Menntamál - 01.04.1946, Side 9

Menntamál - 01.04.1946, Side 9
MENNTAMÁL 39 XI. Eiríkur samdi við bóndann um gistingu. Barnið rak fingurna ofan í heitan vatnspottinn. Feðgarnir fengu mikinn afla. Þeir héldu suður fremri dalinn. Hún safnaði blómunum meðfram lækjunum úti á engjunum. Vatnið er lygnt. Sverri er vorkunn. Hann fékk svo lága ein- kunn. Úti var logn og vægt frost. Þetta geturðu ekki rengt. Hann opnaði dyrnar og leit út. XII. Guðrún hengdi myndina á vegginn. Bókin var orðin lúin og velkt. Rakstrarvélin var tekin í notkun. Drottn- ingin skenkti kónginum tvo skildi. Grettir var látinn gæta hrossanna á veturna. Sóleyjar vaxa í brekkunum austan og sunnan túnsins. Rósin dæi, ef sólin skini aldrei á hana. Þorbjörn hafði efnt loforð sitt og hefnt sín á Gretti. Tígrisdýrið er grimmt. XIII. Ásdís dembdi mjólkinni úr könnunni. Kafbáturinn sökkti beitiskipinu. Buddan týndist. Silungurinn hafði hrygnt milli fossanna. Brynki egndi mig til reiði. Egill beit sig í tunguna. Guðný saknaði hnífsins og skeiðar- innar. Hvíldu lúinn og þreyttan líkamann. Eysteinn negldi lokið á stokkinn. Pilturinn fór í rifinn og óhreinan frakk- ann. Nátthaginn verður sleginn á morgun. XIV. Oddur labbaði til hestanna. Mér þykir verst að mega ekki hlusta á sönginn. Telpan kipptist við og æpti upp, þegar músin felldi glösin á hillunni. Unga stúlkan söng mjög vel. Við heyjuðum vel í sumar. Sveiaðu hundgrey- inu. Krían hvarf bak við skýin. Þeir voru heppnir. Of- viðrið geisaði lengi. Gólfið er óhreint.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.