Vörður


Vörður - 31.10.1925, Blaðsíða 1

Vörður - 31.10.1925, Blaðsíða 1
 Utg’efmidi: Miðstjórn íhaldsflokksins. III. ár. Reykjavík 31. okt. 1925. 45. blað. Framtíð íslensku krónunnar Ura fátt hefir mönnum orðið tíðræddara upp á síökastið en gengi ísl. pappírskrónunnar. — Það hefir nú farið síhækkandi í hálft annað ár og hraðar miklu en menn hefðu getað í- myndað sjer að verða mætti. — Góðæri hjer á landi og gengis- hækkun í Noregi og Danmörku hafa mestu um valdið. Ekki alls fyrir löngu hefir komið fram tillaga um að stýfa krönuna. Hjer í blaðinu hefir verið lagt gegn þessari lausn gengismálsini|, en hins vegar er stýfingartillagan svo nýstárleg og afleiðingar hennar svo yfir- gripsmiklar, að Verði hefir þótt sjerstök ástæða til þess að leita álits ýmsra merkra manna um hana, þeirra er aðstöðu hafa til að varpa ljósi yfir málið frá þess ýmsum hliðum. Áltt Eiuars Arnórssonar prófessors. Spurning »Varðar« er þessi: Hver er skoðun yðar á tillögu þeirri, sem fram liefir lcomið um, að íslenska krónan yrði stýfð ? Áður en jeg svara þeirri spurn- ingu verð jeg að gera nokkrar athugasemdir um gengismálið. Hvað er gengi? Enda þótt íslandsbanki láti þá skuldbindingu jafnan standa á seðlum sinum, að hann greiði handhafa þeirra nafnverð þeirra í gulli, þá er hankiun leystur undan því með lögum nr. 16, 18. maí 1920. Landsmenn búa því við óinnleysanlegan papp- írsverðmiðil, óinnleysanlegar pappirskrðnur. Og þeir seðlar, sem Landsbankinn gefur út, eru og óinnleysanlegir hvort sem eru þeir 3 miljónar- fjórðungar, sem hann gefur út samkvæmt lögum nr. 14, 18. sept. 1885 og lögum nr. 2, 12. jan. 1900, eða þeir seðlar, er hann gefur út samkvæmt lög- um nr. 7, 4. maí 1922 í stað seðla þeirra, sem íslandsbanki kallar inn smámsaman sam- kvæmt lögum nr. 6, 31. maí 1921. Pessir seðlar bankanna tveggja eru verðmiðill íslands, auk nokkurrar skiftimyntar inn- anlands manna á milli. Þegar uin geDgi íslenskrar krónu er talað, þá er átt við verðhlutfall- ið milli jwppírskróna þessara og gulls. Hækknn krónnnnsr 1924 og 1925. Meðan seðlar íslandsbanka voru innleystir með gulli var gengið 1:1, þ. e. krónan is- lenska stóð í gullveröi. Og all- lengi eftir að innlausnarskyldu íslandsbanka var af honum ljett, hjelt íslenska krónan gullgengi sínu. En 1921 mun hún hafa tekið að lækka, og heldur hún því áfram þar til í mars 1924, er hún varð allra lægst,, eða milli 47 og 48 gullaura virði. Árgæskan mikla 1924 hóf krón- una mjög upp, sem kunnugt er. Þegar krónan stóð lægst, þá þurfti kr. 33,85 fyrir hvert sterl- ingspund, eða fyrir hverjar kr. 18,17 í gulli. En í sumar er ís- lenska krónan lengi í kr. 26,50 gagnvart sterlingspundi, og jafn- gildir þá tæpum 69 gullaurum. Hafði hún þá hækkað um full 20°/° síðan í mars 1924. Þessi hækkun krónunnar virt- ist þangað til vera talinn vott- ur um batnandi hag lands- manna. EDginn rödd heyrðist i þá átt, að hækkunin væri hættu- leg. Menn sáu þá ekki hörm- ungarnar, sem af henní mundu stafa. Árið 1924 hefir verið eitt- hvert besta ár í sögu landsins að öllu samantöldu, þrátt fyrir gengishækkun íslensku krón- unnai-. En krónan okkar hjelt áfram að hækka, og hækkaði meira að segja hröðum skrefum. Úr kr. 26,50 — hjer miðað jafnan við sterlingspund — e^ hún komin í kr. 22,45 í september síðast- liðnum, og jafngildir hún þá rúmum 80 gullaurum. Sem stend- ur er hún i kr. 22,15, eða í nál. 81 eyri gulls. Hefir krónan íslenska því hækkað frá því í mars 1924— október 1925, eða á hjer um bil 19 mánuðum, um nál. 33°lo. Og síðan í sumar, eða á 3—4 mánuðum, hefir krónan hækkað um nál. 12°/o, úr 69 gullaurum í uál. 81 gull- aura, sem hún er nú í. Afleiðingar liækkunarinnar. Gengishækkunin hefir haft hjer, sem annarsstaðar, ýmsar verk- anir, bæði til gagns og tjóns. Til gagns má alment telja það, að erlendar vörur lœlcka í verði, þ. e. færri