Vörður


Vörður - 29.08.1925, Blaðsíða 4

Vörður - 29.08.1925, Blaðsíða 4
4 T ö R Ð U R þegar Óiafur Friðriksson var tekinn höndum haustið 1921. Fjelagsskap JónasarogTryggva Ijet hann sjer fátt um finnast og bar þann kross í hljóði. Hann vakli meira að segja máls á þvi i fjelaginu »Stefni«, að hjer væri mikil þörf á ihaldsflokki til þess að berjast á móti öfga- stefnum þeim, sem væri að ryðja sjer til rúms í þjóðfjelaginu. Rannig var Kiemens áður en hann varð ráðherra fiokkanna, sem hann hafði verið í and- stöðu við. En hvað skeður? í einu vetfangi varpar hann sínum fyrra manni fyrir borð, selur sig á vald Jónasar og jafnaðarmanna með húð og hári, gerist eldheitur framsóknarmað- ur og gengur þar fram fyrir fylkingar í hverri atrennu. Hann bauð sig fram fyrir flokkinn og »það tókst að koma« bonum að — á kostnað Gunnars á Selalæk. Mikil eru afrek tengdaföður yðar, Tryggvi Þórhallsson! Mig furðar ekki þótt þjer sjeuð á- nægður með hann nú, þegar hann afneitar sjálfum sjer svo rækilega, tekur á sig hinn þunga kross og fylgir yður eftir. En hvar eru týndu miljón- irnar? Zejphyros. , íslensku þjóðlögin, Neðanskráð brjef hefir að geyma athugasemdir og hugleið- ingarút af greininni »Jón Leifs« í siðasta tbi. Varðar. Brjef þetta vil jeg, málefnis- ins vegna, birta alveg óbreytt. Á. M. Kæri herra 1 Jeg þakka grein yðar í siðasta Veröi og vil nú skýra stuttlega frá afstöðu minni til þessa máls, svo að einkis misskilnings verði vart. . . . Jeg hefi áður reynt að útskýra það, að þjóðlög eru ekki list, heldur listarefni. Þó er eðlilegt að menn noti orðiö list i islensku máli, þvi að mál- ið gerir ekki greinarmun á »mu- sik« og »kunstmu'sik«. En þjóð- lögin eru frumefni hugvitsins, »geni»-leiftur þjóðernisins og náttúrunnar, óræktaður eða lítt ræktaður jarðvegur, sem má þroska óspiltan sem wnáttúru- músik«. Það mun rjett vera, að tvísöngurinn og sálmalögin hafi að mestu lifað norðanlands og vestan, lítið austanlands og jafn- vel alls ekki sunnanland3. Þó skal farið varlega í að fullyrða neitt um það, því að menn eru farnir að skammast sin fyrir islensku þjóðlögin og fara í fel- ur með þau. Húnvetningar hafa lengi verið álitnir mestu kvæða- menn og tvísöngsmenn lands- ins. En nú hafa margir sagt mjer að Skagfiröingar sjeu öllu meiri kvæðamenn og gleðimenn hinirmestu. Það varfrændi minn Jón Lárusson á Refsteinsstöðum í Húnaþingi, sem kvað fyrir mig, ekki 30, heldur um 130 stemmur. Það má geta þess að sá maður hefir svo háa tenor- rödd (hann komst alla leið upp á físs), að hann væri nú orð- inn miljónaeigandi, hefði hann notið listkenslu í söng á yngri árum. Bróðir hans Hjálmar trje- skurðarmeistari Lárusson, sem nú er í Reykjavík, kann 142 stemmur. í ferðinni heyrði jeg um 10 kvæðamenn, en nokkra heyrði jeg utan ferðarinnar1, alls líklega um 220 stemmur. Eins og jeg skýrði frá í Skírnisritgerð minni 1922 er fallandinn aðal- einkenni rímnalaganna. Fallandi óspiitra rímnalaga er ávalt takt- breytingafallandi. Jeg skrifaði upp um 30 mismunandi taktbreyt- ingafallanda. Nokkrar tilraunir gerði jeg til þess að skrifa upp lónana, en jeg fer mjög varlega í það í byrjun, því að það er nærri alveg ómögulegt án þess að skemma lögin. Það er bæði um »millitóna«, hnykki, »vibrat- ionir« og »glissando« að ræða. Nokkur þessi einkenni hefi jeg reynt að