Vörður


Vörður - 31.10.1925, Blaðsíða 4

Vörður - 31.10.1925, Blaðsíða 4
4 VÖRÐDR 13%. Kaup kyndara og aðstoð- armanna í vjel haldist þó ó- breytt. Nýmæli er það, að sjó- menn íái sumarfrí. Kauplækkun þessi jafngildir því, að kaupið hefði iækkað um 8%—10% þegar samningar runnu út, eftir því hvort skipin hefðu stundað ísfiskveiðar eða saltfisksveiðar. »Vörður« mun, ef til vill, at- huga nánar þessa tillögu, en nú skal að eins á það bent, að svo sýnist, sem hjer sje mjög í hófi stilt um kauplækkun, og eigi síður gætt hagsmuna sjómanna en útgerðarmanna. Svo sem lög gera ráð fyrir, kom tillaga sáttasemjara til at- kvæða í Fjelagi ísl. botnvörpu- skipaeigenda og Sjómannafjelagi Reykjavíkur, og fjellu atkvæði á annan veg, en við var búist, því útgerðarmenn samþyktu til- löguna, en sjómenn feldu hana með miklum meiri hluta at- kvæða (620 atkv. gegn 149). íþrótt íþróttanna. Þar sem að Árni frá Múla, er nú búinn »að meðganga«, er þessum orðaviðskiftum okkar lokið hjer í blaðinu, af minni hálfu. En af því að það hefir á þessu ári, veiið í annað skiftið synt á milli Viðeyjar og Reykjavíkur, býst jeg við að lesendum blaðsins þyki gaman að heyra um fleiri þolsundraunir. Sú sundraunin, sem ílestir hafa reynt að að leysa af hendi, enda mesta frægð hlotið fyrir, er að synda á milli Englands og Frakklands, — yfir Ermar- sund. Og hafa sennilega fleiri freistað þess, en í frásögur er fært. Vegalengdin er 21% ensk míla (þ. e. 34 rastir og 593’/s stika), þar sem skemst er sund- ið, en sundraunin verður altaf lengri, fyrst og fremst vegna straums, öldugangs og brims í lendingu. — Hefir sjórinn oft verið svo úfinn, að margursund- kappinn hefir fengið sjósótt á leiðinni, og orðið að hætta þess vegna. — Þann 25. ágúst s. 1. voru liðin 50 ár síðan Englend- ingurinn Mathew Wehl synti yfir Ermarsund. Hann lagði af stað frá hafnarbænum Dover (Eng- landi), 24. ágúst 1875, og»lenti« daginn eftir í Calais (Frakk- landi), og hafði hann þá verið á leiðinni 21 klukkustund og 45 minútur. Hann synti bringu- sund alla leiðina. í tilefni þessa bálfraraldar afmælis lögðu bresk- ir íþróttamenn blómsveig á leiði þessa brautryðjanda, er fyrstur synti yfir Ermarsund. Þó nokkr- um hafi síðan tekist að synda yfir Ermarsund, þá þykir sund- raun M. Webbs að mörgu leyti merkilegust og það meöfram vegna þess, að á þeim tíma var mönnum ekki eins kunnugt og nú, um hin ýmsu hjálpartæki, sem þolsundsmenn nú þekkja og nota sjer til hlífðar, t. d. smyrsli, höfuðbúnað, andlits- grímur, sjógleraugu o. fl. Það var ekki fyr en 36 árum seinna, að T. William Burgess tókst að synda yfir Ermarsund. Það var 5. september 1911, sem hann lagði á stað frá Dover. Hann var 22 kl.st. og 34 mín. á leiðinni að »Cap Griz Nes« (Frakklandi) og synti yfihand- ar hliðsund. Átján sinnum áð- ur var hann búinn að reyna þessa þolsundraun, en án árang- urs. í nítjánda skiftið tókst hon- um það, og kom þar vel í ljós þrautsegja Bretans. Hinn þriðji, sem leysti þessa sundþraut af hendi var Henry Sullivan. Hann lagði einnig af stað frá Dover. Pað var 5. ág. 