Vörður - 09.05.1925, Qupperneq 4
4
V Ö R Ð U R
♦0000000000000000000000«
g VÖfiÐUB kemur út
O á 1 a ugar d ö g u m
Ritstj ó rinn:
Kristján Alberlson Túngötu 18.
Simar:
752, 551, 364.
Afgreiðslan:
Laufásveg 25. — Opin
5—7 siðdegis. Sími 1432
V e rð: 8 kr. árg.
Gjalddagi 1. júlí.
»0000000000000000000000«
ljósa hugmynd um þióun þess
á árinu. Blaðið segir, að samv.-
mennirnir megi vera ánægðir
yfir árangri þeim, er ársupp-
gerið sýni, því á öllum sviðum
hafi framfarirnir orðið geysi-
miklar, framleiðslan aukist að
miklum mun. T. d. hafi mjel-
framleiðslan aukist um 8,4 milj.
kg. og smjörlíkisframleiðslan um
1,35 milj. kg. Taflan, sem hjer
fer á eftir, sýnir vöxt samb. frá
árinu 1914 til 1925.
frá Svíþjóð.
Samband sænakra samvinnn-
fjelaga 25 ára.
Samb. er stofnað 3. sept.
1899. Er það hjelt síðasta aðal-
fund sinn í júlí í fyrra gaf Al-
bin Johansson forstj. yfirlit yfir
starfsemi þess á liðnum árum.
Á fyrstu fundum með samv.-
mönnum kom það í ljós, að
samb. skyldi beita sje fyrir
stofnun mylnu, er framleitt gæti
nægilegt mjel handa neytendum
fjelaganna. Mál þetta náði þó
ekki fram að ganga fyr en
nokkru síðar, er samb. kom á
fót mylnu í Göteborg. Og 1923
eignaðist það aðra í Stokkhólmi.
Malar hún 10 þús. tonn á ári
og er einhver hin stærsta mylna
í landinu. Getur nú samb. birgt
fjelögin með mjeli, er rnylnurn-
ar framleiða og með því sparað
neytendum fjeiaganna mikið fje
árlega. Sænsk samv.bl. segja,
að sparnaður á þessum lið, nemi
rúmri miljón kr. á ári, fyrir
fjelögin.
Það er ekki fyr en 1904 að
verulegur skriður kemur í sam-
vinnufjelagsskapinn í Svíþjóð.
Þá byrjaði G. W. Dahl á um-
boðssölu fyrir fjelög. Fyrsta ár-
ið var tekjuafgangur 4000 kr.
af viðskiftum samb. og þótti
mikið í þá daga. Árið 1907
voru samin lög fyrir samb. og
nokkru siðar sett á fót endur-
skoðunarskrifstofa fyrir fjelög.
Skyldi hún leiðbeina fjelögum
í daglegum rekstri og endur-
skoða reikningsfærslu þeirra.
Og hefir þetta haft geysimikla
þýðingu fyrir fjelögin í allan
máta. Er nú 80°/« samv.fjel., er
endurskoðunarskrifstofan að-
stoðar í þessum efnum. Aðal-
markmið samv.manna í Svíþjóð
hefir verið það, að koma á fót
framleiðslutækjum á sama hátt
og Bretar hafa gert. Auk myln-
anna eiga þeir stóra smjerlíkis-
verksmiðju í Nörrköping. Smjör-
líkissala samb. var 1913 413
þús. kg., en Í924 6,775,000 kg.
Dagsaian hefir þá verið 1913
1,384 kg., en 1924 22,513 kg.
Viðskiftamagn samb. í sykri
var árið 1913 2,7 milj. kg., en
1924 20,3 milj. kg. Dagssalan
hefir því verið síðasta ár 67,667
kg. og myndi hún nærri því
fylla 14 fimm tonna vagna.
Tölur þessar sýna, hve stór-
kostleg er aukning viðskiftanna
á neysluvörum. Enda hefir
samb. marga munna að metta,
eitthvað á aðra miljón.
Samv.bl. sænska »Konsu-
mentbladet« flutti 24. jan. þ. á.
yfirlit yfir viðskiftamagn samb.
fyrir liðna árið. Gefur yfirlitið
Ár. Verslunarmagn.
1914 . . . . 9.889.252 kr.
