Vörður - 10.01.1925, Blaðsíða 2
2
V ö R Ð U R
♦oooooooooooooooooooooo*
§o
V Ö R Ð O R kemur út g
O á laugardögum Q
O Ritstj ó rinn: q
g Kristján Albertson Túngötu 18. g
O Hittist í síma 551 O
§ frá kl. r/»—2’/» daglega. o
%Afgreiðslan: §
g Laufásveg 25. — Opin g
O 5-7 síðdegis. Sími 1432. O
8 Verð: 8
g I. árg. 5 kr. — frá upphafi g
Q til ársloka 1923. O
8 II. árg. 8 kr. — yflr árið 1924. 8
g Gjalddagi 1. júlí. g
♦OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQ*
leiðslunnar var jafnaðarlega hlut-
fallslega lægra en verð á þeirri
aðkeyptri vöru, er útgerðin þarfn-
aðist. Afleiðingar fylgdu orsök,
og skal því eigi leynt að yfir-
leilt voru útgerðarmenn orðnir
mjög skuldugir.
Nú hefir að nýju birt í lofti.
Árið 1924 er eitt hið happasæl-
asta i sögu islensku útgerðar-
innar, og þó minnisstæðast fyrir
það, að þeim gaf sem þurfti.
Hátt verðlag á fiski, og afli í
besta lagi, eru sterkar stoðir.
Pó verður enn naumlega sagt
að útgerðin standi með blóma,
en hitt er fullvíst, að nú stendur
hún föstum fótum á heilbrigðum
grundvelli. Hagnaður ársins hefir
að visu hjá flestum gengið til
greiðslu gamalla skulda, en
skuldir útgerðarfjelaganna mega
líka nú orðið yfirleitt teljast vel
tryggðar og fyllilega öruggar.
Ársafli togaranna mun vera
um 28 miljóna króna virði. Er
það meir en tvöfalt igildi afla
sömu skipa áriö 1923. Þess ber
þó að gæta, að allur tilkostn-
aður hefir verið miklu meiri í
ár, en það veldur, að saltfisk-
veiðar hafa verið stundaðar meir
en helmingi lengur en venja er
til, en kostnaður við saltfisk-
veiðar er tvöfaldur á við kostn-
aðinn af isfiskveiðum. Enn er
þess að geta, að útgerðartími
skipanna á árinu er lengri en
venja er til, svo verulegu munar.
Til tíðinda má það teljast, að
á þessu ári hefir verið sótt á
fiskimið fyrir Vesturlandi, er
áður voru lítt kunn. Hefir þar
reynst gnægð fiskjar. Að vísu
mest upsi, en þó hefir þótt hag-
ur að sækja þangað. Petta hefir
valdið stórfeldri breytingu á allri
tilhögun útgerðarinnar, svo að
í ár hafa ísfiskveiðar nær fallið
niður, en áðar verið stundaðar
6 — 8 mánuði ársins.
Að svo stöddu skal engu um
það spáð, hvort sótt verður á
þessi hin nýju miðin framvegis,
en á það tvent skal bent, að
nokkur hætta mun stafa frá ís-
hindrun, og að tvisýnn hagur
er að slíkri útgerð ef verðlag
á fiski lækkar, t. d. svo að jafn-
gildi verðlaginu 1923. Hilt væri
æskilegt að miðin reyndust til
frambúðar, því það er hvort-
tveggja, að útgerðin hefir fulla
þörf vissari tekjustofns en ís-
fiskveiðar hafa reynst, og hitt,
að hin nýja tilhögun veiðanna
hefir stóraukið atvinnu i land-
inu, einmitt um það leyti árs
þegar áður hefir verið minst að
gera.
Um horfurnar á næstunni er
það helst að segja, að líkur eru
til að verðlag á fiski verði gott
eða sæmilegt framan af næsta
ári, því fiskbirgðar eru litlar og
munu til þurðar gengnar er nýja
framleiðslan kemur á neytslu-
staðinn. Um hitt skyldi enginn
spá, hvað við tekur er á líður,
og alt fyllist af nýju fiskfram-
leiðslunni. Mun þá' að sjálfsögðu
mestu um ráða magn fiskfram-
leiðslunnar í heiminum, og verð-
lag annara nauðsynja, þeirra er
helst eru notaðar þar sem fiskj-
ar er neytt. Kaupgeta neytenda,
söluaðferð framleiðenda og margt
fleira hefur þó auðvitað marg-
vísleg áhrif á verðlag fiskjarins.
