Menntamál - 01.12.1936, Blaðsíða 2

Menntamál - 01.12.1936, Blaðsíða 2
2 gæfust í Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðar-, Skaga- fjarðar- og Strandasýslum, þar n;est á Akureyri, Isafirði og V'estur-ísafjarðarsýslu. I nokkurskonar miðflokk (9,8 —11,8%) koma sýslurnar: Barðastrandar-, Norður-Isa- fjarðar-, Norður-Þingeyjar- og Skaftafellssýslur; í hinum sýslunum hafa 14.8—57% barnanna verið hljóðvillt. Merkilegt er að sjá Siglufjörð með 29,7% hljóðvilltra harna mitt i lítl smittuðu héraði, en það er auðskilið af fólksflutningunum í þetta síldarver. Hinsvegar kemur það ekki á óvart, að Seyðisfjörður er allra héraða hljóðvillt- astur (57,1%) með Suður-Múlasýslu og Neskaupstað í hælunum (47,3% og 28%). Eg fann 1930 66% hljóvilltra manna á Fljótsdalshéraði, og minnst það á fjörðunum (að Loðmundarfirði undanteknum). — Hitt er aftur á móti alveg nýtt að fá ákveðið, að hér um bil helmingi færri börn rugla u og ö heldur en i og e. Einna merkastar niðurstöður eru þær, sem skýrslan gefur um útbreiðslu og tiðni breytinganna p > b, t > d og k > g. — Að vísu hafa menn vitað, að þessar breyt- ingar eru „sunnlenzkt“ fyrirbrigði, ahnennt talað, og að sýslurnar Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-, Suður- og Norður- Þingeyjarsýslur, ásamt Múlasýslunum, suður undir Beru- fjörð, skera sig úr fyrir sinn harða upprunalega framburð á p, t, og k. Skýrslurnar sýna þetta, og eins hitt, að Siglu- f jörður, Akureyri og Seyðisfjörður hafa hinn harða fram- burð upplanda sinna. Hinsvegar er Neskaupstaður lat- mæltari en jafnvel latmæltusu sveitir Suðvesturlandsins, eins og Borgarfjörður vestra, hvernig sem á þvi stendur. Aftur á móti hefir mönnum almennt alls ekki verið það ljóst, sem skýrslurnar sýna hér í fyrsta sinn skýrt og greinilega, að breytingarnar á þessum þrem hljóðum fara ekki saman, heldur rugla flestir k—g (19,9% barnanna), færri t—d (13,6%) og langfæstir p—b (5%). Eg veit ekki til, að nokkur hafi tekið eftir þessum ein- kennilega mun á samhljóðunum p, t, k áður en doktors-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.