Vörður


Vörður - 30.07.1927, Page 2

Vörður - 30.07.1927, Page 2
2 V • R Ð ff R Eggert Stefánsson á Islandi Jeg kýs þessa fyrirsögn af ásettu ráði. Með það eitt fyrir augum, hve misjafnt list hans er metin erlendis og heima. Munurinn er hjákátlegur. Fyrir tveim árum var jeg staddur í París, þar sem hann söng í fyrsta sinn í Salle des Agriculteurs. Frá þessum sal hafa oft hljómað frægari radd- ir en hans. En jeg efast um, að sönglist nokkurs lands hafi átt sjer betri fulltrúa þar í fyrsta sinn en ísland átti þetta nóvemberkvöld 1925. Jeg sat á milli tveggja norrænna sönglist- ar-iðkenda, strangra sjerfræð- inga, sem notuðu þvi nær hvert hlje milli laganna til að dást að hinum óvenjulega töfrandi blæ raddarinnar. Næstu daga les jeg hin lofsamlegu ummæli Parísar-blaðanna um „konsert- inn“. Ummælin bárust til Is- lands. í sumar rekst jeg á nafn hans í blöðum heima á ættjörð hans, þar sem blátt á- frain er farið óvirðulegutn orð- um um list hans. — Og nú, þegar jeg hefi átt fimm mán- aða dvöl samfleytt í höfuðstað^ Islands, og sjeð að vjer eigum yfirleitt ekki til neina dómfor- ustu í neinni list, minna en það: að enginn listrænn mæli- kvarði á afrek listamannsins er yfirleitt til, og að islenskri blaðamensku er gerður því meiri greiði því minna sem um hana er talað — nú er mjer það fyllilega ljóst, að landar mínir bera yfirleitt ekki skyn á það, hvað sá söngvari heíur til brunns að bera, sem hlýtur orðstir Eggerts Stefánssonar í frönskum blöðum. í annari vogarskálinni liggur lislræn of- saðning hinnar dómströngustu heimsborgar, þar sem oft þarf persónulega hagsmuni til að knýja fram áhuga blaðanna — í hinni liggur að eins persónu- legt þrek og hæfileikar bláfá- tæks söngmanns frá menning- arlítilli og lítt virtri smáþjóð. Og þá sígur íslenska vogar- skálin. Nú skal jeg játa það fyrst- ur manna, að þessi listamaður, sem virðist óvenjulega næmur við ytri áhrifum ,jafnvel ó- venju næmur við skapbrigðum tilheyrenda sinna — það er kostur hans og löstur, eða ef til vill betur orðað: kostur eða löstur tilheyrendanna — tókst að mínum dómi venju fremur að leiða fram list sína þetta kvöld. Honum getur oft tekist miður, ekki sist á íslandi, þar sem salurinn er „þungur". En engir aðrir en kákarar meðal Iistdómenda láta villast af slíkri tilviljun. Bak við skynjast það sem bakvið er í sálþrungin list í formi fágaðrar kunnáttu, borin upp af áskapaðri fegurð hreimsins, sem hefur sig á stundum upp i tæran belcanto. Takið lögin hans —■ þessi rúm tuttugu lög — sem hann hefur sungið í „grammófón“, þar sem hann stendur einn og sjálfum sjer nógur með list sína, alla íslenska. Jeg hefi oft- ar en einu sinni boðið dóm- ströngum sjerfræðingum að hlusta á þau — alt af með sama árangri, ómengaðri að- dáun á þryngi og hljómfegurð raddarinnar. Fyrir sumum hafa slík kvöld verið sönglegur viðburður. Jeg get þess af því, að jeg er ekki sjálfur neinn til- valinn dómari á þessu svæði. Þó er eitt lítið svið innan þess- ara vjebanda sem jeg þykist geta dæmt um: framburð hans á íslenskri tungu. Grammófón- plötur hans hafa ekki alt af farið þar varhluta af ákúruin landa minna. Mér er þá «jerstök gleði að láta þá skoðun mína í ljósi, að islensk tunga sje hjer einkar- vel borin fram. Af öllum 22 plötum finst hjer að eins ein („Heims um ból“) þar sem framburðurinn er að minum dómi vanræktur, þó að liún sje að öðru leyti frábærlega vel sungin inn. Mjer