Vörður - 28.01.1928, Blaðsíða 6
6
VÖRÐUR
I<%kkun dýralækna.
Um það mál urðu nokkrar
umræður á mánudaginn.
Ólafur Thórs benti á að ef
slikt frumvarp hefði komið frá
fyrverandi stjórn mundi Tím-
inn áreiðanlega hafa kallað það
„hefahögg á bændurna“.
Pjetur Ottesen kvaðst ekki
hafa búist við slíku frumvarpi
úr höndum stjórnar, sem kendi
sig við bændur. Þá þótti hon-
um einkennilegt að stjórnin
skyldi halda því fram, að störf
dýralækna væri til lítils gagns.
Mintist í því sambandi á ráð-
leggingar og tilraunir Jóns
dýralæknis Pálssonar viðvikj-
andi ormaveiki.
Gunnar Sigurðsson kvað þörf
á að fjölga dýralæknum en eigi
fækka. Auk dýralæknastarf-
semi sinnar, lægi beint við að
þeir tækju að sjer kenslustörf
við bændaskólana, hefði umsjón
með gripasýningum o. s. frv.
Sig. Eggerz tók í sama streng
og kvað Austfirðinga og Vest-
firðinga ranglæti beitta, ef frv.
þetta næði framgangi.
Forsætisráðhcrra kvað þá, er
kröfuharðir væri fyrir land-
búnaðinn, eiga jafnframt að
fylgja hverskonar sparnaði.
Kvað Austfirðinga geta haft
not dýralæknis á Akureyri og
Vestfirðinga dýralæknisins i
Reykjavík.
ÍJt úr þessu spunnust nokkr-
ar umræður milli Sig. Eggerz
og forsætisráðherra út af ein-
stökum viðskiftamálum íslands-
banka. Þótti ráðherra ganga
feti lengri í því efni en honum
bar sem forsætisráðherra og
formanni bankaráðs íslands-
banka.
Pjármálaræðan.
Eins og venja er til gaf
f jármálaráðherra yfirlit yfir
fjárhaginn við fyrstu umræðu
fjárlaganna á þriðjudaginn.
í upphafi máls síns gat fjár-
málaráðherrann þess, að vegna
þess að þing kæmi sainan fyr
en venja væri til, væri að þessu
sinni örðugra en ella að gefa
glögt yfirlit yfir afkomu þjóð-
arbúsins síðastl. ár. Sneri
hann sjer síðan að einstökum
liðum fjárlaganna. Var útkom-
an sú að á undanförnu ári
hafa tekjurnar farið 116 þús.
krónur fram úr áætlun en
gjöldin 672 þús. kr. Verður
því tekjuhalli umliðna ársins
556 þús. kr., að því er nú verð-
ur sjeð. Stafar tekjuhalli þessi
af því að fjárhagsörðugleikarn-
ir 1926 komu niður á árinu
1927, eins og ráðherrann gat
um.
Þá sneri ráðherrann sjer að
því sem framundan er. Kvað
hann ríkissjóði vera fulla þörf
þeirra tekjustofna, sem nú
væru. Hefði þingið látið of
snemma undan kröfunum urn
lækkun skattanna, þegar það
hefði veitt tilslakanir á vöru-
tollinum og verðtollinum.
Skuldir ríkissjóðs væri um
12 miljónir króna, þaraf væri
um 4 mHjónir innanlands, í
Danmörku 5.343 þús. ísl. kr.,
og loks hluti ríkissjóðs af
enska láninu kr. 2676 þús. kr.
Þetta er ekki svo ægilega há
upphæð, sagði ráðherrann,
þegar þess er gætt að meginið
af þessu fje hefir gengið til
nytsamlegra hluta — kaupa á
bankavaxtabrjefum, skipakaupa
o. þ. u. I. — ekki síst þegar
eignir eru þó taldar 18 miljónir
fram yfir skkuldir.
Allfiest verkefni á sviði
framkvæmdanna eru óunnin.
Ef ekki á að verða kyrstaða,
kemur til yfirvegunar, hvort
ekki þarf að hugsa fyrir nýj-
um lánum. Framlag til Lands-
bankans nemur miljónum kr.
Ef Titan hefst hjer handa get-
ur komið að því að þar þurfi
að sjá fyrir fje. Nauðsyn meiri
fjár til jarðræktarfyrirtækja.
Persónuleg skoðun sín væri sú
að auk þessa þyrfti að leggja
að minsta kosti eina miljón
i sildina til þess að tryggja at-
vinnuveginn svo að nolckurt
vit væri í honum.
