Vörður - 20.09.1924, Blaðsíða 1
iðsiu- 03 lnn»
leimtumaflur
eir Magnússon
kennaii.
II. ár.
Reykjavík 20. september 1924.
37. blað.
Er Þorgeir Skorargeir og aðr-
ir aðiljar breunumálsins höfðu
sæst við Brennu-Flosa og menn
hans, tók Kári Sölmundarson
hest sinn og vopn og reið í
Mörk, til Bjarnar hins hvíta. —
Lýsir Njála Birní svo, að hann
hafi verið maður sjálfhælinn,
en skygn og skjótur á fæti. —
Húsfreyju hans þótti ill sjálf-
hælni hans og unni honum lít-
ið, enda gfefin honum til fjár.
Þau hjónin tóku Kára vel og
mæltist Kári til þess við Björn
að hann veitti sjer fulltingi móti
Brennumönnum og kvaðst vel
treysta honum til áræðis. —
Björn svaraði liðveislubón Kára
svo : »Hvárki frýek mjer skygn-
leiks nje áræðis eða nakkvarr-
ar karlmensku. — En þvímunt
þú hingat kominn, at nú mun
fokit í öll skjól. Enn vit áskor-
un þina Káricc, segir Björn, »þá
skal ekki gera þik líkan hvers-
dagsmönnum. Skal ek víst verða
þjer at liði öllu slíku, sem þú
beiðir«.
»Húsfreyja hans varð áheyrsla
og mælti: »Tröll hafi þitt hól«,
sagði hún, »okskrum. Ok skyld-
ir þú eigi mæla ykkur tál báð-
um og hjegóma í þessu«.
Björn svaraði húsfreyju sinni
svo: »Oft hefir þú veitt mjer á-
mæli. Enn ek Ireysti mjer svá
vel, at ek mun fyrir engum
manni á hæli hopa. Er hjer
raun til, at því leyta engir á
mik at engir þora«.
Björn var síðan með Kára
nokkura stund og varð honum
að nokkru gagni, en áræðisins
og karlmenskunnar gætti furðu
lítið, eftir orðum hans að dæma,
því að jafnan stóð hann að
baki Kára, er vopnaviðskifti
urðu og siðan er máltækið:
»Björn að baki Kára«.
það verður ekki af Birni skaf-
ið, að enda þótt skrumari væri
og lítilsigldur, þá var hann þó
Kára hollur. Svipar Birni mik-
ið til niargra gamalla hjúa fyrr-
um, sem unnu húsbændum sín-
um vel eftir þvi sem kraftar
leyfðu og voru þeim hlýðin og
auðsveip, en voru talsvert í
munninum, er þau áttu tal við
ókuunuga og þótlust þá jafnvel
ráða öllu á heimilinu.
Björn átti börn með konu
sinni og varð maður kynsæll, að
því er ættfróðir menn segja, en
meinið er, að ættin hefir-úr-
kynjast, e,n við þvi mátti hún
naumast, því að til þess var
efnivjðurinn í ættföðurnum held-
ur rlr.
Urkynjunin hefir orðið þann-
ig, að hinir vondu eiginleikarn-
ir sem Björn f Mörk hafði,
skrumið og málæðið hefir hald-
ist, en góöu eiginleikarnir, sem
hann hafði, hlýðnin og hollust-
an, eru horfnir.
Pá er og sá munurinn á Birni
og sumum nú, sem svipar til
hans um gasprið og skrumið,
að ekki er þess getið, aó Björn
hafi haft sig í frammi, að á-
stæðulausu. — Hefir hann senni-
lega haft þá sjálfsþekkingu und-
ir niðri, þótt vitgrannur og sjálf-
hæliim væri, að hann mundi
ekki vel til stórræða fallinn og
hæfði best heimasetan. — En
andlegum skyldmennum hans
nú hefir svo vaxið oflætið, að
þeir gefa sig fram ótilkvaddir
til þingmensku og annara opin-
berra starfa og láta digurbark-
lega.