er nær að halda, að fáfræði manna valdi hjer misskilningi. Grammófónn- inn nær ekki enn ýmsum hljóinbrigðum, t. d. meðal tann- hljóða og nefhljóða — n getur tillíkst d, s þurkast út. Jeg held að það sje sanni næst, að ís- lensk tunga heyrist sjaldan bet- ur borin fram en heyra má á þessum grammófónplötum. T. d. í laginu „Leiðsla“. Jeg hefi aldrei heyrt fegri framburð af islenskum vörum heldur en þarna eru sungin orðin: „harp- an sú mjer heyrist inni’ í hamrinum slegin“. Þar er feg- urð íslensks framhurðar full- komin. En fullkomnin er ekki alt af meðferð söngvarans á tcxtan- um. Stundum á útgefandi text- ans (Svb. Sveinbjörnsson) sök á því, en stundum söngvarinn sjálfur. Þar, og að eins þar, eiga tilheyrendur hans hönk upp í hakið á honum. Það er vítavert, og ósamboðið lista- manni af hans stigum. Ef Eggert Stefánsson væri ekki fæddur ineð þjóð, sein heimurinn lætur sjer engu skifta, mundi hann, eins og fleiri íslenskir listamenn, vera víðfrægur maður. En það er nefndri íslenskri menning til lítillar sæmdar, að augu lands- manna hafa ekki enn lokist upp fyrir hinu eina sein getur gert garðinn frægan: listinni. A eng- um öðrum sviðum verður hugs- að til nokkurrar samkepni. Hvorki í iðnaði, verslun nje stjórnmálum. Tæplega vísind- um. í Kanada er sá mælikvarði lagður á bækur skáldsins, hve oft hann fari í kirkju með konunni sinni á sunnudögum. Á íslandi, þar sem kirkjulegt frelsi er að líkindum meira en annars staðar í heimi, leitar þröngsýnið út í önnur skot. Þar vilja menn enn rita um listamanninn — eins og J. L. Heiberg komst að orði í lýsing sinni á kotungshætti danskrar gagnrýni í höfuðriti sínu: „hvordan han spiser, hvordan han drikker, hvordan han nyser, hvordan han hikker“. Ekki beint hvernig hann yrkir, eða málar eða syngur. Hlustið á rödd svararins — og lofið honum að halda ó- bygðum sínuni í friði. London, 14. júlí 1927. tíuðmundur Kamban. Minningarorð. Aðfaranótt 10. júní s. 1. and- aðist að heimili sínu Syðra- Skörðugili í Skagafirði, húsfrú Þorbjört/ Ólafsdóttir. Bar and- lát hennar sviplega að. Var líf- I himnubólga banaineinið, er gerði enda á lífi hennar á ein- um sólarhring. Þorbjörg sál. var fædd 5. maí 1886. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldi hjá þeim, þar til hún giftist eftirlifandi manni sínuin, Boga Gislasyni vorið 1907. Eignuðust þau hjón 4 syni. Af þeim eru á lífi 2 drengir: Þorleifur Ingimar 16 ára og Ól- afur 11 ára. Þorbjörg sáluga var hæg og prúð kona í framgöngu, og yfirlætislaus. Að andlegu at- gerfi var hún vel gefin. Öllum þeim er kyntust henni náið, var hlýtt til hennar, enda var hún vinföst. En af henni stóð ekki mikill stormur i lífinu, heldur var æfibrautin kyrlát og til- breytingalitil. Mánni sínum var hún góð eiginkona, ástrík móð- ir barna sinna, og móður sinni, er orðin var blind, hin um- hyggjusamasta dóttir. Var það rjett að orði kveðið, er sagt var í líkræðunni yfir henni: Að sönnu þyrfti eigi að telja hjeraðsbrest orðið hafa við fráfall hennar, en því meiri væri inissir hinnar látnu fyrir heim- ili hennar. Heimilið vrar hennar heimur, er hún lifði og hrærðist i aðal- lega, eins og þeirra kvenna er hest skilja hlutverk sitt í hús- freyjustöðunni. — Þrátt l'yrir þungbært mótlæti og veika heilsu, er hin látna mátti reyna, þá heyrðist aldrei kvörtunar- nje æðru-orð til hennar. Að vonum sakna hennar sár- ast ástvinirnir, eiginmaðurinn, drengirnir ungu