Vikublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 2
VIKUBLAÐIÐ ast henni á heiðarlegan hátt, þá var ekki óhugs- andi, að eg hefði fyrirgefið þér. En að neyta slíkra þrælabragða! Að ginna barnið á þennan svívirði- lega hátt!“ Caryll minntist í þessu sambandi annarar konu — móður sinnar, og sái hans varð þrungin ægi- legri reiði yfir gleymsku öldungsins. En svipur hans bar engin merki þeirrar geðbreytingar. „Þú hótaðir að gera mig arflausan, ef eg gift- ist henni“, sagði Rotherby. „Það gerði eg, til þess að vernda hana fyrir þér. Og þú hélzt, að ... að ... Guð veit, að mig furðar á því, að þú skulir dirfast, að standa hér augliti til auglitis við mig. Eg undrast það!“ „Flytjið mig burtu héðan“, sagði Hortensia, og lagði hönd sína á handlegg jarlsins. „Já, það er bezt, að við förum sem fyrst héðan“, svaraði hann, og faðmaði hana að sér enn á ný. „En þú ert samt ekki búinn að bíta úr nálinni, þrælmennið þitt. Nú skal hótun minni verða full- nægt! Eg skal gera þig arflausan. Mín vegna mátt þú gjarnan svelta — svelta og . .. og . . . Það verð- ur einu varmenninu færra í heiminum. Eg . . . eg útskúfa þér. Þú ert ekki framar sonur minn. Eg skal vinna eið að því, að þú sért ekki sonur minn!“ Caryll fann það. með sjálfum sér, að Rotherby var óneitanlega sonur föður síns, og enn á ný fór hann að hugsa um það, hve syndarar eru jafnan sérkenhilega gleymnir. ,. Rotherby meðtók ásakanir föður síns með fyr- irlitningarbrosi. „Þú ætlar að gera mig arflausan. En hvaða arfi ætlar þú að svifta mig? Leyfist mér að spyrja þig að því? Sé það satt, sem nú er á hvers manns vörum, þá þarfnast þú víst sjálfur erfðafjár, til þess að komast klakklaust frá núver- andi fjárhagsvandræðum þínum“. Hann tók nef- tóbaksdósirnar upp úr vasa sínum og handlék þær svo kæruleysislega og ögrandi, sem honum var frekast unnt. „Ættaróðalinn mátt þú ekki hrófla við“, sagði hann, og tók duglega í nefið um leið. . „Ættaróðalið . . .? Ættaróðalið ...?“ hrópaði jarlinn, og hló kuldahlátur. „Hefir þú nokkurn tíma gert þér far um að kynna þér, hvers virði það er? Asninn þinn, það mundi ekki einu sinni nægja . . . neftóbaki handa þér!“ Rotherby varð orðfall af skelfingu. — „Faðir minn . . .“, stamaði hann. Jarlinn benti honum með hendinni að þegja, og sneri sér að Hortensiu. „Kom þú með mér, barn“, sagði hann, en mundi þá samtímis eftir prestinum. „Eg var, svei mér, nær því búinn að gleyma prestinum. Hann skal verða hengdur; það skal eg sjá um! Kom þú hing- að, maður!“ Junkins, sem varð gagntekinn af skelfingu, þaut þvert yfir gólfið, og hvarf eins og leiftur inn um opinn gluggann, og kom beint niður á herðarnar á Green, sem sat á hækjum sínum undir glugg- anum, fast upp við steinvegginn. Tvímenningarnir steyptu stömpum yfir blómbeðið, og Green greip fyrir munninn á þessum ósvífna og óboðna gesti. „Þei — þei!“ bölvaður óskurapinn þinn!“ hvæsti Green í eyrað á honum. „Það er ekki þú, sem eg er á hnotskó eftir. Liggðu kyr!