Ásgeir Magnússon kenn-
ari, að ekki sje heppilegt,
að börnin læri 300 blaðsiður
úr biblfunni, i staðinn fyrir kver.
Auðvitað er það reynslan ein,
sem sker úr því, hvort betra
verður að auka lifandi kristindóm.
Best hygg jeg væri að einskorða
hvorugt svo, að ekki mætti velja
um eftir því sem hlutaðeigendum
fjelli best, þó þyrftum^ við helst
að fá nýtt kver, sem væri stutt,
— ekki lengra en 50 blaðsíður,
og greinarnar í þvi stuttar og
auðskyldar. Bibliusögur og
nokkra velvalda sálma, ættu
börnin að læra.
Heyrst hefir það, að óþarfi
mundi vera að kosta svona
miklu til barnafræðslunnar. Og
í grein eftir Porstein á Grund í
»Verði« í vetur, var því haldið
fram, að mig minnir, að ekki
mundi verri skilyrði fyrir heima-
fræðslu til sveita nú, en áður
en fræðslulögiu gengu í gildi.
Ekki veit jeg hvernig barna-
fræðslunni hefir verið, og er
háttað f kringum Porstein, en
víða um land hyggjeg, að skil-
yrðin fyrir heimafræðslu, ein-
göngu, sjeu ekki góð. Fólkið er
víða miklu færra á bæjunum nú,
en það var áður, en þó er miklu
meira að starfa svo á mörgum
heimilum er það þannig, að þótt
vel hæfur maður sje á heim-
ili til að kenna, þá má hann oft
ekki vera að þvi, svo kenslan
verður fyrir þá sök ófullkomin.
En þeir sem fengist hafa við
barnakenslu vita best, að það
þarf æði langan tíma til kensl-
unnar, ef hún á að verða ann-
að en kák. En eigi okkur að
miða áfram á leið, i öllu sem
gott er, og sem til framfara telst,
þá verður alþýðumentunin að
vera í lagi. Að líkindum langar
enga til þess, að alþýðumentun-
in verði ekki betri en hún var,
áður en fræðslulögin komust á.
Liklega eru ekki ábyggilegar
skýrslur um, hvað margir það
voru sém kunnu að skrifa um
þaö leyti.
í gamalli sóknarlýsingu frá
árinu 1849, er sagt, að í einni
sveit hafi þá ekki kunnað nema
4 eða 5 menn að skrifa, og er
ekki einu sinni vfst, að þessir
menn allir hafi ritað nokkurn
veginn ritvillulaust. Vel getur
verið, að i sumum sveitum hafi
fieiri kunnað að skrifa en þetta,
en hætt er við að margir hafi
ekki kunnað það. En það má nú
segja, að ekki sje hætt við því,
að börnin hjeldi ekki áfram með
að læra að skrifa, þótt engin
farkensla yrði. En hætt er við
að sú skriftarkunnátta yrði lje-
leg hjá fjöldanum eftir nokkur
ár Peir sem fengist hafa við
kenslu í mörg ár, vita best hvað
langur tími fer af skólatíman-
um eingöngu til að kenna skrift
og rjettritun. Og þeir sem eru
kunnugir i sveitunum vita, aðþótt
á heimilunum væri eins margt
fólk nú, eins og áður, sem það
ekki er, þá hefir það rniklu
meira að starfa bæði úti og inni,
svo kenslan mundi lenda i und-
andrætti.
Pað er von þótt að sumum finn-
ist of miklu fje varið til barna-
kenslu, sem hafa þá skoðun, að
skólakensla til sveita verði ekki
að tilætluðu gagni. Og auðvitað
er ekki hægt að neita því, að
gott væri ef hægt yrði að minka
útgjöld ríkissjóðs, ekki að eins til
barnakenslu yfirleitt, heldur og
með því að fækka embættismönn-
um þjóðarinnar eins og hægt er.
En það gekk nú ekki sem best á
síðasta þingi, því hægara er að
stofna embættin en afnema þau.
Gott tel jeg það, að það gekk
ekki fram á þinginu, að sveit-
irnar og bæirnir legðu meira
fje til barnakenslunnar, en nú
er gert. Og’best gæti jeg trúað,
að ef það hefði gengið fram og
með þeirri tiislökun, sem nú
er á skólaskyldu vorri, að mjög
víöa hefði verið hætt við barna-
skólakenslu, en af þvi hefði að
líkindum hlotist mjög mikið
tjón.
