Vörður - 09.06.1928, Side 1
VORÐUR
m
Utgefandi: Miöetjórn íhaldeflokksins.
Afgreiðslumaður
og gjaldkeri
Ásgeir Magnússon
Laugav. 32. Simi 1432.
VI. ar.
Reykja'vih. O. ]úni 1028.
25. blaó.
Fimtugur íslendingur.
Hinn 5. júní síðastliðinn
voru liðin 50 ár síðan Thor
Jensen steig fyrst fæti hjer á
land. Hann var þá fjórtán ára
gamall og ráðinn í þjónustu
Brj'desverslunar á Borðeyri um
fimm ára skeið. Að vísu eru ís-
lenskir annálar margfróðir um
smávægilega atburði, en þó hef-
ir það litt verið í frásögur fært
hingað til, hvenær danskir búð-
ardrengir hafa komið hingað
eða horfið hjeðan aftur, því
að það hefur sjaldnast þótt
-máli skifta. En danski dreng-
hnokkinn, sem kom til Borð-
eyrar 5. júní 1878, var rir alt
öðrum málmi steyptur en
venjulegir búðarsveinar. Enda
er nú svo komið, að hann
er orðinn einn hinn nafn-
kunnasti maður á íslandi og
hefur rist nafn sitt dýpra í sögu
þjóðarinnar en flestir aðrir
samtiðarmenn.
Thor Jensen festi óvenjulega
fljótt og fast rætur í islenskum
jarðvegi. Hann tekur íslend-
ingasögur fram yfir allar aðrar
bókmentir og er þaúlkunnugur
þeim öllum, enda mun hann
hafa teygað þær í sig á unga
aldri og síðan aldrei þreytst á
að lesa þær og endurlesa. Hann
kvæntist 23 ára gamall góðri ís-
lenskri konu, Þorbjörgu Krist-
jánsdóttur, og hefir heiinili
þeirra jafnan verið ramíslenskt
og sambúð þeirra svo fögur og
friðsæl, að slíkt munu fá dæmi.
Þau hafa eignast 12 börn, og
eru 11 á lífi, öll mannvænleg
og sum þeirra orðin þjóðkunn
fyrir löngu.
Thor Jensen er hinn síðasti
landnámsmaður, sem komið
hefir hingað til lands. Hann hef-
ir fundið það á sjer frá upp-
hafi, að íslands framtíð var
kans framtíð. Sá sem þetta rit-
ar þekkir ekki trúarskoðanir
hans, en vel gæti hann haft
hinn sama átrúnað sem sumir
hinna fornu landnámsmanna,
að hann inundi deyja inn í eitt-
hvert fjallið eða fossinn, t. d.
inn í Lágafell. Hér eru þess
engin tök að ininnast á höfuð-
atriði sögu hans, hvað þá held-
ur meira. En þess skal getið að
um 1900 fluttist hann hingað
til Reykjavíkur og var þá félaus
maður, — hafði áður rekið
verslun á Akranesi um skeið
og orðið fyrir ineiri óhöppum,
en hann gæti borið. En honum
féllu ekki hendur í skaut, þótt
nokkuð blési á móti. Enda átti
hann það í fórum sínuin, sem fé
er betra: meðfædda hæfileika
til fjesýslustarfa, óbilandi áræði
og frjósamt ímyndunarafl, sem
fleytti honum og öðrum yfir
þau blindsker og boða, sem
flestir aðrir einblíndu á og voru
fulltrúa um, að öll framsókn
íslenskra atvinnuvega mundi
stranda á. Árið 1905 koin hann
á laggirnar hinu fyrsta íslenska
togarafjelagi (,,Alliance“)- Það
mun ekki ofsagt, að því fyrir-
tæki fylgdu hrakspár úr garði,
en nú mun einmælt, að aldrei
frá landnámstíð hafi gerst
meiri tiðindi í sögu íslenskra
atvinnuvega, heldur en þegar
íslendingar eignuðust hinn
fyrsta togara. En Thor Jensen
hratt honum á flot, og mun
það aldrei fyrnast.
En hitt er þó ekki siður
merkilegt um manninn, að þó
að Ægir brosti við honum og
Icti auð fjár af hendi rakna við
hann, þá mun Thor Jensen þó
aldrei hafa hugsað sjer að
ganga honum á hönd æfilangt.
