Vörður


Vörður - 21.07.1928, Side 1

Vörður - 21.07.1928, Side 1
VI. ár. Re]fk|8vík 21. júlí 192$. 31. blað. Ritstjóri og ábyrgð- armaður Árni Jónsson Sólvöllum. Sími 869. Afgreiðslumaður og gjaldkeri Ásgeir Magnússon Laugav.32. Sími 1432. ——* Spilling. Eitt af því, sem mesta and- úð vekur gegn núverandi stjórn, er hlutdrægni hennar í veiting- nm embætta og sýslana. Mest ber á þessu í umdæmi dóms- málaráðherrans, enda heyrir fiest af fastastarfsliði ríkisins þar undir. Með veitingu dýralæknisem- bættisins í Reykjavík hefir for- sætisráðherrann, sem það mál heyrir undir, mint á að hann er ekki heldur hreinn af þessu athæfi. Hannesi Jónssyni dýra- lækni frá Stykkishólmi er veitt þetta emhættí, en gengið fram hjá Sig. Hlíðar dýralækni á Akureyri, með miklu lengri starfsaldri og góðan orðstír að baki. En Hannes er flokksmað- ur stjórnarinnar, hinn ekki, og er ekki annað sjáanlegt en að þetta hafi ráðið. Dómsmálaráðherrann byrjaði með því að stofna nýjar stöður við tollgæslu eða eitthvað þess háttar. Ekki befir verið unt að fá fulla vitneskju um hvað þær voru margar, en menn vita fyrir víst um 8. Ekki voru þessar stöður auglýstar, eða hæfum mönnum á neinn hátt ger kost- ur á að sækja um þær. Ráð- herrann stakk þeim í kyrþey að nokkrum kunningjum sínum. Næst var »sópað út« úr vín- verslun rikisins. Útsölumönnum í kaupstöðunum öllum utan Reykjavíkur sagt upp, og þeir látnir fara frá ýmist með litl- um eða engum fyrirvara. Einn var þó tafarlaust endusskipað- ur, enda hefir hann undanfarið verið einn af áhugamönnnm nú- verandi stjórnarflokks í sínu umdæmi. í stað hinna skipaði ráðherrann kunningja sína og flokksbræður. Við aðalstöðina hjer í Reykjavik var sópað út á svipaðan hátt. Þar hafði ráð- herrann líka stungið inn ein- hverjum kunningjum sínum, og látið greiða þeim laun fyrir lítið starf áður en burtrekstrinum varð komið í kring. I*á var farið að líta til hinna eiginlegu embætta. Þar var óhægt um vik, því að alment tekið hefir ráðherrann ekki vald til að reka menn úr embættum fyrir engar sakir. því varð að leita til löggjafarvaldsins. Fá þingið til að afnema nokkur embætti að nafninu til, en stofna jafnharðan önnur ný, jafnmörg eöa dálítið fleiri. Þannig voru »lögð niður« embætti bæjarfó- geta og lögreglustjóra í Reykja- 'vík, og stofnuð önnur þrjú í þeirra stað. Með þessu voru Qúverandi emhættismenn leystir frá þjónustu, en dómsmálaráð- herrann fær á sitt vald að veita ® ný embælti um næstu ára- mót. Sami trúðleikurinn var leikinn með forstjórastöðu Brunabótafjelags íslands. Starfið lagt niður með lögum að nafn- inu til, en í sömu lögunum end- urstofnað með því nær óbreyttu verksviði. Mannaskiftin væntan- leg á næstunni. Eitthvað tvö hjeraðslæknis- embætti hefir ráðherrann veitt síðan hann tók við. í bæði skiftin gengið á snið við tillög- ur landlæknis um veitinguna. Roskinn hjeraðslæltnir af Aust- urlandi, vinur og flokksbróðir ráðherrans, fluttur til Reykja- víkur, og búið þar til nýtt em- bætti handa honum rjett upp úr þinglokunum, að þinginu alveg fornspurðu. Hjer er ekki nærri alt talið, en skal þó staðarnuinið. Til- ætlunin var ekki sú, að semja fullkomna upptalningu á þess- um glöpum stjórnarinnar, held- ur að benda á hvaða voði fyrir þjóðfjelagið er hjer á ferðum. Fyrst er að athuga hver áhrit slíkt framferði muni hafa á starfsmannastjelt landsins og opinbera starfrækslu yfir höfuð, ef það fær að verða landlægt. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mikill fjöldi opinberra starfsmanna vinnur hjer fyrir svo lág laun, að ekkert annað en fátækt þjóðarinnar rjettlætir þaö, Sjerstaklega eru þær stöð- ur, sem ungum mönnum eða byrjendum í starfsliði hins op- inbera bjóðast, yfirleitt rnjög lágt launaðir. En alment má segja að unnið sje af elju og kappi fyrir þessi lágu laun. Eitt af því, sem hvetur menn til dugnaðar í starfinu fyrir hið opinbera, er vonin um að dugn- aðurinn verði á sínum tíma launaður með því að flytja dug- legan starfsraann í betur laun- aða stöðu, þegar einhver slík staða losnar. Rað er mjög mik- ilsvert fyrir þjóðfjelagið, að sú skoðun geti baldist vel vakandi bjá öllum starfsmönnum ríkis- ins, að yfirboðararnir veiti því nákvæma eftirtekt, hverjir sýni dugnað í starfi sínu, og að laun- in — hækkun í starfsmanna- stiganum — sjeu vís þegar tæki- færi gefst. En þessi uppörfun missist alveg þegar starfsmenn- irnir sjá, að við veitingar á stöðum og embættum er ekki farið eftir starfsaldri eða dugn- aði, heldur eftir kunningsskap, vinjengi eða flokksfglgi við vald- hafana. Og jafnvel þó fjölda margir lágt launaðir starfsmenn haldi áfram að leysa starfið af hendi með alúð og samvisku- semi, eftir sem áður, þá hljóta vonbrigðin ósjálfrátt að draga úr starfsgleði þeirra, þegar þeir sjá valdið til að uppfylla rjett- mætar vonir komið úr höndum rjettlætisins í hendur hlutdrægn- innar. Þegar vonin um rjettláta viðurkenningu er kulnuð út og starfsgleðin horfin, þá og þá fyrst er hætt við »embættissvefn- inum«, sem dómsmálaráðherr- anum hefir orðið svo tíðrætt um í þingræðum sínum. Þó er þelta ekki versta afleið- ing hlutdrægninnar. Hæltan á því, að opinberri starfrækslu yfir höfuð hnigni af þessum sökum, er að vísu alvarleg, en þó er það ekki hún, sem hefir vakið þá megnu andúðaröldu, sem nú mætir stjórninni út af þessu. Menn finna rjettilega til þess, að hjer er á ferðinni spilling, sem má ekki fá að grípa um sig. Hvað er stjórnmálaspilling? í hverju er hún fólgin? Þegar það mál er skoðað niður í kjölinn, mun það sjást, að nú á tímum þekkist hún naumast í neinni annari mynd en þeirri, að rjett- ir valdhafar nota almannafje til þess að kaupa sjer fylgi eða launa fylgi. Óspilt siðferðistil- finning almennings finnur það fullvel, að sífeld hlutdrægni við skipun manna til opinberrra starfa er ein af þeim myndum, sem þessi spilling tekur á sig. í*að er gott að vera vinur vina sinna, ekki nema loflegt að skólastjóri sýni lærisveinum sín- um rausn, eða flokksforingi fylg- ismönnum, eftir sinni getu. En takmörk eru dregin milli hins leyfilega og óleyfilega í þessu sem öðru. Af eigin efnum eða með frjálsu fengnu verður rausn- in að ljúkast, svo að leyfilegt sje. Lyklar að ríkisfjehirslunni eru engum fengnir tii þess að sækja þangað vinagjafir eða fylgdarlaun. J. P. Naglinn, Veslings dómsmálaráðherrann er alveg í öngþveili út af sak- aruppgjöfinni handa erlenda landhelgisbrjótnum. Eins og að líkum lætur hneykslast menn mjög á þessu heimskubragði hans. Jónas á afar erfitt með varnir og í ringlun sinni hefir hann gripið til nagla nokkurs, sem hann hefir fundið um borð í varðbátnum, er kærði togar- arann. Notar hann nú þennan nagla sem sitt aðalvopn og reyn- ir að pota frá sjer í allar áttir. En naglinn er alveg bitlaus, enda þýðingarlaus enn sem komið er, í þessu máli. Síðar mun nagl- inn fá mikla og heillavænlega þýðingu. Það er nefnilega að verða öruggara með degi hverj- um að nagli þessi reynist fastur fyrir í hinni pólitísku líkkistu hræsnarans. Falsspámenn. Stjórnarblöðin, Timinn og Al- þýðublaðið hafa bæði fund- ið sér ástæðu til þess að geta mín persónulega að nokkuru þennan tíma, sem jeg hefi haft ritstjórn Varðar á hendi. Jeg hafði að vísu ekki ætlað mjer að eyða tíma minum í orðaskak við mennina, sem að þessum blöðum standa, heldur verja rúmi blaðsins til þess að ræða málefnin, sem skifta skoðunum. í sjálfu sjer er það lika til lítils að deila við þá menn, sem leika sjer að þvi, með einstökustu sálarró að rangfæra orð and- stæðinganna sjer í vil og villa mönnum sýn með því að þegja um aðalatriðin, en stækka það, sem smátt er, og laga það í hendi sinni eftir þörfum. Auk þess er það varla gustuk að auka á raunir þessara manna, slíka meðferð, sem þeir hafa oftsinnis fengið í opinberum við- skiftum. Engu að síður