1916 . . . . 22.013.041 —
1918 . . . . 27.989.733 —
1920 . . . . 69.519.887 —
1923 . . . . 72.288.402 —
1924 . . . . 83.774.252 —
Sjeu tvö síðustu árin borin
saman, hefir aukning viðskift-
anna á árinu 1924 aukist um
11.485.850 kr. eða sem næst því
um 15.88%.
Tekjuafgangur samb. var 1923
1.002.315 kr. og innborgað
hlutafje sama ár 3.094.083
kr. í innlánsdeild samb. áttu
fjelögin 14.357.582 kr. Vara-
sjóður þess var 1923 2.196.611 kr.
Svo sem sjá má af því, er hjer
er tilgreint, er Samband sænskra
samvinnufjel. risa-fyrirtæki, sem
nýtur óskoraðs trausts samv.-
mannanna sænsku.
Til þess að hægt sje að gera
sjer Ijósa hugmynd um vöxt
hinna einstöku fjelaga, er mynda
sambandið, set jeg hjer töflu,
er sýnir þróun þeirra frá 1914
— 1925.
a
oo
«
a
&■< .
« u
a
a
CD
OJ
'Od
CS
15 íc1
H cu
a
cs
■C
40.850.800 81.661.800 145.401.600 255.443.400 200.499.023 208.528.868
115.500 169.000 206.400 241.900 259.388 274.269
608 702 843 942 898 886
1914 1916 1918 1920 1922 1924
Tekjuafgangur fjelaganna nam
árið 1923 8.548.627 kr., inn-
borgað hlutafje var 17,9 milj.
kr. Varasjóður og aðrir sjóðir
voru 12,7 milj. kr.
Takmörkuð ábyrgð er innan
samv.fjelaganna í Svíþjóð og
bygð upp með framlögðu hluta-
fje sem í Bretlandi. Eins ogtafl-
an ber með sjer, þá hafa fjelögin
fækkað töluvert tvö síðustu ár-
in, en ástæðan fyrir því er sú,
að Svíar vinna að því, að sam-
eina fjelögin, gera eift úr tveimur,
þar sem því verður viðkomið,
til þess að halda reksturskostn-
aðinum sem mest niðri.
(Frmn.).
S. S.
ÍO OOO Rp. hefir bæjar-
sjóður Akureyrar gefið í heilsu-
hælissjóðin nyrðra.
Utan úr heimi.
U|>l>reisit t llúlgavíu. Um
miðjan síðasta mánuð var varp-
að sprengikúlu á vagn Boris
konungs í Búlgaríu, en hann
særðist ekki. Fáum dögnm sið-
ar var Kosta þingmaður og gen-
eral drepinn og þegar jarðarför
hans fór fram í einni af stærstu
krirkjunum í Sofíu, gerðist
hryllilegu atburður, sem nú
þykir sannað, að því er siðustu
skeyti herma, að kommunistar
hafi verið valdir að og átti hann
að verða upphaf byltingar í
Búlgaríu, er síðan breiddist um
allan Balkanskaga.
Jarðarför Kosta fór fram að
viðstöddu miklu fjölmenni, þar
á meðal þingmanna, embæltis-
manna og herforingja. Meðan
sorgarathöfnin fór frarn í kirkj-
unni var sprengd vítisvél inn i
henni. Loftþrýstingur varð svo
mikill að þeir er næstir sátu
hentust upp undir kirkjuhvelf-
inguna, en í sama svip bruslu
veggirnir, steinar féllu niður yfir
mannsöfnuðinn og skelfingar- og
sársaukaóp kváðu við um alla
kirkjuna. Miðhvelfing bygging-
arinnar losnaði og féll niður
yfir fólkið. Talið er að yfir 1000
manns hafi særst en 140 létu
lífið.
Síðan hafa staðið látlausar
skærur milli hersins og lögregl-
unnar annars vegar, um gjör-
valla Búlgaríu. Hafa Kommún-
istar m. a. brent leikhúsið og
bókasafnið í Plevna, eitt hið
besta bókasafn í Búlgaríu.
Eftir síðustu fregnum lítur
svo út, sem stjórninni ætli að
takast að bæla uppreisnina nið-
ur. Síðustu skeyti segja, að
fullsannað þyki að 4000 komm-
únistar hafi verið viðbúnir að
taka Sofia daginn sem kirkju-
sprengingin fór fram, en áöur
en þeir áttu von á var herliðið
komið á vettvang og hafði skip-
að sjer í allar opinberar bygg-
ingar og um allar höfuðgötur.