skrifa upp. En jeg vona að jeg fái seinna færi á að skýra opinberlega frá öllu er að þessari rannsókn þjóðlag- anna lýtur. Annars finst mjer að þjer ættuð að birta opinþer- lega nöfn þeirra manna, sem mest kváðu fyrir mig í ferðinni, svo að þeir verði metnir að makleikum. Þeir eru þessir : Jón Ásmundarson, i Norðtungu í Borgarfirði. Hann lærði mik- ið af Guðrúnu móður sinni sem nú er komin yfir nírætt *) Jón bankagjaldkeri Pálson og Jón læknir Jónsson hafa líka tekið nokkuð á hljóðritaraog sýnt mjer pá velvild að mega verða þess njót- andi. og býr á Hermundarstöðum í Þverárhlíð. Ouðjón Jónsson f Fornahvammi. Lærði hann einnig mikið af Guðrúnu þessari, en kvað þó ekki alveg á sama hátt og Jón. Sigurbjörn Björnsson á Geitlandi (við þjóðveginn) í Húnavatns- sýslu. Ólafur Bjarnason i öxl eða á Akri. Jón Pálsson (líka náfrændi minn) á Akri. Ágúst Sigfússon í Stóradal. Mætti vel aðra telja, eins og t. d. þá Sporðsbræður. Um ýmsa fleiri Húnvetninga heyrði jeg gelið, sem jeg ekki gat náð til. Það má sjá á þessu að rímna- kveðskapurinn er vel lifandi. En af tvisöngnum er sorgar- saga að segja. Hann virðist vera alveg á takmörkum lífs og dauða. Jeg heyrði mjög litið af honum og þá mest ófullkomnar tilraun- ir. Mjer var að eins sagt frá tveim tvísöngsrnönnum, en jeg gat ekki náð til þeirra. Það eru þeir Böðvar Þorláksson póstaf- greiðslumaður á Blönduósi og Kristján Blöndal á Gilsstöðum. Væri óskandi að menn glæddu nú rækilega þann eld, sem eftir er í öskunni. Þjer þakkið mjer alt of mik- ið. Það sem jeg hefi aðhafst í þessa átt er ekki nema byrjun- artilraunir og jeg verð að játa, að það sem jeg hefi aðallega gert í þessum efnum, er að taka upp þennan neista tónlistarefn- isins í tónsmíðar mínar, jafnt í þær stærri sem smærri; með öðrum orðum: jeg hefi í raun- inni að eins verið að leita að sjálfum mjer eða að drögum míns eigin listarefnis. Alþjóð manna og þá um leið jeg sjálf- ur eigum enn öðrum jnanni mest að þakka i þessum efnum. Það var sjera Bjarni Þorsteins- son á Siglufirði, sem fyrir hálf- um mannsaldri tók rjetta stefnu í þessum efnum og safnaði þjóð- lögum eftir mætti. Það er eng- inn vafi á því að honum tókst það 'eins og kostur var á. Hvorki hann nje aðrir hafa verið á- nægðir með stóru bókina hans, »íslensk þjóðlög«, en hún er þó það verk, sem ekki hefir verið þakkað sem skyldi. Sjerstaklega á seinni tímum hafa kröfurnar til slíkrar rannsóknar vaxið mjög og ýmsar leiðir hafa opn- ast og hefir það auðvitað einn- ig dregið nokkuð úr gildi verks- ins. Þjer talið um »nýlísku tón- lög íslenskra höfunda«. Ef bor- ið er saman við þjóðlögin okk- ar, eins og þjer gerið, þó má segja að um nýliskulög sje að ræða, en á heimsmælikvarða til- heyra lögin að mestu leyti dansk- þýskri stefnu einni frá miðbiki 19. aldar1. Danir hafa reynt aö losa sig við þá stefnu og það þurfum við að gera líka. Ann- ars vil jeg að talaðsje meðfullu rjettlæti um þessa íslensku tón- lagasmiði seinasta mannsaldursi Þeir hafa líka verið meira og minna börn sinna tlma og bafa lög þeirra sorglegt sögulegt gildi. Að einu leyti hafa þau unnið gagn. Þau hafa ekki verið mann- lega siðspillandi og hafa að vissu leyti verið varnargarður á móti vændishljómslætli og svert- ingjalögum þeim, sein annafs- staðar eitruðu þjóðirnar. En nú er þessi hljómsláttur farinn að