Undanfarin ár hefur fiskmark-
aðurinn stækkað og nýjir mark-
aðir fengist einkum fyrir óverk-
aðan fisk. Bætir það að sjálfsögðu
framtfðarhorfurnar. En þegar
þess er gætt, að verðlag afurð-
anna er nú á hæstu tindum,
kaupgjald A'innulýðs hækkað en
að ísl. króna jafnframt fer jafnt og
þjett hækkandi, þá skulu þeir
ekki sakfeldir er brýna varkárni
fyrir mönnum. Hinu má þó ekki
gleyma, að hamra skal járnið
meðan heitt er og auka flotann
meðan vel árar.
Sjö ný skip hafa bæst við ísl.
togara-flotann á árinu. Má af
því nokkuð marka hverjar vonir
menn gera sjer um framtíðina.
En í útgerð verður einmitt svo
mikið að byggjast á voninni,
því fyrirfram getur enginn sagt
um afkomuna. Áhættan er á
alla vegu. Aflaleysi, lágt verðlag,
bilanir og óhöpp og margir fleiri
»óvinir sitja á fletjum fyrir«.
Pó getur vel verið að bjartsýni
sje útgerðarmanninum betri
vöggugjöf en skygni á þessa
óvini, og víst er um það, að
fyrir hagsmuni heildarinnar er
hinn fyrri hæfileikinn farsælli.
»Sjaldan liggjandi úlfur lær of
getur, nje sofandi maður sigur«,
og af tvennu illu eru einstöku
víxlspor betri en stöðug kyr-
staða.
íslenska togaraútgerðin á sjer
óvini, og því miður meðal leið-
toga þjóðarinnar. Hinir eru þó
margfalt fleiri, sem óska alls
hins besta útgeiðinni til handa.
Pað er skiljanlegt aö menn geti
greint á um ýmislegt er snertir
tilhöguu útgerðarinnar, en um
hitt verður ekki deilt, að at-
vinnurekstur þessi hefir þegar
verið þjóð vorri slík blessun,
að allir sannir íslendingar hljóta
að viðurkenna og virða. Mundi
nægja að benda á það eitt, að
enn í dag værutn vjer íslend-
ingar ekki sjálfstætt konungsriki,
ef enginn væri íslenski togarinn
til. Er þetta auðsannað ef nokk-
ur vefengir, og ætti það eitt að
vera útgerðinni sverð og skjöld-
ur.
Margt er þó fleira, er gleður
hvern góðan íslending. Skal hjer
fátt eilt nefnt, en þó það fyrst,
að undantekning má það heita
að Ægir nái nokkurri fórn úr
þeim hóp, er feng sækja í hans
skaut á togurunum. En ekki
færri en 220 mannslíf hafa týnst
síðustu 3 árin, þeirra er sjó
stunda á seglskipum og vjel-
bátum.
Pað er annað, að síðan vjer
fengum togarana, eru ísl. fiski-
mennirnir víðfrægir orðnir, og
þykir nú ekki orka tvímælis, að
þeir sjeu heimsins ágætustu
fiskimenn.
Pá er það enu, að isl. fáni
blaktir við hún á þeim fiski-
skipum er fegurst þykja og best
búin í breskum höfnum. Mætti
það vera gleðiefni fátækri þjóð
lítt þektri.
En loks er þess að geta, þeirra
vegna er fyrir lífsskoðun, mis-
skilning eða öfund, bera kala
til útgerðarinnar, að svo sem
nú er háttað högum vorum, eru
togararnir þó að minsta kosti
»malum necessarium«, því sein-
teknar yrðu 8 miljónir árlega
til handa ríkissjóði frá landbún-
aðinum og smábátaútgerðinni.
Ólafur Thors.
®ýár við liiröina. Þegar
konungshjónin á nýársdag höfðu
veitt áheyrn ráðherrunum, þing-
forsetunum og hæstarjettardóm-
urunum, var Chargé d’Affaires
íslands í Kaupmannahöfn veitt
sjerstök áheyrn, og að henni
lokinni yfirmönnum her- flota-
og borgaralegra mála, og var
Chargé d’Affaires íslands eiunig
viðstaddur þá. Konungur bjelt
þar ræðu undir borðum og
þakkaði fyrir Sina hönd og
drotningarinnar móttökurnar er
þau hefðu fengið á ferðum sín-
um og fyrir það traust, er þjóð-
irnar ávalt sýndu honum. Kon-
ungur lauk máli sínu með far-
sældaróskum um framtíð Dan-
merkur og íslands. Hljóðfæra-
sveit lífvarðarins Ijek því næst
danska og íslenska þjóðsöngs-
lagið.
