Vörður


Vörður - 21.07.1928, Síða 2

Vörður - 21.07.1928, Síða 2
2 V Ö R Ð U R furða, hvað Gísla hefir tekist að fela sig lengi. í vor og í sumar heíir hann skrifað ósvífn- ar dylgjur og skammir um menn og málefni, skrifað rangfærðar og hlutdrægar þingfrjettir og yfrið ósannar frjettir af þing- málafundum úti um land. Hann hefir yfirleitt sýnt í þessum skrifum sínum, að hann er engu hlutvandari maður en lökustu menn af þvi tæi, sem f Tímann hafa skrifað. Það er hann, sem segir, í einni af þessum sorp- greinum sínum, um meiri hluta íslenskra kjósanda, ihaldsmenn- ina i landinu: »AlIra manna ófærastir eru þeir til þess að standa við hin fögru orð. Öfg- anna menn hafa þeir regnst i þjóðmálunum. Hvergi er þeirra framkomu i hóf stilta.1) Og hann heldur áfram með staðhæfingar sfnar: »Allra manna ógœtnastir2) hafa þeir verið«. — »Allra manna hirðulausastir) eru þeir um traust og heiður hins íslenska rikis«. — »AlIra manna ósann- gjarnastirs) eru þeir og heimtu- frekastir fyrir sína hönd og kjósanda sinna«. — »Allra manna eyðslusamastir1) eru þeir«. — vBerir eru þeir að fjandskap gegn gegn löggœslunni i landinun.2) Þannig hefir hann bölsótast I ábyrgðarleysi sinu og látið hverja óþverragreinina eftir aðra frá sjer fara. Það er nú raunar svo, að fáir taka eftir slíku orð- bragði í Tímanum nú orðið. Menn eru orðnir sliku svo vanir. En jeg hefði naumast trúað því, að hann yrði meðal þeirra manna, sem verstan óþverra léti frá sjer fara og minsta skammfeilni sýndi í skrifum sinum. En »svo bregðast kross- trje sem önnur trje«. Jeg ætla ekki að eyða mörg- um orðum að ummælum Gisla um mig í öðrum nafnlausum greinum í Tímanum. Jeg ætla að hlífa honum við því og ekki fara ver með hann að þessu sinni. Enda mun honum naum- ast sjálfrátt orðið framar, svo svínbeygður er hann oröinn og taminn við þá háttu, sem tiðk- ast í herbúðum Hriflu-Jónasar. En það er vel, að jeg hefi svift af honum dularbjúpnum, svo að hann geti ekki með öllu óáreitt- ur ástundað framvegis nfðskrif sín um menn og málefni. II. Jónas Porbergsson fer á kreik. Þegar Gísli Guðmundsson var búinn að verða sjer til mink- unar, þá hugðist húsbóndi hans, hinn eiginlegi Tímaritstjóri að bæta úr óförunum með þvf, að fara sjálfur á stúfana. Pað verður að segja Jónasi Þorbergs- syni til lofs, að hann fer ekki í felur, heldur setur fangamark sitt undir greinina. Grein þessi birtist í Timanum 6. júlí og ber yfirskriftina »Til beggja handa«. Ritstjórinn leyfir sjer í upp- hafi greinarinnar að kveða upp dóm um stjórnmálaskoðanir mínar og segir, að jeg sje »sýni- lega uppeldisbarn þröngsýnustu íhaldsmanna«. Af hverju hann ræður það, er mjer óljóst, enda gerir hann ekkert til að sýna fram á það. Jeg vil taka það fram, að jeg þekki ekki J. I5., 1) Leturbr. mínar. 2) Leturbr. Tímans. og íeS geri ráð fyrir, að hon- um sje harla lítið kunnugt um skoðanir mínar, að öðru leyti en því, að hann veit það, að jeg er ekki af sama sauðahúsi sem hann — og jeg get bætt því við, að mjer þykir sómi að því. Annars hamrar J. Þ. á sömu fjarstæðunni, sem Gisli, að jeg hafi svívirt íslenska bændur. Peir eiga erfilt með að losna við þetta hugarfóstur sitt Tímaritstjórarnir. Að því leyti eiga þeir sammerkt. Jeg skal nú lita nokkuru nán- ar á þetta skrif J. Þ. Hann segir: »Áður en foringjunum tókst að draga grímu bænda- smjaðursins og hræsninnar á andlit þessum unglingi, hafði hann þegar ausið yfir bændur hrakyrðunum, sem honum höfðu orðið tömust í götusambúðinni við Jón Þorláksson og aðra slíka »bændavini«.