Vörður - 01.08.1925, Qupperneq 1
Grefinn lit af Miðstjórn í haldsflokksins.
III. ár.
Reykjavík 1. ágúst 1925.
32. blað.
Samábyrgðin.
Síðasta þing.
Fyrir nokkru reit jeggrein í Vörð
með þessari yfirskrift og sýndi
þar fram á, að meiri hluti þeirra
manna, sem sátu aðalfund Samb.
isl. samvinnufjelaga í júnímán-
uði þ. á., hlytu að líta svo á,
að hin ótakmarkaða samábyrgð
ætti að hverfa úr sögunni. Þetta
bygði jeg á ályktun fundarins
um, að ekki væii enn kominn
timi til þess að takmarka á-
byrgðina. Síðan sýndi jeg fram
á, að þessi ábyrgð væri óþörf
frá hvaða sjónarmiði, sem á
hana væri litið, og ljet í ljósi,
að æskilegt væri, að takmörkun
ábyrgðarinnar yrði framkvæmd
sem fyrst.
í næsta blaði, sem út kom af
Tímanum, er svo þessi grein
mín tekin til athugunar, ef at-
hugun skyldi kalla. Höf. Tíma-
greinarinnar reynir þó alls ekki
að bagga við því, sem var að-
alatriðið í grein minni, að meiri
hluti fundarmanna hljóti að líta
svo á, að hin ótakmarkaða á-
byrgð eigi að hverfa. Jeg slæ
þessu því föstu á ný, og af þessu
leiðir það, að ekki getur orðið
langt þangað til þessi takmörk-
un kemst í framkvæmd, fyrst
meiri hluti sambandsfundar er
þessu fylgjandi. þettaer vitaskuld
mergur málsins, en skiljanlegt
er, að hinum æstu fylgismönn-
um hinnar ótakmörkuðu ábyrgð-
ar falli þungt að vera komnir
í minni hluta með þessa uppá-
haldsskoðun sina, en til þess
verður ekkert tillit tekið, því að
lokum verður jafnan hið rjetta
ofaná.
Í>ví er haldið fram í svargrein
Tímans, að ábyrgðarfyrirkomu-
lagið í samvinnufjelögunum sje
hið sama nú og það hafi verið,
áður en Jónas frá Hriflu tók að
fást við samvinnumál hjer á
landi. En þelta er ekki rjett.
Áður var það svo, að hvert fje-
lag ábyrgist að eins sínar skuld-
ir, en nú ábyrgjast öll fjelögin
skuldir hvers annars við Sam-
bandið og þar með allar skuld-
ir Sambandsins. Af þessu leiðir,
að hver bóndi, sem er í kaupfje-
lagi, ábyrgðist ekki einungissínar
eigin skuldir og síns fjelags, held-
ur einnig allar skuldir við Sam-
bandið, þótt stofnaðar sjeu af
mönnum, sem þeir alls ekki hafa
heyrt nje sjeð. í’etta fyrirkomu-
lag er óhæft og óþarft og verð-
ur að hverfa.
Þess var getið í grein minni
og það er viðurkent i Tíman-
um, að tillagan um takmörkun
ábyrgðarinnar væri kominn frá
Kaupfjel. Skagfirðinga. En þótt
greinarhöf. Tímans játi þetta,
ber hann sjer samt á brjóst og
segir, að það sjeu aðeins fjand-
menn samvinnustefnunnar, sem
sjeu andvígir hinni ótakmörk-
uðu ábyrgð og geri það til þess
að sundra samvinnumönnum.
Eru þá meðlimir Kaupfjel.
Skagfirðinga fjandmenn sam-
vinnunnar? Vinna þeir að því
að sundra sínum eigin fjelags-
skap? Hver mundi trúa því, en
frá þeim er tillagan sprottin og
henni er svo vel tekið, að meiri
hluti fundarmanna aðalfundar
Sambandsins aðhyllist hugsun
hennar, þótt ekki þyki fært að
framkvæma hana strax, senni-
lega vegDa þess að mjög fá eða
engin kaupfjelög eru skuldlaus
við Sambandið, nema Kaupfjel.
