Vörður - 10.01.1925, Síða 4
4
VÖRÐUR
eru en hinir nefndu frumherjar
og sem vjer hófum þessa grein
með, krefjast þess, að eigi sje
horft í að fórna allmiklu og
leggja mikið í sölurnar til þess
að lokaárangur baráttu vorrar
verði sigur«.
»Kaupfjelögin« heitir ritgerö
ein i 18, árg. 1. hefti »Tímarits
fsl. samvinnufjelaga« eftir heið-
ursmanninn J. J. þykir mjer nú
rjett að minna þig á hana, ef
ske kynni að þjer yrði það til
málsbóta síðar. Þú segir meðal
annars: »8tefnuskrá vefaranna
í fullu gildi enn. Rochdalevefar-
arnir hafa leyst af hendi tvenns-
konar hlutverk. Fyrst að móta
stefnuskrá samvinnumanna, svo
ekki þarf um að bæta. Og í
öðru lagi að sýna í verkinu,
hversu ætti að stjórna og reka
lífvænlegt samvinnufjelag.«
Hjer hefir þú sagt satt, að
stefnuskrá Rochdalevefaranna er
f fullu gildi enn. Og er það í
fullu samræmi við það, er jeg
hefi sagt um nauðsyn pólitisks
hlutleysis samvinnunnar. Og
einnig eru ummæli þau er hjer
eru tilfærð eftir breska samv,-
manninn A. J. May í samræmi
við stefnuskrá vefaranna, og
hún var meðal annars á þessa
leið : »Að tillit til hinna marg-
víslegu stjórnmála og trúmála-
skoðana meðlima þeirra, er
mynda fjelög vor, skuli varna
þvf, að vjer tökum upp f tillög-
ur vorar eða ráðabreytni, nokkuð
það er túlka megi nokkrum einum
flokki eða skoðun í vil«. Indu-
strial Cooperation Cath. Wabb
bls. 69. »Stefnuskrá vefaranna í
fullu gildi enn«, segir J. J. Retta
er alveg rjett. Svona er það i
Noregi, Sviþjóð. Danmörku og
Bretlandi o. s. frv. En þvf mið-
ur ekki á íslandi. Jeg tók það
fram hjer að framan, að einir
5 þingmenn innan breska þings-
ins hafi myndað með sjer stjórn-
málaflokk, er nefni sig þvf nafni.
Þessir 5 þingmenn eru nær því
*/íso hluti neðri málsstofunnar.
Svo segir J. J. í Tímariti ísl.
samv.fjelaga 18. hefti 1. árg.
1924, bls. 67: y>Á Englandi er i
kaupfjelögum meir en 3Va miljón
fjölskgldur, það er þriðji hluti
fólksinsai.. Væri nú samvinnan í
Bretlandi politík, þá ættu um
200 samv.þingmenn að vera í
neðri málstofunni. Fað er einn
þriðji hluti þingsins. Er ekki
svo ? Ástæðan fyrir þvf, að er-
lendir samvinnumenn halda því
fram að mjög litlar líkur sjeu
til þess, að samv.flokkurinn
breski geti orðið langlífur, eru
þær, að meirihluti hreskra sam-
vinnumanna eru verkamenn og
fylgja verkalýðsforingjum að
málum og kjósa með þeim. Hið
mikla atkvæðamagn verka-
mannaflokksins breska við síð-
ustu kosningar sýna það lika
best, að bresku verkamennirnir
halda saman og yfirgefa ekki
flokk sinn. MacDonald og sam-
herjar hans styðja eigi að síð-
ur samvinnuna, þótt þeir sjeu
ekki í samvinnuflokknum og
er um marga aðra í þinginu.
Hvað er nú athugavert við
þetta?
S. S.
I OlafsfBrði var sjávar-
gangur mikill fyrir síðustuhelgi
og gróf uppsátur undan bátum,
svo þeir fjellu. Fólk varð að
flýja úr húsum þeim er næst
liggja sjónum. Verulegir skaðar
urðu ekki.
r
Stjórnendur S. I S.
hafðir fyrír rangri sök.
í blaðagrein um hina ótak-
mörkuðu samábyrgð hefi jeg
fleirum sinnum sjeð því haldið
fram, að stjórnendum Sambands-
ins eða forkólfum samvinnu-
fjelagsskaparins eins og það mun
oftast hafa verið orðað, sje um
hana að kenna, þeir hafi komið
henni á og þeir haldi dauðahaldi
í hana.