íslenskar pappirs- krónur þarf fyrir sama vöru- magn með sömu gæðum en þurfti áður en hækkunin varð. l*etta verður ollum hagur, þeim er kaupa þurfa, en þó meira kaupstaðabúum og kauplúna en sveitamönnum, því að hinir síð- arnefndu neyta svo mikils af því, er þeir framleiða sjálfir — Ríkið vinnur og mikið á verð- lækkun þeirri, sem orðið hefir, og kaupstaðir og sveitarfjelög. Ríkissjóður geldur færri krónur fyrir kolin, sem hann þarf að kaupa til að hita skrifstofur sínar, spítala og skóla. Og sama er um kaupstaði. Dýrtíðarupp- bót starfsmanna ríkisins hlýtur að verða miklum mun lægri vegna verðlækkunar útlendu vörunnar en hún hefði ella orð- ið. — Þetta eitt hlýtur t. d. að muna rikissjóð næsta ár svo hundruðum þúsunda króna skift- ir. Hagnaður alls í lækkuðu vöruverði hlýtur á þessu ári að nema afarmiklu, eflaust svo miljónum skiptir. ísland, bæði ríkissjóður og einstakir menn, skulda til ann- ara landa allmikið fje. Þar á meðal skulda ríki og bankar enskum lánardrottnum. Þar af skal greiða vexti og afborganir í sterlingspundum. Núþarffærri krónur fyrir pundið en í sumar þurfti, og enn miklu færri en í fyrra sumar. Og hlýtur sú breyting að muna allálitlegri upphæð. Samskonar má segja um mörg togarafjelögin. — Þau skulda enskum bönkum, sum miklar upphæðir. Hækkun krón- unnar kemur þeim að sama gagni að þessu leyti sem rikis- sjóði. Sama verður. um allar aðrar skuldir, sem greiða skal í erlendum verðmiðli, t. d. dönsk- um, norskum eða sænskum krónum. Þeir, er íslandi skulda og eiga að greiða i islenskum krón- um eftir að gengishækkunin varð, tapa auðvitað á henni, því að þeir þurfa fleiri einingar sinnar mjntar fyrir þann krónu- fjölda, sem þeir eiga að borga hinum íslenska lánardrottni. — En þetta er aftur gróði íslandi. Maöur, sem hefir t. d. vátrygt eignir sinar í útlandinu, og ef greiða skal í islenskum krón- um, fær nú verðmeiri krónur en hann mundi hafa fengið, ef gengisbreyting hefði ekki orðið. Öðruvísi er farið um þá, sem íslandi skulda, en eiga að greiða í erlendum gjaldmiðli. Þá skift- ir engu máli, hvort krónan hef- ir hækkað eða lækkað. En þann, sem við greiðslunni á að taka, getur skift það máli. Ef krónan hefir hækkað eftir að hann fjekk kröfuna og áður en greitt var, þá fær hann auðvitað færri krónur fyrir erlenda gjaldmiðil- inn en hann hefði fengið, ef krónan hefði slaðið í stað eða lækkað. En þó er ekki með öllu víst, að hann tapi í þessu sam- bandi á gengishækkuninni, því að kaupmáttur krónunnar kann að hafa aukist að sama skapi hjer innanlands. Það er t. d. víst um kjötútflytjendur í haust og suma fiskútflytjendur, að þeir fá færri íslenskar krónur fyrir vöru sína en þeir inundu hafa fengið, ef ekki hefði geng- isbreytingin orðið. Tap af þess- um ástæðum verður mest hjá einstökum fiskúttlytjendum. Hjá bændum mun þess minna gæta, því að vörumagn hvers um sig er svo tillölulega lítið, en þeir vinna hinsvegar á verðlækkun útlendrar vöru, sem gengisbreyt- ingin hefir haft í för með sjer. Auk þess hefir norska krónan, sem þeir selja kjöt sitt fyrir, hækkað allmikið síðan í sumar, svo að tjón þeirra af gengis- hækkun íslensku krónunnar verður varla svo tilfinnanlegt sem sumir vilja halda. Gengis- hækkunin mun ekki hafa kom- ið íslenskum sjávarútvegi yfir- leitt til neins tjóns hingað til, heldur að eins fáeinum fiskút- flytjendum, því að einsta^ir út- gerðarmenn og fjelög hafa selt fisk sinn fyrir íslenskar krónur stórútflytjendunum í sumar. Innstæðueigendur í bönkum og sparisjóðum og yfirleitt allir þeir, sem eiga útistandandi kröfur, vinna við gengis- hækkunina, svo framarlega sem greiðsla fer fram eftir að hækk- un verður, og áður en breyting verður í gagnstæða ált. Allar kröfur i islenskum krónum eru nú, miðað við gull, meira en 30% verðmeiri en þær voru í mars 1924. Og af þvi leiðir aft- ur, að skuldunautar