Hann elskaði meir landið en
sjóinn, túnin meir en fiskreit-
ina, og þá er honum þótti tími
til kominn fól hann sonum sín-
um rekstur sjávarútvegsins að
öllu leyti, en snerist sjálfur al-
gerlega að landbúnaði. Og nú
gerðist hann ærið umsvifamik-
ill. Hann hefur sömu trú á
landkostum sveitanna sem hin-
ir gömlu landnámsmenn. Hann
hyggur, að hver hjáleiga geti
orðið að höfuðbóli, ef ekki
skortir fje og framsýni. Ást
hans til landbúnaðarins kom
sneinma í Ijós. Þá er hann var
verslunarstjóri í Borgarnesi bjó
hann stórbúi á tveim jörðum,
Einarsnesi og Árnabrekku, og
gerðist þá á skömmum tíma
fjárauðgasti bóndi í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslum. Nú er það
hans mesta unun að ldjást við
mela og mýrarfláka upp í Mos-
fellssveit, enda brosa þar nú
við skrúðgrænir töðuvellir sem
áður var rýrt og rytjulegt auðn-
arsvæði. Á Korpúlfsstöðum
slógú í fyrra sumar tveir ung-
lingar 4000 hesta af af bestu
töðu með vélum. Þar og á
Lágafelli eru nú unnin jarða-
bótarstörf, sem aldrei bafa átt
sinn líka hjer á landi. Aldrei
nokkru sinni hefur verið gerð
viðlíka tilraun til þess að opna
auðlindir islenskrar moldar.
Við Islendingar getum víst
allir rakið ættir okkar til Egils
Skallagrímssonar. En ef Egill
mætti nú líta upp úr gröf sinni
og renna augum yfir landið, þá
er ekki alveg víst, að hann
þættist þekkja sitt ættarmark á
öllum landsbúum. Hann mundi
telja þá eina af Mýramanna-
kyni, er rausnarmenn væru i
búi, ofurhugar til framkvæmda
og ókvalráðir, hvað sem að
höndum bæri. Starsýnast mundi
honum ef til vill verða á danska
bóndann á Korpúlfsstöðum.
„Sá hefir vfirbrgað várt Mýra-
manna ok er í engu meðalmað-
ur ok mun ek segja hann í ætt
vára“. En þó mundi sú ætt-
færsla óþörf. Thor Jensen hefur
fyrir löngu sjálfur sagst i ættir
vor íslendinga. Því að hver má
heita íslenskur, ef hann er það
ekki? Börn hans eru islensk,
stórvirki hans eru íslensk og
trú hans á framtið lands og
lýðs á að verða íslensk, þó að
mikið skorti enn á að svo sé.
Á samri stundu, sem vér allir
stefnum í kjölfar hins mikla
trúboða, mun birta til fulls
yfir fslandi.
Súlan.
Flugfjelagið hefur gefið flug-
vjelinni heitið „Súlan“. Hefur
Súlan undanfarna daga svifið
um loftið og víða farið. Síðast
fór hún reynsluför til ísafjarð-
ar, Siglufjarðar og Akureyrar.
Gekk ferðin að óskum á norð-
urleið, og flaug Súlan til Akur-
eyrir á 4% tíma. Var komu
hennar hvarvetna fagnað sem
von er til.
Á þriðjudagskvöld lyfti Súl-
an sjer til flugs frá Akureyri
og var ferðinni heitið til
Reykjavíkur. Var flogið út
Eyjafjörð fyrir mynni Ólafs-
fjarðar og vestur um Siglunes,
skáhalt inn Skagafjörð norðan
við Tindastól til Skagastrandar,
vestur yfir Húnaflóa, yfir land
milli Bitrufjarðar og Gilsfjarð-
ar og yfir Dalasýslu þvera. Var
nú skemst ófarið til Reykjavík-
ur. En er komið var miðja
vegu suður yfir Snæfellsnes bil-
aði hreyfivjelin. Var Súlan þá
í 6000 feta hæð. Sentist hún þá
ineð 150 km. hraða niður á við,
en var stöðvuð i 3300 feta hæð.
Var henni siðan rent til sjávar
og settist hún á Akraós.
í gær dró vjelbátur Súluna
hingað. Hefur nú verið sett í
hana ný hreyfivjel, og fer hún í
dag reynsluför til Stykkishólms.
Eigi er fyrir að synja, að
sjálfsagt slær óhug á marga við
að reynsluförin til Akureyrar
skyldi inistakast. Er þó að
vænta að innan skams fái
menn að nýju trúna á þetta
þjóðþrifafyrirtæki.
Þögnin rofin.
Hjer í blaðinu hefur verið
skýrt all ítarlega frá breyting-
um þeini er síðasta Alþingi
gerði á Landsbankalögunum.
Úr stjórnarherbúðunum hefur
heyrst ein, og aðeins ein rödd
er reynt hefur að bera í bæti-
fláka fyrir gerðir stjórnarliðs-
ins. í síðasta tölubl. Tímans
birtist grein eftir ókunnan, og
málinu sýnilega gersamlega ó-
kunnugan höfund, er nefnir sig
„Y“.
Dylgjur.
Höfundur byrjar með nokkr-
um smellnum sögulegum upp-
lýsingum, svo sem þeim, að 5
árum áður en íhaldsflokkurinn
var stofnaður hafi Framsókn
barist heilögum bardaga við
Ihaldsfl. fyrir heill Landsbank-
ans. Sýnist bardag'a þeim enn
eigi lokið, þvi nú telur „Y“ að
Vörður hafi „beinlínis ráðist á
bankann með dylgjum".