Lán þau sem tekin hefði ver-
ið til verðbrjefakaupa væri með
mjög hagfeldum kjörum. Því
yrði þó ekki neitað að nokkur
hluti lánanna hefði orðið eyðslu-
eyrir (enska lánið), en það
hefði verið tekið vegna óvið-
ráðanlegra atvika af völdum
heimsstyrjaldárinnar. Væri því
ckki rjett að liggja mönnum á
hálsi út af þeirri lántöku.
Ræða ijármálaráðherrans var
í nokkuð öðrum tón, en menn
eiga að venjast í stjórnarblað-
inu Tímanum, eins og menn sjá
af því, sem tilfært er hjer að
framan. Áheyranda einum varð
líka að orði: Ætli hann fái
rúm fyrir hanan í Tímanum.
Skifting Gullbringu- og Kjós-
arsýslu i tvö kjördæmi.
Um það mál urðu nokkrar
deilur á miðvikudaginn.
Hjeðinn fylgdi frv. úr hlaði
með nokkrum orðum, en gat
þess að ekki væri ástæða til að
ræða það mikið vegna þess, að
það væri þingheimi svo kunn-
ugt.
Ólafur Thórs sagði að höf-
uðröksenid fylgismanna frum-
varpsins væri sú, að ef hlut-
fallskosningu hefði verið beitt
í Gullbringu- og Kjósarsýslu
hefði jafnaðarmenn átt annað
þingsætið. Þessari röksemd
hefði verið beitt á síðasta þingi
og fyrir þeirri röksemd mundu
Framsóknarmenn hafa slakað
til frá kjörorði sínu um að
„þungamiðja þjóðlifsins“ ætti
að vera í sveitunum. Ef miðað
væri við aukakosningarnar 1926
hefðu jafnaðarmenn að sönnu
átt heimtingu á öðru sætinu,
ef gengið hefði verið út frá
hlutfallskosningu. En kosning-
arnar í sumar sem leið hefðu
skorið úr um það, að jafnvel
þótt þessari reglu hefði verið
fylgt, hefðu jafnaðarmenn ekki
getað komið manni að. Hefðu
þeir að eins fengið 680 atkv.
af 2075 atkv., sem greidd hefði
verið, en til þess að koma
manni að, þyrftu þeir fullan
þriðjung atkvæða. Sannleikur-
inn væri sá að jafnaðarmanna-
flokkurinn í Guílbr. og Kjósar-
sýslu væri ekki stór og stækk-
andi, eins og flutningsmenn frv.
vildu vera láta, heldur lítill og
minkandi. Ef um breytingar á
kjördæmaskipuninni væri að
ræða kvaðst hann mundu
greiða atkvæði gegn því að
klipið væri út úr stöku kjör-
dæmi til hagsmpna fyrir ákveð-
inn stjórnmálaflokk, en hitt
hlyti að koma til athugunar
hvort ekki væri rjett að gera
víðtækari lireytingar, ef það
sýndi sig að Framsóknarflokk-
urinn vildi slá af þeiin rjett-
indum sein sveitirnar hefðu nú
fram yfir ýmsa kaupstaði, ef
miðað væri að eins við höfða-
tölu.
Kvaðst hann gera sjer von
um að Framsóknarflokkurinn
mundi verða á móti frv. En ef
annað reyndist, yrði hann að
telja það vott þess, að Fram-
sókn hefði keypt ráðherrasæti
og látið sannfæringuna fyrir.
Eftir þetta urðu langar og
víðtækar umræður og er ekki
rúm til að rekja þær hjer. —
Dóinsmálaráðherrann gekk
fram fyrir skjöldu jafnaðar-
manna, eins og hans er von og
vísa. Var orðbragð hans og lát-
æði með öðrum hætti en þeir
menn hafa vanist sem ekki hafa
setið með honum i efri deild.
Fanst ýmsum áheyrendum sem
víðar mundi þörf loftræstingar
en í Mentaskólanum.
Kjósendur landsins munu
vafalaust fylgja úrslitum þessa
máls með hinni mestu athygli.
Af atkvæðagreiðslunni um það
sjest, hverjir óska breytinga á
K j ördæmaskipuninni.
Ritfregn.
GUÐM. G. HAGALÍN:
fírennumenn. Saga úr
nútíðarlífinu. Akureyri,
Bókaverslun Þorsteins
M. Jónssonar 1927.
Guðm. G. Hagalín iná teljast
mikilvirkur rithöfundur á is-
lenskan mælikvarða. Hann hef-
ur á nokkrum árum sent frá
sjer fimm bækur, að þeirri með-
taldri, er hjer getur. Og þó er
Hagalín góðan spöl innan við
þrítugsaldurinn ennþá.
