Vörður


Vörður - 04.07.1925, Blaðsíða 2

Vörður - 04.07.1925, Blaðsíða 2
2 y Ö R Ð U R til vjelarinnar og óðara er mað- ur kominn og tekinn við stýr- inu — en stjórnina annast skip- stjórinn, eða stýrimaður, með ágætri aðstoð stýrisvjelarinnar, meðan fiskað er, og skyldi nú haldið heimleiðis. Skipstjóri tók sjer nú hvíld, sem hann átti sannarlega skilið og fal skipið og siglingu umsjón stýrimanna, og mátti sennilega gera það, ekki vantaði lærða »nayigatöra«, þeir voru 6 á skipinu, auk skip- stjóra og tveggja stýrimanna, 3 útlærðir kandidatar af stýri- mannaskólanum, meðal þeirra Jónas Halldórsson, gamall fje- lagi af »Dönu« í fyrra. Lætur skipstjóri ávalt 3 menn vera á verði þegar siglt er, tvo lærða menn, ef til voru og svo mann- inn við stýrisbjólið. Núvarsiglt allan daginn og næstu nótt, og farið djúpt. Vaknaði jeg næsta morgunnálægt Einadrang og sá jeg að stefnt var beint í vestur o: haldið út á Selvogs- banka, því að skipstjóri ætlaði að heilsa upp á Hraunið í heim- leið og hlakkaði jeg til að koma á þann merkilega stað. Við komum þangað líðandi dagmálum. Hrauniö er stór fláki uppi á hágrunninu, illræmt fyr- ir það meðal fiskimanna, hvað botninn er vondur. Áður tók það önglana frá skútumönnun- um f stórum stíl, nú forðast botnvörpungar það eins og heit- an eldinn, þvi að hver varpa, sem í það kemur, er dauða- dæmd. En það er fiskisælt á því og við það, en hraunbrúnin er ójöfn, með nefjum og krik- um, rjett eins og hraunin uppi á landi, og vandrataðar leiðir með vörpuna; en svo vel var skipstjóri heima í öllu þar að lútandi, að jeg sagði við hann, að annaðhvort hefði hann súlu- sjón og sæi í botn á sextugu dýpi (en þarna er einmitt sex- tugt), eða hann hefði verið bankaþorskur í fyrri tilveru og það taldi hann líklegast. Annars er þetta varla brunahraun, eins og gerist á landi, því þarna kemur víst ekki vanalegt hraun- grýti upp, heldur leirkent grjót, gegnjetið af bergbúa, eða basalt hellur. Síðari hluta vertíðar safn- ast oft afarmikill þorskur á og við Hraunið og oft á mjög litlu svæði, svo að þröng verður ær- in á þingi, þegar allur flotinn er þarna f einu. Nú voru þar ekki nema 6 — 8 botnvörpungar ogálíka margir kútlarar á Hraun- inu, helmingurinn Reykvíkingar, lillar leifar af hinum stóra og fríða flota af þess konar skip- um sem prýddu Reykjavíkurlegu fyrir aldamótin; þarsájeg Frið- rik Ólafsson á »Björgvin«, gaml- an fiskikong á »kúttara-öldinni«. Fyrstu drættirnir voru ljeleg- ir og að nokkru leyti Ijóturafli, hrúgur af úldnum þorskhaus- um og öðru raski frá skipum, sem höfðu verið þar fyrir löngu, en ekki virtist það fæla þorsk- inn frá staðnum, því að alt í einu kom varpan upp troðnari en nokkru sinni áður í útivist- inni, áttskiftur poki I Nú þótti mjer hýrna yfir »Goðmundi kongi« og »kallarnir« komust á loft, það var nokkuð annað en »blóðseiðin« austur á Papa- grunnil Alt rígaþorskur, og margt af honum enn ógotið, eða gjót- andi, með tóman maga, ekki snefill af niðurburði í neinum, nema hvað einn hafði hirt einn þorskhrygg, líklega til þess að skerpa tilvonandi matarlyst. Annars var mjög fátt af öðrum fiski, slangur af ýsu, sumt af þvi veturgömul seiði og margt af spærlicgi. Veðrið var unaðslegt, sljettur sjór og bjart veður. Jeg sá á kollinn á vini minum Þorbirni (Þorbjarnarfelli) í Grindavik. Þeir hafa hann fyrir mið þarna á Bankanum, hvort á honum bólar eða hann er