« Á öðrum stað segir hann: »Margar miljónir eru soknar í óhófseyðslu — glapráð og fjársvik íhaldsmanna. Og undir »gullskúrum« Ihalds- ins þrífst mœtavel lággróður og skriðplöntur slíkar sem Magnús í vindinum, Valtgr, Jóhannes gamli, Guðni þessi o. ft. o. ft.v1') Jeg fyrir mitt leyti held nú, að enginn maður, sem hefði gott mál að verja, myndi nota ann- að eins orðbragð og þetta. Það er svo að segja sama hvar gripið er niður í greinina. Og það má J. Þ. vita, að þetta er honum sjálfum til mestrar mink- unar en ekki þeim, sem ókvæð- isorðunum er stefnt að. Til hvers er J. Þ. að blanda nöfnum þeirra Magnúsar, Valtýs og Jóhannesar inn í þessar um- ræður? Og með hvaða forsend- um leyfir hann sjer að kalla þessa menn lággróður og skrið- plöntur? Jeg veit ekki betur en að allir þessir menn hafi þorað að standa fyrir máli sínu þegar á þá hefir verið ráðist og mjer er óhætt að segja, að J. Þ. hefir engan sigur sótt i hendur þeim. En m. a. o., hvað vill J. P. þá kalla aðstoðar ritstjóra sinn, sem staðið hefir bak við hann með aurinn í höndunum um nokkura hríð? I grein í Verði, þar sem jeg svaraði áðurnefndri grein Gísla, komst jeg svo að orði m. a., að hún hefði verið »níð um fylgismenn varðveislustefnunnar í landinu«. J. P. gerir sjer nú mat úr þessu eftir bestu föng- um og segir, að jeg hafi »gert tilraun að ráða fram úr vand- kvæði íhaldsmanna um að finna ismeggilegt falsheilh1) á stjórn- málafiokk minn. Aðalefni grein- ar hans verður svo hugleiðingar um það, hverskonar varðveislu þar sje átt við. Auðvitað kemst hann ekki að rjettri niðurstöðu, enda mun það ekki hafa verið ætlun hans. — »Vilja þeir kall- ast »varðveislu« menn islenskra hátta í máli og menningu?« segir hann. »ÓIiklegt er það um menn, sem legið hafa gerflatir fgrir hverskonar óhófssemi og tildri erlendra fjesýslumanna.1) Jeg skal nú fræða þennan Tímamann á því, að orðið varð- veislustefna er einungis tilraun til þess að fslenska það sem felst f hugtakinu conservare og conservatio. Jeg skal játa það, að erfitt er að íslenska þetta 1) Leturbr. mínar. orð, og vel getur verið, að öðr- um megi takast það betur en mjer. En hitt er rangt, sem J. P, segir, að orðið sje óíslensku- legt og að það sje »ófimleg til- raun til þess að komá orði að imgndaðri dggð, sem íhaldsmenn reyna að skrökva upp á sjálfa sige.1). Orðið er engu óíslensku- legra en t. d. »framsóknarstefna«, er rjett myndað og hefir þann höfuðkost að vera sannyröi. En sá kostur er því miður að verða fágætur. Mjer þykir t. d. ekki ólíklegt, að eftir 2—3 áratugi verði orðið framsóknarmaður, sem er í sjálfu sier góðrar merkingar, talið meðal verstu skammaryrða á íslenska tungu. Seinna skal jeg, ef þörf gerist, sýna nánara fram á þetta. Jeg verð að láta þetta nægja um J. Þ. Jeg hefi ekki viljað ata mig á því að skrifa i sama anda sem hann, en látið duga að benda á óráðvendnina í þessu skrifi hans. Ekki sje jeg heldur ástæðu til þess að velja honum ljót nöfn eða smána hann fyrir þetta frumhlaup hans á hendur mjer. Hann hefir í því efni sjálfur tekið af mjer ómakið. III. Alþýðnblaðið „fornermast“. I 27. tbl. Varðar ritaði jeg grein, er jeg nefndi »Stjórnar- liðið og þjóðernismálin« og gerði danska fjárstyrkinn til Alþýðu- flokksins einkum að umtalsefni. Hefi jeg úr ýmsum áttum fengið þakklæti fyrir greinina og mörg- um fundist orð mín vera í tima töluð. Benti jeg