og bróðirinn, er alt af dvaldi á heimili henn- ar. En allra sárust er sorgin hinnar blindu, aldurhnignu móður, er saknar nú hinnar injúku dóttur handar. Og vinir hennar munu einn- ig lengi minnast hinnar vfir- lætislausu en skylduræknu hús- l'reyju með virðingu. ‘ H. Ilr. B. Frá Vestur-íslendingum FB, 23. júlí. íslensk kona bíður bana. — Sex aðrir meiðast. Laugard. í fyrri viku fór ofsa- veður yfir nokkurn hluta Sask- atchewan-fylkis og feykti um íveruhúsi Friðriks bónda Guð- mundssonar í grend við Mozart og kviknaði i því jafnframt. — Húsmóðirin, Mrs. Guðmunds- son, ljet þegar líf sitt, en alt hitt heimilisfólkið meiddist meira og minna, sumt hættu- lega, nema Mr. Guðmundsson, sem er blindur og lasburða; hann slapp ómeiddur. Þeir sem meiddust voru þrjú börn þeirra hjóna og vinnumaður, S. Krist- jánsson að nafni. Von var um, að alt fólkið lifði af og næði sjer aftur. Ingi Guðmundsson meiddist mikið á fæti, en tókst þó að bjarga hinu fólkinu úr rústunum. Slysið vildi til kl. 1 eftir hádegi er fólkið sat að miðdegisverði og er haldið, að það hafi ekki orðið vart við of- veðrið fyr en það skall á, og tók af þakið af húsinu og braut það alt niður. — Nágrannafólk kom að skömmu eftir að slysið vildi til og fjekk þegar hjálp frá bænum Elfros. (Lögb. 23. júlí). I Heimskringlu er sagt nokk- ru nánar frá slysinu. Voru 8 manns í húsinu, er bylurinn skall á. Húsfreyja ljest eftir klukkustund. Það varð manni hennar til lifs, að hann lá í rúminu og hvolfdist það yfir hann. Aðalbjög dóttir þeirra hjóna meiddist mest, fjekk hún djúpt sár vinstra megin á hvirfil, skinn flettist af hálsin- um neðan og aftan við vinstra eyra, og einnig marðist hann allmikið, djúpt stungusár fjekk hún og á hægri kálfa, og auk þess srná brunasár, rispur og holdmar hjer og þar um líkam- ann. Hún var þó talin úr allri hættu. „Svipleiftur samtíðar- manna“ heitir mikið rit að vöxtum, eftir Aðalstein Kristjánsson, höfun bókóarinnar „Austur í blámóðu fjalla“. Bók þessi er á í jórða hundrað blaðsíður og [irýdd myndum. Aðalsteinn hef- ir, að því er síra Ragnar Ivvar- an segir í Heimskringlu, gefið Þjóðræknisfjelaginu 150 eintök af bókinni, fjelaginu til styrkt- ar, og 200 eintök mun hann hafa boðið mönnum þeiin, sem standa fyrir fjársöfnun til Stú- dentagarðsins hjer, til þess að sel ja til ágóða fyrir þá stofnun. I bókinni er Íýst æfistarfi og mannkostum fjögurra merkra Bandaríkjamanna, prestsins Dr. Abbotts, Lyman, La Follette, Theodore Rosevelt og loks um Woodrow Wilson, og er sá kafli bókarinnar lengstur og ítarleg- astur. í bókinni er og kvæði Kiplings um Rosevelt, i þýðingu Stephans G. Stephanssonar og kvæði um Wilson, eftir Worrell Ivirkwood, þýtt af hinu lipra skáldi Einari P. Jónssyni. V ísindamannsef ni. Helgi Jónsson, sonur Mrs. og Mr. Gísla Johnson í Winnipeg, leggur stund á forndýraleifa- íræði við háskólann í Toronto í Canada. Hefir hann nýlega lokið prófi i öllum aukanáms- greinum, er nánii hans tilheyra, og fjekk ágætiseinkunn i öllum. Segir Heimskringla, að í sumar verði Helgi í vísindaleið- apgri, er sambandsstjórnin geri til Saskatshwen og Alberta, til þess að rannsaka forndýraleif- ar, sem þar finnast víða í jarð- lögum. Stjórnin beiddist lausnar á miðviku- daginn, eftir að frjettir voru komnar um úrslit kosninganna í öllum kjördæmum. Barst skeyti frá konungi í gær, þar sem hann veitir stjórninni Iausn, en jafnframt er hún beðin að