Vikublaðið - 10.03.1931, Qupperneq 4

Vikublaðið - 10.03.1931, Qupperneq 4
VIKUBLAÐIÐ ÐJOFLADOKTORINN. Skáldsaga eftir SYDNEY HORLER. t Sá hættulegi — óþekkti. „Ág-ætlega, þakka yður fyrir“, svaraði Richard Quin spurningu húsbónda 'síns um það, hvemig hann hefði skemmt sér í sumarleyfinu. „Og hvað er nú á dagskrá, foririgi góður?“ Herra Brian Fordinghame spennti greipar. Þessi víðkunni afburðamaður, forseti innanríkisdeildar brezku upplýsingaskrifstofunnar, sem almennt þekktist undir skammstöfuninni Y. I., stundaði , glæpamálarannsóknir af jafnmiklum áhuga og á- fergju, eins og sóttkveikjufræðingur sína ógeðfelldu námsgrein. Hann talaði eins og prófessor, sem á- varpar lærisveinahóp. „Nú er alveg spánnýr glæpamaður á ferðinni, Richard“, svaraði hann. „Af öllum aðstoðarmönn- um mínum tel eg yður hafa bezt skilyrði til að kló- festa hann, og þess vegna fel eg yður þetta hlut- verk. Það verður erfitt — og hættulegt“. Ungi maðurinn, sem bar augljós merki Madeira sólskinsins á einarðlegu og geðþekku andlitinu, leit á foringja sinn og kinkaði kolli. Hann hafði breytzt á einn eða annan hátt, en hvað undir þessari breyt- ingu bjó, var örðugt að geta sér til. „Yður er til reiðu allar þær upplýsingar, sem eg hefi getað náð í“, bætti Fordinghame við. ,,I>ær eru hvorki margar né miklar, en þær geta þó gefið yð- ur einhverja bendingu um, hvernig byrja skuli á rannsókninni. Eins og yður er kunnugt, tókst Scot- ' land Yard, með aðstoð skrifstofu vorrar, að stöðva þá launsölu deyfilyfja, sem rekin var í stórum stíl, fyrir nokkurum mánuðum síðan; en nú er þessi verzlun hafin á ný í Iangtum stærri stíl en áður, með, alveg nýjum brögðum, og lögreglan fær ekk- ert að gert. Hún er alveg ráðþrota. Það er ekki lengra síðan en í morgun, að foringi leynilögreglu- liðsins sótti eftir minni aðstoð í þessu máli. Blöðin hafa fundið lyktina af því, að gamla hneykslið sé hér endurvakið, og hafa þegar birt nokkurar hvass- yrtar greinar í tilefni af því. Þannig er nú högum háttað. Það er ekki að eins deyfilyf jasala, sem þessi nýi glæpamaður fæst við. Það virðist augljóst, að hann er fjölhæfur bófi. Gimsteinastuldur á gistihúsum virðist einnig vera eitt af viðfangsefnum hans — og ýmislegt fleira, sem eg hefi ekki tíma til að tala um núna, en sem þér getið lesið um í skjölum, sem yður skulu vera afhent. Mér þykir það mjög leitt, að verða að varpa yður inn í svona viðfangsefni jafnskjótt og þér komið heim, en það er óhjákvæmi- leg nauðsyn“. „Það skiftir engu máli, foringi góður“-. „Að eins nokkurar, stuttar athugasemdir enn, Richard“, sagði Fordinghame, eftir að hafa svarað símahringingu frá ritara sínum, með fáum orðum: „Eg verð ekki til viðtals fyrr en að fimm mínútum Iiðnum“. — Hann kveikti í vindlingi og hélt því næst áfram: „Þér megið starfa alfrjáls og óháður. Einhversstaðar á Englandi er maður sá, sem vér leitum að, og það er yðar hlutskifti, að finna hann. Eins og öllum slíkum málefnum er mest um það vert, að taka strax til starfa og vera snarráður. Símið mér á Middleton dulmáli, ef þér þurfið á minni hjálp að halda, og — já, þér hafið eflaust skilið mig nú“, bætti hann við brosandi. „Fullkomlega“, svaraði Quin. f raun og veru fannst honum hann vera enn hálf-ringlaður. Að vera varpað inn í slíkt völdundarhús viðburðanna strax og hann kom heim úr sumarleyfinu, það var nokkuð strembinn biti að kingja. „Ágætt“ — málrómurinn var snöggur og afger- andi — „farið þér nú inn til Johnstons og fáið hjá honum öll nauðsynleg skjöl málinu viðkomandi. Þau verða að geymast á skrifstofunni. Rannsakið þau inni hjá yður, og kynnið yður vel nauðsynleg- ar bendingar, og skilið siðan skjölunum aftur á sinn stað. Meira hefi eg ekki að segja, nema þetta: Til hamingju með hlutverkið!