Brjef
til Jónasar Jónssonar
frá Hriílu.
Framhald.
Þá segir þú, að jeg riti lítið
»um upphafsmann samvinnunn-
ar Robert Owen«, og jeg hafi
hlaupið yfir blóma æfi hans í
»New Lonav«. Eftir að hafa
sjeð þessi ummæli þín, fletti jeg
upp bók þinni »Komandi ár« ,
og byrjaði að lesa á bls. 151.
Og er jeg hafði lokið lestrinum,
varð jeg engu fróðari eftir en
áður. Sá að þjer hafði mjög
yfirsjest um mörg atriti, er skifta
máli og viðkoma R. O. Skal
jeg ekki að sinni bera fræðslu
þína saman við fræðslu þá, er
breskir samvinnumenn hafa lát-
ið í tje um R. O. t. d. Leonard
S. Wolf og Catherini Webb og
þá einnig ýmsir samvinnumenn
á Norðurlöndum, sem meira og
mipna hafa frælt lesendur sína
um starfsemi hans. Skal jeg ekki
að þessu sinni fara út í þann
samanburö, því vera má að þú
gefir frekari tilefni til þess síðar.
Satt að segja á jeg erfitt með
að skilja það, hvaða ástæðu þú j
hefir fyrir því, að rjúka upp
með illindum og ofstopa út af
því, er jeg hefi sagt hjer að lút-
andi, því jeg vil að sinni ekki
feta í þín spor og álíta að þú
sjert eitthvað »ruglaður« orðinu.
Pörf bók.
Jón Rorláksson: Lággengið.
Rvk. Bókaverslun Pór. B. Porláks-
sonar 1924.
Fátt er það, sem jafnmikið
hefir verið rætt og ritað um,
undanfarin ár eins og »gengið«.
Þetta fyrirbrigði, sem aldrei
heyrðist nefnt nema meðal kaup-
sýslumanna og fræðimanna, hef-
ir alt í einu stigið framúrfræði-
bókunum beint út á meðal al-
mennings og hvatt sjer hljóðs.
Auðvitað hefir þetta sama orðið
fyr, þegar líkt rót hefir komið
á peningamál heimsins, og á
venjulegum tímum eiga gengis-
breytingar sjer stað. En þær eru
þá svo litlar að almenningur
verður þeirra ekki var.
En þó að mikið hafi verið
um þetta mál rætt, þá má víst
óhætt segja, að málið hafi verið
fremur óljóst fyrir flestum. »Slag-
orð« og hálfvit hafa klingt hæst,
en sjálfan kjarna málsins hafa
fæstir gripið. Pólitík ráðiðmeiru
en skilningur. Pað hefir verið
einblínt meira á ýms sjúkdóms-
einkenni en á sjúkdóminn sjálf-
an, og margir hafa ekki greint
•á milli þessa tvenns. Og þetta
hefir engan veginn verið hjer á
landi eingöngu, heldur miklu
viðar. 1 þessu máli, þar sem
skilnings er um fram alt þörf,
hefir því ódæma kröftum verið
eylt í fum og fálm. Og þegar
þetta fálm hefir mistekist, hefir
það helst orðið úrræða, að
skamma stjórnir þær og aðra,
sem höfðu þetta með höndum,
fyrir slælega framgöngu.
Pað er því sjerstaklega þarft
verk að varpa björtu Ijósi á
þetta mál. Og nú hefir fjármála-
ráðherrann, Jón Porláksson, skil-
ið stöðu sína svo vel, að hann
hefir gengið út í það stórræði.
að rannsaka þetta mál frá rót-
um, og er ávöxtur þessara rann-
sókna bók sú, sem hjer er get-
ið um, og hann kallar »Lág-
gengið«. Er í henni snildarlega
skorið gegnum alt masið og
moldviðrið, því, »enginn frýr
þjer vits«, enginn efast um
skarpleika höfundarins og á-
hlaupa dugnað þegar hann geng-
ur að verki.
Öldum saman hafa menn
unnið að því, að finna og full-
komna þau lögmál, sem við-
skiftalífið lýtur og er það mik-
ið verk að kynna sjer, þó ekki
sje nema það helsta á þvísviði,
og um margt er enn þá deilt.
En J. P. hefir, að því er virð-
ist, haft ágætt lag á því, að
draga í þessari litlu bók fram
einmitt það, sem máli skiftir,
en láta það lítilsverða verða út-
undan, og hitta í þessu villu-
gjarna völundarhúsi þær leiðir,
sem liggja að útgöngudyrum.