1923, og var hann á leiðinni 26 kl.st. og 50 mín. Viku seinna C1/*) synti ftalinn S. Tirscboahi yfir Ermarsund, og var að eins 16 /cl.st. og 33 mín. á leiðinni, og er það met, í þessu þolsundi. Hann er sá fyrsti sem byrjar sundið frá meginlandinu (Frakk- landi). Sagt er að hann hafi synt bringusund, 32 sundtök á mínútu. Hann hafði áður reynt að synda yfir Ermarsund, árið 1922, en gafst upp, er hannátti eftir ófarna % röst. Þann 8. sept. 1923, sydti Ame- ríkumaðurinn Charles Toth frá »Cap Griz Nes«, og »lenti« í St. Margarets-flóa, sem er nokkr- um röstum norðan við Dover. Hann vai^ 16 kl.st. og 54 min. á leiðinni, og kom það því aft- ur í ljós að betra er að þreyta sundið frá Frakklandi en Eng- landi. Sjávarhiti i Ermarsundi er venjulega yfir 20 stig C , en var í þetta skifti að eins 14 st. og hefir aldrei áður verið synt yfir Ermarsund í svo »köldum« sjó. — Fleiri áundgörpum, en hjer hafa verið nefndir, hefir ekki enn tekist að synda yfir Ermarsund. — Bein Iína á milli hafnarbæjanna Calais og D»ver er um 41 röst, en frá Cap Gris Nes til Dover er um 38 rastir. En eins og gefur að skilja rek- ur sundmaðurinn fyrir »veðri og vindi«, svo sundleiðin yfir Ermarsund veröur altaf langt- um lengri, eins og áður er sagt. Fyrir nokkrum árum reyndi hin heimsfræga sundkona, An- ette Kellermann að synda yfir Ermarsund, en tókst það ekki. Síðan hafa margar sundmeyjar freistað þess, t. d. reyndu þrjár það í sumar, en engri hefir enn þá tekist það. Nú er mestur á- hugi fyrir því meðal sundmanna, að vita hvaða kona verður fyrst til þess að synda á milli Eng- lands og Frakklands. Og getur verið að jeg láti lesendur blaðs- ins vita um árangur þessara srndrauna siðar, ef rúmblaðsins leyflr. Bennö. Kappskákirnar milli íslendinga og Norðmanna, eru nú byrjað- ar. Af okkar hálfu tefla aðra skákina þeir Brynjóljur Stef- ánsfon, Sigurður Jónsson og Guðmundar Bergsson, en hina þeir Eggert Gilfer, Erlendur Guðmundsson og Pjeiur Zóp- hóníasson. Landhelgisbrot. Islands Falk tók fyrir nokkrum dögum, 3 þýska togara í landhelgi fyrir sunnan land. Fjekk einn þeirra 7000 kr. sekt, hinir 12500 kr. hvor. Hljómleikar. Hinir ágætu og vinsælu listamenn Páll lsólfsson og Emil Thoroddsen efna til hljómleika í Nýja. Bíó kl. 3 á morgun. Ætla þeir að leika sam- an á tvo flygla fræg tónverk eftir Bach, Sinding og Saint- Saens. Sjera Björn Þorláksson prestur að Dvergasteini, hefir, sam- kvæmt beiðni sinni, fengið lausn frá prestskap frá næstkomandi fardögum að telja. Jakob Krlstinsson og frú hans, voru meðal farþega á Botníu til útlanda í fyrradag. Ætla þau fyrst um Leith til Lundúna, þaðan til Parisar og til Ítalíu. Dvelur frúin í Ítalíu meðan sjera Jakob fer til Egyptalands og Indlands. Ætlar hann að dvelja hálfsmán- aðartíma í Egyptalandi og sex vikna tíma í Indlandi. Prestskosning. Nýlega var kos- inn prestur að Stað í Súganda- firði sjera Halldór Kolbeins í Flatey á Breiðafiröi með 133 atkv., af 167, sem greidd voru. Sjera Helgi Árnason past. emer. fjekk 33 atkv., en eitt atkv. var ógilt. Frá Isafirðí. (Slceyti 