Vörður - 09.05.1925, Page 1
Grefinn út al Miðstjórn íhaldsflokksins.
111. ár.
Reykjavík 9. maí.
1925
19. blað.
Seðlabankinn
Alveg nýtt
mun það vera, að nota bilaslöngur til skæða, en ekk-
ert er á við það, hvað endingu snertir. Pað fæst nið-
ur rist í skæði og heilum slöngum sent hvert á land
sem er, gegn póstkröfu.
Gúmmíverslun Reykjavíkur.
Laugaveg 76.
Aðdragandinn.
Eins og kunnugt er fjekk ís-
landsbanki, þegar hann var
stofnaður, einkarjett til seðlaút-
gáfu hjer á landi í 30 ár, að
öðru en því að Landsbankinn
fjekk að halda útgáfu þeirra
750 þús. kr„ sem hann þá hafði
leyfi fyrir. Pannig stóð þar til
árið 1921, er sú skipun var á
gerð, að íslandsbanki skyldi
draga inn 1 milj. kr. árlega af
seðlum sínum, þangað til seðla-
velta hans væri komin niður í
2J/2 milj. kr., en úr því á hann
að draga inn jafna upphæð ár-
lega til loka leyfistímans, sem er
árið 1933. í framkvæmdinni
þýðir þetta það, að seðlavelta
íslandsbanka, sem var um 8
milj. kr. haustið 1922, á að vera
komin niður í 3 milj. kr. haust-
ið 1927, og minka þar eftir um
nálægt 72 milj. kr. árlega. Jafn-
framt var nú í þessum lögum
frá 1921 ákveðið að seðlaútgáfa
sú, sem þannig losnaði, skuli
hverfa til ríkissjóðs, og að á
þinginu 1922 skyldi koma end-
anlegu skipulagi á þá seðlaút-
gáfu. Úr því varð þó ekki, enda
þótti þá ekki útlit fyrir að bæta
þyrfti upp seðlainndrátt íslands-
banka fyrst um sinn. í varúð-
arskyni var þó ákveðið, að ef
þörf yrði frekari seðlaútgáfu, þá
skyldi stjórnin hlutast til um að
Lcmdsbankinn setti í umferð þá
seðla til viðbótar, sem nauðsjm
krefði. Jafnframt var fresturinn
til endanlegrar skipunar á mál-
inu framlengdur um eitt ár, eða
til vorsins 1923. Auðvitað var
það nú skylda stjórnarinnar sem
þá sat (S. E., Kl. J., M. J.) að
undirbúa málið og leggja fyrir
þingið 1923, en það fórst alveg
fyrir. Á þingi 1923 var því
fresturinn enn framlengdur til
vors 1924. En svo leið fyrsti
mánuður þingtímans 1924 að
ekkert kom fram af stjórnarinn-
ar hálfu. Var mönnum þó ljóst
að svona mátti ekki standa,
bráðlega hlaut að reka að því,
að seðlar íslandsbanka yrðu ó-
nógir til að fullnægja viðskifta-
þörfinni. Þá hófst alþm. Björn
Kristjánsson handa og flutti í
Ed. frv. til laga um seðlaútgáfu-
rjett rfkisins (þskj. 105, Alþt.
1924). Er þar stungið upp á að
rikið setji á fót stofnun, er
nefnist seðlaútgáfa ríkisins. Á
hún að gefa út seðla eftir því
sem raunveruleg gjaldmiðilsþörf
krefur fram yfir seðla íslands-
banka og lána þá bönkunum
gegn handveði (víxlum, skulda-
brjefum eða tryggum verðbrjef-
um). Seðlarnir áttu að vera gull-
trygðir. Rikisstjórnin skyldi á-
kveða, eftir tillögum forstjóra
seðfaútgáfunnar, hve mikið megi
vera í umferð af seölum á hverj-
um tíma. Frv. var í 18 grein-
um, og í því ýtarleg ákvæði um
tilhögunina að öllu leyti.
Rjett áður en stjórnarskiftin
uröu á þinginu 1924 kom það
þó í ljós, að fráfarandi stjórn
hafði sinnt málinu nokkuð f
þetta sinn. Hinn 17. okt. um
haustið hafði hún beðið sljórn
Landsbankans að undirbúa mál-
ið og afhenti nú fjárhagsnefud
Ed. frv. til laga um Landsbanka
íslands, er landsbankastjórnin
hafði samið og flutti fjárhags-
nefnd það (þskj. 173, Alþt. 1924).
Síðar hefir því verið lýst yfir,
að fráfarandi stjórn hafi ekki
haft tíma til að kynna sér frv.
þetta eða taka afstöðu til þess
áður en það kom fram. Höfuð-
atriði frumvarpsins voru þessi:
Landsbankinn verður hlutafje-
lag, og gengur ríkissjcður inn
sem hluthafi með þær 2 milj.
kr., sem hann leggur bankan-
um til (og hefir þegar greitt að
73) samkv. lögum frá 1913.