á, að styrkur þessi væri stórmikill og væri honum varið til kosningabaráttu og útbreiðslustarfsemi Alþýðu- flokksins, til prentsmiðjurekstrar, útgáfu Alþýðublaðsins o. fl., m. ö. o., að erlent fje hefir verið notað í stórum stíl til þess að hafa áhrif á islenzk stjórnmál í þágu ákveðins stjórnmálaflokks. Taldi jeg það meira en lítið í- skyggilegt, að ísl. stjórnmála- flokkur skyldi yfirleitt gera sig sekan í því, að reka starfsemi sína fyrir útlent fjármagn. Gat jeg þess, að ein af þeim leiðum, sem stærri þjóðir fara til þess að ná yfirráðum yfir minni og fátækari þjóðum, væri einmitt sú, að bera fje á stjórnmála- flokka, kaupa þá til fylgis við sinn málstað. Jeg taldi Alþýöu- flokkinn (ekki alþýðumenn) ó- þjóðlegan, og jeg endurtek það hjer með. Loks benti jeg á það mikla ósamræmi, sem lýsir sjer í fram- komu Alþýðublaðsins nú og fyrrum. Fyrir nokkurum árum skrökvaði Alþýðublaðið því upp að Morgunblaðiö væri gefið út af dönskum stóreignamönnum og tönlaðist á þeirri skreyti um langa hríð, til þess að reyna að sverta Morgunblaðið og gera það tortryggilegt í augum þjóð- arinnar. Pjóðin er nú búin að uppgötva sannleikann. Alþýðu- blaðið bar ósvinnar sakir á andstæðing sinn, en var sjálft sökudólgurinn. — Öllum þeim smánaryrðum og háðyrðum, sem Alþýðublaðið sendi frá sjer um þetta mál, var í rauninni beint að því sjálfu. — Upp koma svik um síðir. Alþýðublaðið 13. júlí gerir grein mína að umtalsefni. Pað 1) Leturbr. mín. hefði mátt ætla, að þar væri eitthvað gott á borð borið, því að grein mín var þannig skrifuð, að hún gerði kröfu til skýrra og ákveðinna svara. En í stað þess að reyna að verja sig á drengi- legan hátt og halda sjer við efnið, ber höf. þessarar greinar alt annað á borð fyrir lesendur sína. Hann gerir einskonar sam- anburð á ritstjórum Varðar og skal ekki dæmt um það hjer, hvernig sá samanburður hefir tekist. Pess má þó geta, að hann hælir rnjög Kristjáni Albertssyni og er gott til þess að vita, að Alþýðublaðinu skuli hafa skilist það loksins, að Kristján er góðs orðs maklegur. En ef menn vilja hafa fyrir því, að fletta upp í Alþýðublaðinu frá okt.—nóv. 1924, þá má sjá, að skoðun blaðsins á honum hefir verið nokkuð önnur, enda var Kristján þá nýlega búinn að húðstrýkja rithátt og framkomu blaðsins svo, að það hefir ekki náð sjer aftur til fulls síðan. Og þó að það vilji nú sleikja sig upp við Kristján, þá er mjer efi á, að honum sje nokkur þöklc á því. Jeg ætla að leyfa mjer að taka hjer upp nokkurar setningar úr greininni: »í stað Árna hefir verið settur að ritstjórn Varðar Guðni nokkur Jónsson. Vill hann nú láta íhaldsflokkinn sjá, að hann sje ekki smeykur við að segja ljótt; skattgrðist hann nú skepnulega í blaðinu, og þgkist maður að meiri.a1) Og skömmu síðar stendur: »Guðni þessi reynir að draga úr því, sem Kristján sagði um samhjálp jafn- aðarmanna, og gripur til þess óyndisúrrœðis að bregða Kristjáni um skilningsleysi á málinu. Ferst Guðna illa að bregða Kristjáni um slíkt, þvi (sic!) það morar af rökvillum í grein Guðna.a,1) Sumt af þessum ummælum er þess eðlis, að það er ekki svara vert; svo ruddalegt er það og ósæmilegt. En tvent vil jeg leyfa mjer að reka ofan í höf- undinn og er það fljótgert. Hann segir, »að það mori af rökvill- um« í grein minni. Jeg segi að þetta sje ósatt. Grein min var mjög gætilega skrifuð og eftir atvikum vægileg. Pori jeg ó- hræddur að leggja hana undir dóm skynbærra manna. En meðal annarra