Menntamál - 01.05.1947, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.05.1947, Blaðsíða 3
Menntamál XX., 3.-4. APRÍL—MAÍ 1947. Latína eða íslenzka? i. Laust upp úr síðustu aldamótum var háð mikil deila um kennslu fornmála í Latínuskólanum. Sem kunnugt er, voru fornmálin, latína og gríska, aðalkennslugreinar skólans og til þeirra varið mestum hluta námstímans. Deilunni lyktaði með því, að grískukennsla var lögð nið- ur og kennsla í latínu minnkuð til verulegra muna eða til þess, sem nú er. Latínan hefur því haldið velli um þrjá áratugi og lítið verið við henni amazt, að minnsta kosti ekki gerð að henni hörð hríð. Hún er ennþá aðalnámsgrein lærdómsdeildar. I þremur efstu bekkjum máladeildar er varið til hennar 19 stundum á viku, en í sömu bekkjum er varið 9 stund- urn til íslenzku og íslenzkra bókmennta og engri stund til Islandssögu. Það gæti varla talizt ósvinna, þótt staldrað væri við og sPurt, hvort þessum dýrmæta tíma og kröftum væri eins skynsamlega og heppilega varið sem skyldi, hvort af þessu námi sprytti sá sálargróður, sem réttlætti, að svo miklu Se til þess kostað andlega og efnalega. Nú hef ég ekki fyrir mér þau rök, sem verjendur þessa iatínunáms hafa fram að færa, þar sem mér er ekki kunn- u&t um, að um gildi þess hafi verið ritað nýlega, en hins Vegar hef ég átt samtöl við ýmsa menn, sem leggja mikla úherzlu á ágæti þessarar greinar, og hef ég reynt að halda vöksemdum þeirra til haga. Nú er eigi þeirri röksemd lengur til að dreifa, að latína sé alþjóðamál kirkju og vís- íhda. Mun það þó hafa verið aðalástæðan til þess, að hún

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.