alveg kom- inn í kaf í allri sinni 277 m. hæð 1 Það var líka fyrsti maí, hátíðisdagur jafnaðarmanna, og gárungarnir um borð sögðu, að þessi mikli þorskur, sem þarna kom, hefði verið »kröfuganga«, er lent hefði í vörpunni, og mætti kalla það mikið happ, að ekki væru dregnar slíkar dráps- vjelar um götur borganna, þeg- ar þesskonar göngur færu um þær; var jeg því fyllilega sam- dóma, en eftir því að dæma, með hve mikilli ánægju þeir hausuðu þorskinn, skyldi mað- ur hafa ætlað, að þetta hefði verið burgeisaganga og þeir bolsar. í tilefni af deginum gaf Hil- arius jólaköku, heimabakaða, með nónkaffinu. Svo var hún góð, að skipstjóri var nærri bú- inn að »festa«, meðan hann var að »innbyrða« hana, og það hefði líklega orðið vörpumissir, ef jeg heföi ekki staðið hjáhon- um og mint hann á að'gleyma sjer ekki yfir kökunni 1 — Svo ætlaði jeg til hátíðabrigðis að opna »fantinn«, nú var tæki- færið og tilefnið til að slyrkja landbúnaðinn. En viti menn: fanturinn fanst hvergi, svo að sá hluti hátíðisbrigðanna fór út um þúfur. Löngu seinna fanst hann — uppi á hillu f klæða- skáp skipstjóra — og enginn hafði látið hann þar, og ólgan, sem í hann var kominn gat ekki skýrt þetta dularfulla fyr- irbrigði— það var eitthvað yfir- náttúrlegt. Hvað svo af honum varð, má hamingjan og Hilari- us vita. Jeg sá hann aldrei framar. Eftir »kröfugönguna« varð aflinn tregur. »Skalli« var nú orðinn sæmilega hlaðinn og jafnvægið upprunalega farið að raskast, saltið runnið allmikið, vatns- og kolahylkin farin að tæmast og lifrarfötin hreyktu sjer hvar sem litið var uppi. — Jóhann lifrarmeistari sagði þau 115, en svo vel úti látin — ekla lifur — að þau væru eins góð og 120 hjá öðrum. Skipstjóri var búinn að fá nóg — í svip- inn, og kl. 8 um kveldið Ijet hann »hanka uppi«, og sneri »Skalla« snarlega í áttina á Reykjanes; maður var kallaður að stýrisbjólinu og vaipan sett í lögskipaðar stellingar, því nú átti að halda inn í landhelgi og heim. Framh. B. Sœm. Af leiðangri Jónasar frá Hriflu. Mjög eru skiftar skoðanir um það í öllum herbúðum, hvort hugsanlegt sje að Framsókn aukist fylgi á því, að Jónas frá Hriflu ferðist um landið og haldi fundi. Enda má nm það deila, þegar um svo ipisvitran mann sem hann er að ræða. Ef á- hugamál bænda er honum efst í huga og honum lánast að tala um þau af stillingu og auðsæu rjettsýni, þá er líklegt að ýmsir fyrirgefi honum margt og eigi hægar með að fylgja honum eftir komu hans. En ef svo er, sem margar fregnir herma, að hann eigi ekki annað erindi út í sveitirnar en að margtyggja fund af fundi sömu lyga-þvæl- una um menn og málefni, sem Tíminn fyrir löngu er búinn að gera lesendur sína dauöþreytta á, •— þá er víst ver farið fyrir hann en heima setið. Á fundinum á Sveinsslöðum i Hánaþingi talaði Guðmundur i Ási fyrstur manna, en þá Jónas. Fór hann geyst af stað og tal- aði af miklum móði um »danska valdið« og Morgunblaðið, en það fanst á að bændum þótli lítið til um og æstist Jónas af því enn meira. Loks hóf bóndi nokkur, er stóð utarlega í fund- arþvögunni, hógvær andmæli ♦00000000000000000000004 o V ö K Ð U R. kemur út S á laugar d ö g u m O Ritstjórinn: o Kristján Albertson Túngötu 18. § Símar : 1452, 551, 364. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 síðdegis. Sími 1432 V e rð: 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. 