Skagfirðinga. Eru þá allir þessir
menn á aðalfundi að vinna á
móti samvinnufjelagsskapnum?
Nei, vissulega ekki. Hjer skiftir
ekki máli og um það er ekki
að ræða, hvað kaupmennirnir
álíta, eða hvað einhver blöð á-
líta, heldur hvað samvinnu-
mennirnir sjálfir álita og þeir
hafa nú kveðið upp þann dóm,
að samábyrgðin, eins og hún er,
eigi að hverfa. Að hlanda kaup-
mönnum hjer inn í, eins og
Timinn gerir, er aðeins til að
leiða athygli frá aðalatriðinu.
Kaupmenn skifta sjer ekkert af
þessu máli, því að það er best
fyrir þá að samábyrgðin haldist,
því hún hindrar vöxt og við-
gang kaupfjelagsskaparins.
Það skiftir ekki heldur neinu
máli, þótt einhver maður hafi
einhvern tíma misskilið hvað
samábyrgð þýddi. Flestum er
nú orðið alveg Ijóst hvað hún
þýðir. Og það er undarlegt, að
greinarhiöfundur Tímans skuli
kvarta um það, að aldrei hafi
verið sýnt fram á, að samábyrgð-
in væri hættuleg. Hefir ekki
Sambandið gefið eftir Kaupfjel.
Reykvíkinga 30000 kr.? Verða
ekki fjelög þau, sem eru í Sam-
bandinu, að taka þátt í þeim
halla? Og fleiri dæmi mætti
telja. En það þarf ekki til þess
að skýra málið, það er full-
skýrt áður.
í lok greinarinnar í Tíman-
um er spurt um, hvað átt sje
við, er sagt er í grein minni,
að hættulegt sje að draga lengi
að takmarka samábyrgðina og
þess getið til, að átt sje við, að
Sambandið geti ekki staðið í
skilum. En við það var ekki
átt, heldur það, að svo gæti
farið, að kaupfjelögin, sem ekki
vilja vera í hinni víðtæku sam-
ábyrgð, segi sig úr Sambandinu,
og þar sem þetta gætu aðeins
betur stæðu fjelögin, væri þetta
hnekkir fyrir Sambandið, sem
vel er hægt að komast hjá, ef
ekki er barið höfði við steininn.
G.
Það er gömul venja, að segja
að hverju þingi afloknu, að
þetta hafi verið eitthvert það
atkvæðaminsta og ómerkilegasta
þing. Ganga skraffinnar oglausa-
gosar best fram í þeim sögu-
burði.
Andstæðingarnúverandi stjórn-
ar hafa, auk þess að tolla í
þessari tisku, aðra veigameiri
ástæðu til þess að prjedika
þennan boðskap á fundum og i
blöðum.
þeir hafa sem sje lýst því
yfir, að stjórnin og flokkur henn-
ar hafi haft töglin og hagldirn-
ar á þinginu, og hún beri því
ábyrgð á gerðum þess. Er þá
ekki von, eftir slíka yfirlýsingu,
að fögur sje frásögnin af afrek-
um þingsins.
Reyndar segja þeir nú annað
veifið, að stjórnin hafi verið og
sjefylgislaus, sitji í »sjálfstrausti«
og annað þessháttar, en það
gera þeir nú bara samræmisins
vegna.
íhaldsflokkurinn hefir nú aldr-
ei reynt að gera meira úr
þingafli sínu, en á allra vitorði
er. Hann hefir það fylgi, sem
allir vita, en það verður ekki
sagt um hrærigrautinn, sem á
hann herjar (sbr. vantraustið).
En þótt íhaldsfl. hafi enganveg-
inn þann þingstyrk, sem æski-
legt væri, þá hefir honum samt
lukkast að koma svo mörgu
góðu og þarflegu gegnum þetta
þing að erfitt mun hverjum manni
að telja það »ómerkilegt«.
