Vörður


Vörður - 28.07.1925, Blaðsíða 4

Vörður - 28.07.1925, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Þar eð vjer teljum líklegt, aö Skagfirðingar, sem búsettir eru nú utan hjeraðsins, og ef til vill fleiri, muni einnig vilja heiðra minningu hins látna sæmdar- manns með því, að leggja ein- hvern skerf í þennan sjóð, leyf- um vjer oss að láta þess getið, að hr. bankastjóri Eggert Claes- sen í Reykjavik, hefir góðfús- lega tekið að sjer að veita mót- töku væntanlegu samskotafje hjer syðra til sjóðsins. Vjer búumst við að sjóðurinn verði stofnaður á 75 ára afmæli Ólafs sál. Briems, 28. janúar næstkomandi, og verði ávaxtað- ur í Söfnunarsjóði íslands. p.t. Reykjnvík, 12. júnf 1925. Sigfús Jónsson. Jón Konráðsson. Arnór Árnason. A. Kristjánsson. Herm. Jónsson. Önnur blöð eru góðfúslega beðin að birta þetta. Jón Þorláksson. Siðasta tbl. Lögrjettu birtir frásögn af Svéins- staðafundinum 22. f. m. eftir ó- nafngreindan, sýnilega athugulan og greindan mann, sem stendur utan flokka. Sýnir hann sjer- staklega framkomu Jónasar jrá Hriflu, Jóns Porlákssonar og Trgggva Pórhallssonar, talar hlý- lega í garð þeirra allra, en þó er auðfundið, að mest hefir hon- um þótt til um fjármálaráðherr- ann. Farast honum svo orð um hann: »Pá talaði Jón Þorláksson fjár- málaráðherra. Jón er fríður maður sýnum og svipmikill, og þó auðsjeð, að hann er nú kom- inn af æskuskeiði. Alt yfirbragð hans, málrómur og hreyfingar bera vott um andlegt þrek og viljafestu. í*að er sennilegt að smávöxnu mennirnir þarna á fundinum hafi með sjerstakri gleði horft á hann í ræðustóln- um. Þar kom það svo berlega f Ijós, hvernig lítill maður getur orðið stór, ef guði hefir þóknast að gefa honum sitt hvað, sem meira er um vert en stór lík- ami. Jón talaði eingöngu um málefnin, ekki orð í þá átt að álasa mönnum. Mælskur maður er Jón að vísu en ekki í venju- legum skilningi. Hreyfingar hans eru snöggar og ákveðnar, mál- rómurinn fastur, setningar eins og sundurkliptar, en stuttar, skýrar, rökrjettar og falla saman i óslitna röð. Manni dettur í hug byggingameistarinn, sem leggur hina höfgu steina hlið við hlið, svo hvergi kemst hnifur á milli og — maður efast ekki um, að úr verði bygging, sem lengi stendur. Þrátt fyrir það gaman, sem almenningur hefir af deilum og orðahnippingum, má fullyrða, að þorra manna hafi þótt mest til koma að hlýða á Jón, og mest borið úr býtum af hans fundi. Úti í mannþröng- inni var oft auðheyrt, að sitt sýndist hverjum. »Heyr«, sagði einn, »á endemi«, bætti annar við. Retta voru smágos úr gýgum flokkanna, En þegar Jón f*or- láksson tók til máls, hjelt al- varan innreið sína á fundinn og menn hlustuðu og þögðu«. Pýska 8kemtiferðaskipið »Mún- chen« kom hingað til bæjarins á þriðjudagskvöld og stóð við næstu tvo daga. Er það hið fyrsta skemtiferðaskip sem hing- að kemur frá þýskalandi síðan 1914. Farþegar voru 320. Bækur Sögufjelagsins eru ný- komnar út: 1. Skólameistarasög- ur 1. hefti. 2. Blanda 2. hefti III. bindis. 