Vörður


Vörður - 28.01.1928, Blaðsíða 4

Vörður - 28.01.1928, Blaðsíða 4
4 V O R Ð U R Byssingar- efni. Þeir sem ætla sjer að byggja í vor, ættu að leita upplýsinga hjá okkur um verðið áður en þeir festa kaup annarsstaðar. Seljum allskonar byggingarefni við lægsta verði. — Flestar vörur á einum stað. Að eins fyrsta flokks vörur. — Sendið fyrirspurnir yðar tímanlega. J. Þorláksson & Norðmann, Reykjavík. Símnefni: jónÞorláks. Venjulega fyrirliggjandi: Sement, þakjárn, þaksaumur, þakpappi, saumur, kalk, reyrvefur, gólfdúkar, flókapappi, látúnsjaðrar, steypustyrktarjárn, gaddavír, sljettur vír, steypumótavír, gólf- og veggflísar, hampur, skeifnajárn, gjarðajárn, sljett plötujárn, eldfæri allskonar, miðstöðvar- tæki, pípur, pípnafellur, vatnsleiðslur, dælur, baðker, þvottaskálar, vaskar, hjólbörur úr járni, skóflur, o. m. fl. Fyrirlestur um hagnýting síldar og fiskúrgangs hjelt Jón Þorláksson, alþm., í Kaupþingssalnum síðastl. miðvikudagskvöld. Var fyrir- lesturinn fluttur fyrir verk- fræðingafjelag ístands, en þing- mönnum o. fl. boðið. Jóni Þor- lákssyni hefir, sem kunnugt er, verið falið af landsstjórninni að gera áætlanir um stofnun full- kominnar sildarverksmiðju og hefir unnið að því máli síðustu mánuðina. í erindi þessu birti hann árangur þeirra rannsókna og var mál hans stórfróðlegt. Síðar mun Vörður gera lesend- um sínum nánari grein fyrir málinu. B- Maður verður úti. Fyrir miðjan mánuðinn varð úti maður, Magnús Magnússon söðlasmiður, frá nýbýlinu Sunnuhvoli í Hvolhrepp í Rang- árvallasýslu. Var hann að fara með tryppi til fóðurs að Kirkju- bæ á Rangárvöllum. Fanst hann örendur rjett við túnið á Kirkjubæ, en talið er að hann muni hafa verið að villast alla nóttina áður en hann fanst. Áfengisútlát. Síra Birni Þorlákssyni var í fyrra haust falið af landsstjórn- inni að rannsaka útlát lyfja- verslunar ríkisins á áfengi, til lyfjabúða og einstakra manna. Hefir síra Björn samið skýrslu um áfengisútlát 1926, og er skýrslan nýkomin út. Skipstrand. Á mánudagskvöldið strand- aði enskur togar, Gladwyn, frá Aberdeen á Bæjarskerseyri hjá Sandgerði. Veður var hið versta og brim mikið. Þótti lengi vel tvísýnt um að möhnum yrði bjargað úr skipinu. Reyndu skipverjar lengi vel að koma kaðli á land, en það tókst ekki. Loks freistaði einn skipsmanna að synda í. land með streng. Höfðu skipverjar bundið strengnum um hann, en á leið- inni kom lykkja á strenginn og urðu skipverjar að skera á hann. Annar maður af skipinu reyndi seinna að synda í land með streng og hjelt um end- ann á strengnum. En hann varð að sleppa áður en hann náði landi. Báðir þessir menn björguðust. Kl. 3 um nóttina var háfjara. Bundu þá 10 menn úr landi sig á streng og stukku út i brimlöðrið. Tókst þeim að koma kaðli út í skipið, og náð- ust siðan allir skipverjar, 11 talsins, í land heilu og höldnu. Fengu þeir hinar bestu viðtök- ur hjá Haraldi Böðvarssyni og Lofti Loftssyni. Þótti betur úr rætast fyrir skipbrotsmönnum en áhorfðist um skeið. Mannalát. Hinn 15. þ. m. andaðist Hans Hannesson póstur. Hann Hann var kominn yfir sjötugt, hafið verið póstur um 40 ára skeið, alt þangað til að póst- flutningur austur yfir fjall tókst með bifreiðum fyrir skömmum tíma. Hans póstur hafði verið samviskusamur maður og vel látinn. Frú Steinunn Sæmundsson, kona Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings, andaðist 17. þ. m. eftir langvinn veikindi. Hún var dóttir Sveins kaupmanns Guðmundssonar á Búðum á Snæfellsnesi og konu hans Kristínar, systur Franz heitins Siemsen sýslumanns. Frú Steinunn var fríðleikskona, vel gefin og góð húsmóðir. Þau hjónin áttu tvær dætur á lífi, Önnu kennara við Mentaskól- ann og Kristínu. Jóhannes K jartansson verk- fræðingur andaðist á miðviku- dagsnóttina eftir þunga legu. Hann var sonur Kjartans pró- fasts Helgasonar í Hruna, korn- ungur maður og hið mesta mannsefni. Enn fremur andaðist á mið- vikudaginn frú IJerdís Pjeturs- dóttir, kona Hálfdáns Guðjóns- sonar prófasts á Sauðárkróki. Hún var dóttir Pjeturs Pálma- sonar bónda í Valadal og síðar Álfgeirsvöllum og konu hans, Jórunnar Hannesdóttur. Gift- ist 1897 eftirlifandi manni sín- um. Er sonur þeirra á lífi, Helgi að nafni, og stundar nám i Mentaskólanum. Dóttur mistu þau fyrir nokkrum árum. Kosningin í N.