Vörður - 12.09.1925, Qupperneq 1
Útgefandi: IMLiÖstjór*!! íhaldsflokksius.
III. ár.
Reykjavfk I 2. sept. 1925.
38. blað.
Gengið
1 nágrannalöndnnnin.
Til þess að gera sjer rjetta
grein fyrir geDgisbreytingum ís-
lensku krónunnar nú undanfar-
ið, verða menn að líta á þær
við hliðina á samtíma gengis-
breytingum nágrannalandanna,
einkum Danmerkur og Noregs.
Á myndinni er sýnt yfirlit yfir
breytingarnar á gullgildiíslensku,
dönsku og norska krónunnar
frá ársbyrjun 1924 og til 9. sept.
1925.
Myndin sýnir greinilega að
gengisbreytingar þessara þriggja
krónutegunda hafa talsverða til-
hneigingu til að fylgjast að, eða
ganga í sömu átt á hverjum
tíma og skulum vjer nú athuga
þær hverja fyrir sig.
Dauska krónan.
í ársbyrjun 1924 var gildi
hennar 64.5°/o af lögmæltu gull-
verði. í jan. sama ár fjell hún
niður í 59°/o og síðan litlu lengra
niður, svo að meðalgengið var
í marsmánuði 58°/o. Eftir það
hækkaði hún aftur dálítið, en
seinuslu dagana í júní byrjaði
ný lækkun, og stóð yfir frarn
í júlímánuð, og fór þá gullgildi
hennar aftur niður í 60°/°. Sið-
an fór hún smáhækkandi og
stóð i árslok 1924 um 66°/o af
gullverði.
Fram til þessa tíma hafði
danska krónan yfirleilt verið
meiri sveiflum undirorpin en
gjaldeyrir flestra annara vel
stæðra landa, farið ýmist hækk-
andi eða lækkandi. Menn voru
sammála um að þessar sveiflur
væru atvinnulífinu til tjóns, og
kröfurnar um það að þjóðbank-
inn og löggjafarvaldið tækju
höndum saman til að hindra
sveiflurnar, urðu svo almennar
seinni hluta ársins 1924, að við
þeim varð ekki þagað. Um ára-
mótin náðist loks samkomulag
á þá leið, að þjóðbankinn skuld-
batt sig til að ábyrgjast hœg-
fara hœkkun krónunnar í næstu
tvö ár, þannig að gullgildi henn-
ar skyldi ekki verða lægra en:
65 % hinn 1. júlí 1925
66.5% — 1. jan. 1926
68 °/o — 1. júlí 1926
70 o/o — 1. jan. 1927
Ekki voru menn þó vissari
um að bankinn gæti hækkað
krónuna þetta, en svo, að sjer-
stök heimiid var til að losa
bankann frá hækkunarskyld-
unni, ef hún reynist honum of
kostnaðarsöm. En alment var
því þó treyst, að nú væri ráðið
fram úr málinu um þennan
tveggja ára tíma, og trygð sú
hægfara hækkun, sem allir virt-
ust sammála um að telja þjóð-
fjelaginu æskilegasta.
Fyrsta misserið gekk alt bæri-
lega, en þó varð hækkun krón-
unnar þá þegar meiri eða hrað-
ari en áætlað var, og í júní-
mánuði var meðalgengi krón-
unnar 71°/o, eða hærra en henni
hafði verið ætlað að ná l1/* ári
síðar. Og þó hafði orðið mjög
víðtæk stöðvun á atvinnurekstri
út úr kaupgjaldsdeilum í 3 mán-
uði þessa misseris. En í lok
júnimánaðar byrjaði þó ennþá
örari hækkun, sem haldist hefir
óslitin síðan, þar til danska
krónan nú síðustu dagana er
komin upp í 93 til 94°/« af gull-
gildi, og kostar þá hvert ster-
lingspund kringum 19 kr. 40
au. Fullyrt er, að þjóðbankinn
hafi gert sitt ýtrasta til að standa
á móti þessari hröðu hækkun,
og að einkanlega hafi hann
reynt að stöðva hækkunina um
það bil sem sterlingspundið kost-
aði 22 kr., eöa gullgengi krón-
unnar var 83%, en allar til-
raunir urðu árangurslausar,
framboðið á erlendum gjaldeyri
varð svo mikið, að bankinn
gafst upp við að kaupa hann
svo háu verði.
t*vi hefir jafnan verið haldið
fast fram af hagfræðingum, að
mikil hækkun og hraðfara hækk-
un á gildi gjaldeyris væri at-
vinnuvegum landanna ofraun.