— En væri hægt að minka
fræðslukostnaðinn, sem ríkið
leggur til? Pað er auðsjáanlega
ekki hægt nema með því móti
að fækka barnakennurunum.
109 þús. fleiri en fram var tal-
ið vorið á á eftir. — Parf naum-
ast að gera ráð fyrir, að ráð-
vendni framteljenda í framtali
sinu hafi aukist að stórum mun
síðan. — Eru fæstir framtelj-
endur jafnt skapi farnir hvað
þessu viðkemur, sem bóndi einn
á Norðurlandi, sem sagði skepnu-
eign sína og heyfeng ætíð full-
um þriðjungi meiri en hvoru-
tveggja í raun og veru var.
Fardagaárið 1921—22 hefir
sauðfjenaði fjölgað um 17 þús.
eða um rúmlega 3°/o en þrátt
fyrir það er hann þó færri en
hann var árið 1920.
Sauðfjenaðurinn skiftist þann-
ig, að rúmlega 413 þús. eru ær,
sauðir rúmlega 33','a þús., hrút-
ar tæplega 81/2 þús. og geml-
ingar um 116 þús. — Hafði
gemlingum tjölgað um 17°/o,
sauðum fækkað um 8°/o, en ær
og hrútar nær staðið í stað.
Eftir landshlutum skiftist sauð-
fjáreignin þannig, að hæst er
Norðurland með rösk 184 þús.
þá Suðurland með rösk 136 þús.,
Austurland með tæp 982/6, Suð-
vesturland með tæp 98*/s þús.
og Vestfirðir með rúm 53% þús.
Hefir fjölgun orðið í öllum
laudsfjórðungum en mismunandi
nokkkuð. Hefir hún orðið mest
á Suðurlandi um 9°/o en minst
á Norðurlandi.
í einstökum sýslum hefir fje
fjölgað mest í Vestur-Skaftafells-
sýslu 12% og Árnessýslu 10°/o,
en fækkað í Skagafjarðar- og
Húnavatnssýslum.
Geiifje á öllu landinu í far-
dögum var rúmlega 21/* þús.,
er rúmlega % af öllu geitfje í
landinu í Pingeyjarsýslum.
Nautgripir löldust í öllu land-
inu rúmlega 26100. Fjölgaði þeim
á árinu um 2370 eða 10°/o og
hefir nautgripatalan elcki kom-
ist jafn hátt síðan 1916.
Norðurland erhæstmeð naut-
gripatöluna 7'/2 þús. og Suður-
land lítið eitt lægra, en þar hef-
ir fjölgunin orðið mest á þessu
ári eða 15%. í einstökum sýsl-
um hefir fjölgun orðið mest í
22
ganga í öfuga átt við þetta. Væri
jarðarhnötturinn allur skýjum hulinn og
athugaður svo utan úr geymi, mundi
miðbikið virðast snúast hœgar, vegna
staðvindanna, sem flytja alt í vestur, er
þeir mega með sjer færa. Petta er því
annars eðlis.
Flekkir þessir eru mjög mismunandi
að stærð og útliti. Sumir eru margfalt
stærri en alt yfirborö jarðar, en aðrir
minni. Lögun þeirra er einnig margvís-
leg. Má helst líkja þeim við skýjabólstra
í gufuhvolfi jarðar, þó annað sje eðli
þeirra. Venjulega eru þeir dekstir í
miðju — það nefnist skuggi — en ljós-
ari á jörðum og nefnist það hálfskuggi.
Fram í skuggana ganga Ijósar tungur,
allavega bognar, og stundum höft alveg
yfirum.
Varanleiki flekkjanna er mjög svo
misjafn. Flestir líða undir lok á fáum
klukkustundum, en sumir baldast mán-
uðum saman. Einstöku sjást með ber-
um augum og til eru sagnir frá fyrri
öldum um að sólin hafi tímum saman
verið óvenju dimm og rauð. Halda
sumir að það hafi stafað af miklum
ílekkjum á yfirborði sólarinnar.
Tala flekkjanna er ýmist að aukast
eða minka. Á rúmum 11 árum ná þeir
að jafnaði hámarki og lágmarki. Petta
23
endurtekst si og æ. Á likum tíma ná
norðurljós í gufuhvolfi jarðar einnig há-
marki og lágmarki. Fara næstum alveg
saman miklir flekkir og mikil norður-
ljós. Er því ljóst að samband er þar á
milli. Jafnframt því er mikil ókyrð á
segulnálum. Nefna menn þetta segul-
storma og virðist svo sem þeir eigi upp-
tök sín í eldhafi sólarinnar.