“ ,,Þakka“, svaraði Quin eins og í leiðslu. Þegar hann hafði gripið um hurðarsnerilinn, reiðubúinn að fara út, fékk hann síðustu áminninguna: „Þetta er meira en venjulegt trúnaðarmál, Quin. Er yður það full 1 jóst? “ „Auðvitað, foringi“. „Og gleymið ekki, að eg vænti þess af yður, að þér gerið ekki einkunarorðum deildarinnar van- heiður. Munið þér, hvernig þau hljóða?“ „Finn þú mann þinn og misstu hann ekki“. „Eg geri jafnvel ráð fyrir, að þetta einstaka við- fangsefni sé svo flókið illskeytt, að þér verðið má- ,ske til neyddur að ,kverka“ hann“, sagði Fording- hame, og veifaði í kveðjuskyni að honum þeirri hendinni, er vindlingnum hélt. Quin gekk fram ganginn og drap á dyr, sem á var letrað: „2. B. S.“. Hann gekk inn og hitti þar mann, sem leit bropandi upp frá lágu skrifborði, er á var þyrping af talsímatækjum. „Kominn heim aftur?“ „Já, og tíu mínútum eftir að eg kom til Lund- úuna —“. „Við skulum vera nákvæmir“, greip einkaritari Brion Fordinghames fram í fyrir honum. „Einni klukkustundu eftir að þú komst til Lundúna. —: Járn- brautarlestin, sem þú komst með, kom til Charing Cross stöðvarinnar kl. 3,45. Nú er klukkan 4,45“. „Bjáni! Áður en eg hefi stigið fæti inn í mína eigin íbúð, er mér varpað inn í band-vitlausa mála- flækju. — Hefir þú þessi skjöl?“ Johnston brosti og dró fram skjalabunka. „Trú þú mér, þessi fugl verður ekki auðveldur!“ sagði hann um leið og hann rétti Richard skjölin. „Sé helmingurinn af þeim getgátum og ályktunum réttur, sem skráðar eru á þessi skjöl, þá er fram- kominn í gömlu London glæpasnillingur af „fyrstu gráðu“. Skýrði foringinn þér frá, hvað þeir aðhaf- ast í Scotland Yard?“ „Hann sagði, að foringi leynilögrlunnar hefði óskað aðstoðar. Mætti eg bæta því við, að mér geðjast ekki að orðatiltækjum þínum, Jonny. Þau eru ekki sam- „boðin manni í slíkxú ábyrgðarstöðu, og sem skipa jafn virðulegt sæti og þú“. „Sveiaftan!“ svaraði hinn ákafur. „Eg er orðinn dauðleiður að sitja hér í þessari hötuðu skrifstofu, bera saman staðreyndir og hi'úga upp yfirlitsskýrsl- um. Hreinskilnislega sagt, Quin, þá sár-langar mig til að fá að taka þátt í sjálfum leiknum nú. Eg hefi ásett mér, að biðja húsbóndann um útgönguleyfi“. Quin gerði sér upp angistarsvip. „Hugsaðu þig vel um, Jonny, áður en það er orð- ið of seint. Þig dreymir ekki um þær hættur, sem því ei’u samfara“. „Hvað því viðvíkui’”, drundi Johnston, „þá ætt- ir þú að vera við ýmsu búinn, ef þú ætlar að taka að þér þetta umi’ædda hlutverk. Piltunginn, sem þér er ætlað að veiða, lætur áreiðanlega enga smámuni hefta för sína. En hlauptu nú út og leiktu þér, drengur. Eg á annríkt". „Fyrirgefðu þá truflunina“, sagði Quin, og að svo mæltu tók hann skjölin með frásögninni um þennan hættulega, óþekkta skálk, og hvarf út um skrif- stofudyrnar. Klukkustundu síðar kom hann aftur, og lagði skjölin á ski’ifborð Johnstons og blístraði lágt, cr skrifarinn leit upp frá starfi sínu. Eitt af sérkennum Dick Quins var það, að hann var sí glaður og reifur, þótt hann yrði oft fyrir biti’um vonbrigðum. Eitt, sinn, er hann var spurð- ui’, hverju það sætti, að hann tæki mótlætinu með slíki’i léttúð, þá svaraði hann: „Ef eg hlægi ekki og léti andbyrinn á mig fá, þá býst eg við, að starf- ið gerði- mig taugaveiklaðan — og hvaða gagn mundi eg þá gera deildinni?