Málefnin mótast vitanlega af
áslandinu. Nú eru ekki hinir
glæsilegu tímar og rólegu, þeg-
ar hægt er að snúa sjer að
»andlegu« málunum af alhug.
Prátt fyrir góðæri nú siðast,
mótast alt af viðreisnarstarfinu
eftir undanfarandi kreppu- og
vandræðatíma.
Fyrst og fremst þarf að líta
eftir sjálfum máttarviðum ríkis-
byggingarinnar, höfuð-atvinnu-
vegunum. — Síðasta þing gerði
það svo að lengi mun uppi vera.
Landbúnaðurinn fjekk lang-
merkilegustu lánsstofnunina, sem
hann nokkru sinni hefir fengið,
og í raun rjettri þá lánsstofnun,
sem rikið íslenska hefir sett á
stofn með stærstum tillögum,
Ræktunarsjóðinn. Mun hann í
góðum höndum verða til ómet-
anlegs gagns. Má af þessu glögt
sjá, hver hæfa er í þeim ábnrði
Tímamanna, að íhaldsflokkur-
inn standi móti hagsmunamál-
um bænda, eða sje áhugalaus
um þau.
Sjávarsíðan fjekk ákvörðunina
og lögin um það, að Landhelg-
issjóður skuli taka til starfa. —
Er það víst allra manna mál,
að landhelgisvarnirnar verði þá
fyrst í fullu lagi, er vjer getum
sjálfir unnið þar aðalstarfið. —
Látlaust hefir það verið borið
fram af andstæðingum íhalds-
flokksins, að stór-útgerðarmenn
væru andvígir bættum land-
helgisvörnum, vegna þess að
þeir vildu geta fiskað i þvi skjóli
sjálfir, og að íhaldsflokkurinn
stæði þar auðvitað sem skjöld-
ur fyrir þeim. Sjest nú hæfan
í þeim getsökum öllum saman.
Hér hafa þeir þá tvö rógs-
málin að geifla á fyrst um sinn
og glej'pa síðan.
Um þriðja atvinnuveginn,
verslunina, voru og sett af þingi
þessu mikil lög og merkileg,
sem fela í sjer margar umbæt-
ur frá því sem áður var.
Ált er þetta íhaldsflokksins
verk eftir því sem þeir segja
sjálfir andstæðingarnir. — Hann
ber ábyrgðina á gerðum þings-
i'ns.
Þá hjelt síðasta þing áfram
því viðreisnarstarfi á fjárhag
ríkissjóðs, sem næsta þing á
undan hóf. Var svo til stilt, að
víst mætti telja, að tekjur fengj-
ust nægar fyrir útgjöldum, ef
ekkert óvænt ber að höndum.
Framsókn dansaði þar nauðug
með af kjósendahræöslu. En að
henni var það óljúft má sjá af
því, að hvað eftir annað leituðu
leiðtogar hennar að einhverri
smugu til þess að troða sjer
inn í og eyðileggja starfið. Hvað
eftir annað voru þeir með yfir-
lýsingar um það, að nú færi
þeir hreint að hætla allri sam-
vinnu við stjórnina(Il) um það
að bjarga fjárhagnum. En aldrei
fundu þeir þá smugu, að þeir
treystust til þess að leynast þar
fyrir kjósendunum, og kusu því
heldur að dragnast með.
íhaldsflokkurinn ber ábyrgð-
ina, segja þeir. Hann á líka
heiðurinn.
Eitt mál tókst þeim þó að
vefja svo, að ekki varð afgreitt,
og það var ráðstöfun seðlaút-
gáfurjettarins. — Verður gaman
fyrir kjósendur þegar Alþingis-
tíðindin koma að kynna sjer
frammistöðu Framsóknarinnar
og einkum þeirra Jónasar og
Ingvars í efri deild í þessu máli.
