Vörður


Vörður - 01.08.1925, Síða 4

Vörður - 01.08.1925, Síða 4
4 V Ö R Ð U R athug-ið! Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar, Reykja- vík, hefir fyrirliggjandi og útvegar allskonar: i. menningar, sem skyldust er og svipuðust íslenskri menningu. Ritgerðin er prýðilega skrifuð og er skylt að tjá höfundi þakk- ir fyrir hana. Porskhausarnir og þjóðin er fyrirlestur, sem dr. Guðmundur Finnbogason flutti I vetur og hjer er birtur, um þátt þann, sem hertir þorsk- hausar hafa átt og eiga í ís- lensku máli og menningu, og þótt þar sje margt sagt í gamni, þá fylgir því öllu nokkur alvara. Rá er grein um Sigurð Kristófer Pjetursson eftir Grjetar Ó. Fells, ritgerð eftir ritstjórann: Vjelgengi og vitgengi, ferðasaga eftir Helga P. Briem, kvœði eftir Jakob Thorarensen, Huldu og Höllu Lofstdóttur, og loks ritsjá eftir ritstjórann. Flmleikaflokkar tveir, karla og kvenna, frá íþróttafjelagi Reykja- vlkur, fóru kringum land og sýndu leikfimi á öllum viðkomu- stöðum. Var þeim tekið for- kunnarvel þar sem þeir komu. Kvenflokkurinn kom aftur með e.s. Esju, en karlmennirnir, 8 saman, fóru Iandveg frá Austfjörðum. Sáttasemjari i vinnudeilum. Sam- kvæmt lögum frá síðasta þingi á 11 manna nefnd að gera til- lögu um skipun sáttasemjara í kaupgjaldsdeilum. Fjelag ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda hefir nefnt af sinni hálfu Ólaf Thors, Ágúst Flygenring, Magn- ús Einarson, Jes Zimsen og Jón Ólafsson. Aðra 5 menn hefir Alþýðusamband íslands kvatt í nefndina: Jón Baldvins- son, Sigurjón A. Ólafsson, Magn- ús V. Jóhannesson, Jóninu Jónatansdóttur og Svein Helga- son. Formaður nefndarinnar er Sigurður Pórðason, fyrrum sýslumaður, eftir tilnefningu Hæstarjettar. Staður í Súgandafirði. Sjera Helgi Árnason er eini umsækj- andinn um það brauð. Davið skáld frá Fagraskógi og Kristján Albertson ritstjóri fóru austur í Fljótshlíð á þriðjudag- inn og hugðust að dvelja þar vikutíma. Lyra kom frá Noregi 27. júlí. Meðal farþega var Gunnlaugur læknir Claessen. Lyra fór aftur til Noregs 30. júlí. Knútur Danaprins átti 25 ára afmæli 27. júli. Slys. Jón Elísson, ungur mað- ur úr Bolungarvík, druknaði í fyrradag. Fjell út úr bát. Var að leggja net. FB. Fyikir lieitir nýstofnað hluta- fjelag, sem keypt hefir botn- vörpuskipið Belgaum. í stjórn þess eru Páll Ólafsson frá Hjarðarholti, Páll lögfræðingur Bjarnason frá Steinnesi og Að- alsteinn Pálsson, sem tekur við skipstjórn á skipinu. En fjelagið Belgaum á nýtt skip í smíðum í Bretlandi. Síldveiöarnar hafa gengið frem- ur treglega. Alls höfðu verið saltaðar 36698 tunnur 25. júlí, og er það hálfu fimta þúsundi minna en á sama tíina í fyrra. Gengisnefndin. Þegar síðasta þing framlengdi lögin um geng- isskráning og gjaldeyrisverslun, var jafnframt bætt í nefndina 2 mönnum, er skyldu hafa tillögu- rjett, en ekki atkvæðisrjett, um skráninguna. Annan þeirra skyldi Fjelag íslenskra bolnvörpuskipa- eigenda nefna, en Sambandið hinn og hefir það kosið Tryggva ritstjóra Þórhallsson, en útgerð- armenn Ólaf Thors framkvæmd- astjóra. Móðurást. Listvinafjelagið hefir gengist fyrir því, að keypt yrði eirmynd af líkneski ungfrúr Nínu Sæmundsson, »Móðurást«, sem listakonan er að verða fræg fyrir. Veittiþingið fjórðung kaup- verðsins.en gaf fyrirheit um sömu fjárveitingu á næstu fjárlögum. En hinn helminginn greiðir List- vinafjelagið. Nú er myndin kom- in hingað og var afhjúpuð í húsi Listvinafjelagsins nú í vik- unni. Listakonan var sjálf við- stödd athöfnina, en er nú horf- in aftur til útlanda. ísland fór til útlanda 30. júlí. Farþegar voru um 70. Meðal þeirra voru Lárus H. Bjarnason hæstarjettardómari, dr. Ólafur Dan Daníelsson, sr. Friðrik Rafnar, sr. Bjarni dómkirkju- prestur Jónsson, Jes Zimsen, Chr. Zimsen, frú Stefanía Guð- mundsdóttir leikkona og ungfrú Nína Sæmundsson myndhöggv- ari. Halidór Hermannsson prófessor er tekinn við forstöðu