Ýms skjöl eru sögð hafa fund-
ist í vörslum kommúuista er
sanni, að uppreisninni hafi ver-
ið stjórnað frá Moskva.
„Tíminn^ 2. maí legg-
ur útaf vinnubrögðum íhalds-
ins á þingi. Tekur hann þar til
dæmis frv. um herpinótaveiði.
Ekki verður þessi frásögn skil-
in á annan veg en þann, aðtil-
laga Pórarins á Hjaltabakka hafi
verið til þess að drepa málið,
en hún var einungis til þess að
rannsökuð yrðu í einu öll hlið-
stæð lagaákvæði og gerð éin
lög um. Var tillagan því ein-
dregin sparnaðartillaga, svo að
ekki þyrfti á hverju þingi að
ræða um þessi mál. Mun les-
endum Pingtíðindanna finnast
rökin vera Þórarins megin þeg-
ar þeir sjá umræðurnar. Og al-
rangt er það hjá Tíraanum, eins
og vænta mátti, að með þessari
tillögu hafi sjávarútveginum ver-
ið gefið nokkurt olnbogaskot.
íhaldsmenn kunna miklu betur
en Framsókn að meta rjettilega
atvinnuvegi landsins og erþetta
svo alkunnugt þjóðinni, að ó-
þarfi er að taka það fram.
Alþingi.
Þingslitum
er gert ráð fyrir um miðja næstu
viku. Hefir þing þá staðið frarn
undir 100 daga.
Fjárlögin
komu frá E.d. með 375 þús. kr.
tekjuhalla. Er engin von iil þess
að hann verði lækkaður í N.d.
Þó að tekjuáætlunin hafi verið
allmikið hækkuð frá því sem var
í stjórnarfrv., þá mun hún þó
enn svo varleg að lítil líkindi
eru til að tekjuhalli fjárlaganna
reynist bagalegur.
Þingsályktnnaitlllögur.
N.d. hefir samþykt svohljóð-
andi þingsályktun um frestun
embœttisveitinga og sýslana:
Neðri deild Alþingis ályktar
að skora á landsstjórnina að
veita ekki þau embætti og sýsl-
anir, sein losna og hún telur
unt að komast af án, fyr en
Alþingi hefir gefist kostur á að
láta í ljós álit sitt um niður-
lagning þeirra eða sameining
við annað embætti eða sýslan.
Ásgeir Ásgeirsson og Sveinti
Ólafsson flytja tillögu til þings-
ályktunar um að skora á stjórn-
ina að hætta ekki einkasölu
ríkisins á steinolíu án sam-
þýkkis Alþingis;
Porleifur Jónsson, Benedikt
Sveinsson, Árni Jónsson og
Halldór Stefánsson flytja svo-
hljóðandi till. til þingsályktunar:
Neðri deild Alþingis ályktar
að skora á atvinnumálaráð-
herra að skipa 5 manna nefnd
til að gera tillögur um skipulag
strandferðanna. Skal nefndin
skipuð þannig: 1 nefndarmanna
eftir tillögum stjórnar Eimskipa-
fjelags íslands, 1 eftir tillögum
stjórnar Búnaðarfjelags íslands,
1 eftir tillögum stjórnar Fiski-
fjelags íslands, 1 eftir tillögum
Sambands íslenskra samvinnu-
fjelaga, 1 eftir tillögum Versl-
unarráðs íslands.
Nú gera einhverjar af þessum
stofnunum engar tillögur um
skipun í nefndina, og skal þá
atvinnumálaráðterra skipa í
það sæti. Nefndin kýs sjer sjálf
formann og starfar endurgjalds-
laust. Tillögur hennar skulu
lagðar fyrir næsta Alþingi.
Jakob Möller, Tr. Þ., Ben. Sv.
og Jón Bald. flytja svohljóðandi
þingsályktunartill. í N. d.:
Alþingi ályktar að kjósa 5
manna milliþinganefnd í sam-
einuðu þingi, með hlutfalls-
kosningu, til þess að íhuga og
gera tillögur um, hvernig seðla-
útgáfu ríkisins skuli fyrir^komið,
og einnig að öðru leyti að®undir-
búa endurskoðun á bankalög-
gjöf landsins. Skal fjármála-
ráðherra ákveða formann uefnd-
arinnar.