Gekk málæöi þeirra mest út á
það, að hrekja það, sem þeir
höfðu sagt á næsta þingi á und-
an, en gera það þó svo, að þeir
gætu aftur á næsta þingi snúið
við enn. Náttúrlega eru þeirlipr-
ir menn báðir, en þó mátti nú
ekki tæpara sianda, að ekki færi
fyrir þeim eins og skáldið sagði
um manninn, sem
datt o’n í kjaftinn á sjálfum sjer.
Þó að þingið sje ómerkilegt
talið af andstæðingunum, vegna
þess að íhaldsfl. á heiðurinn af
þvi, þá er nú samt erfitt að
telja upp i stuttri blaðagrein
þau nytjamál, sem það fjekk
afgreitt.
Hinu erfiða endurreisnarstarfi
á fjárhag ríkissjóðs var reynt
að sameina ýmiskonar nauð-
synlegar framkvæmdir og fram-
faramál. Þetta þing á byrjunina
að Landspítalanum og Heilsu-
hæli Norðurlands, og er það hvor-
ugt ómerkilegt. Það veitti stór-
fje til þess að bæta úr húsnæð-
isskortinum á geðveikrahælinu
o. fl. Það sinti fyrst því máli,
sem með tíð og tima verður
líklega með mestu málum þjóð-
arinnar, sem er víðboðið. Það
bætti, eins og bætt varð, úr af-
glöpum Tíma-ráðherrans, er
skemdi svo fiskveiðalöggjöfina,
að vel heföi mátt horfa til bráð-
asta voða allri þjóðinni o. fl. o. fl.
íhaldsflokkurinn ber ábyrgð-
ina, segja þeir. Hann mun víst
ekkert undan henni skorast og
ekkert fyrirverða sig fyrir þetta
þing og störf þess.
En eitt gerðu þeir þó, Tíma-
menn:
Þeir hjeldu þann aumlegasta
eldhúsdag yfir stjórninni, sem á
Alþingi íslendinga hefir heyrst
eða sjest. Sá er þeirra helsti
hróður á þessu þingi. M.
Tíidq 09 AlþýðuMaOið.
Þegar Jónas frá Hriflu er
heima eru Tíminn og Alþýðubl.
sátt, en á sumrin þegar Jónas
er erlendis — hann fer eins og
kunnugt er utan nær á hverju
sumri að sið vellauðugra bur-
geisa — þá slettist á vinskap-
inn á yfirborðinu, en Jónas lag-
ar svo misfellurnar þegar hann
kemur heim. Það er staðhæft,
að hann hafi árið 1916 (sama
árið og hann stofnaði Fram-
sóknarflokkinn) verið fulltrúi á
stofnfundi Alþýðusambands ís-
lands, svo að hann hefir rjett
til að skjótast yfir landamærin.
í þetta skifti bregður ekki út
af venjunni. Þessi blöð eru sem
stendur saupsátt út af verkfalli,
sem Tíminn segir, að íhalds-
menn hafi gert á Hvammstanga,
og út af því, að Tíminn segir,
að í Framsóknarflokknum sjeu
engir sócíalistar, enda sjeu engir
fjær sócíalistum en bændur. —
Alþ.bl. er að vonum óánægt yfir
þessu og þykir nú svo bregðast
krosstrje sem önnur trje. Segir,
sem mikið er satt í, að í raun
og veru sje ekki nema um tvo
flokka að ræöa i umheiminum,
sócíalista og andstæðinga þeirra
(vinstri- og hægriflokkana). —
Eftir að hafa sýnt fram á hvernig
samvinnan er milli flokkanna
erlendis, segir Alþýðublaðið:
Líkt er og verður hjer. »Fram-
sóknar«-menn hafa tekið sam-
viunustefnuna að láni hjá jafn-
aðarmönuum og gert hana að
stjórnmáli eins og jafnaðarmenn
í Rússlandi. Framsóknarmenn
hafa talið sig fylgjandi bótum á
kjörum alþýðu, og þá hljóta þeir