8 8 o o ♦0000000000000000000000« o 8 gegn þessu leiðinlega bulli Jón- asar, en hann svaraði á þessa leið: »Eg er ekki að tala við þessa bændur f útköntunum, sem eru leigudýr hjá Berléme og hans nótum!« Selningin er tekin eftir vasabók vandaðs manns, sem skrifaði hana orð- rjett niður, þegar er Jónas hafði mælt hana. Fór hrollur um fundarmenn er hann hafði hreytt henni út úr sjer. Þegar nú íslenskur bóndi ekki þarf meira sjer til óhelgi að vinna, en að grípa fram í fyrir Jónasi á fundi, til þess að fá þegar um hæl oröið leigudýr framan í sig — þá furðar víst fáa á þótt hann láti þá, sem eiga í höggi við hann í blöðum og á þingi »hafa það óþvegið«. Og enn færri munu á hinu furða, þólt allir láti sig nú litlu skifta, þótt þeir verði fyrir fúk- yrðum frá Jónasi. Þessi versnandi hæfileikamað- ur skrifar nú orðið lítið af viti og drenglund, en þá sjaldan það ber við, er skylt að virða það, fagna þvf. Flestar eru grein- ar hans gagnsýrðar illkvitni og fullar af ósannindum, eins og margsinnis hefir verið dagsann- að hér í blaðinu. Flestar eru þær skammagreinar, ýmist um einstaka íhaldsmenn eða flokk- inn í heild sinni, stóryrtar og rætnar, en röksemdir allar lýgi blandnar og blekkingum. Því er Nýju skólaljóðin, úrvalsljóð handa börnum og unglingum, Akureyri 1924. Það er gleðiefni þegar skól- unum bætast nýjar kenslubæk- ur, sem taka inum eldri fram að einhverju leyti. En ef svo er ekki, eða jafnvel um afturför að ræða, þá er miklu verr farið en heima setið. Skólaljóð þau er Þórhallur heitinn biskup tók saman eru ágæt bók og vel til hennar vandað, svo sem við var að búast af þeim manni. Sú bók fæst enn hjá bóksölum, og þá er hún verður uppseld næst, liggur beinast við að end- urprenta hana, með einhverjum viðauka. Hitt er heimska eða eitthvað verra, að fara að hlaupa til að gefa út nýja skólabók, sem stendur eldri bókinni langt á baki um alla kosti, en svo er þó um þessi »Nýju skóla- ljóðin«, sem Jónas Jónsson frá Hriflu hefir tekið saman og val- ið í. Fyrst er nú það, að alt valið í bókina og niðurröðun kvæðanna þar, er mjög ófull- komið og ruglingslegt. Maður- inn hefir auðsælega, í einhverju oftrausti á sjálfum sér, færzt í fang verk, sem hann er á engan hátt fær um að leysa viðunan- lega af hendi. Kvæðin eru eigi flokkuð eflir tímaröð og því síður eftir efni, en heldur ekki eftir höfundum. Þarna eru kvæði og kvæðabrot eftir sama mann iðulegast til og frá um alt kverið, án þess nokkurri reglu sé fylgt nema einhverju handahófi eftir minni safnanda. Þannig byrjar kverið á upphafs- erindi kvæðis eftir Bjarna Thor- arensen, en næst á eftir kemur svo annað upphafserindi kvæðis eftir Matthías Jockumsson. Svona er þessi tætingur um alla bókina, af kvæðum og kvæða- slitrum sitt á hvað, svo lesandi fær víða hvorki heilt né hálft. Þannig eru að eins þrjú hálf- erindi tekin af inu dásamlega kvæði eftir Schiller: »Til gleð- innar« (þýð. M. J.). Þar glatast því alveg nyt og kjarni. Sama er með ið heilaga kvæði Matt- híasar: »Guð minn, guð, ég hrópa« úr því eru einungis þrjú erindi tekin, en úr slíku kvæði má eigi eitt einasta orð missast. Safnandinn kemur, í formála bókarinnar, með einhverjar á- stæður fyrir þessari aðferð sinni, en þær eru helber hégómi. Ann- ars má það undrun sæta að öngvir kennarar skuli hafa skrif- að neitt í blöðin um þetta illa gerða verk, sem trauðla er ann- að en skaðvæn tilraun til þess að rýma burt úr skólunum annari bók, í