festa rætur hjer líka og þá er ekki um aðra björg að ræða, en þjóðlög þau, sem hjer hafa geymst í þúsund ár og hafa á sína visu sama gildi og aldur sem mál vort og bókmentir. Það mætti einkennilegt heita efþess- ir íslensku tónlagahöfundar hefðu allir algerlega getað afneitað þvi listareðli sem, þjóðin hefir eða hafði geymt í 1000 og má það líka einstaka sinnum sjá bregða fyr- ir íslenskum þjóðlagablæ, en þó alveg á huldu og af tilviljun og svo sjaldan, að það erekkiauð- fundið. Ekki eru þessi óþjóð- legu lög heldur list og vita höf- undarnir sjálfir það ekkimanna sist. Jeg hefi getið þessara manna í úllendu riti og ræðu með vel- vild og í sama skilningi og hjer er frá skýrt og álít jeg að þeir megi, án nokkurrar ádeilu, þar vel við una og hafa fulla sam- úð með þeim málum sem þjer og jeg berum svo fyrir brjósti. Þjer segið, að jeg vilji leiða íslensku þjóðlögin »til hásætis«. Að vísu vil jeg endurreisa þau, einnig utan minnar persónulegr- ar listar, en hvernig má það takast? Eins og sakir standa sje jeg ekki leið til þess. Fyrir tómu bölvuðu atvinnuvafstri ') Nema lög Páls ísólfssonar, sem bæði hann og fleiri telja til stefnu Brahmss og Regers. kemst jeg ekki einu sinni til þess að ganga frá tónsmíðum minum. T. d. þyrfti jeg nú tveggja mánaða næði til þess að hreinrita hljómleika mína við »Galdra-Loft« og leikstjórar bíða eftir ýmsum plöggum er verkið snertir, en jeg verð að fresta framkvæmdum um heilt ár. Jeg er ekki að skorast und- an skyldunni, en margar hönd- ur vinna Ijett verk. Ef þjer og aðrir, sem hafa áhuga ogskiln- ing á þessum efnum, vilja fórna endurreisninni eitthvað af störf- um sínum, þá skal ekki standa' á mjer. Kveð jeg yður svo með þökk fyrir góða viðleitni og islensk- um óskum, yðar Jón Leifs. Þetta er birt til þess að ís- lenskir kvæðamenn og alþjóð manna sjái, eigin álit og um- mæli þess manns, sem skilur og metur íslensk þjóðlög, allra manna best. Jeg er að vísu sannfærður um gildi þjóðlaga vorra, en jeg veit að margir líta á þau með lítilsvirðing. Vil jeg því leyfa mjer að benda á að þelta er álit manns, sem er bæði tón- skáld og hljómsveitarstjóri. Hann hefir hlolið mikið lof með öðr- um þjóðum fyrir hvorttveggja, og hann er sem vænta má kunnugur öllu því besta, sem til er 1 sönglist Norðurálfu- manna. Eann telur þjóðVóg vor dýr- mœta eign á sinn hátt jafngóða og tungu vora og bókmentir, sem enginn efast um að eigi sjer fylsta tilverurjett. Kona hans er sömuleiðls mjög þroskuð i sönglist og heldur hljómleika ásamt manni slnum, þar sem gerðar eru miklar kröf- ur, og föðyrland hennar er heimsins ilíesta sönglistarland. Engu að síður metur hún þjóð- lög vor mjög svo mikils og finnur í þeim fegurð. Listamenn og kunnáttumenn þekkja mæta- vel innihald frá umbúðum. öðr- um villir ytri búningurinn sýn. Vera má að eigi hvíliánæstu árum sama dauðaþögn yfir ís- lenskri tónlist og verið hefir undanfarinn mannsaldur. Er þá gott að minnast þess, að fyrir rúmum eitt hundrað árum, var talið vafamál meðal menta- manna, hvort íslensk tunga ætti sjer tilverurjelt, og erlendar tung- ur voru stældar í ritmáli. Þá var það alþýða manna sem hjelt lífinu í tungu vorri uns augu menta- inanna opnuðust og viðreisnin hófst. Eins er nú von min — og annara, sem unna íslenskri tónlist — að alþýða geymi lífs- neista tónlistar