Aðrar 2 milj. kr. er svo ráð-
gert að útvega með almennu
útboði. Hluthafar taka arð af
ágóða bankans eftir nánari á-
kvæðum, og er þannig frá þeim
gengið, að arðurinn mundi
venjulega verða IO0/0 af hluta-
fjenu eða þar j'fir, en hluthaf-
arnir taka ekki á nokkurn hált
neinn þátt í stjórn bankans eða
í neinum ákvörðunum um hanu.
Stjórn bankans átti að vera í
höndum fimm manna fulltrúa-
ráðs og þriggja manna fram-
kvæmdarstjórnar sameiginlega,
og verkaskifting þeirra á milli
eftir nánari ákvæðum frv. Sam-
einað Alþingi skyldi kjósa 2
fulltrúa, en ráðherra skipa 3.
Sömuieiðis á ráðherra að skipa
framkvæmdarstjórana eftir til-
lögum fulltrúaráðs. Landsbank-
inn tekur við seðlaútgáfunni
jafnóðum og hún losnar frá
1921, eða fyr ef samkomulag
næst um það við íslbk., og
skulu seölarnir gulltrygðir eftir
svipuðum reglum og nú gilda
fyrir íslbk. Frv. er allmikill
bálkur, 1 42 greinum.
Meðfcrð málsiris á þinginn 1924.
Bæði frumvörpin, sem þannig
voru komin fram, lágu fyrir
fjárhagsnefnd e. d, til alhugun-
ar. í nefndinni áttu þeir sæti
Sig. Eggerz, Bj. Kristj., Jóh. Jós.,
Jónas Jónsson og Ingvar Pálma-
son. Nefndin klofnaði í þrent í
báðum málunum, og komu
fram 6 nefndarálit.
Framsóknarflokksmennirnir (J.
J. og I. P.) voru fáorðir í álit-
um sínum, en tóku alveg á-
kveðna afstöðu til meginatrið-
isins í málinu. Um landsbanka-
frv. segja þeir (þskj. 331).
»Minni hluti nefndarinnar lít-
ur svo á, að meginefni frv. geti
orðið til mikilla hagsbóta fjár-
málalífi landsins. Pað er bein
nauðsyn að efla sem mest þjóð-
banka landsins, og í öðru lagi
telur minni hl. engan vafa á, að
seðlaútgáfa landsins sje og verði
best komin hjá Landsbanka ís-
lands. Hins vegar álítur minni
hl. að ákvæði frv. um æðstu
stjórn bankans gætu tekið breyt-
ingum til bóta, og skoðum við
okkur óbundna til að taka af-
stöðu til breytinga af því tægi,
sem tram kynnu að koma viö
síðari umræðu málsins«.
Uin seðlaútgáfufrv. Bj. Kr.
segja sömu þingmenn (þskj.362):
»Minni hluti fjárhagsnefndar
álitur að seðlaútgáfa ríkisins eigi
að sjálfsögðu að vera bjá Lands-
bankanum. Að efna til sjerstakr-
ar stofnunar með nýjum dýrum
embættum, til að gera á lands-
ins kostnað það, sem þjóðbank-
inn getur gert án aukins til-
kostnaðar, væri mjög í ósam-
ræmi við þann sparnaðaranda,
sem nú ríkir í þinginu. Við leggj-
um því til að frv. verði felt«.
Annar nefndarhlutinn, Björn
Kristjánsson, skrifaði ýtarlegt
mál um Landsbankafrv., og taldi
ýmsa annmarka á þeirri tilhög-
un (þskj. 350), en hjelt fram
sínu frv. eins og vænta mátti.
Priðji nefndarhlutinn (Jóh. Jós.,
S. E.) taldi málið ekki nægilega
undirbúið. Stjórn sú, sem þá
var nýtekin við, tjáði sig ekki
tilbúna fyrir sitt leyti til að taka
endanlega afstöðu til málsins,
taldi þörf á frekari undirbúningi
og bauðst til að framkvæma
hann.
Málalyktir uröu þær, að sam-
þykt var rökstudd dagskrá frá
S. E. og J. J. um að fresta mál-
inu til næsta þings til frekari
undirbúnings, með 9 atkv. gegn
5. Á móti frestuninni greiddu
atkvæði þeir Jónas og I. P. og
samflokksmenn þeirra allir í
deildinni. (Frh.).
Kæliskipsm áli ð.
Einn af verkfræðingum Sabroe
& Co. í Árósum, stærstu kæli-
og frystivjelaverksmiðju áNorð-
urlöndum, hr. Erik Holten, er
staddur hjer um þessar mundir.