Og »samvinnublöðin« hafa
ekki mótmælt þessu, heldur
þvert á móti staðfest þessi um-
mæli óbeinlínis með hinni áköfu
vörn sinni fyrir þetta skipulag,
sem þeir virðast telja hið ákjós-
anlegasta fyrir þjóðina.
Fað er því öll von til þess að
almenningur trúi þessu, að hann
trúi því, að hin ótakmarkaða
samábyrgð hafi jafnan haft og
hafi enn örugt fylgi allra for-
ystumanna samvinnufjelagsskap-
arins á landi hjer.
En þessu er ekki þannig
varið, og mjer virðist, að al-
menningur eigi heimtingu á, að
vita hið rjetta í þessu þýðingar-
mikla máli, sem snertir svo
mjög hag hans, enda mun það
reynast svo í þessu máli sem
öðrum, að sannleikurinn er
sagna bestur, að hann sje holl-
astur þessum málstað, sem
hverjum öðrum, og því er það
aö jeg skrifa línur þessar, og
bið »Vörð« að birta þær.
Eins og kunnugt er voru
Samvinnulögin, sem lögfesta hina
ótakmörkuðu ábyrgð sett árið
1921.
En á aðalfundi S. í. S. árið
eftir, vorið 1922, lýsti Hallgrímur
heitinn Kristinsson því yfir fyrir
hönd stjórnar Sambandsins, að
hún teldi ákvæði laganna um
ótakmarkaða ábyrgð óheppilega
og vildi beitast fyrir því, að
þeim yrði breytt svo fljótt sem
tök væru á, þannig að ábyrgðin
yrði takmörkuð.
Ressa yfirlýsingu gaf forstjór-
inn ólilkvaddur af fundinum, og
að gefnu tilefni endurnýjaði
formaður Sambandsins þessa
yfirlýsingu á aðalfundi þess á
Akureyri vorið 1923.
Af þessu er það bert, að það
er ekki rjett, að kenna stjórn-
endum Sambandsins um hina
takmarkalausu samábyrgð, og
eins hitt, að þar er ekki rjett
telja það vott um fjandsamlegt
hugarfar gegn samvinnufjelags-
skapnum þó menn sjeu and-
vígir ótakmarkaðri samábyrgð.
Hvammi 22 nóv. 1924.
Arnór Árnason,
Bæjarstjórr.arkosning-
ar eru nýafstaðnar á Akureyri
og hlaut listi íhaldsmanna 516
atkvæði og kom tveim mönn-
um að (Ragnari Ólafssyni og
Sigurði Hlíðar), listi verkamanna
306 atkvæði og kom einum að
(Halldóri Friðjónssyni), en listi
Tímamanna 233 atkvæði og kom
engum að.
Andsvör.
VIII.
Sjöunda brjef til Jónasar
Jónssonar frá Hriflu.
Fú talar mikið um menningu
í brjefum þínum til mín, og þjer
er gjarnt á að bregða andstæð-
ingum þínum nm mentunarleysi.
En illa situr þessi hroki þinn
á þeim íslenska blaðamanni,
sem nú er mest iðinn við að
efla ómenningu i blaðamensku
vorri og sem mest þeirra allra
er sekur um að skrifa stíl hins
ómentaða manns.
Það er ekki nóg að hafa lesið
eitthvað og vita sitt af hverju,
enginn maður sem hefði til að
bera sanna mentun vits og
hjarta myndi vera eins ástund-
unarsamur við rógburð og níð
og þú ert.
Hjer er lítið dæmi.
Það er sterkasta löngun hvers
ungs rithöfundar, sem ekki hefir
siglt, að komast út fyrir pollinn,
verða fyrir nýjum áhrifum og
kynnast fjölmennari og menn-
ingarmeiri þjóðum en íslending-
um. í haust sigldi skáldið Guðm.
Hagalín í fyrsta sinni. Höfðu
vinir hans í Noregi lofað að
greiða götu hans, tók hann boði
þeirra feginsamlega og hugði
gott til ferðarinnar. En svo skrif-
ar þú í Tímanum: »Hefnigjarn
er Óiafur Thors við blaðritara
sína. Guðm. Hagalín er flæmdur
úr landi«.