-ísafj.sýslu. Mál þetta var til umræðu á Alþingi í gær en ekki lokið þegar gengið var frá hlaðinu. Sveinn í Firði talaði fyrstur, af hendi Framsóknarmannanna í kjörbrjefanefndinni (Sv. Ól. og' G. S.). Kvað hann drátt þann, sem orðið hefði á af- greiðslu málsins af hendi nefndarinnar, stafa af því, að Alþingi hefði ákveðið að fresta fullnaðarákvörðun, þangað til frekari gögn lægu fyrir. Hefði nefndin haft tal af rannsókn- ardómaranum og komist að raun um að ekkert benti á að Jón Auðunn væri að neinu valdur að misfellum þeim, sem orðið hefðu á kosningunni, en bætti því svo við, að ekkert hefði komið fram, sem afsann- aði þetta! Þá hefði nefndin og leitað upplýsinga um það hvað í þessu efni tíðkaðist i ná- grannalöndunuin. Las hann simskeyti um það efni frá sendiherra vorum í Höfn, er hann taldi að nefndinni hefðu borist. Báru skeytin það með sjer, að í nágrannalöndunum er sú venja tíðkanleg, að slíkar misfellur á kosningu, sem hjer um ræðir hafi því aðeins áhrif á lögmæti kosningarinnar, að hlutaðeigandi þingmaður væri við þær riðinn á einhvern hátt. Annars er venjan þar alveg eins og hjer og má um það efni vísa til útdráttarins úr ræðu Jóns Þorlákssonar, sem birtist í síðasta blaði. Eflir tilhlýðilegar bollalegg- ingar og loðmæli, lagði ræðu- maður loks til af hálfu þeirra Gunnars, að kosningin yrði tekin gild. Jafnframt því gat hann þess að tveir nefndar- menn, M. G. og Sig. Eggerz hefðu frá upphafi viljað sam- þykkja kosninguna, en einn nefndarmanna, H. V., vildi fella kosninguna. Þá tók til máls IJjeðinn Valdimarsson. Virtist honum ekki mikill skoðunamunur milli Framsóknar og Ihalds í þessu máli. Kvað hann stór- kostlega glæpi sannaða i sam- bandi við kosningu þessa. Fór síðan mörgum orðum um kosningasvik á Vesturlandi 1919 og 1923. Var ræða hans full af aðdróttunum og dylgjum um í- haldsflokkinn í heild sinni og einstaka menn hans. Næstur tók til máls Magnús Guðmundsson. Sagði hann að nú væri rúml. vika liðin frá því að mál þetta var á döfinni. En sú vika hefði verið illa notuð. Sveinn Ól. hefði haldið því fram, að nefndin hefði þurft að bíða komu rannsóknardómar- ans, Halldórs Júlíussonar. En upplýsingarnar, sem hann hefði gefið, væri þær einar, að Jón A. væri ekkert við málið riðinn. Þetta hefði öllum verið kunn- ugt fyrirfram, því bæði stjórn- arblöðin, Tíminn og Alþýðu- blaðið, hefðu birt skýrslu urn rannsókn málsins. Ef nefndinni hefði leikið hugur á að fá stað- festingu á þessu, hefði verið umsvifaminst að senda rann- sóknardómaranum simskeyti og fá svar hans .símleiðis. Skjöl þau, sem rannsóknardómarinn hefði haft meðferðis, hefðu ekki haft neinai' nýjar upplýsingar að geyma, enda hefði meiri- hluli nefndarmanna naumast litið á þau. Þá kvaðst ræðumaður verða að átelja mjög pukur það, sem átt hefði sjer stað innan nefnd- arinnar. Reglan væri sú, að í nefndum væri engu haldið leyndu, sem varðaði mál það, sem nefndin hefði til meðferð- ar, en hjer hefði sú regla ver- ið brotin. Ivvað hann sjer hafa verið algerlega ókunnugt um skeytasendingar nefndarinnar, fyr en hann hefið fengið vit- neskju um þær af vörum for- mannsins (Sv. Ól.), í ræðu þeirri er fyr getur. Þá hefði 3 nefndarmennirnir (Sv. Ól., G. S. og H. V.) farið á fund rann- sóknardómarans, án þess að láta samnefndarmenn sina vita neitt um það. En sjálfsagt hefði verið að rannsóknardóin- arinn hefði komið á fund nefndarinnar og talað við hana í heild sinni. Því næst