Þetta er alhnikil saga, um
300 bls. að stærð. Sagan hefir
vakið töluverða athygli; margir
dómar verið um hana feldir og
komist að misjöfnum niður-
stöðum um það, hvað fyrir höf.
vekti. Minnist jeg þess, að
Morgunblaðið og Alþýðublaðið
skýrðu tilgang höf. nokkuð á
tvo vegu, enda fjallar bókin um
þau mál, er þar mun síst litið
á sömu augum — þjóðfjelags-
málin.
Efni bókarinnar er í stuttu
máli þetta:
Ungur læknir úr Revkjavík
kemur í Víkurkauptún. Hann
hefir tekið þátt í fjelagsskap
jafnaðarmanna í Reykjavík og
hrifist af kenningum þeim sem
þar var haldið fram. Skömmu
eftir komu sína trúlofast hann
Álfheiði, dóttur Fredriksens
konsúls, sem er „herra til sjós
og lands“ þar í Vik. Hann hef-
ur hafist til valda og auðlegð-
ar af lágum sligum með mis-
jöfnum meðölum og litur vit-
anlega jafnaðarstefnuna óhýru
auga. Fellur þó í fyrstu allvel
á með honum og lækni, þrátt
fyrir smá-hnippingar. Þó fer
samlyndið bráðurn út um þúf-
ur. Læknirinn gengur í verka-
lýðsfjelag þar á staðnum og
beitir sjer m. a. fyrir stofnun
sjúkrasamlags, sem konsúllinn
reynir að spilla fyrir með und-
irróðri. Loks sýður upp úr.
Tveir af bátum konsúlsins far-
ast sökum ills útbúnaðar. Lækn-
irinn telur konsúlnum skylt að
hjálpa ekkjum sjómannanna.
Slær í hart ineð þeim og verða
þau málalok, að læknirinn rýk-
ur á dyr, og slitnar upp úr trú-
lofun þeirra Álfheiðar.
Upp úr þessu miðar læknir-
inn að því eina marki, að
steypa Fredriksen konsúli af
stóli. Hann neytir allra bragða,
drengilegra seiji ódrengilegra og
grefur upp gamlar syndír kon-
súls, til að vega að honum. Um
þetta leyti deyr kona konsúls
og Álfheiður legst veik. Lækn-
irinn hefir komið því til leið-
ar, að ákveðið er að gera að-
súg að húsi konsúls, og fengið
Úlfhildi gömlu, sem konsúllinn
hafði svikið i trygðum í æsku,
til að fletta í heyranda hljóði
ofan af gömlum glæpum hans,
sem hún ein veit um. En er
jietta skal fram fara, kallar
konsúll lækninn til dóttur sinn-
ar, fyrverandi unnustu hans,
er nú liggur á banasænginni.
Hún deyr, læknirinn sjer,
hversu langt er gengið og reyn-
ir að fá lýðinn, sem hann
sjálfur hafði æst upp, til að
hætta við aðförina, en ræður
ekki við neitt. Úlfhildur gamla
hefir þegar sagt alt. Konsúllinn
lýsir yfir þvi frammi fyrir
múgnum að hann framselji sig
sjálfur lögreglunni og eftirláti
hreppnum eigur sínar.
Þögn slær á hópinn og lækn-
irinn talar til fólksins og játar
yfirsjónir sínar: — ..Jeg gekk
... í lið með brennumönnum
nútímans, þeim sem hata og
vekja hatur í sálum annara.
— En einmitt það er markmið
jafnaðarstefnunnar, að gera
mennina að hræðrum". —
Það hefur verið sagt um
þessa hók, að hún væri í senn
ádeila á núverandi þjóðskipu-
lag og bardagaaðferð jafnaðar-
inanna. Víst er um það, að eng-
inn gengur þess dulinn á
hverja sveif höf. hallast í þjóð-
fjclagsmálum. Umbótastarfsemi
og ádeilur læknisins, sem þrátt
fyrir alt er söguhetja höf. sýna
glögglega, hvaðan vindurinn
blæs. En þó fer svo, að per-
sónuleg örlög konsúlsins afla
honurn jafnvel meiri samúðar
lesandans, þrátt fyrir harð-
drægni hans og glæpi.
Það þarf ekki að skerða gildi
sögunnar sem listaverks, hve
efni hennar er tvíþætt. Öðrum
þræði er skoðanamunur læknis-
ins og konsúlsins á stjórmnál-
um, en hinum trúlofun og trú-
lofunarslit þeirra Álfheiðar og
það, sem af þeim leiðir. En
eigi sagan að bregða upp venju-
legri og afmarkaðri inynd af
þjóðmálabaráttu, hlýtur þetta
sambland af ást og stjórnmál-
uin að veikja niðurstöður henn-
ar. Eins og hjer er alt í pott-
inn búið, verður framkoma
læknisins mannleg og eðlileg
af manni með hans skapferli.