En mesta furða er það, að
kjósendur og aðrir skuli láta
glepjast af glamrinu og kýmin
mundi frásögn Njálu þykja ef
hún Ijeti Björn í Mörk vera
aðalforsvarsmann til eftirmála
eftir Njál og sonu hans. — Enn
ltýmilegra er það þó, að íslend-
ingar 20. aldar skuli fela göspr-
urum og málsrófsmönnam for-
ræði sitt i opinberum málum.
Sakaði þó lítið ef þetta væri
að eins til gamans gert, því að
bæði er það, að íslensk alþýða
hefir fátt sjer til skeintunar og
eins stæði þá forysta þessa
manns ekki lengi, þvi að þetta
væri þá nokkurskonar uppeldis-
aðferð, sem kjósendur beittu
gagnvart þessum spjátrungum
til að reyna að láta þá þreyfa
á þvi, að þeir væru einskis
nýtir til starfsins og ættu að
gefa sig við öðrum hlutum. —
En hættan verður meiri og alvar-
legri þegar spjátrungurinn og
gasprarinn verður i auga kjós-
andans að mikilmenni.
Á 19. var maður uppi, Sölvi
Helgason að nafni. Hann þótt-
ist vera heimspekingur, málari,
skáld og listamaður af »guðs-
náð«og ferðaðist um landið og
hafði á sjer höfðingjasið. — En
alþýða 19. aldarinnar var svo
skynsöm og athugul, að hún
viltist ekki á manninum og
skyldi glögt, að hjer var að
eins um umkomulítinn umrenn-
ing að ræða, sem að eins var
»hár i sinni eigin ímynd«.
Nú geta Reykvíkingar, sem
aldir eru upp á götum bæjarins
og varla þekkja hriíu frá orfi,
spigsporað um sveitir landsins
með hinum mesta spekingsvip
og talið bændum trú um, að
þeir sjeu útvaldir til þess að
fara með málefni þeirra á þingi
og annarstaðar.
Undarlegt má það vera ef
bændurnir íslensku halda, að
þetta sje greiðasti vegurinn til
þess að halda uppi heiðri og
menningu hinnar íslensku bænda
stjettar. — Mun mörgum sýnast,
að það stefni i hina öfugu átt-
ina.
Ef islenska, fullvalda ríkið á
ekki að kafna undir nafni verð-
ur það að kunna betur að að-
greina sauðina frá höfrunum,
en það hefir gert hingað til. —
Þeir, sem að kjósa menn til
einhverra starfa í þjóðfjelagsins
þágu, verða að gera sjer ljóst,
hver ábyrgð hvílir á þeim um
það, að kjósa ekki til þeirra
verka þekkingalitla glamrara,
sem geta stórskaðað þjóðfjelagið
bæði út á við og inn á við
með orðmælgi sinni og fljót-
færni. :— Andleg skyldmenni
Bjarnar í Mörk mega ekki vera
forystumenn þjóðarinnar, því að
þeir standa ávalt að baki öðÝ-
um þegar áreynir.
Yfirlit
yfir helstu mannvirki
á íslandi árið 1923.
Fyrsta hefti 9 árg. Timarits
Verkfræðingafjelags íslands er
fyrir nokkru útkomið.
Hefir það að geyma fyrirlest-
ur um valnalögin fiuttan af
Guðmundi Hlíðdal verkfræðing
og yfirlit yfir helstu mannvirki
ársins 1923.
Sökum þess, að timaritið er
í sárfárra manna höndum þykir
Verði rjett að flytja lesendum
sínum ágrip af síðari greininni,
því að flestum mun þykja bæði
fróðleikur og gaman að því að
fylgjast sem best með fram-
kvæmdum þeirra mannvirkja
sem árlega er að unnið í land-
inu.