alla staði betri. Trúlegt er, að þetta tiltæki sé gert í ábatavon. Þá bætir málið á Formála bókarinnar og í Inngangsorðum til kvæðanna eigi úr skák. Það er skaðlegt að ilt mál sé á kenslubókum, en þarna er svo óvönduð íslenzka að beint er til skammar fyrir skólakennara að láta slíkt frá sér fara. Hann hefir vitanlega þá afsökun, safn- andinn, að hann sé illa að sér í íslenzku og óglöggur i hugsun, en þá átti hann eigi að ráðast í slíkt verk. Til þess að sýna að þelta sé enginn sleggjudóm- ur, skal jeg taka nokkur dæmi úr því litla lesmáli, sem er í Formála ritsins og Inngangs- orðum kvæðanna í þvi. í For- mála t. d.: »að meðan þjóðin var Ijóðelskust lærði fólkið (því eigi hún) að skilja kvæðin«. Eða þá þetta: »Takmark þessa ljóða- vals er« o. s. frv.; það á víst að merkja »tilgangur þessa« o. s. frv.„ en svona er óvandvirkn- in og hugsunarþokan. En ekki tekur betra viö í Inngangsgrein- unum t. d.: »eru sum þeirra mikið kunn (bls. 7)«; »Lorelei klöppina, sem gerð var ódauð- leg (sic) með kvæði þessu (bls. 8)«; »bræður Ingibjargar vildu eigi að systir þeirra (sbr. deres á dönsku) giftist Friðþjófi (bls. 10)«, algeng villa víða í bók- inni. »Hann gerði ljóð o. s. frv. (bls. 19)«, venjulegast svona orðað í öllu kverinu, en r>grkja ljóð« þvi nær aldrei sagt. »Var afbragð á öllum þessum sviðum (s. st.)«; »gerði þar á vissum sviðum merkilegar uppgötvanir« (s. st.). Þetta svið kemur sífelt fyrir þarna í Inngangsgreinun- um og á víða alls eigi við, en allstaðar fer illa á þvi. Orðalag- ið ber hvervetna vott um and- lega fátækt höf. »Gaf sig að blaðamensku (bls. 20)«. »Land- ar í Khöfn héldu veizlu fgrir franskan vísindamann (bls. 30)«; »skólastjóri við menntaskólann (bls. 31). Föst villa í allri bók- inni. ^Þar sem sumarhiti er nokkuð mikill, getur furuskóg- urinn lifað i fálœklegum jarð- vegi (bls. 49)«. »Hannes var talinn einna mest glæsimenni^ hér á landi, á með- an hann 'lifðiu (sic.) (bls. 58). (Solveig) »fékk ekki að hvíla í kirkjugarði, eins og þeir sem dóu á sóttarsœnga (sic) (bls. 79). Eftir því bafa þá t. d. drukkn- aðir menn eða helfrosnir eigi verið kirkjugarðsgræfir. Göthe var ríkur maður og bjó í höll, sem nú er (líkl. == geymir) safn (bls. 84); varanleg (sic) fátækt (s. st.). Finnar urðu Igðveldi eftir heimsófriðinn mikla (bls. 99). Samkvæmt þessu eigum vér vist hér eftir að fara að segja: íslendingar urðu konungsriki ár- ið 1918. Þetta er nú orðinn fuj-ðu góð- ur heyfengur af eigi stærra teig, en þó er ýmislegt þarna enn ó- talið, sem ber vitni um hvilík málvizka og hugsunarskerpa höf. er. Höf. er auðsælega illa að sér í stafsetningu, þannig ritarhann t. d. fleggið f. fleyið (bls. 9), örfandi f. örvandi (bls. 66), hlœgja f. hlæja (bls. 120), far- þcgjar f. farþegar (bls. 128). Ann- ars nenni ég eigi að fást meira við það atriði, enda eru sárfá- ar g og i villur hjá Jónasi. Aft- ur er ýmisleg Jónasarvizka í bókinni t. d. : Það var þá trú og er ef til vill enn, að skáld þyrftu að vera hungruð og helzt húsvilt til að geta ort vel (bls. 104). En þrátt fyrir allan skort á því að kunna rétt að meta andagiftina, þá hefir þetta aldrei verið trú manna. Það er undar- legt að nokkur maður skuli láta sér slíka vitleysu um munn fara. Vitanlega eru nokkur ágæt kvæði í safni þessu, eigi síst ýmis af þýddu ljóðunum og sum kvæði eru þar prentuð í

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.