Guðm. Friðjónsson sagði ný-
lega frá því hjer í blaðinu, að
bóndi einn, sem las Timann og
Dag, en ekki önnur blöð, hefði
eitt sinn eftir lesturinn mælt
við granna sinn: »Mikíll hel-
vískur fantur má hann vera,
þessi Jón Magnússon«. Þjer er
eflaust ljóst, hver áhrif þú ætlar
dylgjum þínum og níði að hafa
á einfaldar sálir, t. d. þessu um
Ólaf Thors og Hagalín: »MikilI
bölvaður fantur má hann vera
þessi Ólafur Thors — þarna
hefir hann haft það af að flæma
hann Hagalín úr landi!«
Nei, Jónas, það er ekki ment-
aður maður sem svona skrifar
allan ársins hiing, ekki fágaður
og andlegur maður.
Jeg gat þess í síðasta brjefi
til þín, að jeg myndi bráðlega
koma að því, sem þú skrifar
mjer um almenn mál. í næsta
brjefi, sem þú skrifar mjer, eftir
að jeg hefi tilkynt þjer þelta,
segir þú að mjer hafi »verið
varnað máls« um þessi almennu
málefni, af samherjum mínum
og »peningalegum húsbændum«.
Svona ert þú vandaður og dreng-
lyndur maður! Verði bætast nú
óðum lesendur um alt land, en
gott átt.þú, að enn skuli vera
til nokkrar hræður hjer og þar
sem lesa Tímann en ekki hitt
blaðið, sem síðustu mánuðina
hefir kveðið hann í kútinn.
Jeg hefi mint þig á það áður
hjer í blaðinu, að fyrir mörg-
um árum skrifaði jeg þjer einka-
brjef þess efnis, að mjer blöskr-
aði ritháttur þinn i Timanum.
Og einn hinna drenglyndustu og
og sannorðustu samherja þinna,
hefir sagt þjer frá þvi, að jeg
hafi hvað eftir annað lýst ímu-
gusti mínum á bardagaaðferð-
um Tímans í brjefum, sem jeg
skrifaði þessum vini mfnum á
utanveruárum mínum. Regarjeg
hóf árásir mínar á þig og Tfm-
ann, þá viðurkendir þú líka slrax
í fyrsta brjefinu til mín, að mjer
»fyndist auðsjáanlega« jeg »vera
að vinna gott verk í vfngarði
sannleikans«.
En þegar að þjer krepti og
hrakfarir þínar í viðureigninni
við mig urðu berari með hverri
viku, þá byrjaðirðu að tala um
að jeg væri »látinn« segja það
sem jeg skrifaði, að jeg væri
»espaður« upp af öðrum og i
siðasta brjefi til mfn talaröu
stöðugt um »húsbændur« mína.
Ekki skaltu halda að þessi
brigsl þín fái sært mig, — þau
láta í eyrum mjer eins og hvin-
ur af vindhöggi reiðs og ráð-
þrota og nppgefins manns. Þú
getur verið þess fullviss, að eng-
um sem greinar minar les, bland-
ast eitt andartak hugur umþað,
að þær eru sprotnar af ærleg-
um eiginhvötum ogað þar stend-
ur það eitt og það alt, sem jeg
vildi sagt hafa um þig og blað
þitt, lof og last, framsett án
minsta tiilits til þess, hvort
mínir flokksmenn væru mjer
sammála nm það alt eða ekki.
Þú hefðir því getað sparað þjer
þessar aðdróttanir, þvf auk þess
sem þær eru ónýtar með öllu
til áhrifa, þá eru þær líka al-
veg tiltakanlega ómerkilegar, lit-
ilmótlegar.
Það er rjett, að jeg legg ekki
fje fram til útgáfu »Varðar«,
fremur en þið Tr. Þ. til útgáfu
Tímans. Eir væri þar fyrir
smekklegt og sanngjarnt að
kalla ísl. samvinnumenn »pen-
ingalega húsbændur« ykkar Tr.
Þórhallssonar?
Hvort sem þú trúir því eða
ekki, þá er jeg ekki harðbrjóst-
aðri maður en svo, að það hefir
þrásinnis komið fyrir mig, að
jeg hefi vorkent ykkur Tr. Þ.,
þegar þið hafið verið að staldra
-við stund og stund á flóttanum
undan mjer og reyna að verj-
ast. Því það er annað en gaman
að hafa áruin saman unnið sjer
til óhelgi með svívirðilegri og
simpilli blaðamensku, og eiga
svo alt í einu einn góðan veður-
dag (í versta veðri) að fara að
verja athæfi sitt.