vorrar, þangað til eitthvað það kemur til sög- unnar, sem leysir hana úr læð- ing, Asgeir Magnússon, Prentsmiðjan Gutenberg. V etrarbrant. Jafnvægi heims. Ekkert verður að engu, 27. Eins og vænta má er flest á huldu, sem lýtur að sveimi efnis þess, eða »ryks«, sem berst undan geisla- spyrnu sólnanna út um rúmið. Eigi er líklegt að náttúran sói því. Vfsast er að hún hagnýti það á ýmsan hátt. Sumt af því hyggja menn að berist viðstöðulítið inn í lofthöf reikistjarna. Ætti það að eiga þar dálítinn þátt 1 viðhaldi ýmissa efna, sem gróðurinn lifir á. Sólirnar eru arineldar geimsins. Þær lffga og fæða alt sem lífsanda dreg- ur og hafa til þess margvisleg ráð. Enn meira berst þó að líkindum inn í hin miklu þokuríki himingeimsins, sökum viðáttu þeirra, og tekur á sínum tfma einhvern þátt i myndun nýrra veralda. Norðurljós jarðar örvast við mikil gos f sólunni. Eykst þá geislaspyrna og efnastreymi út um rúmið. Sumir telja að norðurljósin stafi af ryki frá sólu, hlöðnu rafmagni. Ætti það að safnast með vissum hætti, að segulskautum jarðar. Þau eru ljós í myrkrum skamm- degisnátta heimskautabeltanna — hjer á jörð og ef til vill um allan heim. Loks telja sumir að samband sje millum ryks og vígahnatta1. Liklegt er að þeir eigi upptök sin í einhverri lind, 1) Millum vlgahnatta og halastjarna er einnig samband. Sumir álita »höfuö« hala- stjarna mikil vígahnattasöfn, en »halann« aðeins ryk. Sífeldir árekstrar ættu þá að gera höfuðin lýsandi. — Bielas halastjarna týndist með einhverjum hætti, en á braut hennar vita menn að er óvenjumikill straum- ar vígahnatta. — Sumir álíta mestu sólgosin svo öflug að gosmekkirnir eigi aldrei aftur- kvæmt og þar sje að leita upptaka hala- stjarna. — Annars eru þær kynlegar í flestu og óvissa mikil um upptök þeirra og æfilok. sem aldrei tæmist. Sumum virðist gerð þeirra likust þvl, að þeir hafi myndast snögglega. Öðrum sýnist samsetningin bera vitni um að þeir sjeu myndaðir á óralöngum tima, eins og ögn hafi bætst á ögn ofan, á sveimi þeirra um himin- geiminn. Loftsteinar þessir falla óaflátanlega niður á hneltina — einkum þó sólirn- ar, vegna stærðar þeirra. Á falli sínu verða þeir ofsaheitir og skila þá dálitl- um hita, gegn hita þeim, er sólirnar varpa út í rúmið. Sííeld hrlngráa. 28. Væri þetta svo, þá ætti rykið í himinngeimnum að fara áþekka hring- rás og vatnið á jörðu vorrri. Það gufar upp af vötnum og raklendi í ósýnileg- um ögnum. Þær sameinast í loftinu og renna saman i örsmáa dropa, sem hlaða sí og æ utan á sig, uns loftið getur eigi borið þá. Loks falla þeir til jarðar, starfa þar ýmislegt í þágu náttúrunnar, hverfa síðan upp i loftið af völdum sólarljóssins og hefja nýja hringrás. Á svipaðan hátt ætti rykið að hefjast frá ljósgjöfum rúmsins, sveima um geiminn í óratlð, mynda smákorn og ef til vill stórbjörg. Falla um síðir inn á einhvern hnött, eða fórna tilveru sinni á altari einhverrar sólar, sem lífgar og yljar hinn auða geim. N i ð u r 1 a g. 89. Heimsmögnin virðast þannig heyja eilíft stríð. Einu veitir betur á einum stað, en öðru betur á öðrum stað. Sundrun og sameining skiftist ávalt á. Heimssmíðin virðist að því skapi traustari, sem hún er betur athuguð og jafnvægi heims er í augum nútíðar- manna órjúfanlegt með öllu. Ásgeir Magnússon.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.