Vörður


Vörður - 29.08.1925, Blaðsíða 1

Vörður - 29.08.1925, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgð- armaður nristján Albertson Túngötu 18. III. ár. TJtg-efandi: Miðstjórn ílialdsflokksins. Reykjavík 29. ágúst 1925. 36. blað. Kiötsalan. Kjötið er aðalframleiðsluvara bæuda hjer á landi. Á kjöt- markaðnum veltur afkoma þeirra meir en nokkru öðru. Óðum eru augu manna að opnast fyr- ir því að nýrra leiða verði að leita í því efni. Um langt skeið hefir kjötmarkaðurinn verið bundinn að mestu við eilt land, Noreg. Allir skilja, að ekki er lieppilegt að markaðnum sjeu settar svo þröngar skoröur, því að þetta þýðir í rauninni ekki annað en það, að Norðmenn sjeu nær einráðir um kjötverð- ið. Kunnugt er það líka, að Norðmenn eru sem óðast að búa sig undir að geta búið að eigin framleiðslu sinni, hvað kjöt snertir. Er því brýnni nauðsyn nú enn nokkru sinni fyr á því, að nýrra markaða sjeleitað fyr- ir kjöt vort. Enginn veit nema Noregsmarkaðurinn kunni að lokast á næstu árum. Síðustu árin hafa verið gerð- ar tilraunir um nýja markaði Kælt kjöt hefir verið flult til Englands og lifandi fje til Belg- íu og Euglands. Ekki er fengin fullkomin raun í þessu efui, en allir verða að vona, að fram- hald geti orðið á þessum út- flutningi og það miklu stórfeld- ari en verið hefir. Síðasta Al- þingi skildist vel við málið, Stjórninni var heimilað að veita lán til frystihúsbygginga áhelstu útflutningshöfnum. Er málið þegar komið á allgóðan rek- spöl. Á Hvammstanga er verið að útbúa frystihús, sem áætlað er að rúmi um 6000 lambsskrokka, miðað við 14 kg. meðalþyngd. Auk þess hefir Sambandið tek* ið á leigu frystihús á Akureyri, sem rúmar um 14000 skrokka. í*á hefir Sambandinu tekist að fá leigt frystiskip til þess að flytja kjötið. Er talið að mikl- um erfiðleikum hafii veriðbund- ið að fá skip af hæfilegri stærð. Þarf að endurbæta kæliútbúnað skipsins og kemur sá kostnað- ur niður á því kjöti, sem út verður flutt í hausl. Þetta verða menn að hafa hugfast eftir á, þegar dæma á um árangurinn af þessari tilraun. Þingeyingar eru undir það búnir að flytja út farm af lif- andi sauðfje, en ekki er kunn- ugt um það, hvort viðunanleg tilboð hafa fengist. Tvö undanfarin haust hefir Sambandið flutt út fjárfarma. I hitt eð fyrra var 1 farmur flutt- ur til Belgiu. Lánaðist sú til- raun vel. Fjeð var þá líka ó- venju vænt á útflutningsstöðv- unum, í*ingeyjar- og Múlasýsl- unum. Höfðu menn þá einnig búið sig undir útflutninginn. svo að til var nægilegt fje á góðum aldri. í fyrra haustflutti Sambandið tvo farma til Eng- lands. Fór annar farmurinn hjeðan að sunnan, en hinn frá sömu stöðum og árið áður. Reyndist farmurinn sem fór frá Norður og Austurlandinu ver enn árið áður. Bar ýmislegt til, undirbúningsleysi og iil veðr- átta, svo að fjeð reyndist með rýrara móti. Leiddi þetta til þess að útflytjendurnir austan- lands freistuðust inn á þá ó- heillabraut, að taka eldra fje enn tilskilið var, að eins ef það »náði vigt«. Verður aldrei nóg- samlega brýnt fyrir mönnum að vanda vöruna sem best, og þá einkum þegar verið að leyta nýrra markaða. Mestmegnis hafa verið flultar út ungar ær geldar á aldrinum frá 1—4 vetra, því að sauða- eign var víðast gengin til þurð- ar þegar þessar tilraunir hófust. þetta fyrirkomulag er ekki til frambúðar, en um annað var ekki að fræða á byrjunarstigi. Lánist tilraunir þessar verða bændur aftur að snúa sjer að sauðahaldinu eins og tíðkaðist fyrrum. t*ví að auk þess sem sauöirnir verða ávalt þyngri til jafnaðar eu ær á sama aldri, er hætt við að bændur yröu ó- fúsir á að láta ær sinar fara lamblausar þegar vel heyjaðist. Mundi það leiða til þess að eft- ir góðærin yrði lítið framboð á fje, en eftir slæmu árin mikið, og væri það auðvitað markaðn- urn skaðsamlegt. En jafnframt þvi sem menn tæki aftur upp sauðahaldið yrðu fráfærur að komast á. Auk þess beina hagnaðar, sem af sauða- sölunni kynni að leiða, má benda á ýmislegt annað, sem mælir nieð