3. Pjóðsögur Jóns Árnasonar 1. hefti I. bindis. — Það er vel að fjelagið hefir nú sjeð sjer fært að ráðast í nýja útgáfu af þjóðsögunum. Verður þessi útgáfa því sem næst ná- kvæm eftirmynd gömlu útgáf- unnar. — Ársgjaldið til Sögu- fjelagsins er 8 kr. Bókavörður fjelagsins Helgi Árnason, Safna- húsinu, veitir nýjum fjelögum upptöku. Dóra og Haraldur Sigurðsson komu frá útlöndum í fyrri viku og skemtu bæjarbúum hvort sitt kvöldið með list sinni. Dáð- ust menn jafnt að hinni fögru, hreimljúfu rödd frúarinnar, sem að hinum fágaða og snjalla leik Haralds. Þau hjónin dvelja nú austur í Kaldaðarnesi, en munu bráðlega hverfa aftur til útlanda. Nýja ullarverksmiðju er Bogi Pórðarson jrá Lágafelli að láta reisa hjer í bæ og er byggingin nær fullgerð. Ætlar hann aðal- lega að hafa þar kembingar- vjelar, og á verksmiðjan að geta skilað 800 pundum af lopum á dag. Vjelarnar eiga að ganga fyrir rafmagni. Nýl sundskálinn í örfirisey verður vígður 2. ágúst. Hafa íþróttamenn hjer í bæ unnið ókeypis að byggingu skálans á í sumar. Lögjafnaöarnefndin heldur fund um þessar mundir í Khöfn. Einar Arnórsson og Jóhannes R e i ð t ý g i margar gerðir, þar á meðal Imatikar svo traustir, að tekin er ÍO ára ábyrgð á virkjunum. Spaðalmakkar, aljárnaðir. Ilandvagnar, liestvagnar, abtýgi, listivagna- afetýgi. — Alt af bestu gerö. Allskonar ólar og lausir hlutir til söðla- og aktýgjasmíða er ávalt fyrirliggjandi. — Beisli, töskur, svipur, keyri, ístöð, bakpokar, veski, klifjatöskur, beislistengur margar tegundir o. fl., o. fl. Ennfremur tjöld, vagna- og fiskyfirbreiðslur og efni í þessa hluti. Landsins stærsta og fullkomnasta fyrirtæki f þessari grein. — Sívaxandi viðskifti sanna að hvergi er betra að gera sín viðskifti en i »Sleipni«. Aðgeröir fljótt og vel af lienði leystar, Vörur sendar gegn eftirkröfn hvert á land sem er. Símnefni »SLEIPNIR« — Sími 646. Laugaveg 74. — Reykjavík. % F’yrirlig'g-jan.di miklar birgöir afs Tatnsleiöslurörum, Skolprörum, Miðstööv- artækjum, allskonar Fittings, HLrönum o. s. frv., I41oset, Þvottaskalar, Vaskar, lSaö- ker o. s. frv., Pumpur, Póstar, Vatnshrútar, Ofnar & JEldavólar, Pvottapottar, örautar- pottar, og allskonar lílGGISGARSTEVPI. VÖRIJR. CmÓIÍ og veggflísar. Isleifur Jónsson, Langaveg 14. Reykjavík. Símnefni: ísleifnr. — Sími 1280. ♦oooooooooooooooooooooos S V ÖRÐUR kemur út ^ O á laugardögum O Ritstj ó rinn: § Kristján Albertson Túngötu 18. j§ S i m a r : 1452, 551, 364. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 síðdegis. Sími 1432 2 V e rð: 8 kr. árg. g Gjalddagi 1. júlí} O v, ♦ooooooooooooooooooooooe ekki getað siglt. Meðal þeirra mála, sem nefndin mun ræða og reyna að komast að samn- ingum um, er heimflutningur ísl. skjala úr söfnum í Khöfn, þeirra er vjer höfum rjett á að tá aftur. Þar á meðal eru öll þau skjöl, er Árni Magnússon hafði fengið að láni hjeðau til þess að afrita, en aldrei skilað aftur, svo að þau bæltust við safn hans. Hannes Porsteinsson skjalavörður er í Khöfn og mun aðstoða nefudina í flutningi þessara mála. Frá Akureyri er símað 22. þ. m.: Um hádegi syrti skyndilega í lofti og skall yfir feikna óveður með hellidembu af hagli. Eftir hálftíma var haglskúrinn liöin hjá og varð bjart af sólu og blíðuveöur. — 21. þ. m. drukknaði í Pverá Jó- hann bóndi Helgason á Syðra- Laugalandi. Var hann á reið yfir ána ásamt fleiru fólki. Hnaut hesturinn og fjell Jóhann af honum. Samferðafólkið sá hon- um ekki skjóta upp aftur. Talið er líklegt, að Jóhann hafi fallið á höfuðið á stein og rotast. Líkið er ófundið. Jóhann var einn af efnuðustu bændum Eyjafjarðar. Flugvjelar til landhelgisgæslu. Tilraunir þær, sem gerðar voru í siðastl. mánuði, á fiskimiðun- um undan Skagen, leiddu það í ljós, að vafalaust verði mikill styrkur að notkun flugvjela við