skal nú víkja þeim nokkuru, eftir því sem þeir hafa unnið til. Skrif beggja blaðanna verða tekin hjer til athugunar. íar er hvort sem er »ein hjörð og einn hirðira. I. Gísli afhjúpaðnr. í 26. tbl. Varðar var getið um aðalfund »Sambands ís- lenskra samvinnufjelaga«, og stóðu þar meðal annars þessi orð: »En hjer er líklegt að fari sem fyrr, að æ því verr gefast heimskra manna ráð, sem þau koma fleiri saman«. Þessi ummæli, sem í sjálfu sjer eru ofur meinlaus, gáfu til- efni til greinar einnar i næsta blaði Tímans, er nefnd var »Gjafir eru yður gefnar«, og var hin svæsnasta skammagrein á hendur íhaldsmönnum annars- vegar, en auðvirðilegasta smjað- ur fyrir bændum hinsvegar. Var öllu snúið á versta veg, sagt, að bændur landsins væri smánaðir og hrakyrtir og voru þeir hvattir til hefnda eftir mætti. Eg skal leyfa mjer að gefa sýnishorn af efni greinarinnar: »Nú nýlega hafa íslenskum bændum og samvinnumönnum verið gefnar gjafir nokkurar. f*ær eru born- ar fram í blaöi því, sem gefið er út af miðstjórn íhaldsflokks- ins, blaðinu, sem á að laða bændur landsins til fylgis við regkviska kaupmangara og þfón- ustumenn erlendra gróðafjelaga«.1') »Um hverjar kosningar koma foringjar Ihaldsflokksins út í sveitirnar og biðja bændur um kjörfylgi. Þá skortir eigi tungu- mýkt nje fögur orð. En þegar bœndur koma til Regkjavikur, láta þeir hinir sömu foringjar, 1) Leturbreyting min. smásveina sina kasta að þeim hrakgrðum«.1') Og enn heldur blaðið áfram í sama tón: y>Illa fara þeim þessi ummœli, Ihaldsmönnunum, sem lifa sníkjulífi á eftirgjöfum bankannal«.*) En lok greinar- innar eru þannig: »Bændur og samvinnumenn! »Gjafir eru yður gefnar«. Sjálfsbjargarvið- leitni gkkar er óvirt. Braskara- tgðurinn œpir að gkkur þegar þið komið til Regkjavikur. En þegar þjöðin gengur til kosninga, kemur hann til gkkar i auð- mgkt sinni.’) Pá er það á gkkar valdi að gjalda íhaldsmönnum hrakgrðin!2). Pannig er allur tónn greinar- innar. Eins og jeg sagði áðan, annarsvegar ófyrirleitnustu skammir, en hinsvegar auðvirði- legasta smjaður. í smágrein í Verði sýndi jeg fram á stærstu firrur og staðleysur Tímagrein- arinnar og skal það ekki tekið upp aftur hér. En því má bæta við, sem raunar er óþarfi að taka fram, að það er algerlega Tímans verk að blanda ís- lenskum bændum inn í þessar umræður. 1 ummælum Varðar um aðaifundinn voru bændur sem slíkir alls ekki nefndir á nafn. Og sá, sem ritaði um- rædda Tímagrein hefir rangfært og misskilið ummælin og gert sig sekan um óheiðarlega og ó- leyfilega meðferð heimilda, svo að vægilega sje að kveðið. En hver er höfundur þessar- ar Tímagreinar? Greinin var al- gerlega ómerkingur. En þó vill svo vel til, að sýna má fram á það með allmiklum rökum hver þar hefir verið að verki. í næsta tbl. Tímans (30, tbl.) lýsir Gísli Guðmundsson yfir því »að gefnu tilefni«, að Jónas Porbergsson hafi eigi annað í hann ritað, en greinir þær, sem merktar eru stöfunum J. P. Nú hefir Gísli annast ritstjórn Tímans frá því snemma f vor, í forföllum J. P., og verður því það eitt sjálfsagt og eðlilegt að telja Gísla höfund þessarar greinar, eins og annara greina blaðsins á þessu tímabili. Hversvegna hefir Gisli Guð- mundsson ekki lýst þessu yfir fyrr? Undanfarið hafa menn eignað J. P. ýmsar af hinum nafnlausu greinum Tímans. Pað er fullkomlega ljóst, hvernig í málinu liggur: Gísli skákar í því skjólinu, að hann geti falið sig, eins og að undanförnu, og verði ekki dreginn til ábyrgðar fyrir skrif sín. I því trausti skrif- ar hann greinina »Gjafir eru yður gefnar«. En J. P. skamm- ast sin fyrir hana og lætur Gísla gefa út fyrrnefnda yfirlýsingu. Parna er skýringin á þvf sem Gisli kallar »að gefnu tilefni«. Pað er furða hvað J. P. hefir látið Gísla Guðmundsson lengi skáka í skjóli sinu. Pað er og 1) Leturbreytingar mínar. 2) Leturbreyting »Tímans«.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.