“ Inni í stofunni stóðu allir sem steini lostnir vegna skyndilegs flótta Jenkins. Jarlinn ætlaði að hlaupa. út að glugganum, en Horteinsia hélt honum í .skefjum. * „Lofið þessum þorpara að forða sér“, bað hún. „Hann er ekki réttur sakaraðili hér. Rotherby hef- ir bara notað hann sem verkfæri“. Því næst leit hún á bjargvætt sinn þakklátu augnaráði. „Herra Caryll, eg votta yður innilegt þakklæti mitt“, sagð hún, „og óska þess, að fjárráðamaður minn geri það Iíka“ Caryll hneigði sig djúpt. „Eg bið yður, ungfrú, að minnast ekki á það framar. Mér var það ó- blandin ánægja, að geta leiðbeint yður“. „Heitið þér Caryll, herra minn?“ spurði jarl- inn, sem nú — eins og ætíð — hékk fastur í smá- mununum. „Já, nafn mitt er það, og mér veitist víst sá heiður, eftir því, sem mér er tjáð, að bera sama nafn eins og yðar tign“. „Þér eruð þá sennilega afsprengur af einhverri yngri hliðargrein ættarinnar“. „Já, hliðargrein, held eg“, svaraði Caryll rólega, forlaga glettni, sem hann kunni bezt að meta sjálfur. „Og hvernig atvikaðist það, að þér urðuð þátt- takandi í þessari athöfn?“ Rotherby' hló hátt, sennilega af fyrirlitningu á sjálfum sér, af því að hann hafði einmitt sjálfur átt frumkvæðið að því, að blanda þessum ókunna manni inn í athöfnina. „Það vantaði vígsluvott“, sagði Caryll, og þeg- ar viðkomandi varð þess áskynja, að hér var stadd- ur útlendingur, nýkominn frá Frakklandi, þá áleit Rotherby lávarður auðvitað, að ferðamaður væri einmitt æskilegasti votturinn að þessari athöfn. Þetta vakti grun minn, og . . .“. En jarlinn virtist, svo sem venjulega, hafa bitið sig fastan í það atriðið, sem minnstu máli skifti. „Þér eruð nýkominn frá Frakklandi“, sagði hann, „og beinð sama nafn og eg. Eg hefi þegar fengið fregnir um það“. Cai’yll leit gremjulega á jarlinn af Ostermore, og bölvaði í huga sínum ótrúlegri lausmælgi hans. Guð hjálpi þeim samsæris félagsskap, sem hafði elíkan bjána og skrafskjóðu að trúnaðax-manni og meðlim. „Var það ekki ætlun yðar, að finna mig, herra Caryll ? “ Caryll neitaði sér um þá ánægju, að hlæja að þessari léttúðairfullu meðferð í'íkiseinkamála. „Átti eg að hitta yður, herra minn?“ spurði hann með uppgerðar undrun. Jarlinn leit af honum á Rotherby, um leið og hann varð var sinnar eigin heimsku og fljótræðis, og hann lafhræddui’, er hann sá, að Rotherby dró augun í pung, og hlustaði með ákefð á viðræður þeixra. „Nei, auðvitað ekki“, flýtti jarlinn sér að segja. En Rothei’by skelli hló. „Nú, hvers konar fjand- ans leynibrugg er nú á döfinni?" spurði hann. „Leyndarmál", endurtók jarlinn. „Hvaða leynd- armál ættu það svo sem að vera?“ „Það er nú einmitt það, sem mig fýsir að vita um“, sagði Rotherby með þeirri áherzlu, sem gaf það ótvírætt til kynna, að hann ætlaði sér að kom- ast að því. Hann færði sig nær Caryll, og horfði á hann með líilsvirðingu. „Jæja, herra minn, hvers sendiboði skylduð þér nú annars vera? Var það þá þetta . . .?“ „Haltu þér saman, strákur!“ greip jarlinn fram í fyrir honum, með málrómi, sem átti að vera skipandi. „Komið þér með mér, herra Caryll“, bætti hann við í flýti. „Eg kæri mig ekki um, að maður, sem hefir reynst skjólstæðingum mínum sannur vinur, sé móðgaður af þessum ósvífna þorp- ara. Komið þér, við skulum fara héðan“. „Ekkti strax! Ekki neinn asa, fjandinn hafi það!“ Það var ný rödd, sem lét til sín heyra meðal þeirra. Rotherby kipptist við. Gaskell, sem sat í skugganum hjá arninum, stökk á fætur af ótta. Þau litu öll í áttina til gluggans, því þaðan barst röddin. Þau sáu lágan, gildvaxinn mann með fölt og holdugt andlit. Hann sat klofvega í gluggakist- unni og miðaði á þau skammbyssu. Caryll var sá eini, sem hafði snarræði og djörf- ung, til þess að bjóða hann velkominn. „Nei, lítið þið nú á. Vinur minn, ölgerðarmaðurinn!