landhelgisgæslu. Flugvjelin get- ur ,farið á skömmum tíma yfir stórt svæði og vart hugsanlegt, að skip að landhelgisveiðum, er flugvjelarmenn koma auga á, sleppi undan. Búast má við, að þelta verði framvegis einhver þýðingarmesti þáttur landhelgis- gæslunnar. Jóhannesson sækja fundinn hjeð- ingurinn, Bjarni frá Vogi, hefir an að heiman, en þriðji íslend- legið veikur undanfarið og því Prentsmiðjan Gutenberg. "V etrarbraut. Síðastliðið sumar birtust öðru hvoru, hjer 1 blaðinu, greinar með nafninu »Stjörnu- ríkið« og voru pær um sólkerfi vort. Eigi var greinum pessum lokið og staf- aði pað af ýmsum önnum. Jeg hefi orðið pess vís, að ýmsir hafa lesið greinar pessar með athygli, og hefi jeg fengið tilmæli um að halda peim áfram. Er gott til pess að vita og vil jeg nú leitast við að auka uokkru við. íslensk alpýða hneigist að pvi, sem há- leitt er og fjarlægt. Stjörnufræðin innifelur hvortveggja. Hún er alla tíð hafin langt yfir smámuni daglegs lífs, og hún kannar sí og æ ókunna stigu og leiðir ný og ný undur i ljós. Sextánda og seytjánda öld átti marga á- gæta stjörnuspekinga. Rá lifðu peir: Koper- nikus, Galilei, Kepler og Newton. Pessir menn fundu lögmálin fyrir göngu himin- hnattanna. Pvinæst varð hlje á mikilvægum upp- götvunum, uns Herschel kemur til sögunnar frá 1738—1822. Hann gerði einskonar dýptar- mælingar í hafi himinsins. Hann beindi sjónpipu sinni, sem var 18 fet á lengd, á 1088 staði víðsvegar i rúminu og taldi pað, sem Ijósmál sjónpípunnar náði yfir, i pví skyni að geta síðan áætlað tölu stjarnanna og lögun og eðli alheims vors. Aö honum liðnum verður enn langt hlje á mikilvægum uppgötvunum, pó nokkuð bæltist við. Líkast er pví sem heilar aldir purfi til pess að átta sig á afrekum mestu manna mannkynsins. En nú er ennpá ný öld stórfeldra stjarn- fræðilegra uppgötvana runnin upp í heim- inum. Stjörnuturn hefir verið reistur á Wilsonsfjalii í Ameríku. Par eru margs kyns verkfæri, sem engan eiga sinn líka. Par starfa margir ágætir menn og paðan koma með ári hverju hinar furðulegustu nýjungar, sem gagntaka hugi hugsandi manna. Nú er ætlun min líkt og í hinum fyrri greinum, að rita fyrst stutt yfirlit um hvað- eina, vegna peirra, sem enga hafa undir- stöðu, og Iýsa síðan fáeinum nýjum upp- götvunum og nýjum hugsunum peirra manna, sem rannsaka himindjúpin pg stjörnurnar. Ásgeir Magnússon. Jafnvægi heims. Aðdráttaraíl og geislaspyrna. Andntæður. 23. Alt er breytingum háð, en þó virð- ist heimurinn órjúfandi jafnvægi. Á ein- um stað er upplausn og dauði. Á öðr- um stað sameining og líf. Svo er það á jörðu vorri og svo er það um heim allan. Alstaðar eru öfl að verkt, sem byggj3 og sameina. Önnur rjúfa og sundra. ' Sólkerfin eru sifelt á valdi tveggja mikilla magna. Annað heitir aðdráttar- afl en hitt geislaspyrna. Algerðar and- stæður virðast þetta vera. Annað safnar efnum heimsins, svo að efni bætist á efni ofan. Hitt dreyfir þeim út um rúm- ið. Stundum ört, stundum hægt og veitir ýmsum betur. Efnismekkir sól- kerfanna berst líkt og síur frá afli, út úr þokuríkjum alheimsins. Þá er alt í ólgandi uppnámi. En sköpunarmögn heimsins eru samtvinnuð efniviðum hans. Samstarf þeirra breytir óskapnað í ein- ingu. Hringrásir hefjast og jafnvægi næst. Sólkerfi er til orðið ■ bústaður lif- andi lífs með andstæðum og jafnvægi sín í millum. Framh.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.