handrita- safns Árna Magnússonar, sem geymt er í bókasafni Kaup- mannahafnarháskóla. »Sköruleg greinargerð«. Svo heitir ítarleg ritstjórnargrein í Heimskringlu og er tilefnið þetta: Blað, sem gefið er út í Tor- onto, Canada, birti fáránlega frásögn um íslensku þjóðina og er hún á þessa leið: — »Mentuð kona íslensk er höfundur að eftirfarandi frásögu: Konur á íslandi þvo sjer aldrei frá því þær fæöast og þar til þær deyja. Pær gera aldrei neitt annað en maka sig í olíu. Pær hafa það sjer til skemtunar að sitja á gólfinu og horfa hver á ,aðra. Sú, sem mestri olíu getur makað á andlit sjer, er talin fegurst«. * Samsetningur þessi kom í víð- lesnu blaði og í sjálfu sjer álita- mál hvort svaraverður er. En hann varð til þess, að Baldvin L. Baldvinsson, fyrv. ritstjóri Heimskringlu, skrifaði langa og ítarlega grein um ísland og ís- lendinga, og sendi hann ritstjóra þess blaðs, er vitleysan birtist í, og afsakaði hann síðan birtingu greinarkornsins um íslenskar konur. — Hafði ein af starfs- konum blaðsins tekið hana upp úr ensku kvennablaði, — auð- Gamalt járn (pott) einnig gamlan kopar, kaupir hæsta verði H.f. „Ilamar^. vitað canadiskum lesendum til fróðleiks og skemtunar!!! Grein B. Baldvinssonar var birt í þessu Torontoblaði og skýrir hann ítarlega fyrir les- endunum landfræðilega legu ís- lands, drepur á margt viðvíkj- andi fornri og nýrri menningu íslenskri, verslun og framförum á siðari árum o. s. frv. Greinin er birt í Heimskringlu i íslenskri þýðingu og á B. B. þakkir fyrir að hafa skrifað hana því að hún gefur glögga hugmynd um land vort og þjóð. (Frá frjettastofunni). Prentsmiöjan Gutenberg. V etrarbrant. Jafnvægi heims. Aðdráttarafiið. 24. Aðdráttaraflið er mátturinn, sem öllu heldur saman í rúminu. Einnig heldur það hnöttunum saman og öllu lauslegu föstu við þá *— meðal annars legi og lofti. Lögmál þetta fann Isaac Newton í lok 17. aldar og orðaði svo: »Sjerhver efnisögn alheimsins dregur að sjer sjerhverja aðra efnisögn, með afli, sem er í beinu hlutfalli við fram- kvæmi efnismagnanna, deildu með tví- veldi fjarlægðarinnar1). Erfitt er að orða þetta í stuttu máli, svo að öllum verði Ijóst og má nú leit- ast við að lýsa því nánar: a. Að því skapi, sem efnismagn er meira, er aðdráttarafl þess meira. Aukist efnismagn eins og tölurnar: 1-2-3—4—5—6-7 . . . Pá eykst aðdráttarafl einnig eins og tölurnar: 1—2—3—4—5—6—7 . . . b. En vaxi fjarlægðir milli efnisagna eins og tölurnar: 1—2—3-4—5—6—7 . . . Pá rjenar máttur aðdráttaraflsins2) eins og tölurnar: 1) Formáli pessa lögmáls lítur þannig út: F = G ~- Táknar þá F aflið, G ákveöna stærö, fundna með tilraunum, m og m' efnismögn og r fjarlægðina. Stundum er þetta að eins orðað svo: Aðdráttaraflið stendur i beinu hlutfalli við efnismagn, en öfugu blutfalli við fjar- lægðina í öðru veldi. 2) Niður við jörðu er fall á 1 sek. nál. 5 m. Á braut tunglsins, sem er i 60 jarðgeisla 1 4~J-—Vc—A—'3l6'—íV* Aðdráttaraflið er óaðskiljanlegt öllu efni og vex alveg samhliða efnismagn- inu. En það stafar líkt og geislar út frá ljósdepli, um allar þrjár víðáttur rúms- ins og dofnar því mjög ótt. Aðdráttaraflið dregur alt saman, smátt og stórt. Eigi að síður ber örsjaldan við að hnettir falli saman og veldur því hreyfing þeirra. Allir leitast þeir við að fljúga beina línu. Nálgist hnettir, án þess að stefna beint saman, þá svigna brautir beggja og standi hraði þeirra í ákveðnu hlutfalli við efnismögnin, þá geta þeir orðið förunautar á vegferð sinni um rúmið og snúist um sameigin- lega þungamiðju. Ef vjer ímyndum oss að tunglið stað- næmdist skyndilega á braut sinni, þá myndi það áður falla til jarðar með sívaxandi hraða. Nú er það sífelt á fleygiferð eins og allir aðrir hnettir og leitast við að komast beina braut. En það er stöðugt að falla sökum aðdrátt- afls beggja hnaltanna. Petta tvinnast sam- an í bogna braut og tunglið nálgast eigi