Og annað hefir honum tekist,
sem mjög liggur misjafnlega fyr-
ir mönnum þótt lærðir sjeu og
skarpir: að hagnýta kenningarn-
ar, leiða þær út í veruleikann,
etja þeim beint á þau raunveru-
legu fyrirbrigði og láta þær á
þann hátt sanna mátt sinn og
sannleiksgildi. En sjerstaklega
hljótum við hjer að taka eftir
því, er hann leggur mælikvarða
þann, sem fundinn er, á okkar
eigin viðskifti á undanförnuin
árum og sýnir hvernigþað, sem
mörgum var áður ráðgáta að
meir eða minna leyti, var í raun
og veru ekkert annað en eðli-
leg keðja orsaka og afleiðinga.
Efni bókariunar er mjög sam-
an þjappað og varla í henni ó-
þarfa orð, ef skiljanlegt á að
verða. Pað er því ekki hlaupið
að því, að skýra frá innihaldi
hennar. Pó langar mig til þess
að reyna að gefa hjer ofurlitla
hugmynd um undirstöðuatriði
bókarinnar, og lögmál þau, sem
höf. setur fram í fyrstu köflum
hennar. En sjálfir verða menn
að lesa bókina ef þeir vilja
kynnast því vel.
Fyrsti kafli bókarinnar er um
fjánnuni og peninga. Fjármunir
nefnast allir þeir hlutir, sem
liafa verðmæti í sjer fólgið, svo
sem eru jarðir, mannvirki, bú-
fje, skip og alt slíkt. I annan
stað eru peningarnir. Peir eru
ekki fjármunir í sjálfu sjer, þótt
þeir geti verið það, ef þeir eru
úr efni, sem er verðmætt án til-
lits til þess hvort það er mótað
í peninga eða ekki, t. d. gulli
eða silfri. En peningarnir eru
mœlikvardi sá, sem handhæg-
ast er að nota og oftast er not-
aður, og þeir eru gjaldmidill, þ,
e. þeir eru notaðir til þess aö
vera miðill milli þeirra, sem
selja og kaupa þá, af því að
bein vöruskifti eru óþægileg og
oft ómöguleg. Ef jeg hefi aflað
fjármuna læt jeg þá fyrir pen-
inga, og nota þá svo aftur fyrir
þá fjármuni, sem jeg þarf að
afla mjer.
Pegar peningar eru hafðir að
verðmælikvarða, þá er verðlag
sú peningaupphæð, sem borga
þarf fyrir ákveðna fjármuni á
hverjum tíma. Og lögmálið fyr-
ir verðlaginu er það, að verff-
lagið ákvarðast af hlutfallinu
milli fjármunamagnsins (vöru-
magnsins) annarsvegar og pen-
ingamagnsins hins vegar. Ef
vörumagnið vex í hlutfalli við
peningamagnið þá lækkar vöru-
verðið. Ef peningamagnið vex
aftur á móti í hlutfalli við vöru-
magnið, lækka peningarnir, þ. e.
vöruverðið hækkar. Petta er ó-
skeikul regla.
Nú aukast peningar t. d. með
þeim hætti að seðlar í umferð
aukast, en fjármunaeignin stend-
ur í stað, og lækkar þá gildi
peninganna, þ. e. vöruverðhækk-
ar. Hefir þá verið allmikið um
það deilt, hvort seðlamergðin
sje orsök verðhækkunarinnar.
Halda því ýmsir fram, en aðrir
segja aftur á móti að seðlamergð-
in sje ávalt sjálf ákveðin af
vöruverðlaginu, og sje hún því
afleiðing verðhækkunarinnar, en
ekki orsök hennar.
Höf. heldur því nú fram (og
fylgir í því prófessor Cassel í
Stokkhólmi) að hvorugt þetta
sje rjett. Hvorugt sje orsök hins,
heldur sje hvorttveggja, seðla-
mergðin og vöruverðshækkunin
afleiðingar þriðja fyrirbrigðisins,
sem höf. kallar falska kaup-
getn.
Hvaö er nú fölsk kaupgeta ?
Eðlileg kaupgeta skapast við
það, að fjármunir eru seldir.
Bóndi eða sjómaður selur af-
urðir sínar og eignast við það
kaupgetu. Hann getur notað
hana strax (tekið út vörur)
geymt hana (tekið peninga, sem
eru geymd kaupgeta) eða látið
geyma hana (átt inni hjá kaup-
manni, lagt í banka eða spari-
i
/
i