þessu hefir alment verið trúað,
og á því bygðust óskir manna
í Danmörku og annarsstaðar
um hægfara hækkun. — En nú
þykjast menn ekki í Danmörku
sjá neinar þær óskapaafleiðing-
ar hinnar öru hækkunar, sem
spáð hafði verið, og þótt allir
búist við talsverðum erfiðleik-
um fyrir atvinnuvegina meðan
kaupgjald og annað verðlag i
landinu er að laga sig eftir hinu
hækkaða peningagildi, þá er
ekki annað að sjá af síðustu
blöðum, en að sú skoðun sje
nú almenn orðin þar í landi,
að sjálfsagt sje að halda þeirri
bækkun, sem orðin er, koma
krónunni siðan sem fyrst alveg
upp í gullgildið og losa sig þar
með að fullu við það tjón og
óþægindi, sem fylgir gengisbreyt-
ingum pappírsgjaldeyrisins.
Norska brónan.
Gengi hennar var í ársbyrjun
1924 um 53%. eða uin 18°/o
lægra en gildi dönsku krónunn-
ar. Síðan má heita að sveifl-
urnar á gildi hennar hafi fylgst
með sveiflum dönsku krónunn-
ar, gengismunurinn þeirra ú
milli haldist nokkurn veginn ó-
breyttar þetta 18 til 20%, þang-
að til um síðastliðin mánaðar-
mót, og fylgdist þannig með í
hinni öru hækkun dönsku krón-
uunar. Hinn 31. ágúst þ. á. var
gullgengi dönsku krónunnar um
93% og norska krónan þá kom-
in upp í 74%. Þennan dag
kostaði sterlingspundið 19 kr.
42 au. í Khöfn en 24 kr. 50 au.
í Oslo. Norðmenn höfðu sömu
ótrú og aðrir á hinni hraðfara
hækkun, og næsta dag, 1. sept.
síðastliðinD, var símuð út um
alt tilkynning eða frjett þess
efnis, að Noregsbanki hefði þann
dag í samvinnu við aðra banka
í landinu gert ráðstafanir til að
vernda hina norsku krónu gegn
erlendri spákaupmensku (sem
var álitin orsök hækkunarinnar).
I>ví væri leyndu haldið að svo
stöddu hverjar þessar ráðstaf-
anir væru, en með þeim væri
hækkun norsku krónunnar
stöðvuð.
En þettað fór á annan veg.
Úr 24 kr. 50 au. fjell sterlings-
pundið í Oslo á næstu 9 dög-
um niður í 22 kr. — Þegar lil-
kynningin var send út fyrir 1%
viku var gullgengi norsku krón-
unnar 74°/o en er nú um 83%.
Hækkun hennar mun aldrei hafa
verið eins óðfluga eins og þessa
dagana. Þetta er svar norsku
krónunnar upp á stöðvunar-
yfirlýsingu bankanna.
Lærdómurinn.
Sje unt að draga nokkurn
lærdóm af því sem gerst hefir í
gengismálum Dana og Norð-
manna í sumar, sýnist hann
vera sá, að þjóðfjelagið eða
stofnanir þess hafi ekki í hönd-
um nein ráð eða tæki sem duga
til þess að stöðva hækkun papp-
írsgjaldeyrisins, þegar nægar á-
stæður til hækkunarinnar eru
fyrir hendi. Þetta kann að þykja
undarlegt, en er það í rauninni
ekki þegar betur er að gáð. Því
hvað er hækkun krónunnar?
Hún er ekkert annað en lækk-
un í krónutali á verði hins er-
lenda gjaldeyris, t. d. sterlings-
pundanna. Og með hverju er
unt að hindra það, að eigandi
sterlingspunda, sem telur sjer
hag í að selja þau fyrir 22 kr.,
geri þaö? Með því að bjóða
honum hærra verð, t. d. 24 kr.,
þá tekur hann auðvitað því
boði. En, ef það er nú nokkuð
alment álit þeirra manna, sem
eiga sterlingspund, að hagnaður
sje að selja þau fyrir 22 kr.,
hve mikið berst þá á markað-
inn af þeim fyrir 24 kr.? Það
hafa þjóðbankarnir í Danmörku
og Noregi væntanlega fengið að
finna, þeim hefir boðist meira
fyrir háa verðið en þeir
treystu sjer til að kaupa, og
þegar þeir urðu að hætta, þá
hjelt salan áfram fyrir lægra
verð í krónum, þ. e. þar með
var þeirra króna hækkuð. Og
þá sitja bankarnir auðvitað eftir
með tap. Hafi ein niiljón sterl-
ingspunda verið keypt á 24 kr.,
og lækki verð þeirra niður í 22
kr. áður en bankinn getur selt
þau aftur, þá er tap hans 2
milj. kr.