26. þ. m.): Taugaveikin breiðist hjer út. Fimtán sjúkdómstilfelli. Álitið er að veikin hafi breiðsi hjer út frá mjólkursölu bæjarins, en ekki fullvíst um hin eiginlegu upptök hennar. Einn þeirra bæja, er hingað flytur mjólk grunaður og settur í sóttkví. Botnía krafð- ist heilbrigðisvottorðs af hverjum farþega hjeðan. Stórflæði varð i siðustu viku í Bolungarvík. Braut það fiskhús Pjeturs Oddssonar og tók mikið af fiski út. Prentsmiðjan Gutenberg. Baldvin Einarsson Aktýgrjasmiður Hverfisgötu 56 A. — Rvík un. Hitt kváðu þeir ókleift að gjalda sama kaup og verið hefði, en sæta 30°/o verðfalli afurð- anna. Lauk samningum svo, að fulltrúar sjómanna neituðu allri lækkun. Kom þá málið fyrir sátta- semjara, hr. bankastjóra Georg Ólafsson. Átti hann marga fundi með aðiljum, en tókst þó eigi að koma á sættum, enda ber mikið á milli. Barhann þá fram miðlunartjllögu þá er hjer fer á eftir: »Samningur milli Fjelags is- lenskra botnvörpuskipaeigenda og Sjómannaíjelags Reykjavikur, dagsettur í Reykjavík 1. október 1924, haldist óbreyttur til 1. fe- brúar 1926. Frá þeim degi til 1. október 1926 gildi sami samn- ingur með eflirgreindum breyt- ingum: 1. gr. Mánaðarkaup skal vera: hásetar (lágmarkslaun) kr. 226,00 — tvö hundruð tuttugu og sex krónur —, matsveinar kr. 297,00 —tvö hundruð niutíu og sjö krón- ur —, aðstoðarmaður í vjel kr. 360,00 — þrjú hundruð og sex- tíu krónur —, kyndari kr. 336,00 — þrjú hundruð þrátíuog sex —, hafi hann stundað þá atvinnu samtals sex mánuði. Kaup óvans kyndara skal vera kr. 300,00 — þrjú kundruð krónur. 2. gr. Aukaþóknun sú fyrir lifur, sem um ræðir í þessari grein, skal vera kr. 26,00 — tuttugu og sex krónur — fyrir hvert fat. 4. gr. Aftan við greinina bæt- ist: Ennfremur fái hver háseti, matsveinn og kyndari viku sum- arfrí með fullu kaupi, ef hann hefir unnið samfleytt í 10 mán- uði hjá sama útgerðarfjelagk. Samkvæmt þessari tillöguhald- ist kaupgjald óbreytt til 1. febr. að ári, en falli þá um rúma V etrarbraut. Sólstjörnur, Tvistirni. 36. Árum saman þreytti Herschel við að mæla fjarlægð til einhverrar sól- stjörnu. Vildi hann vita hvort stjörnur, sem ætla mætti nálægar, gengjust ekki fyrir. Mældi hann því nákvæmlega stigatal millum ýmsra tveggja stjarna, sem báru næstum því saman. Bjóst hann þá við að millum þeirra lægi mikið djúp og væri hin minni svo langt að baki hinni stærri, að afstöðu- breyting sæist frá gagnstæðum ásendum jarðbrautar vorrar. Eigi fann Herschel það sem að var leitað. Hann fann engar sveiflur er svar- að gætu til hreyfingar jarðar vorrar á braut sinni. En í stað þess fann hann aðrar afstöðubreytingar, meðal ýmsra þessara stjarna, sem gáfu ástæðu til þess að ætla, að þær væru nátengdar innbyrðis. Hann fann tvístirni, um 800 að tölu og gat leitt líkur að því, að um 50 af þeim gengju kringum eina og sömu þungamiðju. Örfá tvístirni sjást með berum aug- um. Þó munu flestir sjá að stjarnan Mizar — sem er næst yst í stangarenda Vagnsins stóra — hefir dálitla fylgisól.1 Hún heitir Alcor. Tvísólir hafa oftast mikinn stærðar- mun. Þó er ekki hægt að