Hún á rætur sínar i einkalífi
hans, en ekki í stjórnmálaskoð-
un. Bókin er því í raun og
veru engin ádeila á bardagaað-
ferð jafnaðarmanna (nema þá
hálfgildings-þorpara eins og
póstafgreiðsluinanninn) hvort
sem hún hefir átt að vera það
eða ekki.
En það er nú einu sinni svo,
eins og Anatole France segir
einhversstaðar, að ástalaus saga
sje eins og piparlaus plokkfisk-
ur, eða svo þykir flestum les-
endum, og er það virðandi til
vorkunnar, þótt rithöfundar
reyni að gera þeim til hæfis.
Og það er áreiðanlegt, að Haga-
lín gerir lesendum sinum það
til hæfis í þessari bók, að skrifa
skemtilega. Samtöl eru öll fjör-
leg og eðlileg, atburðalýsingar
ljósar og stundum pýðilegar,
eins og þegar bátar konsúlsins
farast. Af mannlýsingum hefir
höf. tekist best með konsúlinn,
óbilgjarnan og harðdrægan
dugnaðarþjark, sem í raun og
veru er að hefna sin á þjóð-
fjelaginu, og póstafgreiðslu-
manninn, hálfskoplegan upp-
skafning og ódreng, sem vill
fleyta sjer til metorða á póli-
tísku hræsnisfleipri.
Ef til vill verður eigi sagt,
að þessi saga standi framar öll-
um öðrum sögum Hagalíns að
listagildi, enda kannar hann hjer
ný svið. En hún fjallar um mál,
sem flestum eru hugstæð, á
viðfeldan og skemtilegan hátt.
Orðfæri höf. er gott og eðlilegt,
eins og á fyrri sögum hans.
Sagan hefir flest skilyrði til að
verða vinsæl og fjöllesin. M. Á.
Frá Rússlandi.
Áður hefir verið nokkuð
sagt frá stjórnmáláástandinu
þar og deilum þeim, sem orðið
hafa milli ráðstjórnarinnar og
ýmsra fyrverandi leiðtoga sam-
eignarmanna með Trotzki i
broddi fylkingar. Nú hefir ráð-
stjórnin gripið til gamla fanga-
ráðsins, sem keisarastjórnin
beitti gegn andstæðingum sín-
um, að senda þá í útlegð. Hefir
ráðstjórnin sent 30 merkustu
andstæðinga sína í útlegð til
Austur-Rússlands og Síberíu.
Eru þeirra á meðal Trotzki,
Radek, Radovski, Sinovieff og
Kemeneff.
Kuldar um jólin.
Um jólin gerði óvenjuraikla
kulda víða um Evrópu. Kyngdi
niður snjó svo að víða varð um-
ferð allri stórbagalegt. Er svo
mælt að síðasta mannsaldurinn
hafi tæplega gengið meiri hörk-
ur yfir. Tilfinnanlegust var
þessi vetrarharka þar sem menn
eru vanir mildum vetrum, svo
sem í Suður-Evrópu, Englandi
og víðar. í Lundúnaborg gerði
svo mikla glerhálku á götum
að tæplega var stætt. Voru menn
í vandræðum að komast til
verka sinna, því engir áttu
mannbrodda. Sumir vöfðu
strigatuskum um fætur sjer til
að draga úr hálkunni, aðrir
skriðu á stað! Stöku menn
bundu á sig skauta og þóttu
þeir standa best að vígi. Far-
artæki voru lítt fáanleg, bílarn-
ir gátu ekki „fótað“ sig, hest-
ar allir á flatjárnum, og járn-
brautirnar gengu skrykkjótt
sökum ísingar. Menn duttu hver
um annan, rotuðust sumir, aðr-
ir hlutu beinbrot, sumir togn-
uðu eða fóru úr liði. Mælt er
að 1600 manna hafi leitað
sjúkrahúsa í London einn dag-
inn, allir meira og minna af
sjer gengnir, auk allra hinna
sem sluppu með minni háttar
meiðsl.
Upp úr áramótum hlánaði.
En þá tók við önnur plágan.
Flæddu ár yfir bakka og sóp-
uðu burtu ýmsu verðmæti, fjen-
aður lenti ofan i, og menn
druknuðu. Thamesfljótið flæddi
yfir ýmsa hluta Lundúnarborg-
ar, einkum Westminster. Tutt-
ugu menn druknuðu og mörg
hundruð urðu heimilislausir.
Prentsmiðjan Gutenberg.