því að fráfærur yrði aftur teknar upp. Nú er svo komið að ýmsir bændur lifa hálfgerðu þurra- búðurlífi. Afurðir búanna ganga til þess að gréíða erlendu kaup- staðarvöruna. Sjálflr neyta þeir að litlu leyti hinnar góðu vöru, sem þeir framleiða. Það er öm- urlegt til þess að vita, að bænd- ur þurfi að kaupa vöru eins og smjörlíki, en þetta á sjer þó stað. Einn af merkustu læknum landsins gaf fyrir skömmu skýrslu um heilbrigðisástandið í Iækn- ishjeraði sínu. Hagar þar svo til að nokkur hluti læknisbjer- aðsins er í sveit, en nokkur hluti í kaupstað. Leiddi rann- sókn hans í ljós að heilsufarið var lakara í sveitinni eníkaup- staðnum. Svona mun víðar vera, þótt ekki sje það rannsakað. Og þetta er ekkert undrunarvert, þegar tillit er tekið til þess að húsakynni í sveitum eru yfir- leitt lakari en í kauptúnum og matarhæfi engu betra. Fráfær- urnar færa marga þá björg í bú, sem bæta kynni úr þessu á- standi. Væri fróðlegt að heyra álit lækna um það, hver áhrif nýja búskaparlagið hefir haft á heilsufar þjóðarinnar. Tilraunir þær, sem um er getið, um útflulning á kældu kjöti og lifandi fje, eru spor í rjetta átt. Að þvi veröur að stefna, að sem víðastur mark- aður táist fyrir kjölið. En til þess verður það að koma á markaðinn í sem fjölbreyttastri mynd. Skal bjer að eins drepið á fátt eitt af því, sem enn er ógert í þessu efni. Niðursoðið kjöt er ekki flutt út, hangið kjöt ekki heldur. Væri þó vafalaust hægt að fá markað fyrir hvorttveggja, ef ó- sleitilega væri að því unnið. Saltkjötið er alt verkað á sama hátt, »sterk«-saltað. Fað verður því svo brimsalt, að ó- ætt er nema afvatnað sje. Vita allir að kjötið missir mikið, bæði aö næringargildi og keim við að afvatnast. Tilallrar ham- ingju eru Norðmenn fíknir í saltmeti svo að þessi mikla sölt- un stendur ekki markaðnum fyrir þrifum. En eins og áður er sagt verðum vjer að vera við því búnir, að fyrir markaðinn taki í Noregi. Er þáhendinæst, að breyta til um saltkjötsverk- unina, meðan annar útflutning- ur kjöts er ekki kominn í full- komið horf. Skal að þessu vik- ið nokkru nánar. Fyrir 20 árum, þegar bænd- ur breyttu búskaparlagi sinual- ment í núverandi horf, var góð- ur markaður fyrir »ljett«-saltað kjöt í Danmörku. Hjelst svo í nokkur ár. En misbrestir þóttu verða á þessum markaði, þvi að kjötið reyndist oft skemt þegar þangað kom. Var þvi kent um að kjötið væri ekki nógu mikið saltað. Af þessu leiddi að menn þorðu ekki að eiga á hættu að flytja út ljett- saltað kjöt, en tóku upp hina aðferðina, að sterk-salta það alt. þetta varð til þess að spilla markaðnum í Danmörku og varð kjötsalan með ári hverju einskorðaðri við Noreg. En ekki var björninn unninn, þótt kjötið væri brimsaltað. Við og við voru að koma fram skemdir á »sterk-saltaða« kjöt- inu. Rannsóknir leiddu í ljós, að skemdirnar áttu ekki rætur sínar að rekja til söltunar, held- ur ýmislegs annars, sem menn höfðu ekki gert sjer grein fyrir. Ef fjeð er þreytt þegar því er slátrað getur það orsakað »súr« í kjötinu. fá var og fyrrum al- gengt, að kjötið var ekki nægi- lega kælt, þegar það var lagt niður. þrifnaðar var ekki gætt sem skyldi, meðan ekki voru sláturhús nema á stöku stað. Alt hefir þetta stórum breytst til batnaðar. Nú eru viðast hvar komin sláturhús, mesta þrifnaöar er gætt við alla meðferð kjötsins og vandlega litið eftir því, að kjötið sje hvorki saltað niður áður enn það er orðið fyllilega kælt, nje heldur. að það bíði söltunar svo lengi, að hætta sje á skemdum af þeim sökum. Það er því alls ekki gefið, að þótt oft hepnaðist illa að flytja út »ljettsaltað kjöt« fyrir 15—20 árum, með því slælega eftirliti, sem þá var á verkun þess, sláturhúsleysi og óþrifnaði al- ment, þá þurfi svo að vera nú. Það er meira að segja ólíklegt, að svo muni vera. Hitt er skilj- anlegt, að menn væri ófúsir að breyta verkunar-aðferðinni með- an álitið var að Noregsmarkað- urinn væri tryggur og til fram- búðar. Hjer lieima fyrir geymist kjöt óskemt til