annast stjórnarstörf þar til ný stjórn verður mynd- uð. s Kristján Albertson, ritstjóri fór norður með „Dronning Alexandrine“ nú í vikunni. Ætlar hann landveg frá Akureyri til Reyðarfjarðar. — Bjóst hann við að verða uin mánaðartíma í ferðinni. t fjar- veru hans annast Árni Jónsson frá Múla ritstjórn blaðsins. Tryggvi Þórhallsson ritstjóri hefir legið mikið veikur undanfarið, en er nú á batavegi. Atkvæði voru greidd í Rangárvalla- sýslu, samhliða kosningu til Alþingis, um það hvort menn vildu heldur hafa sjerskóla, eða samskóla við Árnesinga, og fengu samskólamenn 499 atkv.. , en sjerskólamenn voru eigi nema 363, þrátt fyrir það, þótt sumir sjerskólamenn hafi bar- ist ótrauðlega fyrir honum og látið mikið meira til sín taka heldur en samskólamenn. Prestafundir o. fl. Sameiginlegum prestafundi Múlasýslna á Eiðum var lokið 16. þ. m. Stóð hann yfir á 4. dag. — Fyrsta daginn guðs- þjónusta. Erindi voru flutt, um- ræður fyrir almenning og hjer- aðsfundir. Mörg mál. — Prófes- sor Sigurður Sívertsen flutti tvö erindi og tók þátt í störfum fundarins. Hann og Ásmundur Guðmundsson skólastjóri hafa einnig að undanförnu samkv. beiðni austfirskra presta og ungmennaf jelaga haldið guðs- þjónustur og fyrirlestra í átta kirkjum á Austurlandi. Fundur norðleskra presta á að byrja á Akureyri 20. þ. m. Frá Alcureyri er símað 20. júlí: Almennur prestafundur fyrir Norðurland hófst hjer í dag og var fundurinn settur með guðsþjónustu og steig síra Ásmundur Guðmundsson skóla- stjóri á Eiðum í stólinn. í kvöld flytur Sigurður prófessor Sívert- sen erindi um kristilega festu (fræðslu?) og Ásmundur annað á morgun um trúarlíf Pascals. Kauptaxti Verkamannafjelags Akureyrar er nú: Dagkaup í al- mennri vinnu kr. 1.15 á klst., dagkaup við afgreiðslu fragt- skipa kr. 1.25, nætur- og eftir- vinna kr. 1.50 og kr. 1.75 og helgidagavinna kr. 1.75 og kr. 2.00. Gildir kauptaxtinn til 15. september. Hetjuverðlaun hafa hræður tveir úr Svarfaðardal, Friðleif- ur Jóhannsson, Lækjarbakka, og Jóhann Jóhannsson á Jaðri ný- lega hlotið 600 kr. danskar hvor uin sig úr hetjusjóði Carnegies, fyrir að bjarga dóttur Sigurjóns læknis Jónssonar frá drukknun. Stofnuðu þeir sjálfum sjer í lífshættu við björgunina. Aflafrjettir. Síld hefir engin komið hjer á land enn þá, nema af rekneta- bátum, sem farnir eru að afla talsvert. Hjer er engin síldar- bræðsla, en að bræðsíustöðvun- um á Hestevri og Flateyri hefir borist ákaflega mikið af síld. Goðafoss er að leggja hjer að bryggju og mun verða hjer á morgun. í sumar druknaði maður hjer á sundinu, Helgi Kristjánsson, formaður frá Hnífsdal. — Lík hans er nýfundið. Seinustu kosningafrjettir. Talning atkvæða hefir nú far- ið fram í Suður-Þingeyjarsýslu og hlaut Ingólfur Bjarnason 931 atkv., en Sigurjón Friðjónsson 211 atkv. • Almenn tíðindi. Ágætistíð. Góð spretta. Túna- sláttur byrjaður fyrir noklcru og vel hirst, það sein af er.- Nokkur afli. Heilsufar dágott, nema kikhósti er hjer enn. Rannsóknir á áhrrfuin sólarljóss, á heilsu- far inanna, hafa þýskir vísinda- menn haft með höndum vestur á Rit síðastl. mánuð. Koinast þeir að þeirri niðurstöðu, að á íslandi njóti svonefndir „Dor- nosgeislar“ sólarljóssins sín ó- venju vel. Geislar þessir eru við ysta borð hins ultra-fjólu- bláa litar og eru því eigi sýni- legir. Þeir eru mjög heilnæmir og lækna þeir beinkröm og fleiri

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.