Vikublaðið - 10.03.1931, Síða 3

Vikublaðið - 10.03.1931, Síða 3
VIKUBLAÐIÐ ^iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiniiiiuiiiiiiniiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinig | Vcítíð athyglí. | Hagkvæmust innlcaup, bæði í stærri og |j smærri kaupum gera menn í verzlun Gtiðm. Gislasonar Njálsgötu 23 — Sími 1559. 1 Allt sent heim ef óskað er. 1 illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli til að bera“, sagði Georg samkennandi. ,,Það er ekkert veilt eða hálft við vísindin. Þau eru dásam- legt viðfangsefni fyrir þann, sem reiðubúinn er að fórna þeim öllu, en viljið þér öðlast auð, náðuga daga og frægð, þá takið mig til fyrirmyndar, og verjið tíma yðar til þess að rista ofalda miljóna- mæringa á kviðinn. En það skiftir nú annars engu máli í þessu efni, því það vill svo heppile.ga til, að eg get kannske útvegað yður stöðu, sem gerir yður kleift að halda bílnum, og þó jafnframt að fullnægja ástríðu yðar.“ ,,Það lætur, svei mér, álitlega í eyrum þetta til- hoð yðar!“ „Hvernig mundi yður geðjast að því, að búa hjá ’Caster gamla sem einskonar aðstoðarmaður hans?“ „Caster!“ Gray endurtók nafnið með lotningu. „Eigið þér við Caster prófessor?“ „Auðvitað. Þér haldið þó ekki, að eg eigi við verksmiðjueigandann, sem býr til „lifrarpillurn- ar?“ „Þér getið reitt yður á, að mér mundi geðjast prýðisvel að því“, svaraði Gray með ákefð. „Það er tækiíæri, sem hver ungur maður í minni stöðu mundi selja sál sína til að hreppa“. • Skurðlæknirinn brosti að ákefð unga mannsins. „Jæja, eg held nú samt, að það megi máske tak- ast með dálítið vægari skilyrðum. Sannleikurinn er ■sá, að eg átti tal við þennan gamla nöldrunarsegg í gærkvöldi. Hann lætur sjaldan sjá sig á manna- mótum, nú orðið, en hann mætti þó í gær á einka- ráðstefnu heilbrigðisráðsins, og við ræddum þar lengi saman. Meðal annars spurði hann mig, hvort eg þekkti ekki einhvern ungan mann, sem hann :gæti fengið sér til aðstoðar. Hann vill, að viðkom- andi búi í húsinu hjá sér, og hann sagði, að ef sér tækist að finna mann, sem sér líkaði vel við, þá skyldi hann greiða honum fjögur hundruð pund í •árslaun, vitanlega auk fæðis og húsnæðis“. „Fjögur hundruð pund á ári!“ endurtók Gray steinhissa. „O, hann hefir ráð á því. Hann syndir í pening- um, og eyðir aldrei eyrisvirði, nema til vísindalegr- ar starfsemi“. „Já, en hann gæti valið úr beztu mönnum Eng- lands. Þeir mundu blátt áfram troða hvern ann- an undir, til þess að fá að starfa með Carter, hvort sem laun væru í boði eða ekki.“ „Það er ekki óhugsandi“, svaraði Georg þurr- lega, „en það vill nú þannig til, að sárafáir hafa til að bera þá eiginleika, sem prófessorinn krefst. Eg skal segja yður, að hann óskar eftir manni, sem er hvorttveggja í senn, afburða hnefaleikari og^mikil- Jhæfur vísindamaður“. Gray starði undrandi á gest sinn. „Það hljómar dálítið hjákátlega. Finnst yður -ekki?“ bætti Georg við. „En mergurinn málsins er sá, að karlinn er orðinn mjög taugaveiklaður. Fyrir níu vikum var brotizt inn í húsið hans, Camp- den Hill, og allt af síðan hefir hann svifið í lát- lausum ótta við það, að þetta mundi endurtaka sig“- „Býr þá enginn í húsinu nema hann?