Umhverfis flekkina er sólhvelið bjarl-
ara en annarsstaðar. Sjeu þeir staðir
athugaðir frá hlið, koma þar i ljós
feikna miklar eldtungur, sem teygja sig
út í geyminn. Allir slíkir logar nefnast
blgs, sjeu þeir eigi yfir 15 þús. km. á
hæð. Við almyrkva á sólu eru jaðrar
hennar líka^jir því sem hylli undir röð
af logandi stararstráum — óskipulega
settum. Eru þetta blysin. Neðan til eru
þau beinvaxin, en ofan til greind og
sveigð. Alt er þetta á geisilega mikilli
hreyfingu.
Ýmsar skýringar.
12. Hvað eru svo flekkir þessir, og
hvað eru blysin?
í fyrstu hugðu menn flekkina op á
ijóshafi sólar, en að inni fyrir væri
dimmur hnöttur. Síðar hugðu menn þá
vikur og gjall, sem flyti á eldhöfum
hennar. Hugðu menn þá, aö hún væri
24
tekin að kólna svo mjög, að hjer væri
föst skurn á fyrsta myndunarstigi. Nú
reiknast mönnum hitinn á sólhvelinu
6200 celsíusstig. Við þann hita getur
eigi verið um neitt gjall að ræða, og
því síður fastan dimman hnött. Hitinn
er langt fyrir ofan suðumark allra hluta.
Nú líta menn svo á að blysin ásamt
flekkjunum sjeu bringiður í lofthöfum
sólarinnar. Það eru hvirfilbyljir logandi
elda. Hraði þeirra er undramikill. Svar-
ar hann til þess að þeir færu á 2 —3
sekúndum kringum alt þetta land.
Blysin eru þá glóandi gaslogar, sem
brjótast upp úr iðrum sólar og mynda
hringiður og sveipi í lofthöfum hennar.
En flekkirnir iðuopin eða hafsaugun,
sem gasmekkir þessir byltast niður um,
er þeir leita aftur í skaut sólarinnar.
Guíulivoll sólai'. Gosin.
Kórónau.
13." Fátt vita menn um iður sólar
annað en það að þar eru miklir kratt-
ur i fjötrum. Yfirboð sólar nefnist Ijós-
hvolf. Pað er hvítt á lit, nema þar sem
flekkir myndast. Par ber mest á efni
því sem calcium nefnist. Yfir því liggur
annan lag — 'reversions-lagið. Pað er
lítið þekt.
Ofan á því liggur lithvolfiö. Pað hefir
25
roðablæ. Par ber mest á vatnsefni, sem
er ljettasta frumefnið. Svífa efni þess
líkt og skýjabólstrar yfir e'ldhafi sólar-
innar. Roðinn stafar mest af blysunum
er brýst upp í gegnum það sf og æ.
1 gegnum öll þessi lög og óraleiðir út
fyrir þau kastast hin miklu gos, er óaf-
látanlega geisast fram úr iðrum sólar.
Gos verður að kalla þau, til þess að
láta þau eitthvað heita. En eigi er minni
munur á flugeldum barna og stærstu
gosum jarðar, en á eldgosum jarðar
vorra og eldgosum sólarinnar. Skal nú
lýst einu þvíliku gosi.
Pað sást 11. júli 1892 og hafði þegar
náð 197 þús. km. hæð. Að 5 mín. liðn-
um hafði það náð 427 km. hæð. Hraði
þess mun þá hafa verið 715 km. á sek.
er það yfirgaf sólina. Enn liðu 3 mín.
og þá hafði það fallið niður í 351 þús.
km. hæð. Var þá meðalhraði þess 669
metr. á sek. og 3 mín. siðar eða 6 min.
eftir, að það var hæst var gosið fallið
niður og undrið horfið.
Lengst hafa gos þessi komisl álíka
hátt og frá jörðunni til tunglsins eða
5 — 6 hundruð þús. km., en meðalhæð
þeirra er um 40 þús. km.
Margvísleg er lögun þeirra og eigi
gott að lýsa. Sum likjast fögrum gos-
brunnum. Önnur likjast mörgum skíða-