Til vega og brúagerða hafa
eftirfarandi upphæðir verið veitt-
ar úr ríkissjóði árið 1923:
A.. Til vegabóta:
1. Flutningabrautir. kr. 170,200
2. Pjóðvegir........ — 121,400
3. Fjallvegir....... — 8,300
4. Til áhalda....... — 15,500
5. Til akfærra sýslu-
vega............... — 39,900
kr. 355,300
ES. Til brúargerða ... — 199,100
Samtals kr. 524,400
Hefir því samtals verið varið
til vega og brúargerða rúmlega
V2 mílj. krónum.
Vegna þess, að mörgum getur
komið að gagni aö vita skil á
hversu langt akfærum vegum er
komið og sumum, sem til þektu
fyr á þeim slóðum en nú eru
fjarri, þykir að likindum gaman
að heyra frá fornum stöðvum,
skal sagt frá þeim akbrautum,
sem lagðar hafa verið.
Af nýjum akvegum hefir verið
lagt um 11 km. þjóðvegir sem
kosluðu 57 þús. kr. tæpar, um
8 km. llutningabrautir, sem
kosluöu 49 þús. kr. tæpar og
um 25 km. sýsluvegir, sem
kostuðu 100 þús. krónur tæpar
og hafa því hlutaðeigandi sýslu-
fjelög lagt fram lil sýsluveganna
um 60 þús. kr.
Þessir eru helstu kaflarnir,
sem bæst hafa við akvegina:
1. Stykkishólmsvegur. 3,3 km.
Akvegurinn er nú fullgerður frá
Borgarnesi, um Mýrar vestur í
Miklaholtshrepp, að Stóru-Gröf,
68 km. að lengd.
Langadalsvegur í Húnavatns-
sýslu 3,0 km., og nær sá vegur
nú frá Blönduósi framundir
Auðólfsstaði 23 km. að lengd.
3. Pelamerkurvegur. 1,6 km.
og nær nú frá Akureyri um 20
km. áleiðis inn í Öxnadal.
4. Biskupstungnabraut. 2,6 km.
og er brautin nú ^fullgerð að
Torfastöðum, alls um 40 km.
frá vegamótum við Ingólfsfjall.
5. Hvammstangabraut 2,0 km.
vantar nú að eins 300 metra
vegalengd, auk nokkurra smá-
búta til þess að braut þessi
verði fullgerð suður að Stóra-
Osi, um 5,5 km. fyrir sunnan
Hvammstanga, en þar kemur
hún á þjóðveginn.
6. Skagafjarðarbraut 3,1 km.
Er sú braut nú að heita má
fullgerð frá Sauðarkróki að
Grófargilsá.
Auk þess hefir svo verið unn-
ið að endurbyggingum braut-
anna Sunnanlands. — Hefir
hver km. þar kostað um 20
þús. kr.
Helstu brýrnar sem bygðar
hafa • verið á árinu eru yfir
þessar ár: Eyjafjarðará, Núpá i
Stykkisholmsvegi, Hrófá í Stein-
grímsfirði og Jökulsá í Skaga-
firði. — Langstærst þeirra er
brúin yfir Eyjafjarðará, raunar
eru 3 brýr yfir kvíslarnar ná-
lægt svonefndum Hólmavöðum,
skamt innan við Akureyri. Eru
brýrnar 52, 56, 83, metrar að
lengd, allar úr járnbentri stein-
steypu, einnig undirstöður, sem
eru 56 steyptir staurar járn-
bentir.
Voru staurarnir reknir 4—6
metra niður i sandblandinn leir-
botn.
Brú þessi má heita fullgerð
og hefir hún kostað um 110
þús. kr.
Simar. Á árinu var lagt ný
stauraröð að lengd 113,5 km.,
sæsimi að lengd 5 km., af nýj-
um þræði var strengdur sam-
tals 194,5 km. f*ar af sæsimi 10
I km. Áður hefir þess verið getið
í Verði, hvar línur þessar hafa
verið lagðar.