Hefir hann kynt sjer nokkuð
fyrirætlanir þingsins í kæliskips-
málinu og meðal annars verið
kvaddur á fund fjárveitinga-
nefndar í Nd, til ráðagerða. Vjer
höfum farið «á fund hans og
beðið hann að . segja skoðun
sína á máli þessu og mæltist
honum á þessa leið:
»Pað gleður mig mjög mikið
að íslenskur landbúnaður er
þess búinn að fylgja kröfum
tímans — eins og danski land-
búnaðurinn — og að haga fram-
leiðslu sinni og vörumeðferð svo
sem heimsmarkaðurinn heimt-
ar.
Allar ástæður hjer á fslandi
eru svo gjörólíkar dönskum á-
stæðum, að það er ómögulegt
fyrir mig, svo stutt sem jeg
dvelst hjer, að gera mjer ná-
kvæma grein fyrir aðstöðu ís-
lendinga í þessum málum.
Eitt virðist mjer þó ótvírætt,
og það er að fsland og Dan-
mörk eiga að því leyti líka að-
slöðu, að landbúnaður beggja
þjóða framleiðir miklu meira af
matvælum en þær þurfa á að
halda heima fyrir, og að skamt
er til markaðar erlendis frá
báðum löndunum.
Danir flytja út svínakjöt, smjör
og egg, fslendingar kindakjöt.
Danir hafa lagt mikla vinnu í
það bæði á slátrunarhúsum sín-
um og rjómabúum og eins í
Englandi, að gera svínakjötið
og smjörið svo úr garð að hvort-
tveggja yrði fyrsta flokks vara
og nákvæmlega svo úr garði
gerð, sem Bretar vilja hafa.
Þegar nú íslendingar vilja
vinna markað fyrir landbúnað-
arafurðir sínar í Englandi, þá
verða þeir fyrst og fremst að
rannsaka það, hvort þeir þar
geti fengið hærra verð svo um
muni fyrir kælt kjöt, en þeir
hingað til hafa fengið fyrir salt-
kjötið. Og að því er jeg fæ
best sjeð, þá virðist mjer þegar
sýnt að svo muni reynast, sum-
part hafa rannsóknir samvinnu.
fjelaganna á breska markaðin-
um leitt þetta í ljós, sumpart
sala þess kælda kjöts sem þeg-
ar hefir verið sent til reynslu.
Pað sem næst ber að ákvarða,
er það hvernig á að haga til-
raunum þeim sem nú stendur
til að gera, þannig að þær verði
f senn eins ódýrar og unt er,
en þó í svo stórum stíl, að eitt-
hvað verði bægt á þeim að
byggja, að þær skeri úr um
það, hvernig beri aö halda á-
fram.
Nú mun fullráðið, hvernig
haga skal tilraunum þessum.og
í viðræðum þeim sem jeg síð-
ustu dagana hefi átt við fjár-
veitinganefnd Nd., Magnús Guð-
mundsson atv.málaráðherra og
Stefán Kristinsson, formann S.
í. S., höfum við komið okkur
niður á það, hvernig hægt sje
að komast hjá því að þær verði
altof kostnaðarsamar fyrst um
sinn.
Eins og kunnugt er getur
maður varðveitt ósaltað kjöt frá
skemdum með kulda — þurr-
um kulda, sem hægt er að fram-
leiða með kælivjelum. Nú eru
hins vegar til tvær aðferðir til
að varðveita kjöt frá skemdum
með kulda, það er hægt að kœla
það, svo að hitastig þess verði
dálítið fyrir ofan frostmark, og
það er hægt að frgsta það svo
að hitastig þess verði 7—8° fyr-
ir neðan frostmark.
Fyrri aðferðin, kæliaðferðin,
er notuð þegar ekki þarf að
geyma kjötið lengi, því hún
tryggir ekki að kjötið haldist
óskemt lengur en í mesta lagi
4—5 vikur. Pað er því hin
mesta áhætta að kæla kjöt til
útflutnings með þessari aðferð.
Hún krefst þess ennfremur að
hægt sje að losna við kjötið frá
öllu landinu í einu, en til þess
þyrfti mjög stór skip, sem ekki
yrði hægt að nota til kjötflutn-
inga nema lítinn hluta árs. Pá
myndi og reynast erfitt að fá
kaupendur að öllu kjötinu á
svo sluttum tíma, og það myndi
valda verðlækkun á því, að eig-
endur væru negddir til að losna
við það.
Með hinni aðferðinni, frysti-
aðferðinni, er aftur á móti hægt
að geyma kjötið óskemt mán-
uðum saman. Og þó að fryst
kjöt sje i lægra verði en kælt
kjöt, þá er það engum vafa
undirorpið, að frystiaðferðin er
miklu heppilegri en kæliaðferð-
in. Ef hún er viöhöfð er hægt
að geyma kjötið þó að skipa-
koma dragist eða þangað til
markaðurinn er góður, og eins
er hægt að flytja kjötið út smám
saman á hæfilega löngu tima-
bili.
V