“ „Að eins tvær kerlingar, sem matreiða fyrir hann og hirða húsið. Hann hefir haft sama, gamla þjón- inn í 24 ár, sem nú lifir á eftirlaunum frá karlin- um. Vitanlega er þetta ekki tryggilegt fyrir karl- inn, eins og ástandið er nú yfirleitt. Sjálfur er Car- ter rúmlega áttrræður, og „Rauða húsið“ er skrambi afskekkt, innilukt háum steingarði og þétt- um trjárunnum. Mér finnst það ekkert undarlegt, þó honum sé hálf-órótt“. „En er honum fullkomin alvara að fá sér að- stoðarmann?" spurði Gray. „Hann virðist eigin- lega fremur vanta varðhund“. Georg hló. „Tilboð hans var í fullri alvöru meint. Hann trúði mér fyrir því, að hann væri nú ein- mitt að fást við mjög þýðingarmiklar, nýjar rann- sóknir, og væri sér því bráðnauðsynlegt að fá þeg- ar dugandi vísindamann til aðstoðar. Eg minntist yðar strax og hrósaði yður á alla lund fyrir dugnað yðar og þekkingu, og smurði að lokum á yður þeim aukameðmælum, að þér hefðuð 2 ár í röð borið sigur af hólmi — í þyngsta flokki — á hinum ár- legu hnefaleikakappmótum sjúkrahúsanna“. Gray dreyrroðnaði. >,Það var framúrskarandi vingjarnlegt af yður, Georg læknii'“. „Herra minn trúr! Eg tel það bara sérstakt lán fyrir hann, ef hann getur klófest yður. Eg sagði honum, að eg skyldi hitta yður og heyra yðar álit um málið, og ef þér væruð tilleiðanlegui’, þá skyldi eg færa honum svar yðar einhvei'ntíma í dag. En nú verð eg að fara. Eg á að vera til viðtals á lækn- ingastofunni klukkan hálf eitt“. Eftir að Gray hafði enn á ný vottað honum þakk- læti sitt, fylgdi hann gesti sínum til dyra og beið úti, þar til bíllinn ók af stað. Hann var í'étt að stíga í neðsta stigaþrepið aftur, er dyi’nar að hei'bergi dyravarðai'ins opnuðust, og dyi'avöi'ðui’inn stakk höfðinu út um gættina og sagði: „Það er símtal við yður. — Einhver hi'. Asthon“. Gray gekk inn til hans og gi'eip heyi’nartólið. „Halló!“ „Halló! Er það þú, Colin?“ „Já, auðvitað er það eg“. „Það er Mark — Mai'k Asthon. Ei* *tu í'áðinn til moi'gunverðar?“. „Nei, og allra sízt, ef eg gæti nú fengið ein- hvern til þess að borga hann fyrir mig“, svaraði Gray í skyndi. „Jæja. Hvernig lízt þér að borða með mér í Grillroom á Savoy?“ „Eg hefi ekkert út á það að setja. — Hvað hefir komið fyrir? Hefir þér tæmst arfur?“ „Nei, því miður. Það er bara skyndileg þrá eftir návist þinni“. „Það er óvæntur heiður fyrir mig“, svaraði Gray. „Hvenær á eg að mæta?“ „Klukkan eitt, ef það hentar þér.“ „Jú, þakka þér fyrir, ágætlega“. „Ef þú verður mættur fyrr en eg, þá skaltu biðja um glas af cocktail“. Það var hringt af, og Gray leit á úrið sitt. Klukkan var rúmlega tólf, og meðan Gray átti ekki varðslcyldu, þá var ekkert því til fyrirstöðu, að hann færi út, ef hann langaði til. Hressandi morgunganga var freistandi, og mundi vafalaust skerpa matarlystina. Hann flýtti sér því upp í her- bergi sitt, á þakhæð sjúkrahússins, til þess að fara úr hvíta sjúkrahúss-sloppnum og klæða sig í önn- ur föt, sem betur hæfðu matsöluhúsi. Fimm mínútum fyrir klukkan eitt gekk hann inn um vængjadyrnar á Savoy og inn í forsalinn, sem þegar var orðinn troðfullur af fólki. Áður en honum vannst tími til að litast um, kom til hans maður, sem setið hafði úti í einu horni salsins. Enginn, jafnvel ekki öfgafullur blaðasnápur, mundi hafa kallað Mark Asthon fríðan mann. En þrátt fyrir grófgerða andlitsáferð, úfið hárið, lafa- frakkann, sem klæddi hann illa, og stóru nef-glér- augun með gullumgjörðinni, var samt eitthvað svo vingjarnlegt og frjálsmannlegt í svip hans og fram- komu, að öllum, nema erkfilónum, mundi hafa Kolasalan si. * Sími 1514. • « Kol og koks allt af fyrirliggjandi. • geðjast vel að honum, þegar við fyrstu sýn. Eigin- lega minnti hann þó allra helzt á grófhærðan, góð- legan hund. Hann kom til móts við Gray, og þrýsti hönd hans fast og innilega. • „Það var dæmalaust vingjarnlegt af þér, Colin. 