“ „Deildin" var langþýðingai’mesti þáttur innan- í’íkisupplýsingastai’fsins, og foringi hennar var hinn mikilsmefni Brian Fox’dinghame. Afleiðingin af léttlyndi Quins var sú, að margir álitu hann hálfgert flón, óþreytandi glaðværð hans ooooooooooo<>oooooooooooooooo< PALMOLIVE The simple charm of childhood. is a precious trust, plaoed bjr Naturo for sate keeping, In th* hands of mothers. It can bo kept in con- stant bloom, . . . r r, be left to fade. 'Made Canada P356* Notið PALMOLIVE handsápuna >0000000000000000000000000000 og hlátur var viðkvæmu og taugaveikluðu fólki hreinasta skapraun. Því var haldið fram af flest- um þeim, sem ekki voru gagnkunnugir honum, að það eina. sem Richard Quin gæti talað um af viti, væri: knattleikur og „bridge“, hve hart hann gætí ekið nýju tveggja sæta bifreiðinni sinni, hve þessi eða hin leikmærin væri yndisleg, og aðrir sams- konar smámunir. Sumir þessara vandlætara mundu hafa orðið höggdofa, af þeir hefðu þekkt afburðahæfileika Quins, en fæstir grunuðu hann græsku á því sviði, og einmitt það hefir að sjálfsögðu verið megin or- sök þess, að Brian Fordinghame valdi hann, öðr- um fremur, úr hópi sinna ötulu undirmanna, til þess að rannsaka þetta dularfulla glæpamál. Hver mundi gruna slíkan gárunga um, að vei’a á glæpamannaveiðum? Forvitni Quins vakin. Það var andlitsfölvi og angistax’svipur ungu stúlkunnar, sem vakti eftirtekt Dicks. Unga stúlk- an sat í litlum tveggja manna bíl, er stóð við gang- stéttina andspænis konunglega leikhúsinu við Lei- cester Square. Klukkan var hálf sex og gangstétt- in þakin af fólki. Leicester Square er mjög fjölfai’in gata, þar sem í’ökkurálfar glæpahvei’fanna smeygja sér inn f þyrpingu heiðvirðra vegfarenda, á öllum stundum dagsins. Þetta var engum kunnara en beinvaxna, stælta- unga manninum, sem starði forvitnislega á felmts- fulla kvenveruna í bílnum, af því að allt óvenju- legt vakti eftii’tekt hans. Quin varð það ljóst við fyrsta tillit, að þarna í bílnum andspænis honum, sat einhver fegursta- stúlkan, sem hann hafði augum litið — máske sú allra fegursta. Hann varð undrandi og næstum óttasleginn við að finna til óljóss óstyrks við þessa uppgötvun. Hann hafði ekki leyft sér, um langt skeið, að hugsa alvarlega um nokkra stúlku. Bitur' reynsla á því sviði hafði reynst honum örugg vörn' síðan, og meðvitundin um það, að hjartað sló ó- eðlilega hratt, gerði hann dálítið ruglaðan. En þessi innri óró varð samt sem áður orsök þess^ að hann leit á stúlkuna enn á ný. Hann athugaðí’ því mjög gaumgæfilega manninn, sem nú var aðl tala við hana. Hann var tröllaukinn að vexti, glæsi-- lega búinn og vöxturinn svo spengilegur, að gild-- leikinn vakti aðdáun, í stað þess að gera hann’- luralegan. Þökk sé snilli klæðskerans. Búlduleitt,- nýrakað andlitið, með djúpum spékoppum í báðum kinnum, var glaðværðin sjálf að sjá, að undanskild- um augunum, sem voru lítil og augnalokin sam- herpt og voru því í einkennilegu ósamræmi við aðra hluta andlitsins. Quin keypti kvöldblað og skýldi sér bak við leik- fimissýningadálkinn. Honum lék forvitni á að vita um úrslit síðasta kappleiksins. En honum var þó‘ enn meira kappsmál að vita, hvernig viðræðunum lyki milli þessa mann-mammúts og fallegu stúlk- unnar. Ung stúlka titraði ekki af auðsæjum ótta Frh. €•

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/377

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.