En aldrei hefi jeg kent eins
sáran í brjósti um þig eins og
þegar jeg las þá kaflana úr síð-
asta brjefi þínu til mín, þar
sem þú ert enn að nýju að reyna
að svara árás minni á Tímann.
Þú segir m. a.: »Þú fórst í leit
í Tímanum að finna ókurteisan
rithátt. En leit þín varð árang-
urslaus. Þú varst hissa. Þú
hafðir svo oft heyrt þína heimsku
og ómentuðu samherja tala um
harðyrði í Tímanum. Nú rakstu
þig á, að þar voru þung rök en
ekki fúkyrði«.
Litlu síðar í sama brjefi líkir
þú mjer við »miður vel uppalda
götudrengi« og enn sfðar við
»portkonu« og »dauðadrukna
fyllibyttu«. Þetta eru sjálfsagt að
þfnum dómi ekki fúkyrði heldur
þung rök. Ennfremur: Þegar
Tíminn kallar Björn Kristjánsson
»Bangsa« og »Bárubjörn«, þá
er hjer ekki um að ræða ókurt-
eisan rithátt, heldur þung rök.
Þegar hann kallar Bjarna frá
Vogi »Vogmerina«, þá eru það
mjög þung rök. En þegar Lárus
Jóhannesson er kallaður »Litli
Lárus« og bent á það, með
hógværð og stillingu, í hverri
greicinni á fætur annari, að
Fenger hafi skalla, þá er bjer
um að ræða svo þungvajg,
mikilsverð og óyggjandi rök, aö
mótmæli mega sín einskis!
Árum saman hefur þú fengist
við blaðamensku — og enc í
dag eru hugmyndir þfnar vm
kurteisi í rithætti og gildi rík-
semda á svona lágu stfgi! Og
svo ert þú að sletta þvi í aira
að þeir sjeu »heimskir og óment-
aðir«. Heimskur ert þú að vsu
ekki, nema þegar þú reiðist, en
takmörk eru fyrir því, híað
langt inenlaður maður mAidi
láta reiðiua hlaupa með sý.
Þú átt að gauga í biniindi,
Jónas, hætta alveg að bigsla
öðrum um mentunarleysi þfng-
að til þjer hefir farið me'ra
franr um sanna menningu if.
orðs og æðis.
Þetta voru þá siðustu orð þín
þjer til varnar í deilu okkar um
rithátt og bardagaaðferðir Tim-
ans. Og nú hefi jeg væntanlega
talað út í þessu máli lika. Nú
geta menn dæmt milli okkar.
I næstu brjefum mun jeg svo
skrifa þjer um þjóðmál þau,
sem þú hefir gert að umtalsefni
í brjefunum til mfn.
K. A.
Guðm. Hamban hefur
sanrið nýjan sjónleik sem á
dönsku heitir »Örkenens Stjær-
ner« og verður hann sýndur á
konungl. leikhúsinu í K.höfn í
þessum mánuði.
Innlendar frjettir.
Frá Festmanneyjum er
símað 6. þ. m.: Bátar búast hjer
sem óðast til fiskjar. Nokkrir
bátar hafa þegar reynt og orðið
varir. Tíðin hefir verið fremur
stirð. Niðurjöfnun er í ár
238.000 kr. Hæst útsvar hefir
G. J. Johnsen konsúl! 33.000 kr.
G. Ólafsson & Co. 22.000 kr,,
Fram h.f. 15.000 kr., Verslunar-
fjelag Vestmannaeyja 9.000 kr.
og Bjarmi h.f. 6.000 kr.
Útflutnlngur ísl. afurða
hefir numið 78.867.500 kr. á
síðasta ári, samkvæmt skýrslu
frá gengisnefndinni.
Hrynjamll íslenskar
tungu, heitir nýútkomin bók
eftir Sigurð Kristófer Pjetursson.
Vonast »Vörður« til þess að geta
bráðiega flutt dóm um þetla
mikla og merka rit.
Álfadans var stiginn hjer á
íþróttavellinum síðastl. sunnu-
dag að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Logaði bál mikið á
miðju sviði, en yfir hundrað
litklæddir álfar gungu og döns-
uðu víðsvegar um völlinn og
þótti það hin ágætasta skemtun.
Gengið.
Rvik 8. jan. 1924.
pund sterl. . . . kr. 27,75
dönsk kr — 103,00
norsk — .... — 88,74
sænsk — .... — 157,09
dollar .... - 5,84
franskir frankar — 31,67
Prentsmiðjan Gutenberg.
i
/