orða, hvervegna bendir höf. Alþýðublaðsgreinar- innar ekki á »rökvillur« mínar? Það hefði þó óneitanlega komið meira málefninu við en hug- leiðingar hans um ritstjórana. Sannleikurinn er sá, að Alþýðu- blaðið stendur nokkuð höllum fæti í því máli, sem hjer er um að ræða, og kýs því heldur að forðast allar rökræður. í öðru lagi segir greinarhöf., að jeg hafi »brugðið Kristjáni Albertssyni um skilningsleysi«. Petta er ósatt; það getur hver maður tafarlaust sjeð, sem les grein mína. En hitt er annað mál, að mjer þykir líklegt, að við Krist- ján Albertson sjeum ekki sam- mála um það, hvernig líta beri á danska styrkinn til Alþýðu- flokksins. Og þegar jeg tók við ritstjórn Varðar, þá’ voru það minar skoðanir sem þar komu fram, að svo miklu leyti, sem tilefni var til, en ekki skoðanir Kristjáns Albertsonar. Mjer hefir því alls ekki til hugar komið 1) Leturbreytingar tnínar. að saka Kristján um »skilnings- Ieysi«, enda verður það með engu móti ráðið af orðum mín- um. Jeg vil biðja þennan höfund Alþýðublaðsgreinarinnar, ef hann fer aftur á stúfana, að halda sjer við málefnið, sem um er að ræða. Að öðrum kosti er ekki unt að eiga orðasíað við hann og hans líka. Og jafn- framt vil jeg skora á hann að segja til sín og ganga fram i dagsbirtuna, svo að saklausum verði ekki kent um afglöp hans. Guðni Jónsson. Pistlar. 1. Meðal landsmanna mun sem stendur um fátt meira talað en hið nýja tiltæki dómsmálaráðh. um eftirgjöf á sekt á hendur hinum enska landhelgisbrjót. Menn eiga erfitt með að átta sig á hvernig ráðh. geti haft heimild til að gefa útlendum lögbrjót tugi þúsunda. Um sekt hans getur enginn efi verið, því að Hæstirjettur hefur dæmt sekan annan togara, sem á sama tíma var að landhelgisveiðum á sömu slóðum. Munurinn á þessum 2 togurum er sá einn, að sá sem dæmdur hefur verið, var fjær landi, en sá sem nær var landi hefur fengið uppgjöf sakar hjá hinum makalausa ráðherra. Nákvæmlega sömu sannanir eru gagnvart báðum. Sá sem var nær landi er vitaskuld mun meira sekur, en honum er slept, hinn dæmdur. Þetta er spegilmynd rjettlætisins í land- inu. Útlendir ræningjar eruverð- launaðir jneð tugum þúsunda. Stjórnarblöðin færa sem ástæðu fyrir þessum ósköpum, að um borð á bátnum, sem kærði land- helgisbrjótana, hafi ekki verið penni nje blýantur. En það voru sjómenn á bátnum, sem tóku mið eftir stað skipanna og þeir hafa unnið eið að miðun sinni. Þeir eru vitaskuld fullgild vitni, enda hefur Hæstirjettur tekið vitnisburði þeirra gildan. Hvers vegna skyldi þá þurfa penna eða blýant? Er sjálfur dóms- málaráðherrann svo fávis, að hann þekki ekki vitnasannanir? Það er vissulega svo að sjá eftir framkomnum vörnum. Erfitt er að skilja hvers vegna þessi ráðh. ljet togarann enska setja tryggingu að upphæð 30000 kr. og sleppa honum svo, án þess að dómur gangi um málið. Tryggingin bendir til þess, að ráðh. hafi ekki ætlað að sleppa veiðiþjófnum í fyrstu, en síðar sjeð sig um hönd. Spyrja menn nú hvað valdið hafi sinnaskift- unum. Flestir setja þetta í sam- band við komu enska sendi- herrans, því að hann ætlaði sjer að vera við prófin í málinu. Ef þetta er rjett, og það er talið fulivíst, þá kastar fyrst tólfunum, er dómsmálaráðh. landsins gerir íslenskum dómstólum þá erki- smán, að láta heldur niður falla sannaða sölc á hendur veiði- þjófnum, en að láta útlending vera við rjettarpróf hjá dóm- stólum landsins. Slík hneysa

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.