verða yfir 30% hærri upphæðum skuld- ugir, miðað við gull. Svo mundi það verða, ef íslenska krónan yrði fest í 80 gullaurum. Þessi gróði lánardrolnanna er stund- um fyllilega réttmætur, en stund- um ekki. Þeir menn, sem lánað hafa fje sitt áður en krónan fór niður úr gullverði, fá ekki meira en það, sem rjett er, þótt krón- an komist aftur upp í gullverð. íslenska rikið, og Reykjavíkur- kaupstaður, hefir t. d. tekið all- mörg og tillölulega stór lán, meðan krónan stóð i 100 gull- aurum. Landsbankinn hefir selt veðdeildarbrjef sín unnvörpum áður en krónan fjell. Eigendur þeirra verðbrjefa fá ekki meira en það, sem þeir hafa lálið, þótt þeir fái 100 gullaura fyrir hverja krónu. Aftur eru aðrir, sem ljeð hafa fje sitt eftir að krónan lækkaði og áður en hún hækkaði svo sem nú er raun á orðin. Skuldu- naulur verður hjer að greiða verðmeiri krónur en hann tók við, og því líklegt, að hann tapi á gengisbreytingunni. Og með sömu líkindum græðir þá lán- ardrottinn. Úað er ekki sýnilegt, að geng- isbreylingin hafi haft nein áhrif á verðlag íslenskra afurða innau- landsþetta haust.Kjötið hefir verið selt neytendum hjer í Reykjavík með dýrasta móti. Smjör og mjólk stendur í svipuðu verði og í fyrra haust, enda mun sú lækkun, sem orðið hefir á er- lendu vörunni, ekki hafa haft nokkur áhrif á verðlag inn- lendu vörunnar í skiftum inn- anlands. Og ekki hefir verið kvartað fyrir hönd þess litla innlenda iðnaðar, sem hjer er í landi. Hvað er „8týflngu. Öllum mun koma saman um það, að örar gengissveiflur geti valdið miklu tjóni. Miklar spá- sagnir hafa birst um þann háska, er af þeim stafaði. Og sjerstaklega nú um þann voða, er atvinnuveganna biði vegna gengishækkunar gjaldmiðilsins. Spásagnir þessar hafa þó hvergi nærriræst erlendis til fulls enn þá. En óttinn við hættuna af gengis- sveiflunum hefir þó, meðal ann- ars hjer á landi, valdið því, að fram hefir komið krafa um »stýfingu« krónunnar. Ætlast menn þá til þess, að gengi hennar sje fest i ákveðnu marki, t. d. að í henni skuli framvegis vera 70 eða 80 gullaurar. Skal seðilkróna verða gulltrygð og innleyst með gulli með nafn- verði sínu, ef handhafi krefst, eins og var fyrir styrjöldina miklu. Og svo er í ráði að þessi breyting, sem er í eðli sínu myntbreyting, nái einnig til skuldaskifta, sem eldri eru en breytingin.( Um þetta mál deila menn mjög, bæði hjer á landi og er- lendis. Þjóðmegunarfræðinga greinir á um það og eigi siður stjórnmálamenn og lagamenn. Ef rjelt skyldi öllum gera, þá yrði að rannsaka það um hverja skuld í krónum, hversu margra gullaura virði krónan hafi verið, þegar skuldin varð - til, og gjalda hana siðan eftir þvi. Ef maður hefði tekið á sig skuld fyrir gengisfallið, þá ætli hann að greiða hana með 100 gullaurum hverja krónu. En ef krónan heföi verið í t. d. 50 gullaurum, þegar skuldin varð til, þá ætti að greiða hverja krónu með 50 gullaurum, o. s. frv. Það er auðsjeð, að slíkt rjettlæti fæst ekki með stýfingu krónunnar. Það er jafnmögu- legt eða öllu heldur jafnómögu- legt að framkvæma það, hvort sem krónan er stýfð eða ekki. Þetta rjettlætisverk er ófram- kvæinanlegt þegar af þeirri á- stæðu, að afaroft er allskostar ómögulegt að segja um það, hve- nær skuld varð til. Ef A. hefir t. d. haft áframhaldandi hlaupa- reikningsviðskifti eða innláns- bókarviðskifti við banka eða sparisjóð siðan 1914, og tekur út og lcggur inn á vixl og svo á hann í árslok 1925 inni kr. 1000, er hann tekur þá út. Með hversu mörgum gullaurum á þá að greiða þessar 1000 kr.? Eða A hefir keypt íslenskt rík- isskuldabrjef meðan seðilkrónan slóð í guliverði, en selur það til handhafa, þegar hún er í 50 gullaurum. Þegar brjefið er dregið út, þá fram- visar hinn nýi eigandi þvi, en það stendur ekkert um það, að hann hafi ekki keypt fyrir

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.