íslenska krónan.
Hún stóð í ársbyrjun 1924 í
tæpum 54% en fall dönsku
krónunnar í jan. dróg hana
með sjer og fjell hún niður í
48% í febr. og mars 1924. Síð-
an fór hún smáhækkandi, hægt
í fyrstu en frá byrjun júlímán-
aðar með meiri hraða og stóð f
árslok í 63%. Síðan hjelt hækk-
unin áfram með minni hraða,
en í júni, júlí og fram í ágúst
þ. á. var gengisskráningin óbreytt,
um 69% af gullverði, en sú
kyrstaða endaði með snöggri
hækkun og er gengið koinið
upp í 75% (sterlingspund á 24
kr.) þegar þetta er ritað.
Eins og myndin sýnir hefir
ísl. kr. allan timann verið lægri
en hin danska, en þó var mun-
ur þeirra óverulegur fyrsta fjórð-
ung þessa árs. Eftir siðustu
hækkun dönsku krónunnar er
munurinn orðinn meiri en hann
hefir nokkru sinni áður orðið á
þessu tímabili.
Enn þá eftirtektarverðari er
þó afstaða isl. krónunnar við
hina norsku. Myndin sýnir greini-
lega að gengismunur þeirra var
yfir höfuð lítill fyrri helming
ársins 1924, en úr því fór islenka
krónan uppúr hinni, stóð 7%
nær gullmarkinu um síðastliðin
áramót, og heldur því fyrri
helming yfirstandandi árs. En
meðan ísl. krónan stóð kyr í
júlí og ágúst hefir norska kr.
unnið á, og í siðustu hækkunar-
lotunni hefir hún til þessa farið
langt upp úr ísl. krónunni.
ísl. afnrðir og norska krónan.
Gengi norsku krónunnar heflr
á tvennan hátt mikla þýðingu
fyrir sölu isl. afurða. í fyrsta
lægi kaupa Norðmenn hjeðan
saltkjöt, og borga með norskum
krónum. Því lægra sem norska
krónan stendur í hlutfalli viö þá
íslensku, því meiri hætta er á að
þessi verslun verði oss'óhagstæð.
1 fyrra haust fengum vjer ekki
meira en 92 kr. islenskar fyrir
hverjar 100 kr. norskar sem
Norðmenn greiddu fyrir salt-
kjötið, af þvi að norska krónan
stóð þá lægra en sú íslenska.
Nú hefir afstaðan fyrst breyst
svo, að þessi gengismismunur
er horfinn, og jafnvel nú allra
síðast svo komið að vjer fáum
fleiri krónur íslenskar fyrir kjöt-
ið en Norðmenn borga norskar.
Aðstaða kjötsölunar hefir þvi
batnað frá því í fyrra auk þess
sem íslenskir kjötútflytjendur nú
fá verðmeiri krónur fyrir vöru
sina. Allur barlómur um það, að
bændurnir tapi á gengisbreyting-
um þehn, sem gerst hafa, er enn
sem komið er eintóm uppgerð, sem
ekkert hefir við að styðjast.
Að hinu leytinu eru Norð-
menn keppinautar okkar um
fisksölu í Miðjarðarhafslöndun-
um. Ef íslensk króna hækkar,
án þess að sú norska fylgi með,
fá þessir keppinautar vorir um
stund betri aðstöðu við fisksöl-
una en vjer. Þeir fá þá fleiri
krónur heim en vjer fyrir hvert
sterMngspund, sem kaupendur
greiða fyrir fiskinn, og standa
þess vegna vel að vígi með að
undurbjóða okkur. 1 fyrra haust
var aðstaðan erfið fyrir íslensku
fiskverslunina að þessu leyti, en
samt gekk hún vel. Hækkun
norsku krónunnar móts við þá
íslensku, sem nú er orðin, bætir
aðstöðu vora að þessu leyti.
Líkurnar mestar fyrir því, að
þegar báðar hækka muni fisk-
neytendur í fyrstu verða að
/o Gengi íslenskrar, danskrar og norskrar kr, 1924--25.
—— tsé /rs.
——do r>sA Af'
...... tforsA /í'r