“ sagði hann brosandi og vingjarnlega. „Það má enginn fara héðan út“, fyrirskipaði Green með myndugleika. Því næst gaf hann ein- hverjum snögga bendingu með annari hendinni og stökk fimlega inn í stofuna. „Þetta er mjög óviðeigandi, herra minn, . .. mjög ósvífið. Hvert er erindi yðar hingað?“ þrum- aði jarlinn. „Að ná í skjölin, sem þessi maður er með“. Jarlinn varð óttasleginn, sem var mjög heimsku- legt af honurn. Caryll sá, að Rotherby greip um munninn, til þess að leyna brosi. „Nú fáið þér verðskulduð laun fyrir alla fyrir- höfn yðar“, sagði hann hreykinn. „Fáið mér skjölin!“ fyrirskipaði Green. „Þér græðið ekkei’t á því, að sýna mótþróa. Fljótur nú. Engar vöflur!“ „Mér gæti aldrei hugkvæmst sú ókurteisi“, svaraði Caryll brosandi. „En væri það allt of nær- gönguit að spyrja, hvers vegna yður er svo mix- ið áhugamál, að fá að sjá mín skjöl?“ Geðró hans hafði sefandi'áhrif á jarlinn, og dró jafnframt úr þeim illgirnisfögnuði, sem hafði gagn- tekið Rotherby fyrir andartaki síðan. „Eg hlýði fyrirskipunum ríkisráðsins, Carterets lávarðar“, sagði lögreglunjósnai’inn til frekari skýringar. „Mér var falið að hafa gætur á s-n..i- boða, er kæmi hingað frá Frakklandi með bréx til jarlsins af Ostermore. Það kom annar sendiboði til hans fyrir viku síðan, til þess að tilkynna honum að hann ætti von á nýrri heimsókn. Við handtók- um þann sendimann, ef yður þætti nokkurs um vert, að heyra það, og . . . já, við fengum hann til þess að meðganga, hvaða boð hann héfði flutt. Það hvílir svo mikil launung á öllum þessum at- höfnum, að Casteret lávarður vill fá nánari vit- neskju um málið. Eg álít, að þér séuð maðui’inn, sem mér var falið, að hafa gætur á“. Caryll virtist skemmta sér prýðilega við þennan lestur. „Mér þykir mjög leitt að sjá svo viturlegar ráðstafanir verða að engu“. Green stóð andartak vandræðalega skömmustu- legur. En hann hafði sýnilega fyrr komizt í kynni við sámskonar náunga. „Engar vífilengjur, heyrið þérþað! Fram með skjölin!“ Hurðin opnaðist og tveir menn komu inn. Áður en dyrunum var lokað á ný, sá Caryll bregða fyr- ir rauðu og búlduleitu andliti húsfreyjunnar, frammi á ganginum, sem var mjög óttaslegin að sjá. Þessir nýju aðkomumenn líktust óhreinum flökkurum. „Jæja þá, viljið þér nú afhenda skjöl yðar af frjálsum vilja, eða á eg heldur að láfa leita á yð- ur?“ spurði Green. Og eftir bendingu frá honum nálguðust flakkararnir báðir, til þess að fram- kvæma rannsóknina. „Þér gangið of langt í ósvífni yðar, herra minn“, sagði jarlinn með þrumurómi, „Já, það finnst mér einnig“, skaut Caryll inn í. „Þér hljótið að vera vitskertur, ef þér haldið, að eg geri mér það að góðu, að láta hverskonar þorp- ar rannsaka mig“. Green dró skjöl upp úr vasa sínum. „Hér er fyrirskipun Casterets lávarðar, innsigluð og undir- rituð af honum sjálfum“. Caryll athugaði fyrirskipunina með þóttasvip. „Hún er ekki útfyllt", sagði hann. „Alveg rétt!“ viðúrkenndi Green. „Caste blan-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/377

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.