vors, þótt það sje helmingi minna saltað en út- flutningskjötið. Það er því ó- hugsandi, að ekki mætti flytja út eitthvað af kjötinu miklu minna saltað enn nú er til skjótrar neyslu. Ætti að mega takast að endurlifga markaðinn fyrir »ljettsaltað« kjöt í Dan- mörku og sjálfsagt að tilraunir sjeu gerðar í þá átt. Nú er svo komið, aö Danir lita varla við saltkjöti hjeðan. Af þeim 4000—5000 tunnum, sem árlega eru fluttar til Dan- merkur, er mikill hluli flutt út aftur til Noregs. Yfirleitt neyta Danir ekki íslenskra afurða. Aftur á móti er meiri hluti neyslu- vara, sem til landsins flytst, keypt frá Danmörku. Danir leggja sig mjög fram til að auka viðskiftin milli landanna enn meir. Pess verður að krefjast af þeim, að þeir greiði fyrir sölu á afurðum vorum þar í landi. Annars er ójafn leikur. Sambandið er nú orðið stærsti kjöt-útflytjandi hjer á iandi. Verður helst að líta þangað til forgöngunnar. Skal ekki, að ó- reyndu, efast um áhuga þeirra, sem þar fara með völdin. Auð- vitað yrði að fá undanþágu frá núgildandi ákvæðum um með- ferð á saltkjöti, að því er snertir útflutning á ljett-söltuðu kjöti. Ælti sú undanþága að fást, þegar um mikilvæga umbóta-tilraun er að ræða, [hvort sem Sam- bandið, eða einhver annar, riði á vaðið. Einnig væri sanngjarnt, að ríkið ábyrgðist halla, sem verða kynni af hæfilegum kjöt- útflutningi til þess að gera full- komna tilraun í þessa átt, og í fullu samræmi við þá ábyrgð, sem rikið hefir tekið á sig út af tilraunum þeim, sem gerðar hafa verið um útflutning á kældu kjöti og lifandi fje. Áhættan er ekki mikil. Framtíð krónunnar. Framtið peninganna í þeim löndum, sem komist hafa veru- lega niður fyrir guligengi, er eitt af þeim vandamálum, sem nú hafa um hríð verið á dag- skrá með fjármálaspekingum heimsins. Og er það ekki neitt undarlegt, því að hjer er áreið- anlega eitt erfiðasta viðfangsefn- ið, sem nú bíður úrlausnar. Hjer hefir þetta mál lítið komið til umræðu enn. Jón Þorláksson víkur að vísu að þvi i niðurlagskafla bókar sinnar »Lággengi« og á siðasta þingi kom það dálítið til umræðu en þó mest óbeinlínis. En að þvi fer nú samt að reka hvað af hverju, að menn hjer verða að fara að gera sjer ljóst, hvað í málinu felst. Hitt er annað mál, að heppilegast mun fyrir málið, að menn byrji ekki á| því að komast að niðurstöð unni, eins og gert hefir verið í »Tímanum«, heldur byrji á athugun málsins og láti niðurstöðuna verða eftir því. Jeg ætla mjer nú ekki að komast að niðurstöðu i þessu greinarkorni, en mig langar til að setja fram nokkrar athugan- ir á málinu. Undirstaðan. Varðar mest til allra orða undirstaðan sje rjettlig fundin. Hugmyndir manna um verð- mæti gjaldeyrisins sýnast ekki vera alveg heppilegar ávalt. Áð- ur en stríðið velti öllu i rúslir voru menn orðnir vanir því, að peningar hvers lands stæðu i ákveðnu hlutfalli við peninga annars lands. íslensk króna var jafngild öðrum Norðurlanda- krónum. Hún gilti gegn þýsku marki i hlutfallinu 100 móti 89 h. u. b., gegn franka 100 móti 71 o. s. frv. Það var gullmynt- fóturinn sameiginlegi, sem hjelt þessu hlutfalli óröskuðu. Gull- þyngd peninganna er ákveðin i þessu hlutfalli, og gerir það að verkum, að meðan virkilegur gullmyntfótur gildir getur hlut- fallið aldrei raskast nema sem því nemur að flytja gull milli landanna, en það er svo lítið, að nálega gætir ekki. En stríðið og afleiðingar þess kiptu burt þessari undirstöðu, gullmyntfætinum. Hann gilti að vísu á pappirnum, en engin þjóð innleysti seðla sína með gulli, og því var gullmyntfótur- inn í raun rjettri afnuminn. En þó að menn hafi kannast við þetta, þá er samt sú hug- mynd eftir sem áður rótgróin 1 flestum, að eitthvert »eðlilegt« hlutfall sje milli gildis peninga ýmsra landa. Mönnum finst t. d. að krónur Norðurlanda eigi »eðlilega« að gilda jafnt, og það eins þólt reynslan sýni alt ann- að, að »eðlilegt« verð pund ster- ing sje rúmar 18 krónur þó að

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.