sneri hann sjer að ræðu Hjeðins og vísaði á bug dylgjum hans um íhahlsflokk- inn og kvað alt tal hans um atkvæðafölsun við fyrri kosn- ingar máli þessu algerlega óvið- komandi. Loks gat hann þess, að Kjós- endafundur í Norður-ísafjarð- arsýslu, þar sem, saman hefði verið komnir 24 fulltrúar úr 8 hreppum, hefði sent eindregin mótmæli gegn útilokun Jóns Auðuns frá þingstörfum og lýst fullu trausti á þingmanninum. Mótmæli Norður-Isfirðinga. Á fundi 24 fulltrúa kosnum af 8 hreppum í Norður-ísa- fjarðarsýslu var samþykt með öllum atkvæðuin svohljóðandi ályktun: Jafnframt því að fundurinn Iýsir megnri vanþóknun sinni á atburðum þeim er gerðust í Hnífsdal við utan kjörstaðar kosin alkvæði til Alþingis í Norður-ísafjarðarsýslu síðastl. sumar, mótmælir hann hinni ó- löglegu og óþinglegu framkomu meirihluta Alþingis gagnvart kjósendum kjördæmisins og þingmanninum með því að hindra þingsetu hans þrátt fyr- ir lögmæta kosningu 234 kjör- staðargreiddra atkvæða meiri- hluta auk 15 atkv. meirihluta af utan kjörstaðar greiddum atlcvæðum. Fundurinn lýsir fullu trausti á þingmanni kjördæmisinis, J. A. Jónssyni, og krefst þess að Alþingi heimili honum þingsetu tafarlaust. Ögri 26. jan. 1928. H. Jónsson, fundarstjóri. Sig. Þórðarson, fundarritari. Ávarp til almennings um slysavarnir og stofnun slysavarnafjelags. „Fiskifjelag íslands“ og skip- stjórafjelagið „AIdan“ boðuðu til fundar 8. f. m. „til þess að ræða um björgunarmál, þ. e. skipströnd og druknanir hjer við land og víðar, og varnir gegn þeim. Á þeim fundi vorum við fimm, sem hjer ritum undir, kosnir í nefnd til að gangast fyrir stofnun björgunarfjelags, eða slysavarnafjelags, er nái yfir alt landið. Við höfum lokið nefndar- starfinu og boðum hjermeð til fundar, sunnudaginif 29. þ. m., kl. 3 í Bárubúð. Höfum við samið frumvarp til laga fyrir fjelag er við leggjum til að stofnað verði á þessum fundi og heiti „Slysavarnafjelag ís- lands“. Frumvarpinu, með fullri greinargerð, verður útbýtt prent- uðu á fundinum. Allir eru boðn- ir og velkomnir á þennan fund, karlar og konur, sem eru yfir 15 ára að aldri. Hjer á landi nema druknan- ir um það bil % af öllum slys- förum, 50%. í Noregi um það bil Druknað hafa í í þessari öld: 1901 —1905 samtals 285 1906 —1910 — 379 1911 —1915 — 365 1916 —1920 — 296 1921 —1925 — 430 Hafa því druknað samtals 1754 manns á 25 árum. Á þeim sama tíma hafa þar að auki druknað hjer við land yfir 200 útlendingar. Allur megin þorri þessarra slysa hefir orðið á sjó. Fremur fáir hafa druknað í ám eða vötnum. Fátt hefur druknað af kvenfólki, um það bil 1 kven- maður á móti 20 karlmönnum. Allur þorrinn hefur druknað af fiskiskipum. Sjóslys eru hlutfallslega margfalt tíðari hjer en í öðr- uin löndum miðað við tölu þeirra er á sjó sækja. Við miss- um márgfalt fleiri í sjóinn hlut- fallslega af fiskimönnum okk- ar en t. d. Norðmenn. Manntjónið er gífurlegt hjer á landi, og hrýn þörf á að gera ítrustu tilraunir til að draga úr því. Annarsvegar má ótal margt gera ti'. að varna því, að slys vilji til á sjó — og það er aðal atriðið. Þess vegna tölum við um slysavarnafjelag. Hins vegar vantar okkur björgunarskip, og björgunartæki á lándi til að hjálpa þeiip sem lenda í sjáv- arháska. Allir vita að Björgun- arfjelagið í Vestmannacyjum hefur unnið stórgagn. Aðrar sjósóknarþjóðir hafa fyrir löngu stofnað alsherjar- björgunarfjelög, Englendingar 1824, Danir 1852 (ríkið sjáll't), Norðmenn 1891, Svíar 1907. Við erum á eftir. Og þó er þörfin hvergi eins brýn og hjer. Málið verður rætt nánar á fundinum í Bárunni. Og við vit- um vel, að ekkert hús hjer á landi rúmar alla þá, sem eiga um sárt að binda — hafa mist einhverja áslvini sína í sjóinn. Reykjavík 18. janúar 1928. Geir Sigurðsson, G. Björnson, J. E. Bergsveinsson, Sigurj. Á. Ólafsson, Þorst. Þorsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.