neitt, en þreytir sitt skeið um ár og aldir. Líkt er þetta og sveiflað sje steini í snæri. Hann fellur ekki niður meðan hreyfingin helst og hann kemst ekki burt út í loftið, því taugin heldur og fer nú þá einu leið sem fær er, sem sje: boglínuna. Pyngdarlögmálið er eitt hið örugg- asta eðlislögmál, sem þekkist í heimin- um. Isaac Newton bar gæfu til þess að afhjúpa það. Var þá líkast því, sem komin væri »fylling tímans«. Uppgötv- fjarlægð, verður það að eins 5m • (^)3 = ■jfa m, eða tæplega 1.4 mm á sama tíma. Sjest af því að aðdráttaraflið rjenar mjög ört með auknum fjarlægöum. Eigi að síður eru hnettir himins á valdi þess. anir f stjörnufræði voru orðnar svo miklar, að lögmál fyrir göngu hnatt- anna hlaut að finnast. Fornir spekingar töldu vafalaust, að brautir hnattanna væru fullkomnir hringar, vegna þess að hringurinn er íullkomnasta línan. En þá fullyrtu þeir meir en þeir vissu. Kepler færði sönnur á að brautir hnattanna væru ávalt sporbaugar. Fram- an af æfi sinni var hann sinnar tíðar barn og áleit anda stýra göngu hnatt- anna. Síðar sannfærðist hann um, að það væri líkamlegt afl og um eitt skeið kom hann auga á þungalögmálið sjálft sem sje: afl sem er í rjettu hlutfalli við efnismagnið en öfugu hlutfalli við fjar- lægðina í öðru veldi. Pó varð hann því aftur afhuga og eftirmanni hans hlotnaðist aðalheiðurinn. Kepler, líkt og Jóhannes skírari forðum, undirbjó komu sjer enn meiri manns. Newton var mað- urinn. Hann afhjúpaði lögmál það, sem allur heimurinn lýtur, alt til endimarka Vetrarbrautar. Aðdráttaraflið hefir aðselur silt í dýpstu djúpum efnisins og virðist með öllu óháð eðli þess og ástandi og engu háð nema efnismagninu. Eigi vita menn hvað það er fremur en efnið sjálft. Pað dreifist eins og ljós, en er ólíkt því í ílestu öðru. Eigi verður skygt á það með neinu móti. Pað nýtur sín til fulls, hvað sem á milli ber svo að eigi munar TOTrfrinnr frá settu lögmáli á leiðinni frá miðdepli jarðar og út á yfirborð og þaö fer einnig viðstöðulaust gegnum rúmið autt og tómt. Ljósið hefir takmarkaðan hraða, 300000 km. á sek., en tæpast vita menn hvort aðdráttaraflið hefir einnig tak- markaðan hraða eða er óháð tímanum. Öllum kemur saman um að hraði þess sje undra mikill, ef hann er mælanleg- ur. Laplace, Kelvin o. fl. hafa með ýmsum aðferðum fengið mjög svo mis- munandi niðurstöður, sem velta á ljós- hraðanum 500—2000000 földum. En í ljósi Einsteinskenningar mun öðruvísi á þetta litið, meðal annars vegna þess að hún telur engan flýti yfirstíga ljós- hraðann. Newtonslög hafa, sem fyr er sagt, reynst hin allra traustustu eðlislög, sem þekkjast í heiminum. Pau svöruðu mjög nákvæmlega til þekkingar manna á sínum tíma og langt um meir. í öllum aðalatriðum standa þau alveg óhögguð enn. Litilsháttar skekkja á Merkúrbraut- inni, hefir gefið ástæðu til þess að ve- fengja, að þau skýri alveg nákvæmlega göngu hnattanna, einkum þeirra, sem stutt er á milli. Pað vantar sem sje um það bil tunglbreidd á himni á 90000 árum, ef breytingin gengi alt af í sömu átt, til þess að Merkúr fylgi fyllilega Newtonslögum. Víðast hvar annarsstaðar eru skekkjur þessa eðlis ómælanlegar með öllu og brautir hnatta og myrkva eru reiknaðar eftir þeim með alveg óyggjandi nákvæmni. Pessi örlitla skekkja, ásamt fleiru — smávægilegu mjög, f almennum skilningi — hefir þó leitt af sjer nýja kenningu — Einsteins- kenningu, sem nú er mjög umtöluð í heiminum. Naumast hefir enn þá tekist að klæða hana alþýðlegum búningi. í ljósi hennar verður Merkúrbrautin alveg eðlileg og annað af líku tæi. Eigi verður þó með sanni sagt að hún kollvarpi Newtonslögum. Til þess svara þau alt of vel til veruleikans. En Einstein, og þeir sem hann skilja, hafa alt annan skoðanahátt á heiminuin en Newton og mannkynið alls yfir, sem er mjög svo bundið við stund og stað í hugsun sinni. Á. M.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.