Menntamál - 01.04.1946, Side 12

Menntamál - 01.04.1946, Side 12
42 MENNTAMÁL LEIÐBEININGAR Stafsetningarverkefni þau, er hér fylgja, ná yfir rúm- lega 1000 orð alls. Er þeim skipt í 20 tölusetta kafla (I—XX), sem eru nokkurn veginn jafnlangir. Verkefni þessi verða lögð fyrir börn í 12 ára bekkj- um í barnaskólum Reykjavíkur. Ætlazt er til, að hægt sé að komast yfir tvo kafla í venjulegri kennslustund (45—50 mín.). Víkja má þó frá því, ef þörf krefur, en ekki skal byrja á nýjum kafla, nema hægt sé að ljúka við hann í sömu kennslustund. Hér er ekki um próf að ræða í venjulegum skilningi, því að hvorki verða einstaklingum, bekkjum né skólum gefnar einkunnar fyrir úrlausnirnar. Tilgangurinn er sá að komast að raun um, hve auðvelt (eða erfitt) börnum yfirleitt reynist að stafsetja þessi orð, og notfæra sér síðan þær niðurstöður, sem fást, bæði við venjuleg próf og stafsetningarkennslu. Veltur því á miklu, að „prófið“ verði framkvæmt þannig, að það sýni sem réttasta heildarmynd af staf- setningarleikni barnanna. Verður það bezt tryggt með því, að allir prófendur fylgi sömu reglum, eins nákvæm- lega og unnt er. Reglur. 1. Segið börnunum að skrifa í hverja línu, en ekki nema öðru megin á blaðið. (Skrifið með bleki.) 2. Börnin skrifi nafn sitt, fæðingardag og fæðingarár efst á hvert blað. 3. Kaflana skal tölusetja og skrifa þá í réttri röð. 4. Segið við börnin: „Nú les ég upp fyrir ykkur nokkr- ar setningar. Þið eigið að skrifa þær jafnóðum, rétt og greinilega á blaðið hjá ykkur. Ég segi ykkur til um öll greinarmerki, en sjálf verðið þið að muna eftir merkjum yfir stöfum. Þið megið einskis spyrja, eftir að við erum byrjuð.“ .....

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.