Um dylgjur Varðar i garð
Landsbankans, er það að segja,
að Vörður hefur getið þess að
bankinn hafi tapað fje, sem
ekki er í frásögur færandi. Slíkt
hefur jafnan skeð síðan þróun
og framför hófst í íslensku at-
vinnulifi, og mun endurtaka
sig meðan atvinnulífið er jafn
áhættusamt og nú er. Hitt hef-
ur Vörður bent á, að undarlegt
er það og vítavert af landstjórn-
inni að halda leyndri niður-
stöðu matsnefndarinnar. Undar-
legt vegna þess, að slíkar upp-
lýsingar voru þinginu, sem
fjallaði um bankamálið nauð-
synlegar, en vítavert fyrir það,
að með þessari leynd er bank-
anum gerður skaði. Einmitt
leyndin verður mönnum ásteit-
ingarsteinn. Það er leyndin,
sem gefur mönnum eins og
„Y“ ástæðu til að róta upp
moldviðri getsaka og dylgja i
garð bankans. Það er leyndin
sem veldur að „Yr“ um töp
bankans segir:
„En hvað er stórfje á mæli-
kvarða fhaldsins? Eru það þau
töp sem þegar hafa verið af-
skrifuð og öllum eru augljós af
reikningum bankans? Liklega
eru það ekki þessi töp ein, o. s.
frv.“.
Slík ummæli geta skaðað
bankann. Óvissan gefur imynd-
unaraflinu byr. Ef stjórnin
hefði birt niðurstöðu matsins,
er engin hætta á að dylgjur,
sagðar í athugunarleysi, eins og
þær er „Y“ veifar, gætu skaðað
bankann. Nú er ekkert ugg-
laust í þeim efnum.
Vörður vill bæta því við, að
hann telur Landsbankann
standa föstum fótum.
Keppikeflið.
Höfuðáherslu leggur „Y“ á
að telja lesendum trú um að
allar þrjár breytingarnar er síð-
asta þing gerði á Landsbanka-
lögunum sjeu í fullu samræini
við tillögur milliþinganefndar-
innar i málinu, og jafnframt
reynir greinarhöfundur að leiða
líkur að því að breytingarnar
séu til hins betra.
Það er nú í sjálfu sjer engin
sönnun fyrir ágæti brejding-
anna að milliþ.n. hefði hugs-
að sér lögin þannig. Um málið
höfðu ýmsir aðrir aðiljar fjall-
að, engu siður dómbærari en
milliþ.n., t. d. stjórn Lands-
bankans og tvennar ríkisstjórn-
ir. En auk þess er það nú svo
að tillögur milliþ.n. um þessi
atriði voru mjög skiftar.
Milliþ.n. skipuðu 5 menn. Af
þeim eru 3 í Framsóknarfl. Einn
er Ihaldsm., en einn utan-
flokka.
íhaldsmaðurinn og einn
Frainsóknarmanna voru þegar
frá öndverðu algerlega mót-
fallnir rikisábyrgðinni. Öll
nefndin var samhuga um að
stofnfje. bankans mætti ekki
minna vera en 3 miljónir, en
eins og menn muna vildi Fram-
sóknarstjórnin færa það niður i
2 miljónir, og um yfirstjórn
bankans er það að segja, ,að
enda þótt nefndin i úpphafi
legði til að 15 menn færu með
hana, er það auðvitað því alveg
óskylt sem nú hefur verið gert,
að reka hið löglega skipaða
bankaráð og setja nýtt i stað-
inn.
Það er því alveg tilgangslaust
fyrir ,,Y“ að ætla að leita ó-
hæfunni skjóls í þvi trausti er
kjósendur kunna að bera til
milliþ.nefndarinnar, og slík til—
raun vitnar aðeins um skilning
greinarhöfundar á því, að erfitt
er að verja framferði þing-
meirihlutans í þessu máli.
Frá eigin brjósti.
Skal nú stuttlega athugað það,
sem „Yr“ segir frá eigin brjósti
um breytingar á Landsb.lögun-
um.
Ríkisábyrgðin.
Hjer í blaðinu var ‘synt
fram á, að af ríkisá-
byrgðinni mundi margt iít
leiða. Meðal annars það, að
aðrir sparisjóðir mundu veslast
upp, að sjálfum seðlabankan-
um gæti stafað hætta af ótak-
mörkuðu aðstreymi sparisjóðs-
fájrsins og að vel geti af hlot-
ist rýrnun á lánstrausti lands-
ins.
Hér þykir „Y“ sem heimskan
keyri um þvert bak. Hann segir:
„En jafnframt þvi að höfund-
ur gerir ráð fyrir að ríkissjóðs-
ábyrgðin afli bankanum svo
mikils trausts að þangað
streymi sparifjeð „smátt og