'Það gleður mig ósegjanlega, að þú skyldir geta komið.“ „Það er mér ekki síður gleðiefni“, svaraði gest- ur hans. „Það mundi hafa orðið bani minn að verða að neita svona boði.“ „Eg hefi pantað borð,“ sagði Mark með góðlát- legu brosi, og leiddi vin sinn úr forsalnum inn í matsalinn. „Og ef þér er ekkert að vanbúnaði, þá getum við tekið strax til snæðings“. „Það vil eg gjarna“, svaraði Colin glaðlega. „Eg borðaði „litla skattinn“ klukkan átta í morgun og hefi nú gengið frá sjúkrahúsinu alla leið hingað“. Mark tók matseðilipn og athugaði hann gaum- gæfilega. „Ilvernig lízt þér á það, að við byrjum á ostr- um?“ spurði hann. „Ein tylft af þeim handa hvor- um okkar og ein flaska Chablis“. „Það er prýðileg uppástunga — einkum Chablis- ,inn“. „Og á meðan við borðum ostrurnar, getum við komið okkur saman um, hvað á eftir eigi að koma“. „Hver er eiginlega meiningin með þessu svalli?“ spurði Colin. „Áttu afmæli í dag, eða veðjaðir þú á sigurvegarann í Derby kappreiðunum?“ Asthon hló hjartanlega. „Eg sagði þér það strax í símanum. Það er bara önnum hlaðinn læknir í Eestend, sem hnupplar sér stundarhvíldar frá störf- um sínum, til þess að njóta góðs af samverustund með glæsilegasta og efnilegasta nemandanum sín- um. Hugmyndin er nú reyndar frá Maríu. Mig lang- aði til að skeggræða dálítið við þig, og hún stakk upp á því, að eg skyldi bjóða þér að borða morg- unverð“. „María er afbragðs kona“, sagði Colin með á- herzlu. „Hvers vegna komstu ekki með hana?“ „Iíún varð eftir heima til þess að hugga sjúk- lingana. Þeir sitja 30—40 í biðstofunni, og bíða mín þar, þegar eg kexp heim“. „Jæja, berðu þig karlmannlega“, sagði Colin. „Þegar við höfum lokið morgunverði, þá verða þeir sennilega flestir dauðir. Hvað er það annars, sem þú vildir tála um við mig?“ „Ó, ekkert sérstakt. Mér datt bara í hug, hvort þú kynnir ekki að geta bent mér á eða útvegað mér unga stúlku“. „tJtvegað þér unga stúlku? En gamli mormóninn þinn, þú hefir þó að minnsta kosti Maríu“. „Já, en það er nú einmitt ógæfan, að María þarf að fara til Lincoln og verður þar um mánaðartíma að stunda móður sína. Frá næstkomandi miðviku- degi verð eg ekkjumaður“. Colin leit á hann með djúpri hluttekningu. „Yesl- ings drengur. Það er sannarlega reiðarslag“. „Já, það er enn þá verra. Það er reglulegt rot- högg. Hún hefir aldrei verið lengur að heiman en ,einn dag. Guð einn má vita, hvernig eg fer að komast af án hennar. Hún svarar öllum bréfum fyrir mig, annast bókhaldið, borgar reikningana, blandar meðulin--------“. „Ef satt skal segja“, greip Colin’fram í, ,,þá er hún langtum duglegri og nauðsynlegri viðskifta- aðili en þú sjálfur. Eg fæ í raun og veru ekki séð nauðsyn þess, að þú leyfir henni að fara“, bætti hann við með glettnisbrosi. „Hvers vegna leikur þú ekki hlutverk hins stranga eiginmanns, og bannar henni að fara?“ Frh. *

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/377

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.