Kostnaður við nefndina greið-
ist úr ríkissjóði. Útgjöld fyrir að-
stoð við nefndarstörfin og til
þess að útvega upplýsingar skal
telja til nefndarkostnaðar.
Nefiidin skal senda fjármála-
ráðherra tillögur sínar svo fljótt,
sem við verður komið, en
einkanlega er ætlast til, að frum-
varp um fyrirkomulag seðla-
útgáfunnar verði afgreitt svo
fljótt, að það verði lagt fyrir
Alþingi 1926.
./ón Baldvinsson, Jón. A. Jóns-
son og Sigurj. Jónsson flytja
svohlj. tillögu:
Neðri deiid Alþingis ályktar
að skora á ríkisstjórnina að út-
vega, í samráði við stjórn Fiski-
fjelags íslands, skýrslur úr helstu
verstöðvum landsins um kjör
þau, er útvegsmenn verða að
sæta þar, svo sem um uppsáturs-
gjald, verbúðaleigu, kvaðir þær,
sem lagðar eru á afla báta, og
fleira þessu viðvíkjandi.
Væntanlegar skýrslur um þetta
leggi stjórnin síðan fyrir næsta
Alþingi, ásamt tillögum til að
bæta úr því, sem ábótavant
kann að þykja.
Yaralögreglan
var til 3. umr. í N. d. á þriðju-
dag, og var umræðunni frestað
í fundarlok. Sennilega er málið
þar með úr sögunni, á þessu
þingi, þar sem engar líkur eru
til að timi vinnist til þess að
koma því fram. — Að því er
Alþ.bl. segir frá, sagði Jón Bald.
við þessa 3. umr. varalögregl-
unnar »að verið gæti, að íhalds-
stjórnin vildi fá sjer státsher til
að líkjast meira öðrum auð-
valdsstjórnum, sem hefðu her-
sýningar fyrir útlenda gesti«,
Þessi fíflyrði þingmannsins eru
gullvægt sýnishorn þess, til
hverrá örþrifa-röksemda menn
stundum grípa þegar þeir verja
vondan málstað, í þessu tilfelli
rjett ábyrgðarlausra æsinga-
manna til uppivöðslu og spell-
virkja.
Tlior Jensen var á sið-
asta Búnaðarþingi í einu hljóði
kjörinn heiðursfjelagi í Búnað-
arfjelagi íslands.
Halldór I4iljan Laxness
rithöfundur fer utan í dag og
hygst að dvelja í Suðurlöndum
nm skeið.
Jón lieif» skrifar ritstjóra
Varðar frá Berlin, og biður þess
að ieiðrjett sje »sú blekkingar-
villa, sem lesa má í íslenskum
blöðum, að hljómsveit 16 manna
sje »symfoniorkestur«. H-moll
symfonía Schuberts er rituð
fyrir meir en helmingi stærri
hljómsveit. Allur flutningur
slíkra verka með færri manna
sveit er afbökun og misþyrm-
ing frumverksins«.
Mabrögð. Togararnir hafa
aflað með minsta móti það sem
af er vertíðar. Segjast útgerðar-
menn ekki muna jafnlítinn afla
á togarana í aprílmánuði, sem
á þessu ári. Vjelbátaaflinn í
Vestmannaeyjum var lítill fram-
an af vertið, en hefir aukist svo
upp á síðkastið að viðunandi
má heita. Aldrei hefir verið jafn-
mikið af útlendum togurum hjer
við land sem á þessum vetri.
Sjerstaklega hafa Þjóðverjar og
Frakkar aukið mjög útgerð sína
hjer við land.
40 manna siingtlokluir
úr danska stúdentasöngfjelaginu
(Akademisk Sangforening) heim-
sækir ísland í sumar. Er ráð-
gert að flokkurinn komi til
Reykjavíkur snemma í júlí, fari
svo kringum land með Goða-
fossi og syngi á viðkomustöð-
um. Mega ísl. söngvinir vafa-
laust búast við mikilli ánægju
af komu þeirra,
Prentsmiðjan Gutenberg,