álíta hina minni reikistjörnu, vegna þess að þunga- miðja kerfisins liggur ekki í aðalsól- inni, heldur í geinanum á milli þeirra. Báðar ganga utan um þá sömu þunga- miðju. ' Brautir tvísólna eru mjög langar. Að eins 2 ljúka umferð sinni á skemri tíma en 10 árum. Flestar hafa mörg hundruð eða þúsund ára umferðar- tfma. Uppgötvun tvísólna þótti . fengur mikill. Sannaðist þá til fulls að þunga- lögin gilda eigi að eins í voru sólkerfi heldur víðsvegar í rúminu. Nú þekkja menn um 18000 samstæð- ur stjarna,2 sem ætla má að yfirleitt sjeu tvístirni. Einstöku geta þó verið hver annari alveg óháðar og að eins borið næstum því saman. Stjörnufræð- ingar telja það samt æði sjaldgæft. Tvístirni eru mjög fögur á að sjá. Oftast hafa sólirnar mismunandi lili. Menn hafa orðið varir við reikistjörn- 1) Hundastjarna og Alfa í Finngálkni eru tvístirni, en fylgihnettir þeirra sjást ekki með berum augum. 2) Uppgötvuð tvístirni eru þannig þrefalt fleiri en allar stjörnur, er sjást með berum augum, alstaðar af jörðunni- ur í námunda við sumar og má ætla að þeir heimar sjeu dýrlegri en hægt er að gera sjer í hugarlund. Braytiatii'ni. 37. Stjörnur eru til sem breyla ljós- magni sínu með ýmsu móti. Nefnast þær einu nafni breytistirni. Stjörnum þessum hafa menn leitast við að skifta í flokka. Pickering skiftir þeim svo : I. Stj'érnur sem bírtast skyndilega tg smá- dofna síðan eða nýjar stjörnur. Stöku sinnum hirtast nýjar stjörnur og vekja bæði undrun og aðdáun. Þá er að líkindum heimur að fæðast eða heimur að farast. Einna kunnust er Tyge Brahesstjarna, sem kom í ljós, alt í einu, hauslið 1572. Hún varð björtust allra stjarna himins- ins. Hjelst það nokkrar vikur og sást hún um hódag. Tyge Brahe staðsetti hana mjög nákvæmlega. Nú finstísjón- pípum, á þeim stöðvum, lítil breylileg stjarna af 11. slærð. Hyggja menn að það sjeu leyfar þessarardýrðlegustjörnu. Orsakir nýrra stjarna þekkjast eigi til hlýtar. Mikið er um þær ritað og verð- ur vikið síðar að því. II. Stjörnar með löngum, hálfvegis hátt- bundnum Ijósmagnsöldum. Stjarna, sem nefnist Undrasljarua í Hvalsmerki, er ein af þeim. Ljósmagn hennar sveiflast á milli 3. og 9. stærðarflokks og varir ljósmagns- aldan að meðaltali 11 mánuði. Bæði tímalengd og birtuinagn er þó breyti- legt eða endurtekst eigi alveg eins. Víða um himinn eru þessu lfkar stjörnur. Þær skýrast og fölna til skiftis. Pær breyta sí og litum og litrofi. Alt ber vitni um ógurlegar byltingar í iðr- um þeirra. Höfuðskepnur náttúruunar ganga þar ferlegum hamförum, en lítið eitt slotar þó við og við. Skýring Turners er nú talin sanni næst. Hún er sú að flekkir miklir valdi breytingum Ijósmagnsins, líkir flekkjum sólar vorrar, sem ná hámarki 11. hvert ár. Pó er 'alt þetta langtum æstara. III. Stjörnur með stuttum, öliáttbundnum Ijösmagnsöldum. Ein af þeim er Alfa í Orion. Ljós- magnsöldur þeirra stjarna ganga ótt og óskipulega. Ljósmagnið breytist þó eigi svo, að nemi heilu stærðarstigi. Pessu valda einnig flekkir, að áliti manna. Á. M.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.