Til húsabygginga á ríkisins
kostnað hefir alls á árinu verið
varið um 260 þús. kr. Af þeirri
upphæð gengu frek 230 þús.kr.
til landsbankahússins nyja.
Vatnsvirki. Fyrirhleðsla
i Þverá og Markarfljóti.
Undanfarið hafa ýmsir ósar,
er tekið hafa sig út úr farveg-
um þjórsár gert mikil landspjöll,
sjerstaklega í Vestur-Landeyjum
og Þykkvabæ. — Alþingi sam-
þykti 1917 lög um fyrirhleðslur
i Pverá og Markarfljóti og er
svo ákveðið í lögunum að a/i
greiðist úr rikissjóði en sýslu-
Athugið.
Þeir sem hafa 21. tbl Varðar
umfram þarfir eru vinsamlega
beðnir að senda það til af-
greiðslunnar á Bergþórugötu 14
Reykjavík, vegna þess það tölu-
blað er uppgengið.
.1 .... ....... ii.ii—. 1.
19* ttsiilu* og lnn-
heimtuinenn blaðsins,
eru vinsamlega beðnir
að gera skil svo fljótt
sem unt er.
sjóður Rangárvallasýslu ábyrg-
ist greiðslu V4 hluta, sem jafna
má niður á jarðir þær er bjarg-
ast undan vatnaágangi.
Vorið 1922 var hlaðið í fyrsta
stóra ósinn, Fróðholtsós, sem
valdið hafði eyðileggingu í Vest-
ur-Landeyjum.
Voru þá eftir 2 stærstu ós-
arnir, Valdalækur og og Djúp-
ós, var hinn síðarnefndi lang-
stærtsur og lá við sjálft í fyrra
vor að hann eyðilegði aö mestu
megin allra engja Þykkbæinga
og auk þess nokkurn hluta Safa-
mýrar, en hún er eins og kunn-
ugt er frjósamasta og viðáttu-
mestu engjaspilda á landinu, er
talið, að árið 1881 hafi heyj-
ast þar 40 þús. hestar.
Sá því bæði landstjórn og
hlutaðeigandi syeitir, að við svo
búið mátti ekki standa. Varþví
hafist handa á verkinu i fyrra'
vor og gekk svo greiðlega að
búið var að teppa báða ósana
í sláttarbyrjun og grafa Hólsá
fram, en þangað fjell vatnið úr
ósunum.
Er Safamýrinni, Þykkvabæn-
um og Vestur-Landeyjunum nú
bjargað frá eyðileggingunni sem
yfir vofði.
Kostnaður við verkiö varð
um 100 þús. kr. mest verka-
laun manna búsettra í þeim
sveitum sem kostnaðinn eiga að
bera. — Uppgripaheyskapur varð
þarna í surnar sem leið.
Flóaáveitan. Verkinu er hald-
ið áfrarn undir stjórn Jóns Þor-
lákssonar. — Kostnaður við
verkið varð á árinu 240 þús.
kr. Allur kostnaður við verkið
nam við árslok 1923 490 þús.
krónur.
Jarðeigendum er gert aðskyldu
að gera flóðgarða á þeim jörð-
um, sem áveitunnar njóta, og
hafa þeir þegar gert talsvert
að því.
Hafnarvirki. Brimgarðurinn f
Bolungarvík sem skemdist 1922
hefir verið endurbættur. Kostn-
aður um 20 þús. kr.
Sjávargarðurinn á Siglufirði
hefir verið endurreistur og full-
fullgerður á 210 m. svæði.
Verkið kostaði 65 þús. kr., greið-
ist að jöfnu úr ríkissjóði og
bæjarsjóði Siglufjarðar.
K.oianámur hafa nýlega
fundist í Englandi, sem talið er
að muni næja í 400 ár.